Norðurland


Norðurland - 17.05.1979, Qupperneq 6

Norðurland - 17.05.1979, Qupperneq 6
NORÐURLAND Fimmtudagur 17. maí 1979 MÁLGAGN SÓSÍALISTA GERIST í NORÐURLANDSKJÖR- ÁSKRIFENDUR DÆMI EYSTRA - Síminn er 2-18-75 - AUGLYSIÐ I NORÐURLANDI - Síminn er 2-18-75 - Tumi Leifs skrifar Pirringslegar og fremur þreyt- andi raddir útaf skrifum mínum um tónieika Passíukórsins, hafa lamið á sérlega viðkvæmri og ómenntaðri hljóðhimnu minni svo, að ég sé ekki annað fært, en að skrifa um tónleikana eins og hvern annan menningarviðburð, „hágöfugan“. Tónleikarnir voru haldnir í íþróttaskemmu bæjarins; Verk- efni kórsins voru Árstíðir Haydns, sem hann flutti ásamt félögum úr Sinfóníuhljómsveit íslands. Einsöngvarar voru þau Olöf Harðardóttir, Jón Þor- steinsson og Halldór Vilhelms- son, en stjórnandi Róar Kvam. Tónleikarnir voru langir, þrjár klukkustundir, og hvein í viftunni undan vindgnauði óveðursins, en úti var norðan skafrenningur í skítakulda. Það eru vissulega ekki nema snillingar sem geta búið svo um hnútana, að spenna og leiðsla haldist í jafnlöngu verki og Árstíðunum. Sumir stjórnendur grípa oft til þess ráðs, að velja sér einhvern einn hraða (eða tempi), sem þeir nota sem einskonar hrynjandi í gegnum allan flutninginn. Nota þessir Vor á Akureyri stjórnendur þá hrynjandina eins og skáld myndi nota „rauða þráðinn“ í skáldsögu, og „fanta sísera" inn á milli með „tempín“. Þegarsvo erfariðað, fær hlustandi á tilfinninguna að sífelld þróun eigi sér stað. Aðrir stjórnendur sem snillingar telj- ast, fara gjarnan aðrar leiðir. Leita þeir þá gjarnan útfyrir þennan ramma, en halda þó öllum hraðabreytingum í full- komnu jafnvægi, þannig að ef eitthvert „stærðfræðiidjótið“ tæki sig til og reiknaði út samnefnara hraðabreyting- anna, væri útkoman „rauði þráðurinn“ þetta er ekki ólíkt því að hjóla. Það er hægt að hjóla eftir striki og beint í mark, en það er líka hægt að hjóla sikk sakk og komast samt í mark. Hraðabreytingar Róar Kvams (stjórnandans), virtust mjög úr lausu lofti gripnar, þannig að flutningurinn varð formlaus og án sjáanlegs markmiðs. Blæ- brigðaskipti á milli árstíða lituðu ekki flutninginn, en tíðarfars- breytingar á okkar ísaköldu landi ættu þó. að gefa tilefni til slíkrar sköpunar. Það sem r--t, •i- OS o. | . j !*•« í- sff | J ^ i r,-! ýw Passíukórinn á Akureyri. Landað í Hrísey: Grálúða og karfi Landað var úr Snæfellinu um sl. helgi um 130 tonnum. Undir- staða aflans var grálúða og karfi, eða 70 tonn karfi og 40 tonn grálúða. Karfanum var landað til vinnslu á Dalvík en í staðinn kom grálúðan frá Dalvíkingum hing- að. Grálúðan er flökuð og sett í flakablokk á Rússlandsmarkað. Einnig er hún heilfryst til að fá betri nýtingu á frystitækjum. Frystihúsið er ekki reiðubúið að vinn’a þann fisk, sem að berst um þessar mundir vegna þorsk- veiðitakmarkananna, - og svo er einnig um fólkið. Þarna vantar aðlögun að breyttum aðstæðum. Þegar Snæfell fór héðan að lokinni löndun, fór það með um 30 tonn af karfabemum í Krossanesverk- smiðjuna. Beinamjölsverksmiðj an hér á orðið tæki til að vinna feit bein, en þau eru enn óuppsett. Vinnuaflsskortur er mjög tilfinnanlegur og eru allir tiltækir uppteknir við það eitt að bjarga hráefni undan skemmd- um. T. d. er mjög erfitt um vik við að fá saltfisk metinn, sem þó eru taldar miklar líkur á að auðvelt sé að losna við. Þetta er niðurstaða fréttaritara blaðsins af stuttu viðtali við Gunnlaug Ingvarsson verkstjóra Fisk- vinnslustöðvarinnar i Hrísey. Guðjón. AÐALFUNDUR Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Akureyri verður þriðju- daginn 29. maí kl. 20.00 í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18. DAGSKRÁ: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar félagsins. 