Norðurland - 31.05.1979, Síða 8

Norðurland - 31.05.1979, Síða 8
NORÐURLAND Fimmtudagur 31. maí 1979 MÁLGAGN SÖSÍALISTA í NORÐURLANDSKJÖR- DÆMI EYSTRA GERIST ÁSKRIFENDUR - Súninn er 2-18-75 - AUGLÝSIÐ í NORÐURLANDI - Síminn er 2-18-75 - Frá Dalvík. Kosningaloforð að rcetast Nýr leikskólí á Nú nýverið lagði bæjarstjórn Dalvíkur fram fjárhagsáætlun fyrir árið 1979. Þar kemur fram að áætlaðar tekjur bæjarins eru 352.8 milljónir, þar af eru útsvör 183.4 millj. Gjöld eru samtals 296.468 millj. og tekjuafgangur því 56.332 millj. Á eignabreyt- ingareikningi eru innborganir 120.2 millj., útborganir 176.532 millj. Framlög til félags- og menn- ingarmála eru 43.595 millj., þar af 37 millj. til Dvalarheimilis aldraðra en þar er um að ræða bæði stofn- og rekstrarkostnað. Byggingu fyrsta áfanga dvalar- heimilisins er senn að ljúka og Mál- og tónverk opin frá kl. 21.00 til 23.00, - en aðra daga frá 15.00 til 22.00. Örn Ingi sýnir þarna 59 verk, akrílmálverk, vatnslitamyndir, olíkrítarmyndir, pastelmyndir og fleira. Þetta er fjórða einkasýn- ing Arnar. Þau menningartíðindi verða til upplyftingar annan í hvíta- sunnu ícl. 20.30, að tónleikar verða haldnir á sýningunni. Flytjendur eru: Örn Arason gítar, Oliver Kentish selló, Tómas Jackman píanó, Anna Málfríður Sigurðardóttir píanó, Catherine Campell fiðla og Guðrún Kristjánsdóttir söngur. Þau flytja verk eftir: Bartok, Bach, Mark Frith, Dvorak, Strauss og ísl. þjóðlög. Verk Marks Frith er frumsamið vegna áhifa af verkum Arnar Inga og í lok tónleikanna verður improsviserað undir áhrifum sýningarinnar. Örn Ingi. Örn Ingi myndlistarmaður opnar myndiistarsýningu föstudaginn 1. júní. Sýningin verður í Iðn- skólanum á Akureyri frá 1. til 10. júní. Á föstudaginn verður hún Rósberg G. Snædal. anna. Rósberg kennir nú að Hólum í Hjaltadal og þeir félagar og ljóðavinir sem áhuga hafa á að nálgast Gagnvegi - ljóðasafn og lausar vísur - geta fengið bókina senda áritaða af höfundi á sextugsafmælinu 8. ágúst nk. Heimilisfang Rós- bergs er eins og áður sagði Hólar Hjaltadal, 551 Sauðár- krókur. Dalvík áætlað er að það taki til starfa ah eg á næstunni. Heildarkostnaður við íþrótta- og æskulýðsmál er 13.6 millj. og fræðslumál 35.078 millj. Til almennra trygginga, félagshjálp- ar, barnaheimilis og leikvalla fara 34.460 millj. Þar af er fram- lag til sjúkrasamlags 18.3 millj. Aðalmetnaðarmál sérhvers bæjarfélags eru jafnan gatna- gerðarmál og eru þau gjarnan metin eftir malbikuðum lengd- armetrum. Til hinna ýmsu þátta gatnagerðar fara 77.2 millj. og má af því sjá að Dalvíkingar vilja engir eftirbátar vera. Á eignabreytingareikningi er eftirtektarverðust upphæð 21 millj. sem er framlag til bygg- ingar nýs leikskóla. Barna- heimili Dalvíkurbæjar hefur frá upphafi búið við mjög slæma aðstöðu hvað varðar húsnæði. Skátarnir hafa leigt því hús sitt í þau þrjú ár sem heimilið hefur verið rekið. Nú hefur að vísu Rækjubátar r a þorskveiðum Kópasker 29/5. Tíðin hefur verið slæm