Norðurland - 31.05.1979, Síða 4

Norðurland - 31.05.1979, Síða 4
Qdda Margrét IMORÐURLAND Málgagn sósíalista í Norðuriandskjördæmi eystra Ritnefnd: Erlingur Siguröarson, Páll Hiöövesson, Guörún Aöalsteinsdóttir og Kristín Á. Ólafsdóttir. Ritstjóri: Óskar Guðmundsson (ábm.). Dreifing og auglýsingar: Tryggvi Jakobsson. Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Eiösvallagata 18, sími 21875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins. Mættum við leyfa okkur að verða óþolinmóð? Veðrið er fínt, það er fallegt á Bakka og fasisminn ríður í hlað. Velgreiddur maður í vönduðum jakka, í vasanum morgunblað. (Þór. Eldjárn: Góður gestur á Bakka) Það er ekki gott veðurfarið né fagurt um að litast á Bakka burgeisanna nyrðra og syðra þessa dagana. Bar- lómur atvinnurekenda svokallaðra keyrir nú svo úr hófi að hann er farinn að skreyta gafla sósíalistanna í gamalgrón- um málgögnum okkar. Það heitir að bera fjanda sinn á gullstól. Annars þurfum við ekki að hampa óánægju burgeisanna einna, - því verkalýður landsins er ekki of haldinn í mat og drykk heldur, þrátt fyrir félagsmála- pakka og fögur fyrirheit. Það árar illa til landbúnaðar og manneldis. Kapitalisminn þekkir ekki önnur ráð vænni en niðurskurð og samdrátt, - og nú eru gerðar áætlanir um framtíðina sem hljóða einmitt upp á niðurskurð og samdrátt. Hvað er orðið um stórhuga framkvæmdamenn- ina sem íslandssagan segir frá í sælutíð uppvaxandi borg- arastéttar á íslandi? Við skulum láta vísis- og morgunblaðsófétinu eftir að rúlla með atvinnurekendabauli niður velferðarbrekkurn- ar á síðum sínum, - en staldra heldur við og athuga skyggnið til markmiða þeirra, sem heyja stéttabaráttu til fegurra og betra mannlífs í sósíalismanum. Við erum yfirleitt alltof vön því að vera í svokallaðri varnarstöðu, sem þýðir nánast það, að halda sér sarnan meðan ekkert gerist sem breytir vígstöðunni. Það er máske ein ástæðna þess, hve lítið vinnst frjótt og árangursríkt í sósíaliskri baráttu. Við þykjumst vera að feta leiðina ströngu þumlung fyrir þumlung á málþingum borgaranna. Það hefur m.a. þýtt að við höfum tekið upp starfshætti and- stæðinga okkar í sveitarstjórnar- og þingræðispólitík, að meira og minna Ieyti. Margra ára reynsla krataflokka á síðustu áratugum í nágrannalöndunum sýnir að þessi leið ein þokar okkur lítt eða ekkert í átt til markmiðsins. Hjálpi okkur allar góðar rauðar vættir til að forðast það fúla forkratafen, sem Alþýðuflokkurinn dagar nú uppi í. Við ættum að leyfa okkur þann munað nú þegar við höf- um verið í þeirri aðstöðu að lappa upp á kapitaliska sam- félagið íslenska, að gera það upp við okkur, hvort við vilj- um vinna með þessum hætti, hvort við þekkjum ekki aðrar aðferðir til að nálgast ætlunarverk okkar heldur en núver- andi dapurlega hlutskipti. íslensku þjóðfélagi ráða burgeisar í krafti auðsins. Stórfyrirtækin „íslensku“ eru að meira og minna leyti fjölþjóðleg og samansúrruð innbyrðis og kámug og klístr- uð út í alla enda við ameríska hersetu. Þarf ekki að nefna mörg þjóðleg firmu til að átta sig á þessu: Aðalverktakar, Eimskip, Flugleiðir, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna (Icelandic seafood Corporation), Árvakur Morgunblaðs- ins og svona áfram nær endalaus runa af stórfyrirtækjum sem eru tengd riieð ofangreindum hætti. Þessi fyrirtæki ráða mestu um gerð