Norðurland - 05.04.1979, Page 5

Norðurland - 05.04.1979, Page 5
Á Páskamótinu var keppt í hástökki. Hér er Gunnhildur á fullri ferð. Frá Páshamóti Eíkar Fáir vita að 16. maí í fyrra var stofnað íþróttafélagið Eik, íþróttafélag fyrir þroskahefta hér á Akureyri. Margrét Rögn- valdsdóttir íþróttakennari hef- ur kennt íþróttir fyrir þroska- hefta í íþróttahúsinu í Glerár- hverfi. í viðtali við NORÐUR- LAND sagði Margrét, að hún kenndi leikfimi þrjá daga í viku. íþróttafélagið hefur staðið fyrir því að haldið var jólamót og nú síðast páskamót sl. helgi. Keppt var í langstökki, hástökki og knattkasti. Um fimmtíu manns kepptu á mótinu, sem meðfylgj- andi myndir eru frá. ÍSÍ sendi í fyrravetur Styrktarfélagi van- gefinna, og Foreldrafélagi barna með sérþarfir bréf um íþróttafélag þroskaheftra og varð það kveikjan að stofnun Eikar. Þetta er þriðji veturinn. Keppendur voru íklæddir samlitum íþróttabúningum merktum íþrótta- félaginu. sem kennt er í íþróttum við Sól- borg. Tilgangur íþróttafélagsins er að efla útivist og íþróttaiðkanir fyrir þroskahefta meðæfingum, námskeiðum og keppni. Allir sem þess óska geta orðið félagar í Eik. Keppendur á Páskamótinu voru frá 9 ára fram á sextugs- aidur. Allir keppendur fengu verðlaunaspjöld, sem vöktu mikla hrifningu. Stofnendur íþróttafélagsins Eikar voru 85 taisins en félagarnir eru nú orðnir um 100. Rœkjutogari Framhald af baksíðu. um við bjartsýnir á góða lausn uns kom til kasta pólitíkusanna. Urðum við mjög undrandi á ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skipakaup." Hvert verður svo framhaldið? „Við munum ekki sætta okk- ur við þessar niðurstöður fyrr en í fulla hnefana þar sem atkv. greiðslan stóð mjög glöggt. Okkur skilst reyndar að málinu hafi aftur verið vísað til sama starfshóps og áður fjallaði um það á vegum ríkisstjórnarinnar. Við teljum mikla nauðsyn fyrir áframhaldandi þróun í þessari nýbreytni í íslenskum sjávar- útvegi að stíga þetta skref, þannig að gleggri mynd fáist af þessum möguleikum sem hing- að til hafa gefið góðar vísbend- ingar. Því varðar það fleiri en þetta fyrirtæki og hag þess að fá þessum niðurstöðum breytt.“ Brynja. Leikfímiæfingar í Glerárskólaíþróttahúsinu eftir tónlist. IÞRÓTTIR! Umsión: Einar Björns- son Fábrotið líf Heldur var fábrotið iþrottalífið hér á Akureyri um helgina. Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna í Skemmunni. Þar áttu að sjálf- sögðu í hlut Þórsstúlkurnar og voru keppinautar þeirra stúlkur úr Breiðabliki í Kópavogi. En skemmst er frá því að segja að Þórsliðið gjörsigraði Breiðablik. í hálfleik voru Þórs- stúlkurnar með 2 mörk yfir og í seinni hálfleik rústuðu þær stöllur sínar frá Kópavogi. Lokatölurnar 17-8 Þórívilsýna yfirburðina. Hanna Rúna Jó- hannsdóttir var markahæst í liði Þórs með 8 mörk. Þórsliðið hefur með miklum baráttuviija þokað sér af mesta hættusvæð- inu á botninum og munu þær örugglega verjast falli og er það vel. Ekki tókst eins vel til hjá karlaliði Þórs um helgina.Þeir biðu mikinn og þungan ósigur fyrir KR í Reykjavík en alls skoruðu KR-ingar 28 mörk gegn 15 mörkum Þórsara. Með sigri þessum gulltryggði Vest- urbæjarliðið sér sigur í 2. deild. Einnig er það nú fullljóst að hvorugt Akureyrarliðið kemst upp úr annari deildinni. En með ósigri Þórs í Reykjavík voru möguleikar KA algjörlega fyrir bí. Þór VM fær hins vegartæki- færi á aukaleik um 1. deildar- sæti viðannaðhvort HK eða ÍR. Leikhúsferð Iðja félag verksmiðjufólks, hefur ákveðið að fara ieikhúsferð til Reykjavíkur 20. apríl. Fargjöld'og gisting ítvær nætur kr. 19.000. Þeir sem iaka vilja þátt í þessari ferð hafi samband við skrifstofuna, sími 23621 fyrir 10. apríl. Stjórn Iðju AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Barnagæsla Nokkur gæslukonustörf við barnaleikvelli Akureyr- ar á komandi sumri eru laus til umsóknar. Dmsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og sótt námskeið í uppeldisfræðum eða hafa haldgóða reynslu í barnauppeldi. Skriflegar umsóknir skulu sendar til leikvalla- nefndar, skrifstofum Akureyrarbæjar, fyrir 26. