Norðurland


Norðurland - 05.04.1979, Qupperneq 6

Norðurland - 05.04.1979, Qupperneq 6
NORÐURIAND Fimmtudagur 5. aprfl 1979 MÁLGAGN SÓSÍALISTA í NORÐURLANDSKJÖR- DÆMI EYSTRA GERIST ÁSKRIFENDUR - Síminn er 2-18-75 - AUGLÝSIÐ I NORÐURLANDI - Síminn er 2-18-75 - - 1949 - 1979 - Fundað gegn NATO Um sl. helgi efndu herstöðva- andstæðingar um allt iand til baráttufunda í tilefni þrjátíu ára áþjánar í NATÓ. Hér nyrðra voru baráttufundir haldnir að Breiðumýri og á Akureyri. Dal- víkingar brugðu á það ráð að fresta fundi til nk. sunnudags. Samkomuna að Breiðumýri sóttu hátt á annað hundrað manns.þrátt fyrir erfiðar sam- göngur víða í nágrenninu. Sig- urður Blöndal skógræktarstjóri flutti snjalla ræðu og Jakobína Sigurðardóttir rakti í stórum dráttum sögu andófsins gegn herstöðvum og NATÓ hér á landi. Jónas Árnason vakti upp söng og las auk þess upp mar.g- fræga sögu sína af „hattinum“ góða. Herstöðvaandstæðingar úr Reykjadal sýndu leikþáttinn Gústi Jónu Jóns, eða vandinn að vera sjálfum sér samkvæm- ur, grátt gaman í einum þætti eftir Véstein Lúðvíksson. Ketill Þórisson las ljóð og Hilmar Hauksson söng baráttusöngva. Auk þess var svo almennur söngur undir stjórn Jónasar Árnasonar. Stefán Jónsson stjórnaði baráttufundinum af röggsemi. Samkoman heppn- aðist í alla staði mjög vel og bar því glöggt vitni, að andstaðan gegn hernum og NATÓ er víð- tæk um Þingeyjarþing. Þetta er í þriðja sinn sem herstöðvaand- stæðingar í Mývatnssveit og Reykjadal halda baráttusam- komu 20. mars og hefur þátt- takan aukist ár frá ári. Hafa menn þar um slóðir á því fullan hug að halda slíkar samkomur svo lengi sem her er í landinu og þjóðin bundin á klafa hernaðar- bandalagsins. Á Akureyri Herstöðvaandstæðingar á Ak- ureyri komu saman til baráttu- samkomu í Sjálfstæðishúsinu sl. sunnudag. Böðvar Guð- mundsson, sem stjórnaði fund- inum, setti samkomuna með beinskeyttu ávarpi. Þá var sam- erindi bæði að Breiðumýri og á Akureyri um helgina. Miðbæjarskipulagið Skipulagsnefnd Akureyrarbæj- ar hefur nú gengið frá tillögum að miðbæjarskipulaginu. Nefnd in varð sammála um að Hafnar- stræti og Ráðhústorg verði göngusvæði. í tillögunni er gert ráð fyrir gönguleiðum úr öllum íbúðar- hverfum bæjarins til miðbæjar- ins og þar gert ráð fyrir útivist- arsvæðum. Ráðgert er að gjör- breyta nokkrum svæðum, þannig að gömul hús þurfa að hverfa og ný að rísa. Nefndin varð ekki sammála um 2 atriði þ.e. um legu aðalumferðaræð- arinnar Glerárgötu yfir Torfu- nefsbryggjurnar á uppfyllingum yfir á Drottningabraut. Minni hlutinn, Tryggvi Gíslason og Pétur Valdimarsson, vill halda í bryggjurnar og sveigja götuna lengra vestur. Einnig er ágrein- ingur um hvort varðveita skuli hluta húsalengjunnar frá Baut- anum til óg með Böglageymslu KEA. Verndunarmenn eru þar í minnihluta, Helgi Guðmunds- son og Tryggvi Gíslason. Til- lögur skipulagsnefndar og val- kostir minnihluta verða teknir til 1. umræðu á bæjarstjórnar- fundi nk. þriðjudag sem hefst kl. 4 og er öllum opinn. Agreiningur í ríkisstjórninni Um rœkjutogara Eins og kunnugt er af skrifum Reykjavíkurblaðanna var sam- þykkt í ríkisstjórn sl. fimmtu- dag að leyfa kaup á tveimur þorskveiðiskipum til landsins. Á annað að fara til Suðurnesja. Um leið var fellt (á jöfnum at- kvæðum) að leyfa Söltunarfé- lagi-Dalvíkur að kaupa rækju- togara. Féllu atkv. þannig að allir ráðherrar Alþ.bandalags ásamt Steingrími Hermanns- syni voru með tiltögunni en aðrir á móti, þ.