samfélagsins eins og stendur. Við þurfum ekki að fara í bræðravíg til þess, að sjá að ísl. ríkisvald er samofið hagsmunum þessara auðfyrirtækja, - þessa auðhrings þarsem Bilderberg Geir trónir hátt, hátt. Við ættum að kryfja þetta þokkagengi, kanna hagsmuni þeirra og ameríska hersins, þjóðarsmánarinnar. Mættum við leyfa okkur að verða óþolinmóð og biðja um sósíaliska starfshætti, sósíaliska byltingu? óg gaman- LEIKLIST Skrítmr fuglar Leikfélag Akureyrar Skrýtinn fugl - ég sjálfur: Alan Aycbourn. Þýðandi Kristrún Eymunds- dóttir.. Leikstjórn: Jill Brook Arnason. Leikmynd: Hallmundur Kristins- son. Búningar: Freygerður Magnús- dóttir. Leikári L.A. er að ljúka. Þrátt fyrir óánægju ýmissa með verk- efnaval og annað, má segja að vertíðin hafi verið einstök, að minnsta kosti hvað aðsókn snertir. Það er langt síðan verkefni félagsins hafa náð slíkri hylli, hverju eða hverjum sem ber að þakka hana. Og nú höfum við eignast leikhúsráð, sem vonandi leggur sitt að mörkum til vaxandi velgengni. Síðasta verkefnið er enskur gamanleikur Skrýtinn fugl - ég sjálfur, eftir englendinginn Álan Aycbourn, sem mun hafa eytt mestum hluta æfi sinnar innan veggja enskra leikhúsa, sem leikari, leikstjóri, leikhús- stjóri og leikritahöfundur, og er því ekki um neinn viðvaning að ræða. Og þeir í Lundúnaborg eru svo hrifnir af honum (enda húmorinn fullkomlega enskur), að þeir hafa sýnt að minnsta kosti 13 leikrit eftir hann á síðustu 15 árum. Og til marks um vinsældir hans sá ég ein- hversstaðar, að verk hans hafa verið þýdd á 24tungumál og eru nú sýnd um allan heim. Skrýt- inn fugl sýnir okkur þrenn hjón í þremur eldhúsum um þrenn jól. Þetta þrennt ætti að geta sýnt fram á fyrringuna í þjóð- félaginu (hvort sem er ensku eða íslensku), eða hvað? Undir- gefnar eiginkonur, taugaveikl- dóttur tókst líka allvel upp í aðar, drykkjusjúkar eða með hreingerningaræði sínu og hreingerningaræði. Drottnandi undirgefni. (Og virtist gera sér eiginmenn á upp eða niðurleið fulla grein fyrir að um gaman- til bissness. Þetta er jú það sem leik er að ræða.) Þvi miður hafði blasir við allsstaðar (minnir maður á tilfinningunni að aðrir jafnvel örlítið á fyrsta verkefnið leikarar hefðu ekki áttað sig á á leikárinu). því, væru jafnvel stundum í allt Sem sagt kjörið efni í gaman- öðru leikriti, sem lítið ætti skylt leik. En eitthvað hefur farið við gamanleik, og leiddi til úrskeiðis í uppsetningu Jill áðurnefnds misræmis. Gestur, Þórey og Svanhildur aö heimilisstörfum. leikurinn verður langdreginn og mjög góð, ná vel að undirstrika næstum hátíðlegur á köflum. Ef stéttar-mismun hjónanna og til vill er það helst að kenna lífsstíl. misræmis í leik, hvernig sem á Þýðing Kristrúnar Eymunds- því stendur. Viðar Eggertsson dóttur er ágæt, þó bókmáli dró upp bráðfyndna mynd af bregði fyrir á stökum stað. smáborgara á uppleið í þjóð- Og þrátt fyrir allt ættuallirað félaginu, sýndi ágætan farsaleik drífa sig í leikhúsið, því að með fasi og framgöngu allri. Skrýna fuglinum tekst að laða Sama er að segja um Sigurveigu fram bros og hlátra, og ekki Jónsdóttur, sem var stórkostleg veitir af smáupplyftingu í þess- í hlutverki hinnar drykkfelldu . ari tíð. bankastjórafrúar. Og er óhætt Hafi L A þökk f ir veturinn að segja að þau tyo hafi att:með ósk um vaxandi getu og stærstan þatt í glensinu ogj • 6 6 gríninu. Svanhildi