3. Lagabreytingar. 4. Kosningar. 5. Önnur mál. Félagar - Fjölmennum. STJÚRN ABA. óhreinkaði hvað mest litaspjald stjórnandans, var ónákvæmni í meðförum tónsprotans, þannig að spilamennska hljómsveitar- innar varð oft á tíðum út og suður, þó sérstaklega í byrjun hvers kafla. Einsöngvararnir stóðu sig Roar Kvam. dægilega, og er alltaf gaman að heyra vel þjálfaðar raddir svona í alvörunni. Það sem helst bar skugga á túlkun þeirra var blaðlesturskeimur, sem kom áþrifanlega í veg fyrir náttúru- legt og eðlilegt útstreymi „músikkalskra“ tilfinninga, en það má kannski afsaka með tímaskorti og slæmu tíðarfari. Það sem mesta ánægju vakti á tónleikunum, var kórinn. Hann átti greiriilega vinninginn, hvað snertir vinnu og öryggi. Því ber að sjálfsögðu að þakka dug og áræði stjórnanda hans, Róari Kvam, sem hefur alið kórinn nú í sex ár, og árangurinn leyndi sér alls ekki. Megi vegur kórsins lengjast útum alla eilífð, með áningum við hina mestu og gildustu bautasteina heims- menninarinnar. Jafnvægi á milli radda var kannski veikasti punktur kórsins, en hann var varla umtalsverður. Árstíðir Haydns er langt verk og hefði verið mjög hugsanlegt að stytta það eitthvað. Verkið er kannski ekki það stórkostleg- asta sem Haydn skrifaði, enda var hann afkastasamur maður, en það eru ýmsir möguleikar í flutningi þess. Löng „barrokk- kennd“ „rezitativ", (yfirleitt ein söngvari, semball og bassi), þreyttu áheyrendur augljóslega talsvert. En þau eru engu að síður nauðsynleg, vegna þess hvursu kammerleg og hljóðlát þau eru. Eru þau sem einskonar hvíld frá hávaða og gelli kórs og hljómsveitar. Texti verksins varð alls ekki iil þess að lyfta mér uppúr skýjunum, en hann fjallar um sveitasælu og fegurð náttúrunnar, og dýrkun á iðju- semi með sífelldu þakkarkvaki til hæðstu hæða. Þessir tónleikar voru að vissu leyti framlag staðarbúa til tón- listardaganna. Egersannfærður um, að betur hefði farið á því, ef kórinn hefði flutt snotrara -og styttra verk, mér og öðrum til huglyftingar. Einnig hefði verið vel hugsanlegt að sjóða litlar „kammergrúppur“ úr Sinfóníju hljómsveitinni og flytja tónlist sem aldrei hefur heyrst hvorki í glymskröttum né í öðrum stöð- um bæjarins. Má þar telja verk eftir kalla eins og Varése, Webern og Kurt Veil, svo ekki séu nefndir neinir aukvisar. Með von um eilíft vor í tónlistarlífl Akureyrarbæjar. Tumi. Iðja á engan þátt í verkfalli I jilefni mjólkurleysisins undan- farna daga hefur orðið vart við misskilning um tilurð verkfalls- ins. Jón Ingimarsson vill því taka fram eftirfarandi: „Að gefnu tilefni vill formað- ur Iðju, félags verksmiðufólks, Jón Ingimarsson, láta þessgetið að Iðja á engan þátt í því verk- falli sem nú er í mjólkursamlagi KEA. Iðja hefur allt frá því 1936 jafnan barist gegn því að verk- fall yrði gert í mjólkuriðnaðin- um, þar sem með því er verið að loka fyrir neysluvöru almenn- ings, auk þess að verkalýðsstétt- in á ekki í stríði við bændur eða aðra sem vinna að fæðuöflun handa almenningi" Enn er Réttur settur Alltaf fylgir því þægileg kennd að fá tímaritið Rétt í hendur, því að auk þess sem hann er áhugavert og læsilegt rit, er hann okkur vottur þess að okkar aldni, skel- eggi og athafnasami stjórnmála- foringi, Einar Olgeirsson, tekur enn til hendinni baráttufús og heldur vöku sinni nú sem áður. Nú nýlega barst okkur 1. hefti 62. árg. vandað að innihaldi og útliti. Ritstjórinn skrifar þar merkilega og