á.m. sjávarút- vegsráðherra sjálfur. Benedikt Gröndal var ekki á fundinum. Blm. hafði samband við Jó- hann Antonsson frkvstj. Sölt- unarfél. Dalv. og spurði hann um aðdraganda málsins. Sagði Jóhann að þeir hjá Söltunar- félaginu hefðu farið að athuga kaup á rækjutogara sl. haust. Þeir hefðu kynnt sér marga togara og ýmsar leiðir í málinu. „Það skip sem varð svo fyrir valinu virtist okkur henta mjög vel, sér í lagi með tilliti til fram- leiðslu á Japansmarkað. Auk þess bauðst skipið á hagstæðu verði.“ Hvað er þetía stórt skip? „Þetta er 436 tn togari sem við hefðum keypt erlendis frá og þarf ekkert að breyta. Við Jóhann Antonsson. hugsuðum okkur að láta Arnar- borgina upp í kaupin, og var þar tvennt sem okkur fannst mundi mæla með að kaupin yrðu leyfð. í fyrsta lagi hefur Arnarborgin verið okkur erfið í rekstri, annað það að fullyrða má að hún færi til þorskveiða ef hún yrði seld innanlands. Auk þess hefur að undanförnu helst ekki verið keypt skip til landsins nema annað gengi upp í. Við fengum meðmæli frá starfshóp sem fjallaði um málið á vegum ríkisstjórnarinnar. Einnig var viðskiptabanki okk- ar, L.Í., mjög jákvæður. Segja má að embættismannakerfið hafi því verið búið að leggja blessun sína yfir kaupin, og vor- Framhald á bls. 5. Samlestur á fundinum á Akureyri. lestur úr sögu og bókmenntum um það sem reynt var að gera. flutt af Erlingi Sigurðarsyni, Þá skaust upp á yfirborðið út- Svanhildi Jóhannesdóttur, Að- varpsmaður í Hafnarstræti og alsteini Bergdal, Nönnu Jóns- spurði vegfarendur álits á her- dóttur, Ingu Aradóttur og setu og kannaði hernám hugar- Theódór Júlíussyni. Hilmar farsins, - þáttur í flutningi Ás- Hauksson frá Húsavík flutti geirs Friðgeirssonar, Jóns baráttusöngva. Ræðu dagsins Magnússonar, Auðar Odd- flutti Tryggvi Gíslason skóla- geirsdóttur, Nönnu Jónsdótcur meistari á glæsilegan hátt. Þór- Þormars Stefánssonar. arinn Böðvar Leifsson, Guð- Kommagrýlan, leikþáttur í brandur Siglaugsson og Hákon flutningi Birnu Gunnlaugsdótt- Leifsson fluttu ljóð til amerískr- ur og Arnheiðar . Ingimundar- ar menningar, sem lauk á tákn- dóttur varsíðastidagskrárliður. rænan hátt með fórn til Tyggi- Samkomunnjvar svo slitið með guðsins. Jakobína Sigurðar- fjöldasöng. Á annað hundrað dóttir skáld frá Garði flutti manns sóttu fundinn. minningar um 30 ára stríðið, Andófið í list Skólafélagið Huginn og Her- stöðvaandstæðingar munu opna myndlistasýningu laugardaginn 7. apríl í kjallara Möðruvalla. Myndirnar eru tileinkaðar þjóðfrelsisbaráttunni og gegn hernaðarbrölti yfirleitt. Lista- mennirnir eru flestir Akureyr- ingar en þrír að sunnan. Ein mynd er eftir Elísabetu Geir- mundsdóttur listkonu, sem lést árið 1959. Aðrir listamenn eru: Helgi Vilberg, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Hall- mundur Kristinsson, Bryndís Kondrup, Guðbrandur Sig- laugsson, Sigurður Þórir Sigurðsson, Kristján Kristjáns- son og Friðrik Þór Friðriksson. í Dimbilviku er svo Ijósmynda- sýning úr sögu hernámsins og Natóaðildar væntanleg til Akureyrar. Sú sýning vakti mikla athygli á dögunum á Kjarvalsstöðum og á ísafirði. Afengisvandamálið Hafin er starfsemi ráðgjafamið- stöðvar á vegum Samtaka áhugafólks um áfengisvanda- málið. Með þessari starfsemi hyggjast SÁÁ efla starf á vett- vangi áDngisvarnarmála á Norðurlandi og auðvelda íbú- um þessa landshluta að fá upp- lýsingar auk þess að aðstoða áfengissjúklinga og aðstand- endur þeirra, sem vilja notfæra sér meðferðarkerfi þeirra stofn- ana er fást við áfengisvanda- málið. Að öðru leyti yrðu verkefni fyrirhugaðrar ráðgjafamið- stöðvar á Akureyri þau, að lögð yrði megináhersla á beina ráð- gjöf við áfengissjúklinginn og aðstandendur hans, útvegun vistrýmis á meðferðarstofnun- um, móttaka sjúklinga er sneru til baka af slíkum stofnunum og kynning á starfi AA deilda þeim til handa. Enfremurerfyr- irhugað að efna til námskeiðs fyrir fjölskyldur áfengissjúkl- inga, sinna