Norðurland


Norðurland - 10.05.1979, Blaðsíða 6

Norðurland - 10.05.1979, Blaðsíða 6
NORÐURIAND Fimmtudagur 10. maí 1979 Tumi Leifs skrifar Það er að verða einskonar hefð á íslandi, að fagna hækkandi sólu og komandi sumri með ein- hverju menningarafreki, fylleríi eða tilhuganalífi. Síðast nefnd- ur faktor hefur all lengi verið iðkaður. Eitt menningaruppá- tækið í þessum tilgangi voru Tónlistardagarnir hér í bænum 27.-29. apríl. En dagarnir voru því miður of snemma í því, rétt einsog lóan, sem sást fyrir sunn- an um daginn, alein, skælandi á öðrum fæti í túninu fyrir utan Stjórnarráðið. Framkvæmd daganna var góð, og var flest reynt til þess að tæla fram vorið, en norðan skafrenningurinn kyrrsetti and- skoti marga heima við skjáinn, svo maður varð þeirra „hvergi“ var. Fyrsta dag Tónlistardaganna kom Sinfóníjuhljómsveit fs- lands að sunnan með vel unnið og skemmtilegt prógramm. Dagskrána prýddu verk eftir þá parrukkkallana Handel og Mozart (og enn einn þýsku- mælandi) Kapelmeistarann Gustav Mahler, sem var uppi á öndverðri síðustu öld og lifði rétt fram á þessa. Siegfried Kahlmann, söng einsöng með hljómsveitinni, í Exultate Iubilate eftir Mozart og þá fjórðu symfóníju Mahl- ers. Hún stóð sig með mikilli prýði, miðað við það að hún átti við þrælerfitt prógramm að etja. Stjórnandinn, Soudant, var mjög athyglisverður. Laust hann sprotanum svo fagmann- lega á hljómsveitinni, að hann töfraði fram glitrandi og marg- lit augnablik svo að ég þessi leiðslulausa bæjarmús varð hreint uppnuminn. Töfrabrögð stjórnandans virt ust fyrst og fremst felast í ótrú- lega næmum og skýrum hraða- breytingum, sem drógu fram hina ólíku tónheima sem Mahl- er fjallar um. Mahler kemur víða við. Hann slær fram göml- um þýskum bændaslögurum, (alþýðutónlist), fer útí geggjað drama, og bregður fyrir sig í fiskvinnu Yfirvinnu- bann Að undanförnu hefur Verka- lýðsfélagið Eining látíð fara fram könnun á því á stærri vinnustöðum á félagssvæðinu, hver hugur verkafólks væri til þess, að sett yrði á helgarvinnu- bann í sumar, mánuðina júní, júlí og ágúst. Niðurstöður könnunarinnar urðu þær, að í fiskiðnaði, en þar hefur yfirvinna verið langmest að undanförnu, reyndist yfir- gnæfandi meirihluti verkafólks- ins fylgjandi yfirvinnubanni og á mörgum vinnustöðum allt starfsfólkið. Á öðrUm vinnu- stöðum en í fiskiðnaðinum reyndust skoðanir mun skiptari og sumsstaðar flestir eða allir mójfallnir helgarvinnubanni. Á fundi trúnaðarmannaráðs Einingar, sem haldinn var 5. þ.m. var svo í framhaldi af könnun þessarri ákveðið að setja á helgarvinnubann í fisk- vinnslu mánuðina júní, júlí og ágúst, en samkvæmt því skal ekki unnið í fiskvinnslunni á laugardögum né sunnudögum þessa mánuði. Óákveðið erenn, hvað verður á öðrum vinnu- stöðum. MÁLGAGN SÓSÍALISTA GERIST INORÐURLANDSKJÖR- ÁSKRIFENDUR DÆMI EYSTRA - Síminn er 2-18-75 - AUGLYSIÐ I NORtiURLANDI - Síminn er 2-18-75 - Vorboðinn Ijúfi - umsögn um tónlistardagana Vínar klassísku yfirbragði, eins- og skrattinn úr sauðarleggi, svo ekki verð ég hissa þótt Akur- eyringum þyki tónlistin æðis- gengin við fyrstu áheyrn. Soudant, prikhaldaranum tókst frábærlega að halda þessum ólíku tónheimum hreinum og tærum, hverjum fyrir sig, án þess að samhengið brenglaðist. Mahler var fullkomlega ljóst um þessar miklu sviðsskipting- ar í tónlist sinni, og má því segja að viss samhljómur hafi verið með Soudant og Mahler þetta kvöld. I concerto grossó fyrir strengi, eftir Handel tókst stjórnandanum að gera tónlist- ina blæbrigðaríka og að