Norðurland


Norðurland - 31.05.1979, Qupperneq 3

Norðurland - 31.05.1979, Qupperneq 3
Þcer klofuðu maísnjóinn: Meðan íshengjur huldu sjávarhamra Klassisk mynd af Hríseyjarþorpi. Hún er tekin 20. maí eins og hinar myndirnar. (Ijósm. Guðjón) Til hægri svonefnd Borgarbrík og rúma 2 metra frá henni jafnhár klettur. Meðan fréttaritari mundaði myndavélina með sting í maga, stýrði Ottó trillunni sinni, henni Dísu, - af öryggi gegnum þetta þrönga sund þrátt fyrir svlitla ólgu. Isaðir klettaveggirnir bera köldum maí vitni. Skólaslit í Hrísey: og kálfamir „Þegar bömin losna úr skólanum á vorin og hlaupa út í frelsið þá eru þau eins og kálfarnir þegar þeim er hleypt út í fyrsta sinn. Kálfarnir hafa bara fjórar fætur og hala, en tilfinningin fyrir frelsinu er sú sama“. Þetta voru orð Birgis Sigurðs- sonar skólastjóra (skrifað eftir minni) við skólaslit Grunnskóla Hríseyjar 12. maí. 49 nemendur hófu nám í skólanum sl. haust en 47 luku prófi nú í vor. Tveir kennarar, hjónin Sandra May Ericson og Gunnar Bergmann sem kennt hafa hér í tvö ár, hætta nú störfum. Hyggur Sandra á listfræðinám erlendis. Nemendur söfnuðu í ferðasjóð í vetur með kvöldvökum og fleiru', fóru síðan í ferðalag til höfuðborgarinna og kynntu sé þar menningu ýmissa. í skólaslitaræðu sinni gat Birgir þess að skólinn, sem er nær fimmtugu, væri ekki lengur í takt við tímann. Það þyrfti hið fyrsta að gera núverandi hús- næði ýmislegt til góða og ekki síst að auka kennslurými: Svo þyrfti að hefja þegar í stað undirbúning nýrrar skólabygg- ingar. Jafn miklvægir hlutirsem þessir geta haft mikil áhrif á búsetuvilja mann á stöðum eins og .Hrísey, sagði Birgir. Akveðið hefur verið að reisa íþróttahús sem jafnvel verður hægt að byrja á nú í sumar. Ekki mun það þó auka kennslurýmið sem Birgir óskar eftir. Frá Hrísey voru 7 nemendur á Dalvík að ljúka skyldunámi sínu, en 8. bekkurerstarfræktur í Hrísey. Þá voru einnig 7 nemendur í 9. bekk Grunnskóla Dalvíkur. Mun meirihluti þess- ara nemenda hyggja á lengra nám. Trausti Þorsteinsson skólastjóri á Dalvík var hinn hressasti í viðtali við fréttaritara Norðurlands. Skólastarfið hefur gengið vel, og átti Trausti von á að nokkuð margir nem- endur hyggðu á menntaskóla- nám. Skólaslit á Dalvík voru 26. maí. Þrenn verðlaun, sem veitt voru fyrir frammistöðu í Dal- víkurskóla, lentu til nemenda frá Hrísey. Guðjón. Hann Ottó vitavörður í Hrísey þurfti eitthvað að huga að vitanum sínum þann 20. maí og bauð fréttaritara Norðurlands að vera með í ferðinni. Ottó fór á trillunni sinni, brýndi henni upp í fjöru þaðan sem styst var að ganga til vitans, - en ferðinni var þó heitið umhverfis eyna. Svona ferð er algengt að fara og ætti því ekki að vera til frásagnar. En með góðum vilja er hægt að taka eftir ýmsu, sem hæglega getur farið framhjá mönnum. Og í kaldasta maí á heilli öld er ekki ólíklegt að eitthvað í ríki náttúrunnar sé öðruvísi en vant er. Spóinn, þessi fugl sem virðist fjölga ár frá ári og er farinn að vera í stórum hópum eins og lóurnar, - orðinn syo ótrúlega nærgöngull við fjörurnar. Mýr- arnar hans og móarnir eru undir snjó eða þá i klakaböndum og hætt er við, að langa nefið nái skammt til fæðuöflunar við þessar aðstæður. Lóan