undanfarið. Engu líkara en um hávetur. Jörðin er svo gjörsamlega steindauð, - eins og í febrúar - mars. Það er þungt hljóð í bændum í nágrenninu. Þrengslin í fjárhúsunum eru ógnarleg og allur sauðburður erfiður við þessar aðstæður. Heybirgðir munu nægja fram í fyrstu viku júní. Annars er veðrið að skána þannig að hægt er að hleypa fé út á daginn. Það hefur hins vegar verið frost á næturnar en sólarglenningur á daginn. Það er mestafurða hvað snjóinn hefur tekið síðustu daga. Rækjubátarnir eru farnir á þorskveiðar austur á Þistil- fjörð og aflað sæmilega. I lokin er rétt að geta þess að hér er sami söngur út í ríkisstjórnina og annars staðar. Ragnar. Myndhópurinn og leikfélagið Samvinna hefur nú tekist með Myndhópnum á Akureyri og Leikfélagi Akureyrar á þann veg, að Myndhópurinn mun sjá um myndlistarsýningar í leikhúsinu á þeim tíma sem leiksýningar fara þar fram. Við hverja frumsýn- ingu LA mun verða sett upp ný myndlistarsýning sem standa mun svo lengi sem viðkomandi leikrit er sýnt. Er það von Myndhópsfélaga að samvinna þessi megi verða báðum aðilum til góðs og menningarlífi bæjarins til ábata. Nú um stundir er verið að sýna leikritið „Skrítinn fugl ég sjálfur“ í leikhúsinu og jafnframt eru þar til sýnis málverk sex Myndhópsfélaga, en þeir eru þessir: Álice Sigurðsson, Guð- mundur Ármann, Iðunn Ágúst- dóttir, Lýður Sigurðsson, Ulfur Ragnarsson og Valgarður Stefánsson. Auk þessarar samvinnu hefur Myndhópnum verið boðið að sýna að staðaldri nokkrar myndir í anddyri Fjórðungssjúkrahússins og mun Aðalsteinn Vestmann ríða á vaðið og sýna þar fyrstur Myndhópsfélaga. Verða myndir hans væntanlega hengdar upp á fyrrnefndum stað nú fyrir Hvíta- sunnuna. komið til tals að barnaheimilið fengi inni í kjallara Dvalar- heimilis aldraðra í haust, en bæjarstjórn tók þáskynsamlegu ákvörðun að hefja heldur bygg- ingu nýs leikskóla og hefur þeg- ar verið leitað eftir lauslegum tilboðum í bygginguna með til- liti til að jafnvel verði hægt að flytja inn um áramót nk. Það má teljast verðugt verkefni á barna- ári. Stefán, Brynja. ALÞÝÐUBAMDALAGIÐ Bæjarmálaráð ABA Fimmtudaginn 31. maí (í kvöld). 1) Uppstilling til nefnda bæjarins fyrir aðalfund bæj- arstjórnar. 2) Kosning formanns og ritara bæjarmálaráðs ABA. 3) Önnur mál. Kópasker í tilefni sextugsafmcelis Rósbergs í ágúst Gagnvegir - Ijóðasafn og lausar vísur Rósberg Snædal skáld kempa úr sósialiskri stétta og menningar- baráttu er á góðri leið með að fylla sjötta áratug ævi sinnar. Það er vel til fundið hjá bóka- útgáfunni Skjaldborg, að heiðra skáldið með því að gefa út Ijóðabók í tilefni sextugsafmælis- ins þann 8. ágúst nk. Rósberg hefur áður gefið út tvær ljóðabækur; Á annarra grjóti 1949 og í Tjarnarskarði 1957. Ljóðabókin nýja verður með úrvali úr þessum tveim fyrri auk þess sem þar birtast ljóð ort á síðustu tveim áratug- um. Annars er þetta 14. bók höfundar, - hann hefur auk kveðskaparins sent frá sér bækur um margvísleg