spenn- andi heimi, en ekki að einhverri trumpurumpurumprump múss- ík, sem barokk verður svo gjarnan ef sköpunargleðin er í lágmarki. Á laugardaginn, talsvert upp- úr hádegi, svona þegar all flest- ar fyllibyttur bæjarins voru skriðnar fram úr, þá spiluðu þær Manúela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir, alveg einsog guðs eigin englar í stærsta guðshúsi bæjarins, Akureyrarkirkju. Þær voru án efa með lang skemmti- legasta prógrammið á Tónlitft- ardögunum. Það var samsett af verkum eftir gömlu Barrokk- meistarana Bach, Hándel og Quants, í mjög smekklegu ívafi við nýrri verk eftir þá, Hovland, Jolivet, Atla Heimi og Leif Þórarinsson. Þær skutlurnar voru oft á tíðum ekki feimnar við að venda sér úti dramatíska tjáningu, sem gaman var að heyra í jafn hefðbundinni tón- list og Barrokkinu. Þær fluttu sitthvort sóló verkið, Helga „Frumskóga“ fyrir sembal eftir Atla Heimi, snoturt og skema- tískt verk, þótt oft hafi borið á meiri brillíjans hjá Atla. Manú- ela flutti Meinlæti Jolivets fyrir sóló flautu, sem verður fallegra og fallegra við hverja áheyrn. Þær stöllur fluttu einnig verk eftir einn staðarbúa Leif Þórar- insson. Mjögfallegt verkfluttaf mikilli list. Tónlistardögunum lauk svo á tónleikum með Passíjukórnum og Sinfóníjunni, þar sem fluttar voru Árstíðir Haydns fyrir kór, hljómsveit og einsöngvara (fleir tala). Og hvergi sást vorið. Vissulega hefði margt viðfangs- Manúela Wiesler. Helga Ingólfsdóttir. Framhald á bls. 4. Hneykslaðir á skaparanum Að sögn Hjartar E. Þórarins- sonar á Tjörn í Svarfaðardal, eru bændur þar orðnir hneyksl- aðir á skaparanaum. Sauðburð- ur er hafinn og gengur vel, nema hvað gífurlegir erfiðleikar fylgja því að þurfa að hafa allt fé í húsum. Bændur búa sig undir lang- varandi basl og að þurfa að gefa að minnsta kosti fram í miðjanjúní, þarsemengarlíkur eru á að neinn gróður verði kominn fyrir þann tíma. Menn eru þó æðrulausir og treysta því að með miðlun verði nóg hey fram til þess tíma. Augljóst er að heyskapur mun byrja seint og lítil hey verða, þó mun reynt að bæta það eitthvað upp með áburði. Virðist sem æðri mátt- arvöld hafi hér tekið mið af samþykktum bændafunda og vilja stjórnvalda, því óneitan- lega boðar slíkt vor samdrátt í haust. Að sögn Hjartar er þetta óvenju hart vor og þögult, því lítið heyrist í vorfuglum enn sem komið er, og menn leita allt aftur til 1949 til að finna hliðstæðu. En þó kvað hann of snemmt að spá endanlega um vorið, því ef fljótlega kæmu hlýindi mundi allt breytast til betri vegar. Svanfr. Hjörtur E. Þórarinsson. Mjólkurframleiðendum fcekkar Aðalfundur Mjólkursamlags KEA var haldinn í Samkomu- húsinu á Akureyri mánudaginn 7, maí 1979 og hófst hann kl. 13. Formaður kaupfélagsstjórnar, Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, setti fundinn, en fundarstjórar voru kjörnir Birgir Þórðarson, Öngulsstöðum, og Þóroddur Svo sem kunnugt er, ber kaupmönnum að verðmerkja vöru, sem höfð er til sýnis í búðargluggum verslana. Kveð- ið er þannig á um þetta í reglugerð með lögum, að nierk- ingin skuli vera skýr og greini- leg, svo auðvelt sé fyrir viðskifta- menn að lesa á verðmiðana. I nýútkomnu fréttabréfi Neyt- endasamtakanna á Akureyri segir frá könnun þeirra á þessu atriði: „Neytendasamtökin könn- uðu nýverið verðmerkingu í gluggum 30 verslana í miðbæn- um. Af þeim 30 höfðu 14 mjög Hermannsson, Kambsstöðum, og fundarritarar Halldór Jóns- son, Jarðbrú, og Árni Her- mannsson, Ytri-Bægisá. - Á fundinn mættu um 150 mjólkurframleiðendur. Innlagt