Norðurland


Norðurland - 29.03.1979, Qupperneq 6

Norðurland - 29.03.1979, Qupperneq 6
NORÐURLAND Fimmtudagur 29. mars 1979. MÁLGAGN SÓSÍALISTA GERIST í NORÐURLANDSKJÖR- ÁSKRIFENDUR DÆMI EYSTRA - Sítninn er 2-18-75 - AUGL^ÝSIÐ I NORÐURLANDI - Síminn er 2-18-75 - x -• ' • Þrjátíu ára þjóðarsmán Herstöðvaandstæðingar um allt land efna nú um mán- aðamótin til baráttufunda og annarra menningarvið- burða í tilefni 30 ára íveru Islands í hernaðarbanda- laginu NATÓ og amerískrar hersetu í landinu. Þjóð- frelsisöflin vilja nú enn á ný leggja áherslu á menningar- pólitíska andófíð gegn varnarvæpni kapitalismans í vestri. Margir sakna nú verkalýðshreyfíngar úr breið- fylkingu herstöðvaandstæðinga, en 1949 reis hún önd- verð gegn hernaðarbröltinu. Vonandi að hún vakni nú til vitundar um mikilvægi herlauss lands, sem og flestir til landvinninga fyrir sósíalismann. A ð Breiðumýri Svo sem fram hefur komið áður í blaðinu, þá efna herstöðva- andstæðingar í Mývatnssveit og Reykjadal til baráttusamkomu föstudaginn 30. mars kl. 21.00 að Breiðumýri. Þar verður minnst 30 ára veru íslands í NATO og hers í landi. Ýmislegt verður á dagskrá; laugur les úr óbirtri skáldsögu. Kristján Hjartarson syngur og spilar á gítar en hann mun einnig verða með í sönghópi þeim, sem aðstoðar við flutning söguyfirlitsins. Á Akureyri. Hér á Akureyri hafa samtökin einnig í hyggju að minnast 30 dagskrá í tali og tónum um inn- gönguna og veruna í því myrka bandalagi NATÓ. Aðal ræðumaður samkom- unnar verður Tryggvi Gíslason skólameistari og ennfremur mun Jakobína Sigurðardóttir skáldkona flytja samantekt um inngönguna í bandalagið. Þá mun Hilmar Hauksson frá Húsavík syngja nokkra slynga söngva um her og NATO. Hákon Leifsson og félagar ílytja samkomugestum magn- aða tónlist við texta eftir akur- eyrsk ungskáld og ennfremur verða fluttir leikþættir og sam- lestur, sem nokkrir úr hinu róm- aða leikaraliði bæjarins hafa umsjón með. Ekki er að efast um að dag- skráin verður í senn fróðleg, skemmtileg og mikil efling bar- áttunni gegn NATO og hernum á Miðnesheiði, sem og hernað- arbrölti yfirleitt. Myndlistarsýning. sýningin væntanlega formlega opnuð 7. apríl. Einnig verður í kjallara Möðruvalla sett upp ljósmyndasýning sama efnis, sem nú um skeið hefur verið fyrir augum reykvískra her- stöðvaandstæðinga. NORÐURLAND mun gera þessum menningarviðburðum nánari skil í næsta blaði. Mikil ástæða er til að hvetja alla ærlega herstöðvaandstæð- inga hvar i flokki sem þeir kunna að leynast til að fjöl- menna á baráttusamkomuna í Sjallanum á sunnudaginn kem- ur, kl. 15.00, svo hún geti orðið upphaf að öflugu starfí SHA hér á Akureyri. Er rússneskir dónar með rassaköst skeiöa og ræna og drepa og nauðga og meiða Þá bjargast hin íslenzka alþýðupíka því ameríski herinn mun vernda hana líka - ö hó. aldrei að yíkja! ræðu kvöldsins flytur Sigurður Blöndal skógræktarstjóri, Reyk dælir flytja leikþáttinn Gústi Jónu Jóns eftir Véstein Lúð- víksson, Jakobína Sigurðar- dóttir segir frá 30. mars atburð- unum á Austurvelli 1949, Ketill Þórisson flytur ljóð, þá verður sungið o.rn.il. Fram koma auk heimamanna