fræðslu - og fyrir- byggjandi starfi m.a. með fræðslu í skólum og á vinnu- stöðum. Skrifstofan verður starfrækt í samvinnu við Félagsmálastofn- un Akureyrar, en bæjaryfirvöld á Akureyri hafa sýnt þessu máli sérstakan áhuga og skilning. Ráðgjafamiðstöðin verður í húsnæði Félagsmálastofnunar Akureyrar Geislagötu 5, 3. hæð, og verður opin mánud., mið- vikud. og föstud. frá kl. 16-18. Síminn er 25880. Magnús Jóns- son klæðskeri mun veita skrif- stofunni forstöðu. Vatnsberamir Sunnandeild Alþýðuleikhúss- ins hefur verið á leikferðalagi síðustu vikur, um Vesturland, Vestfirði og nú um Norðurland. Leikritið, sem landsmenn eiga nú kost á að sjá og upplifa í dreifbýlinu, er Vatnsberarnir eftir Herdísi Egilsdóttur. Það er ætlað börnum, þótt allir megi hafa ánægju af. Leik- stjóri er Þórhildur Þorleifs- dóttir en leikmynd og búningar eru eftir Þórunni Sigríði Þor- grímsdóttur. Leikendur eru Anna S. Einarsdóttir, Ása H. Ragnarsdóttir, Þröstur Guð- bjartsson, Emil Guðmundsson og Einar Einarsson. Sýnt var á Siglufirði á miðvikud., en í kvöld er áformað að sýna í Hrafnagilsskóla, á Ólafsfirði á laugardag, en á sunnudaginn verða sýningar kl. 2 og 4 á Ak- ureyri. Leikritið hefur verið Anna S. Einarsd. og Þröstur Guð- bjartsson í hlutverkum sínum. sýnt við frábærar undirtektir í fjölmörgum skólum á höfuð- borgarsvæðinu. Sýningarnar á Akureyri verða 102. og 103. sýning á Vatnsberunum. Ólafur brást Dagur á Akureyri segir frá því sl. fimmtudag, að Reykjavíkurblöðin haldi því fram, að formanna- skipti verði í Framsóknar- flokknum. Um það segir Dagur: „Hvergi sýnist þetta þó staðfest og ekki er það líkt Ólafi Jóhannes- syni, að ganga frá borði frá óleystum verkefnum." Nú hefur það samt sem áður gerst að Steingrímur Hermannsson er orðinn formaður þess, sem leyfir af Framsóknarflokknum.. Þannig hefur Óli Jóh. brugðist Degi og sjálfsagt Dagur flokknum. AB Húsavíh Alþýðubandalagið á Húsa- vík hélt félagsfund sl. laug- ardag. Á fundinn komu Stefán Jónsson og Jónas Árnason, en þeir höfðu ver- ið á baráttusamkomu her- stöðvaandstæðinga að Breiðumýri kvöldið áður. Fjallað var almennt um stjórnmálaástandið í land- inu. Efnahagsmálafrum- varpið var þeim Stefáni og Jónasi ofarlega í huga. Sögðu þeir frá tildrögum þess og samkomulagsins, sem nú hefur náðst. Fund- urinn, sem boðaður var með skömmum fyrirvara var nokkuð fjölmennur. Samningar tóhust Svo sem sagt var frá í síð- asta NORÐURLANDI stóð fyrir dyrum verkfall röntgentækna á Fjórðungs sjúkrahúsinu á Akureyri sl. sunnudag. Ensamkomulag tókst á laugardaginn sl. Röngentæknar miðuðu kröfur sínar við launakjör meinatækna, sem taldireru vinna hliðstæð störf. Kjara samninganefndin, sem skipuð er fulltrúum bæjar- ins og STAK, Starfsmanna félagi Akureyrarbæjar, var sammála að leiðrétta laun röntgentækna til samræmis við fyrrnefnd launakjör meinatækna. Samkomu- lagið gildir frá 1. janúar 1978 tii 30. júní nk.' „Grísirnir“ suður Leikfélag Menntaskólans á Akureyri bregður undir sig betri fætinpm um næstu helgi. Þrjátíu manna hópur ekur til Reykjavíkur á föstu daginn til að bjóða sunn- lendingum að skoða norð- lenska leiklist. L.M.A. sýnir nýjasta verk Böðvars Guðmunds- sonar „Grísir gjalda, gömul svín valda“ í áttunda og síðasta sinn á Akureyri í kvöld. Aðsókn hefur verið ágæt og hljóð í áhorfendum gott. Grísirnir verða á fjölum Félagsheimilis Kópavogs nk. laugardags-, sunnu- dags- og mánudagskvöld. Ferðafélag Ahureyrar Húsavík, vetrarferð með viðkomu í leikhús. Brott- för laugardag 7. 4. kl. 2. Aukaferð Glerárdalur - Skíðaganga - sunnudag 8.4. kl. 10 fh. Þátttökutil- kynningar föstudag kl. 6-7.

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.