lætur lítið yfir sér. Annað hvort hefur hún flúið eitthvað, eða þá að hún kúrir einhvers staðar hníp- in þar sem lítið ber á. Æðarfugl- inn er eitthvað farinn að verpa og það skrítna kemur í ljós, að hann flýgur ekki til sjávar til fæðuöflunar, heldur vappar með sínu vaggandi göngulagi frá hreiðrum sínum og klofast í gegnum skaflana, mjúka í sól- bráðinni, sláandi niður væng af og til svo jafnvægi haldist. Sporin eru svo áberandi, að þau sjást vel þótt siglt sé nokkuð undan landi. Rjúpan kúrir í sköflum hingað og þangað, - ekki síst þar sem örlar á trjá- eða runnagróðri. Hún er enn mjög hvít. Ætli náttúran sé svona tillitsöm eftir allt saman, á snjóvori, að leyfa rjúpunni að halda hvíta litnum lengur. Gengið er á land þar sem von er á varpi svartbaks og fýls. Það er áliðið dags og þar sem hreiður þeirra eru í forsælu á auðum grastóm, er komið frost. „Betra að vera ekki með kæruleysi þar“. Sjávarhamar eru klaka- brynjaðir á stórum svæðum. Ætli frumlegir listamenn geti ekki fundíð góð mótív fyrir Bjartsýnis- menn fá bát 58 tonna bátur, Eyborg EA 59 bættist í flotann í Hríseyjarhöfn aðfaranótt sl. sunnudags. Eig- endur eru Birgir Sigurjónsson í Hrísey og Smári Thorarensen frá Akureyri. Eyborg var áður Gullþórir frá Stykkishólmi. Þettaereikar- bátur smíðaður í Svíþjóð árið 1959. Framhlutinn var endur- byggður eftir bruna árið 1974. Aðalvél er Catepilar 350 h. frá árinu 1970. Ljósavél er 6 h. Lister frá 1974. Mesta lengd 23.03 m. breidd 5,24 og dýpt 2,47 m. Árið 1975 voru keyptir 2 nýir Simrad dýptarmælar í bátinn, sjálfstýring er ný. Hún var fyrst notuð í heimsiglingu frá Stykkishólmi en ferðin tók 28 tíma. Þá eru í bátnum öll venjuleg siglingatæki, svo sem örbylgjustöð ásamt „njósnara". Fyrirhugað er að fara á rækju í sumar og leggja upp hjá Kristjáni Jónssyni á Ákureyri með löndun á Dalvík. Heima- höfn Eyborgar er Hrísey, kaup- verð 70 millj. króna og eigend- urnir eru 27 og 31 árs bjartsýnis- menn. Birgir er skiptjóri en vél er undir verndarvæng Smára. Guðjón. Sýnishorn af listavcrkum nemenda Hríseyjarskóla. Ottó vitavörður og nokkuð veðraður Hríseyjarviti. (Ijósm. Guðjón) pensil sinn og striga við þessar aðstæður? Fjörur eru næsta hreinar nema hvar víða eru afar þykkir þarabúnkar. Á þeim kúrir æðarfuglinn mikið, - senni lega myndast ylur í þaranum. Það er liðið á daginn og sólin farin að lækka á vesturhimni. Við erum enn austan við eyna og afstaða sólar kemur í veg fyrir myndatöku. En í staðinn fær lágklettótt austurströnd eyjar- innar á sig svolítinn ævintýra- blæ, sem auðgar ímyndunar- aflið. Þessi ferð umhverfís Hrísey gerir ferðalangana a.m. k. ekki að verri mönnum. Hinsvegar koma þeir fullseint heim í mat, þar sem þeir eru 4 tíma á ferðalagi í stað tveggja tima samkvæmt áætlun. í maí. ’79 Guðjón. Hríseyjarviti er norðan til á eynni þar sem hún er hæst um 110 m. Á þessari mynd sér út og niður af þessum hæsta stað, - niður svonefndan Bratta sem er laus og nokkuð illeng móhella. Yst á myndinni sést svolitill tangi skaga út i sjó. Það er svonefndur Laugakambur. Herna megin við hann eru heitar laugar +62°, sem koma upp úr á fjöru. (ljósm. Guðjón) NORÐURLAND - 3

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.