Norðurland


Norðurland - 23.05.1979, Blaðsíða 1

Norðurland - 23.05.1979, Blaðsíða 1
NORÐURIAND 4. árgangur Miðvikudagur 23. maí 1979 18. tölublað Nýtt skip frá SUppstöðinni Sigurbjörgu fagnað Ólafsfirðingar fögnuðu komu nýs skuttogara um helgina. Það var Slippstöðin á Akureyri sem afhenti þetta skip er fyrir skömmu hlaut nafnið Sigurbjörg með einkennisstafina ÓF 1. Sigurbjörg er af nýrri gerð skuttogara og er að öllu leyti hannað af tæknimönnum Slipp- stöðvarinnar. Skipið er hreinn skuttogari hannaður fyrir botn- og flotvörpuveiðar, en einnig með búnað til að dæla úr flotvörpu. Nokkuð er nýstárlegt fyrir- komulag á togþilfari með langri togbraut vel skýldri af bakka og bátaþilfari og að hluta lokaðri fyrir veðri og vindum. Skipið er að sögn sérfræðinga á allan hátt geysilega vel úr garði gjört og sem fiskiskip með þeim full- komnari á alheimsvisu. Það er hinn kunni athafna- maður og útgerðarfursti á Ólafs firði Magnús Gamalíelsson og hans fjölskylda^ sem hyggst gera togarann út. A laugardag- inn var farin fyrsta eiginlega sjóferð Sigurbjargar þ.e. frá Akureyri til Ólafsfjarðar. Þá hafði þetta fagra fley innan- borðs helstu farmámenn bæjar- félaganna á Akureyri og Ólafs- firði, alþingismenn í kjördæm- inu og þá sem helst höfðu komið við sögu í lánaviðskiptum Slipp- stöðvarinnar og Magnúsar og fjölskyldu. Þar voru saman- komnir slangur af starfsmönn- um Seðlabanka Islands, Lands- banka íslands og að sjálfsögðu hafði fjármálaráðuneytið sína fulltrúa þar. Þetta ágæta fólk fékk þar góðar veitingar og hefur eflaust notið ferðarinnar vel. Það sem hins vegar er stórundarlegt í þessu sambandi er að þeir sem í rauninni bjuggu til skipið nutu einskis heiðurs. Hvorki verkamenn né iðnaðar- menn fengu siglingu eða skiptir starf þeirra kannski engu máli? Við komuna til Ólafsfjarðar beið þar megin þorri bæjarbúa á bryggjunni og fagnaði auðvitað skipinu ákaflega. Þar var mættur til leiks presturinn á staðnum séra Úlfar Guðmunds- son og vígði hann skipið og var S^* velgjörð hans mikil. Því næst söng kór ættjarðarlög og var þetta hátíðleg stund. Þar næst tók til máls sjálfur forstjóri Slippstöðvarinnar Gunnar Ragnars. Hann hafði yfir byggingarsögu skipsins. Sínu hlutverki lauk hann með því að afhenda afsal af skipinu og var þá á sama augnabliki dreginn niður fáni Slippstöðvarinnar en upp kom flagg útgerarfyrirtækis Magnúsar og fjölskyldu. Tveir til viðbótar tóku til máls á bryggjunni, þeir Pétur Már bæjarstjóri og Svavar Magnús- son fyrir hönd sinnar fjöl- skvldu. Á eftir athöfninni var öllum farþegum á skipinu boðið til kaffidrykkju í Tjarnarborg og voru þar flutt ávörp. M.a. steig Jón G. Sólnes í pontu og fleiri ágætir menn, sem áttu það allir sameiginlegt að ljúka miklu lofsorði á Magnús Gamalíels- son. Sigurbjörg mun nú hið bráðasta halda á haf út og vonandi verða fiskimenn þar um borð hinir farsælustu. •» .. 