sérstæða grein er hann nefnir, Átök aldanna um félaga Jesús og frumkristn- innar boðskap. Asmundur Sig- urðsson skrifar greinina, Þrjá- tíu ár í hernaðarbandalagi, og fjallar hún um áróðurseitrun Nató í okkar þjóðfélagi. Olafur Ragnar Grímsson skrifar, Víg- staða vinstri stjórnar, og er það tímabær hugvekja. Margt fleira er í heftinu. Nú þegar 62. árg. hefur göngu sína, mættum við minnast þess að langt er liðið síðan hann Þórólfur bóndi i Baldursheimi „hljóp frá búinu, heitur og léttur, með hugsjón í nesti, og Réttur var settur“. Frá þeim degi hefur tímaritið Réttur alltaf verið i góðum höndum, sem hafa gert hann að traustu og ómetanlegu mál- gagni í þágu verkalýðs og sósíalisma. Um hans daga hafa unnist margir og mikilsverðir sigrar í verkalýðsbaráttunni, og ekki þarf að efast um að margir þeirra, sem í stríði stóðu hafa sótt þekkingu og baráttuhug í þau skrif, sem þar birtust. Mörg málgögn hafa lagt lið málstað alþýðunnar á þessum árum, en vissulega hefur verið séð vel fyrir því, að hlutur Réttar kæmi að góðu liði, og þar á Einar Olgeirsson langsamlega bestan hlut að máli. Nú er það mannleg og félags- leg skylda okkar í Alþýðu- bandalaginu að veita þessu ágæta riti okkar stuðning, með því að hver og einn sé að því áskrifandi, og geri siít til að út- vega nýja áskrifendur í stað þeirra, gömlu og traustu, sem eru að hverfa af sjónarsviðinu, smátt og smátt. Við skulum reyna að halda okkar Rétti, því að Réttlausir megum við aldrei verða. ek. Hvar er rækju- togarinn? í stuttu viðtali við Jóhann Antonsson framkvæmdastj. Rækjuvinnslustöðvarinnar kom fram ótti hans um að þingsályktunartillaga þing- mannanna tíu um kaup Dai- víkinga á rækjutogara, yrði ekki afgreidd fyrir þing- lausnir. > Nú nýverið varð að hafna samningstilboði Japana um rækjukaup, en þetta til- boð var á grundvelli til- raunasendinga í fyrravor. Sagði Jóhann að ætlunin hefði verið að ná þessum samningi í framhaldi af því, en þeir ekki treyst sér til þess, þar sem útbúnaðurinn um borð í Dalborgu væri allur hannaður með tilliti til Evrópumarkaðs en fyrir- hugaður rækjutogari væri hins vegar hentugur fyrir framleiðslu á Japansrækju. Á grundvelli reynslunnar frá í fyrra treystum við okkur ekki til að fram- leiða upp í Japanssamn- inga um borð i Dalborgu, sagði Jóhann að lokum. Vinnsla á grálúðu Dalvík 16/5. Togararnir hafa veitt sæmilega undan- farið. Þeir eru nú í þriðju veiðiferðinni eftir þorsk- veiðibann og veiða grálúðu og karfa. Vinnsla á aflan- um hefur gengið vel. Björg- vin er væntaniegur eftir helgina og Björgólfur um miðja viku. Brynja. Fiskað á línu Hrísey 15/5. Einn maður á trillu, Baldur Hjörleifsson, hefur fiskað mjög vel á línu í vor. Má þar til dæmis nefna, að síðustu þrjá daga hefur afli hjá honum verið allt að 2 tonnum. Þetta smitar, - fiskurinn tekur ekki á færi, - og trillukarlar búa sig nú sem óðast út á línu. Guðjón. 2gja daga sýning Sýning á verkum nemenda Myndlistarskólans verður opnuð kl. 16.00 á laugar- daginn í Gallery Háhóli og verður opin þá til kl. 22.00. Á sunnudaginn verður sýn- ingin opin frá kl. 15.00 til 22.00. Vakin skal athygli á, að aðeins eru möguleikar á að sjá sýningu nemenda þessa tvo daga. Neytenda- samtökin Neytendasamtökin Akur- eyri og nágrenni. Skrifstofan, Skipagötu 18, 2. hæð, er opin á þriðjudögum og miðviku- dögum kl. 4.00-6.00 e.h. Sími 24402. Ferðafélag Akureyrar Fjöruferð frestað. Súlur, aukaferð sunnudaginn 20. maí kl. 9.00 f.h. Fararstj. Jón Ingi. Þátttaka tilkynn- ist kl. 6-7 laugardag, sími 22720.

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.