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar um störfin gefur Jón B. Arason í sfma 21464. Leikvatlanefnd PISTILL VIKUNNAR Karlremba eða sósíalismi Þreytubros færist yfir andlitið. Andvarp. „Æ, byrjar hún enn!" Þetta eru viðbrögð sem margar konurkann- ast við. Þau birtast gjarnan þegar jafnréttismál kynj- anna eru viðruð við menn af karlkyni. Sérstaklega er ankannarlegt þegar sósíalísk eyru reynast dumb gagn- vart slíkri umræðu. Sósíalistar berjast fyrir jafnrétti manna á meðal. Þar með hlýtur að teljast að menn af andstæðu kyni skuli njóta sama réttará öllum sviðum. Eru einhverjir sem halda því fram að svo sé? Hafa for- dómar og ævagamlar hefðir blindað menn fyrir fárán- leika þeirrar hlutverkaskiptingar sem kynferðið er látið ráða? Sér fólk ekki hvernig auglýsingar og aðrir þjónar peningaguðsins greypa menn í tvenns konar mót: karl vill þetta - kerling hitt! Erfitt er að setja samasemmerki milli sósíalista og þess sem vill viðhalda kynjamisrétti. Jafn erfitt er að ímynda sér sósíalista sem þátttakendur í hinum megt- ugu karlaklúbbum þjóðfélagsins, Rotary, Lions og hvað þeir nú allir heita. Líklega er hvergi jafn rækilega og opinskátt undirstrikað að konur séu ekki af sama sauðahúsi og karlar. Svo er að skilja að klúbbar þessireigi aðfullnægjafé- lagslegum þörfum. Menn hittast til að ræða spaklega um hin merkustu þjóðþrifamál. Og slíkt er karla en eigi kvenna. Form þessara klúbba er þó svo haganlega sniðið að ekki er fyrir hvaða aukvisa sem er að gerast þar gildur limur, þótt karlkyns sé. Vasapeningar verða t.d. að hrökkva til reglubundinna hótelmáltíða, og ein- hver tími verður að finnast frá vinnustreðinu. Og hvar koma svo „betri helmingar" klúbbfélaga inn í myndina? Auðvitað eru þær með í málverkinu. Sam- eiginleg staða þeirra sem eiginkonur meðlimanna skal tengja þær systraböndum. ,,lnnra hjólið", „Sinawik" og aðrir fylgifískar karlaklúbbanna eru einhvers konar sambland af skrautfjöðrum, þjónustuliði og samvisku- yfirklóri. Þátttaka kvenna í klúbbastarfseminni ræðst ekki af persónulegum áhuga þeirra eða þörf fyrir ein- mitt þennan félagsskap. Þær eru þarna staddar sem áhangendur eiginmanna sinna. Sem slíkar skulu þær rabba um skrautblómarækt, snyrtingu og önnur „kvenleg" viðfangsefni. Þegar karlarnir hvíla sig frá umfjöllun „alvarlegra" málefna, fá eiginkvennaklúbb- arnir þeirra að taka þátt í dansiböllum og öðru hoppi og híi. Engum ætti að dyljast að uppbygging þessara klúbba flokkar menn eftir kynferði sem tvenns konar félags- verur. Sú flokkun viðheldur og ýtir undir rótgróna hlut- verkaskiptingu kynjanna í borgaralegu samfélagi. Hlutverkaskiptingu sem sósíalistar og aðrir jafnréttis- menn geta ekki viðurkennt. Þó ekki væri nema þessi eini þáttur í eðli karlaklúbbanna, ætti hann að nægja til að halda jafnréttiskörlum frá þátttöku í slíkri starfsemi. Ósagt skal hér um menningarlegt gildi klúbbanna að öðru leyti. Þar gætu þó sósíalísk augu örugglega greint ýmsa vafasama þætti. Augun þau mættu reyndar vera fránni þegar horft er yfir þá menningu sem við hrær- umst í og tökum þátt í að móta. Alþýðu- leikhúsið sýnir Vatnsberana eftir Herdísi Egilsdóttur Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir Á Ólafsfirði laugardaginn 7. apríl kl. 15.00. Á Akureyri sunnudaginn 8. apríl kl. 14.00og 1 6.00 Leikfélag Akureyrar Sjálfstætt fólk eftir HALLDÓR LAXNESS Leikgerð og leikstjórn: Baldvin Halldórsson. Sýningar: Föstudag, laugardag og sunnudag kl. 20.30. Aðgöngumiðasala opin dag- lega frá 17.00-19.00 og til kl. 20.30 sýningardagana. Sími24073. L. A. NORÐURLAND - 5

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.