'V< ^ 1530 itltltlH fr* *-* ‘ éx Fréttabréf Veturinn síðasti var snjóléttur hér, en óvenju frostharður. Upp úr páskum gerði nokkurra daga góðviðri og leysingu. Þá fóru menn að vona, að nú væri veturinn á enda, - en sú von varð fljótt að engu; því með sumar- komu brá aftur til norðanáttar og kulda. Þó tók steininn úr þegar maí byrjaði með norðan hörku hríðarveðri, frosthörku 10-12 stig og janvel meir. Snjókoma varð ekki mikil en veðurhæð mikil, svo skafbylur var. Ekkert lát virðist enn á þessari norðankuldatið þó hægara hafi verið síðustu daga og hríðarlaust, en kuldinn svo mikill að varla mun hiti hafa Úr Reykjadal komist upp fyrir 0° C í skugga um hádaginn. Sólbráð er þó um miðjan dag þegar sól sést. Snjór er það mikill að mikið meira þer á honum en auðri jörð og ekki útlit fyrir að hann hverfi í bráð að óbreyttu tíðarfari. Sauðburður mun almennt hafinn og verður mönnum erfiður meðan allur fénaður er í húsi. Heybirgðir munu nægj^en eitthvað misjafnar svo miðla verður á milli manna. Lokið er nú prófum í Barnaskóla hreppsins. Það hefur verið regla að ljúka skólanum sem fyrst á vorin svo börnin geti notið yndis við sauðburð og aðra vorönn, og fylgst með og glaðst yfir hinum mikla lofsöng alls lífs á vorin í litum náttúrunnar. Það hefur verið talið þroskavænlegra en loka þau inni í skólastofum yfir þurru fæðastagli. Laugaskóli er nú að taka upp fjölbrautakerfi, en mér er ekki kunnugt um hve víðtækt það er. Próf eru þar byrjuð í sumum greinum. Ágætur baráttufundur gegn her og Nato var að Breiðumýri 30. mars. Hestamenn ráku hér 1-2. mánaða hestatamningaskóla síðla vetrar eins og undafarna vetur. Var sá skóli vel sóttur, því sporthestamennska er talsverð hér í nálægum sveitum. 10/5 G.H. Hitaveituþjáningar Hrísey 21/5. Oft og þ.á.m. Hríseyinga Norðurlandi hefur verið minnst á lélegt hitaveituvatn í Hrísey. Ef vandamálin eru rétt enn einu sinni talin upp í grófum dráttum, eru þau eitthvað á þessa leið: mikið loft, óhreinindi í vatni, tæring og /eða stíflanir í miðstöðvakerfum, og nú síðast að vatnið er tekið að kólna. Reynt hefur verið að mæta þessu á viðeigandi hátt og um síðir tókst það að mestu. Þó er loftið, sem einna fyrst var séð við, komið á ný. Ætla menn að kólnun vatnsins stafi af þvi, að holan sé fullnýtt, - og þar sem hún er mjög grunn, kunni, jafnvel að komast í hana kalt vatn. Enda sýndu hitamælingar sem eitt sinn voru gerðar í holunni, að á um 90 metra dýpi kólnaði vatnið talsvert, en hitnaði svo aftur neðar. Við þessar aðstæður er alls ekki hægt að mæta nýjum vetri og hefur verið ákveðið að borá á ný eftir heitu vatni. Borað verður nærri núverandi borholu og er áætlað að hitta á heita æð á um 400 metra dýpi. Núverandi hola er um 130 metra djúp. Reiknað er með að geta hafist handa við borun í næsta mánuði og má það ekki dragast ef vatn úr nýrri holu á að vera komið inná dreifikerfið fyrir næsta vetur. Binda menn miklar vonir við að fá þarna meira vatn og betra enda er mál að linni hitaveitu- þjáningum Hríseyinga. Sig- urður Hermannsson hjá Verk- fræðistofu Norðurlands hefur annast tæknilegar hliðar á máli þessu svo og ráðgjöf ýmsa. Guðjón. Vetrarríki í Mývatnssveit Dorgað á vatninu Að sögn fréttaritara okkar í Mývatnssveit, Sigurðar Ragnars sonar hefur verið hörkufrost þar í síðustu viku og á mánudaginn var hríðarbylur. Það er hald manna að nóg hey séu til á bæjum við Mývatn eitthvað lengur. Bændur eru hins vegar misvel settir með hey, - en ekki er byrjað að miðla