Jónas Árnason, Stefán Jónsson og örn Bjarna- son. ára NATÓ-veru okkar á verð- ugan hátt. Mikil baráttusam- koma verður í Sjálfstæðishús- inu, nk. sunnudag 1. apríl kl. 15.00. Þar verður flutt fjölbreytt Þá mun skólafélagið Huginn í M.A. í samvinnu við SHA gangast fyrir sýningu í kjallara Möðruvalla á myndlist, sem tengist verunni í NATO og bar- áttunni gegn hernum. Verður Ísland úr Nató - Herinn burt AÖalfundur Iðju Herða töh á hátehjumönnum Dalvík. Undirbúningur dagskrárinnar í tilefni 30. mars hefur gengið sæmilega. En horfið hefur verið frá því að flytja baráttudag- skrána 30. mars, því Leikfélag Dalvíkur verður með frumsýn- ingu það kvöld. Hestamanna- félagið er svo með árshátíð sína á laugardagskvöldið, svo ákveð ið hefur verið að fresta baráttu- dagskránni til 4. apríl. Fer held- ur ekki illa á því, því sá dagur er cinmitt stofndagur NATO. Dágskráin mun verða eitt- hvað á þessa leið: Að loknu setningarávarpi verður farið yfir sögu hersetu á íslandi, grip- ið á helstu atriðunum og ofið í með leik og söng. Þá flytur Valdimar Bragason erindi og síðan munu skáldin Birgir Sig- urðsson og Guðlaugur Arason lesa upp úrverkumsínum. Birg- ir hyggst flytja nokkur ljóð í anda samkomunnar og Guð- HERINN BURT Aðalfundur Iðju, félags verk- smiðjufólks á Ákureyri, var haldinn sl. sunnudag. NÓRÐ- URLAND innti Jón Ingimars- son formann Iðju eftir helstu tíðindum af fundinum. - Það er helst að við erum að efla verkfallssjóðinn hjá okkur og leggjum 2 miljónir kr. í hann núna. Eins er um húsbyggingar- sjóðinn, - við lögðum einnig 2 milj. í hann. Áður höfðum við samþykkt 600 þúsund króna veitingu í sundlaugarbyggingu Sjálfsbjargar. Við höfum gert mikið fyrir félagsheimilið okk- ar að Brekkugötu 34; létum breyta því í vor, mála það utan og innan. Kostnaður nam tæp- um 1 milj. og 700 þús. Rekstrar- hagnaður allra sjóða félagsins var yfir 28 miljónir króna, sagði Jón að lokum. Á aðalfundinum voru tvær ályktanir samþykktar svohljóð- andi: „Aðalfundur Iðju félags verk smiðjufólks á Akureyri haldinn 25. mars 1979 skorar á Alþingi það er nú situr, að samþykkja frumvarp til laga um breytingar á tollskrá og fl. sem þingmenn- irnir Friðrik Sóphusson, Árni Gunnarsson, Ingvar Gíslason og Kjartan Ólafsson flytja nú á Alþingi. Telur fundurinn, að í frumvarpinu felist mikil réttar- bót fyrir iðnaðarframleiðsluna í landinu, í þeirri hörðu sam- keppni, sem ísienskur iðnaður er i við innfluttar iðnaðar- vörur.“ Seinni ályktunin um stjórnmálaástandið: „Aðalfund ur Iðju skorar eindregið á stjórnarflokkana að jafna ágreining sinn varðandi frum- varp til laga um efnahagsráð- stafanir, sem nú liggur fyrir alþingi. Telur fundurinn að Jón Ingimarsson. engum launþega í landinu sé greiði gerður með því að rjúfa stjórnarsamstarfið og velta öllu út í óvissuna. Að takast á við verðbólguna með öllum raun- hæfum aðgerðum, og með þeim mætti, sem stjórnvöld ráða yfir, það er besta kjarabótin fyrir launafólkið í landinu. Hins veg- ar telur fundurinn, að herða beri tökin á hátekju- og stór- eignamönnum, en hlífa í sama mæli lægst launuðu stéttum þjóðfélagsins við kjaraskerð- ingu. Þegar sú staðreynd blasir við, að opinber gjöld stórlega hækka, þjónustugjöld marg- faldast o.fl.,-sem ekki kemur fram í vísitöluútreikningi, gefur það auga leið, að þessar verð- hækkanir koma lang þyngst niður á láglaunafólki. Þetta verður að stöðva. Þess vegna er það skoðun fundarins, að halda beri áfram stjórnarsamstarfinu og vinna heils hugar að því að tryggja fulla atvinnu og skapa bærileg lífskjör verkafólks, ör- yrkja og aldraðra á komandi árum.