Norðurland


Norðurland - 17.05.1979, Qupperneq 5

Norðurland - 17.05.1979, Qupperneq 5
Til minningar um Júlíus Bogason Nýlokið er skákmóti til minning- ar um Júlíus Bogason. Keppend- ur voru 12 og tefldu þeir 7 umf. Úrslit urðu þau að sigurvegari varð Margeir Steingrímsson, sem vann allar sínar skákir og hlaut 7 vinn. Annar varð Þór Valtýsson með 5‘/2 vinn. og þriðji Níels Ragnarsson með 4'á vinn. Einn- ig var keppt í unglingaflokki og voru þar 8 keppendur. Bogi Eymundsson varð efstur með 7 vinn., annar Hörður Guðmunds son með 6 vinn. og þriðji Ey- mundur Eymundsson með 4 vinn. Nú er að mestu lokið 1. deild- arkeppninni í skák. Taflfélag Reykjavíkur sigraði, hlaut 42 vinn., nr. 2-3 Skákfélag Akur- eyrar og Mjölnir Reykjavík með 32 vinn. en Skákfélag Akureyr- PISTILL VIKUNNAR Helgi Ólafsson Síðasta laugardag var knetti fyrst spyrnt í 1. deild á þessu ári. Þá áttust við Knattspyrnufélag Akureyrar og Haukar frá Hafn- arfirði. En sem kunnugt er lædd- ust Haukarnir fram úr Þórsurum á lokaspretti annarar deildarinn- ar í fyrra. Leikurinn fór fram á hinum margrómaða knattspyrnuvelli sem stendur við gosdrykkja- verksmiðjuna SANA. Þegar leikur þessi hófst, blés ekki byr- lega til knattspyrnuiðkunar. Þrútið var loft og þungur sjór og allt hafði það auðvitað áhrif á keppendur jafnt sem áhorfend- ur. KA strákarnir léku í fyrri hálfleik á móti sterkri suðaustan golu sem bar með sér ljúfa sjávarangan enda stendur völl- urinn eigi alllangt frá flæðar- málinu. KA drengirnir léku af skynsemi í fyrri hálfleik og Ncestu leikir Fyrsta leik Þórs í annari deild íslandsmótsins í knattspyrnu sem átti að vera gegn Þrótti Neskaup- stað var frestað. Var það einkum vegna tregra flugsamgangna og vafasamt er hvort veðurguðirnir hefðu gefíð sitt leyfí til að leika þennan leik hér fyrir norðan. Leikur þessi verður sennilega á dagskrá á þriðjudag eða mið- vikudag (þ.e. þegar blaðið fer í prentun). KA liðið fær nú smá pásu og veitir sennilega ekkert af henni til að brynja menn sína enn frekar til baráttu. Þeirra næsti leikur fer fram á Akranesi þann 26. þessa mánaðar. Með sigri í þeim leik halda þeir von- andi sínum sess sem efsta lið deildarinnar. Áhorfendastæðin á leikvanginum við SANA. Þetta frumlega áhorfendaskýli gaf góða raun á laugardaginn. reyndu að halda boltanum niðri og léku þeir mun betri knatt- spyrnu heldur en Haukarnir. Sérstaklega var vörnin traust með Einar Þórhallsson sem besta mánn. Einar er mikill varnarstólpi og einnig hættu- legur upp við mark andstæðing- anna og mun það örugglega koma betur í ljós eftir því sem á líður. Þégar u.þ.b. 10 mín voru til loka fyrri hálfleiks opnaðist stórt gat i varnarvegg Hauk- anna. Hinn ungi og efnilegi Njáll Eiðsson var fljótur að átta sig, fékk boltann á markteig og spyrnti viðstöðulaust í markið. Stuttu seinna eða á 42. mín fékk Gunnar Blöndal boltann á vall- arhelmingi andstæðinganna en skammt frá vallarmiðju. Hann hóf mikinn einleik og prjónaði sig skemmtilega í gegn og bætti öðru markinu við. Á síðustu mín hálfleiksins fengu KA menn á sig klaufalegt mark. Guðmundur Sigmarsson í liði Hauka spyrnti að því er virtist hættulitlum bolta að marki KA sem Aðalsteinn missti á ein- hvern óskiljanlegan hátt út úr höpdunum á sér. I seinni hálfleik snéru Haukar við blaðinu. Eftir tedrykkjuna í hléinu voru þeir grimmir og sýndu nú mun betri leik. KA menn voru heldur daufir og virtust frekar áhugalausir. Þeir sóttu þó nokkuð í sig veðrið er á leið hálfleikinn og náðu að bæta við marki á lokamínútunum. Var þar að verki öðru sinni Sigl firðingurinn eitilharði Gunnar Blöndal. Þá nikkaði hann inn eftir fyrirgjöf eða líkt því sem Tjallinn kallar „touch“. Eftir á að hyggja var leikurinn lítt merkilegur knattspyrnulega séð og var við því að búast ef litið er á allar aðstæður eins og áður segir. Bestu menn KA í þessum leik voru þeir Gunnar Blöndal og Elmar Geirsson. Júlíus Bogason. ar hefur hagstæðara stigahlut- fall og telst því í 2. sæti. Nýlega tefldu