mjólkurmagn var 24,887.285 lítrar og hafði aukist um 974.611 lítra eða 4,07% frá góða verðmerkingu (90-100%), 6 höfðu nokkuð góða (60-90%), 2 höfðu sæmilega (um 50%), en 8 höfðu litla eða enga verð- merkingu. Mjög voru merking- ar þessar misjafnar, sumar voru mjög skýrar og með stóru letri, aðrar voru smáar og jafnvel upplitaðar eða svo illa komið fyrir að þær urðu ekki greindar, nema skoðandinn viðhefði fett- ur og brettur. Það má kallast merkilegt, að nærri þriðjungur búðareigenda í framangreindu úrtaki skuli hafa ákvæði um verðmerkingu að engu, því hún hlýtur að vera báðum til hægðarauka, kaup- anda og seljanda.“ fyrra ári. 97,65% mjólkurinnar fór í I. fl. Meðalfitumagn mjólkurinnar var 4,075%. Mjólkurframleiðendur 1978 voru 293 að tölu og hafði fækkað um 10. Meðalinnlegg á mjólkurframleiðanda var 84. 939 lítrar. 20% mjólkurinnar var seld sem neyslumjólk en 80% fór til framleiðslu á ýmsum mjólkurvörum. Á árinu 1978 var framleitt: 605 tonn smjör 934 tonn ostur af ýmsum tegundum 61 tonn mysuostur og mysingur 158 tonn skyr 193 tonn kasein 30 tonn youghurt Birgðir smjörsins um síðustu áramót voru 494 tonn. Fram kom af reikningsyfir- liti, að heildarverð til framleið- enda varð kr. 136,11 fyrir hvern lítra af innlagðri mjólk, að frádregnum kr. 4,28 í verðmiðl- unargjald. Náðist þannig stað- argrundvallarverð. Haraldur Hannesson, Víði- gerði, var endurkosinn í sam- lagsráð og sem varamenn þeir Haukur Steindórsson, Þríhyrn- ingi, og Arnsteinn Stefánsson, Stóra-Dunhaga. Hundsa reglur Allt heekkar Gjaldskrá Rafveitu Akur- eyrar hækkaði um 23% frá og með 8. maí sl. Ekki er um neina tilfærslu á milli liða að ræða þannig að allir liðir rafmagnssölunnar hækka um sömu prósentu- tölu. Hækkun þessi er bein af- leiðing þeirrar 30% hækk- unar sem iðnaðarráðuneyt- ið heimilaði raforkufram- leiðendum frá og með 1. maí. Laugaskóli Kennarar við Héraðsskól- ann að Laugum í Suður- Þingeyjarsýslu hafa samið kynningarrrit um nám og félagsstarfsemi innan skól- ans. Bæklingurinn er hinn ítarlegasti. Að Laugum er starfræktur grunnskóli og framhaldsdeildir. I bækl- inginum er birt yfirlit yfir skiptingu kennslustunda milli námsgreina á fyrsta ári framhaldsskóla og getið um þær námsbrautir sem verða starfræktar, fáist næg þátttaka. Umsóknir um skólavist þurfa að ber- ast fyrir 10. júní. Þröstur skrifar í Danmörku Þröstur Haraldsson, sem ritstýrði NORÐUR- LANDI í fyrra er nú blaða- maður við danskt vikublað á vinstra væng. Það heitir Arhus Folkeblad og er gef- ið út í Árósum eins og nafn- ið gefur til kynna. I síðasta tölublaði þess er ítarleg grein eftir Þröst um þrjátíu ára Nato kvöð íslenskrar þjóðar, ágrip af sögu and- ófsins gegn hernáminu og lýsing á ástandinu í dag. Grein félaga Þrastar lýkur með þessum orðum: „Um það er nú rætt að Sha (Samtök herstöðvand- stæðinga) eigi að setja fram kröfu um þjóðaratkvæða- greiðslu um framtíð her- stöðvarinnar. Sú krafa er komin frá vinstri armi hreyfingarinnar, en hæg- fara öfl innan Alþýðu- bandalagsins (arftaka sósialistaílokksins) óttast að ósigur 1 þjóðaratkvæða- greiðslu muni þoka andófs- mönnum úr pólitísku sviðs- ljósi svo árum skipti.“ Neytenda- samtökin Neytendasamtökin Akur- eyri og nágrenni. Skrifstofan, Skipagötu 18, 2. hæð, er opin á þriðjudögum og miðviku- dögum kl. 4.00-6.00 e.h. Sími 24402. Ferðafélag Akureyrar Möðrufellshraun. Göngu- ferð sunnudaginn 13. maí kl. 1 e.h. Þátttaka tilkynn- ist milli kl. 6 og 7 á laugar- dag í síma 22720.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.