“ í stjórn voru kosin: Formaður: Jón Ingimarsson. Varaform.: Hallgrímur Jónsson Ritari: Höskuldur Stefánsson. Gjaldkeri: Geirlaug Sigurjónsd. Meðstj.: Ingiberg Jóhannesson. Varastjórn: Brynleifur Hallsson, Barbara Ármans, Hekla Geirdal, Anton Jónsson. Trúnaðarmannaráð: Jón Laxdal, Kjartan Sumarliðason, Indriði Hannesson, Bragi Sigurgeirsson, Margrét Jónsdóttir, Reginn Jóhannesson. Varatrúnaðarmannaráð: Áslaug Jónasdóttir, Jóhann Sigurðsson, Konráð Aðalsteinsson, Herborg Herbjörnsdóttir. LeihhúsráÖ Komið hafa fram tillögur hjá Leikfélagi Akureyrar um að skipað verði leikhús- ráð. Verða þessar tillögur væntanlega lagðar fram á aðalfundi félagsins sem haldinn verður á næstunni. Ef leikhúsráði verður kom- ið á laggirnar ættu ítök fastra starfsmanna leikhús- sins í stjórnun og ákvarð- anatöku að aukast. Gert er ráð fyrir að ráðið verði skipað 7 mönnum, þar af einum fulltrúa frá Akur- eyrarbæ. Bæjarstjórn hefur sam- þykt fyrir sitt leyti stofnun leikhúsráðs og fallist á að skipa fulltrúa í það. BarnaáriÖ Svo sem sagt var frá í síð- asta NORÐURLANDI þá var bæjarstjórnarfundur haldinn sl. þriðjudag í til- efni alþjóðaárs barnsins, tileinkaður málefnum barna hér í byggðarlaginu. Hópur áheyrenda fylgdist með fundinum. Bæjarfull- trúar skiftu með sér verk- um um framsögu á álits- gerðum 8 starfsnefnda bæj- arins um efnið. í lok fund- arins var samþykkt ályktun í 7 liðum. Sjálfsbjörg Efnt verður til hópferðartil Harstad í Norður-Noregi dagana 15.-24. júní á veg- um Sjálfsbjargar Lands- sambands fatlaðra. Áætl- aður kostnaður er nú 110 þúsund. Eru þaðílugferðir, flugvallaskattur, gisting í skóla og ein máltíð á dag. Nánari upplýsingar í félags blaði sem er að koma út og á skrifstofu félagsins í síma 21557. Góður söngur Gígjanna Um síðastliðna helgi efndu Gígjurnar til sinna árlegu söngleika í Borgarbíói. Á efnisskránni voru innlend og erlend sönglög, eins- konar sýnishorn af verk- efnum kórsins á síðastliðn- um árum. Áheyrendur tóku söng Gígjanna með kostum og kynjum, enda margt snoturlega gert. Fyr- irhuguð er plötuútgáfa með söng Gígjanna nú í vor og er óhætt að fullyrða, að raddir þeirra eiga meira er- indi á skífu en margra ann- arra sem út í slíkt hafa far- ið. Söngstjóri Gígjanna er sem fyrr Jakob Tryggva- son. Rauði Krossinn Aðalfundur Akureyrar- deildar Rauða Krossins verður haldinn 5. apríl á Hótel KEA. Fundurinn hefst kl. 20.00. Stjórnin. Feröafélag Akureyrar Gönguferð um Bíldsár- skarð. Skíðaganga laugar- daginn 31. mars kl. 13.00. Einnig er völ á léttari gönguferð. Upplýsingar á skrifstofunni kl. 18.00 til 19.00 á föstudagskvöld. - Sími 22720.

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.