Jóhannes-I8 8 Odda Margret. Borinn Jötunn í kartöflugarði sjáanlega suður undir Garð og niður fyrir Nesvallatanga. Víða við austanvert vatnið eru sker sem örlaði á áður, en farið að sjást á kolla þeirrá núna. T.d. framan við Hótel Reykjahlíð var sker sem heitir Birgissker (Nafnið mun dregið af fiskbirgi á skerinu), - það er orðið landfastur tangi. Jarðfræðingar segja að hins vegar hafi botn Grænavatns sigið um 20 cm, - þannig að þar er sig á móti. fréttaritarans Varp virðist aðeins vera byrj- að við Mývatn, en hætt er við að frjósi um nætur. Til marks um að varp sé hafið, hef ég, að það fór maður frá Grímsstöðum á vélsleða í Syðri Neslönd, - og þá sá hann að endur voru að fljúga upp af þúfnakollum og runn- um, þar sem að auðir blettir voru. Það er óvenjulegt að sjáist fyrstu merki varps af vélsleða. Sig./óg. Bátafloti Á Þistilfirði Mývatnssveit 29/5. Það má segja að við njótum góðs af umbrotun- um og jarðhitanum hér. Við erum aðeins byrjuð að plægja fyrir kartöflugörðum. Við Krumma- gjársprungu er jörðin volg og líkleg til góðrar uppskeru. Sumir hafa þegar sett niður. Borinn Jötunn er staðsettur í kartöflu- garðinum mínum, og er verið að reisa mastrið í dag. Það fór góður garður fyrir þarft verk, - og hef ég orðið mér úti um nýjan kartöfiugarð og Jötunn sér von- andi fyrir meira gufuafli fyrir Kísiliðjuna í gamla garðinum mínum. Menn eru orðnir leiðir á veðrinu, - en það hefur skánað mikið síðustu daga. Sauðburður er víðast hvar svo til búinn. Hann hefur gengið all sæmilega þar sem þrengsli há ekki um of. Óvenju mikið hefur verið um það að það þyrfti að hjálpa ám við burð. Héraðsdýralæknirinn á Húsavik hefur haft þann háttinn á, að hafa opna skurð- stofu í bílskúrnum hjá sér, - og gerir keisaraskurði á þeim ám sem bændur koma með til hans. Honum mun hafa farnast vel fæðingarhjálpin oghafa bændur notfært sér það óspart með ær sem eiga í erfiðleikum með burð. Botn Mývatns hefur risið mjög síðan umbrotin hófust fyrir nokkrum árum. Mest er það við Reykjahlíð og tilsvar- andi í Stórugjá og Grjótagjá en þaðan er risið minna eftir því sem fjær dregur, en gætir þó Þórshöfn 29/5. Hér hafa bátarn- ir landað um 250 tonnum síðan að ísinn fór, í kringum 20. maí. Þórshafnarbátarnir höfðu Iandað á Bakkafirði, Vopnafirði og Raufarhöfn meðan að ísinn bannaði samgöngur hingað á sjó. Geisilegur fioti aðkomubáta er á Þistilfirði eða um 30 talsins. Heimamenn eru ekkert alltof hrifnir, því þeir telja fiskinn hörfa undan ásókninni auk þess sem aflanum er öllum landað annars staðar. í gær söng sumarið í hugum fólks, því það var sunnan gola og glaðlegt sólskin. Smá íshrafl er þó ennþá hér vestur í víkum sem er enn að gera sjómönnum sitthvað til bölvunar, - en hann er á undanhaldi. Eftir að ísinn fór að mestu tók dálítinn tíma að gera bátana klára til veiða aftur, - því veiðafæratjónið af völdum íssins var töluvert. Bátarnir eru allir á netum. Hreppsfélagið mun láta verða af byggingu 3 íbúða raðhúss nú í sumar. Hér hefur verið unnið alla daga vikunnar í aflahrot- unni. Nokkrir bændur munu vera orðnir heylausir, en þeir sem best búa eiga hey út júní. Úttekt var gerð á heyforðanum hér í nærsveitum, - og með miðlunum munu hey nægja fram í miðjan júnímánuð. Sauð- burður hefur gengið vel þrátt fyrir þrengsli. Arnþór. 4 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.