þeir Gylfi Þór- hallsson og Kári Elísson einvígi um titilinn Skákmeistari Akur- eyrar 1979, en þeir urðu efstir og jafnir á Skákþingi Akureyrar. Úrslit urðu þau að Gylfí sigraði með 4 vinn. gegn 2 vinn. □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ □ □ Auglýsing um nafnbreytingu □ ÁÐUR: □ □ Björn Steffensen & Ari Ó. Thorlacius □ □ Endurskoðunarskrifstofa á Akureyri sf. □ □ E NÝTT FIRMANAFN: bókeAcP/f| □ BÓKHALD O G ENDURSKOÐUN □ □ □ Hermann Árnason, löggiltur endurskoðandi □ Tryggvabraut 1, (Olís-hús) □ § Akureyri, sími 21838 q S Sömu starfsmenn - Sama þjónusta j=j □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ ÍPRÖTTIR Umsión: Einar Björns- son KA-kappamir efstir í l.-deildinni Þankar um frelsi og svoleiðis Ógn og skelfing held ég að hlutirnir séu stundum nefndir skrýtilegum nöfnum í tilverunni. Tökum til að mynda þetta með frelsið. Allir styðja frelsi - frelsi hér og frelsi þar - frjálsir menn í frjálsu landi - og þaðallt. Á jólunum, 17. júní og sjómannadaginn tala forsetar og biskupar og minna okkur rækilega á hið dásamlega frelsi, sem íslensk þjóð á við að búa, - og sem okkur ber að þakka fyrir með krossi á réttan stað í hverjum kosn- ingum. Það frelsi, sem hérer um að ræða og við njótum svo ríkulega, er hið svokallaða „vestræna frelsi", sem ku að margra áliti bera af öðrum frelsum. Það era.m.k. skárra en „austræna frelsið", þar sem enginn má græða á öðrum, og þeir sem ekki deyja úr hungri hljóta að drepast úr leiðindum á einhverju geðveikrahælanna. Sumir segja jafnvel, að fyrir austan, sé bannað að drekka kók og jórtra amerískt tyggjó. Það finnst manni óneitanlega furðuleg smásmygli, ef ekki hrein og bein meinsemi hjá valdhöfunum. En hvernig er svo frelsið okkar? - í hverju er það nú fólgið? Jú, við megum rífa kjaft á torgum og gatna- mótum og jafnvel yrkja níð um forsetann og biskupinn, án þess að eiga það beinlínis á hættu að vera sett á geð- veikrahæli. Við megum vera (NATO - varnarbandalagi vestrænna þjóða - og njóta NATÓ-friðar í 30 ár - og það er nú enginn smáræðis friður. Ætli það sé ekki hann, sem prestarnir eiga við, þegar þeir segja: Friður sé með yður? Svo fáum við að hafa „frjálsa samkeppni", sem er í því fólgin, að hver sem er nógu frjáls, má skríða upp eftir bakinu á náunga sínum og bæta sinni byrði við hans. Það er al veg ótrúlegur munur. Oft á tíðum getum við líka valið um það, hverja við tökum á bakið, þ.e.a.s. við fáum að „velja okkur ræningja" eins og Bjartur í Sumarhúsum, af því að við erum nefnilega „sjálfstætt fólk" eins og hann. Sumir öfuguggar og leiðindakurfar líkja stundum „hinni frjálsu samkeppni" við það sem þeir kalla „lög- mál frumskógarins" en við önsum náttúrulega ekki svoleiðis þvælu og vitleysu. Páll heitinn postulón var býsna glöggur karl. Ég held, að það hafi verið hann, sem sagði einhvern tímann á fundi í trésmiðafélaginu ( Nasaret: „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa". Þessi spámannlegu orð reyndust víst því miður ekki orð að sönnu. Ég man ekki betur en það standi í biflíu- sögunum, að þeir sem boðuðu fagnaðarerindið og sannleikann hafi flestir verið krossfestir - og sumir meira að segja með höfuðið niður. Hræddur er ég um, að það sama sé enn uppi á ten- ingnum um víða veröld. En ef við hins vegar tækjum orðið „sannleikurinn" út úr spakmælinu og settum orðið „peningarnir" í stað- inn, hygg ég að komin væri kenning, sem stæðist glettilega vel í hinum „vestræna, frjálsa heimi". Ljúkum svo pistli þessum með einu „grúkki" eftir Piet Hein: Lög og róttur llkjast því listaneti með kork og blý, sem hornsílin smóu hafna í, en hákarlarnir sleppa frí. Skákþrautin Lausn síðustu þrautar Norður- lands er á þessa leið: 1. Kf6 g4 2. Kg6 g3 3. h7 g2 4. Kh6 - Jafntefli. Og svo var það þrautin sem fór úrskeiðis. Lausn hennarereftir- farandi: 1. Hf4 Eftir það er þrautin auðleyst. - Og þá er það þraut vikunnar: - Hvítur mátar í 3. leik. NORÐURLAND - 5

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.