enn. Allt fé er á húsum og sauðburður erfiður. Á laugardaginn (19. maí) fóru menn á snjósleðum um allt vatn og dorguðu; mest veiddust 9 silungar. A sunnudaginn var farið á skíði í fjallinu með aðstoð skíðalyftunnar. Svona markast mannlíf og menning við Mývatn af tíðarfarinu í 5. viku sumars 1979. Mjólkurfræðingaverkfallið ekkert hafi í skorist. Það sama verður ekki sagt um Farmanna- verkfallið. Skemma Kísil- iðjunar á Húsavík er orðin full, en 5 daga geymslurými eftir í Kísiliðjunni. Ánnars er farið að framleiða í nýjum plastumbúð- um, sem eiga að hlífa fram- leiðslunni, þannig að hún geym- ist úti. Um mánaðarmótin var bor- inn fluttur að Bjarnarflagi. Þá var lánsfjáráætlun afgreidd á þingi nýverið þannig að vonir standa til að hægt verði að byrja boranir næstu daga. Verk- smiðjan bíður gufuaflsins. Sig./óg Hugsað í heyi hjá Búnaðarsambandinu NORÐURLAND hafði samband við Ævar Hjartarson hjá Búnaðarsamb. Eyjafjarðar og leitaði upplýsinga um ástand og horfur í landbúnaðinum hér um slóðir. Eg held, sagði Ævar, að menn eigi að hafa næg hey hér fram undir 20. júní. Það vantar líka mjög marga orðið hey þannig að þegar eru hafnar miðlanir á milli bænda. Þegar á allt landið er litið, þá er ástand betra hér en víðast hvar annars staðar. Hér hefur verið leitað eftir heyjum frá Vestfjarðarkjálkan- um og Húnavatnssýslum. Héðan hefur þegar verið flutt eitthvað upp í það sem vantar á Ströndum með bílum og væntan- lega flytur flóabáturinn Fagra- nes hey vestur á firði í vikunni. Þetta segir lítið en bætir kannski eitthvað úr. Sauðburður hetur gengið nokkuð vel á svæðinu, ekki hafa borist neinar fregnir af vanhöld- um. Auðvitað eru miklir erfið- leikar þegar allt fé er á húsum, mikil vinna þessu samfara en lambavanhöld hafa ekki verið mikil sem betur fer. Mikil kartöflurækt er víða við Eyjafjörð. Horfurnar á góðri uppskeru verða verri mtð hverjum deginum, sem líður. En oft hefur fengist góð upp- skera þótt sett hafi verið niður í júní, svo ekki er ástæða til að örvænta enn. Undanfarið hefur öll okkar vinna farið í að reyna að miðla heyi, svo segja má, að maður hugsi eingöngu í heyi, sagði Ævar Hjartarson að lokum. Fylltist af ts Raufarhöfn 21/5. Vírinn fyrir hafnarmynninu slitnaði á laugar- daginn og höfnin fylltist af ís. Raufarhafnarbúar náðu rétt að fara með bátana norður í Hraun- höfn. Nokkrir bátar urðu eftir í höfninni og var forðað á land frá ísnum. Rauðinúpur kom með um 120 tonn á fimmtudaginn. Hann festist inni á laugardaginn og reynt hefur verið að koma honum út án árangurs enn. Hér er ennþá snjór yfir öllu og klaki í jörðu. Fólk er orðið langþreytt á kuldatíðinni. Eins og er virðist vera næg atvinna þótt útlitið sé ekki gott. Sauðburður er hafinn hér í nágrenninu og hafa bændur allt fé í húsum. Ekki hefur heyrst enn um heyskort en fóðurbætisskortur hlýtur að verða innan tíðar ef svo heldur sem horfir. Líney. 5fC Böðvar Guðmundsson les ráð- ífC Tryggvi Jakobsson vill að ferða- hágé skrifar leiðara um hringl- herrunum ærlega pistilinn á menn fari blíðlega um foldu í andahátt þingkrata þetta miss- bls. 5 sumar - Sjá bls. 2 erið - bls. 2

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.