efni; smásögur, sagnaþætti, vísna- kver, þjóðlegan fróðleik hvers konar og gamanmál. I bókinni er margs konar ljóðræna létt og þung, gamansöm og alvöru- þrungin. Undir gáskafullu yfir- bragði sumra ljóðanna sýður bálreiðin. Svo sem eins og af tilviljun rakst maður á þetta erindi í handriti bókarinnar sem bíður prentunar í Skjaldborg: Skríddu fyrir föntum, þjófum, frímúrurum, oddfellóvum. Þefaðu’ uppi þeirra bein. Krjúptu að fótum Keavaldsins, kysstu vendi afturhaldsins. Þannig ertu á grænni grein. - Rósberg hefur komið víða við á þessum sex áratugum. Hann hefur verið rauður verkamaður, ritstjóri málgagna sósíalista hér nyrðra, var í stjórn Einingar í 25 ár og verið kennari auk ritstarf- Bruni á Pórshöfn Þórshöfn 29/5. Um 2 leitið í dag varð vart við eld í húsnæði Trésmiðju Þórs- hafnar og byggingafyrir- tækisins Haka sf. Slökkvi- liðið var kallað á staðinn og gekk vel að ráða að niður- lögum eldsins, sem var mikill. Tókst að slökkva eldinn eftir u.þ.b. 2 tíma. Slökkviliðsmenn björguðu ma. gas og súrefnisflöskum út úr brennandi húsinu, - og komu þar með í veg fyrir sprengingar. Steypubíll sem var inni á verkstæðinu gjöreyðilagðist í eldinum og margt fleira. Ekki er vitað um tjón vegna eldsins, en víst er að nemur milljónum. Talið er að kviknað hafi í þegar neisti hljóp úr slípi- rokk í eldfima málningu á verkstæðinu. Arnþór. Félagsmála- námskeið Um sl. helgi stóðu Sveina- félag jámiðnaðarmanna á Akureyri og MFA fyrir félagsmálanámskeiði. Þetta ágæta framtak var tilraun í þá átt að reyna glæða félagsstarfsemina. En eins og allir vita eru flestir félagsmanna í verkalýðs- félugunum óvanir funda og félagsstöðum. Hákon Hákonarson setti námskeið- ið en síðan voru undirstöðu- atriði ræðumennsku á dag- skrá. Þá voru ræðuæfingar, félags og fundarstörf, kynn- ing á ASÍ, hópvinna og að lokum var haldinn mál- fundur. Leiðbeinendur voru Þorbjörn Guðmundsson og Sigrún D. Elíasdóttir. Þátt- takendur voru aðeins 12 talsins, - en þeir voru hinir ánægðustu, albúnir í félags- störfin á næstunni. Vor '79 Laugardaginn 2. júní kl. 15.00. verður opnuð fjöl- breytt og vönduð samsýn- ing 5 þekktra listmálara í Gallery Háhól. Þeir sem sýna eru Alfreð Flóki sem sýnir rauð- og svartkrítar- myndir svo og tússteikn- ingar. Baltasar sem sýnir olíumálverk. Eiríkur Smith sýnir vatnslitamyndir og olíumálverk. Kjartan Guð- jónsson sýnir vatnslita- myndir og litógraíiur og Oli G. Jóhannsson sýnir akrylmálverk og túss og vatnslitamyndir. Á sýning- unni verða um 60 verk og allt sölumyndir. Syningin stendur dagana 2.-10. júní. Opin um helgar kl. 15.00- 22.00 og virka daga kl. 20.00 til 22.00. Neytenda samtökin Neytendasamtökin Akur- eyri og nágrenni. Skrifstofan, Skipagötu 18, 2. hæð, er opin á þriðjudögum og miðviku- dögum kl. 4.00-6.00 e.h. Sími 24402. Ferðafélag Akureyrar Skagafjörður. Skoðunar- ferð 2. hvítasunnudag 3. júni kl. 8 f.h. Farseðlar á skrifstofunni kl. 18.30 til 20.00 fimmtudaginn 31. maí. Ferð á Langanes frest- að vegna ófærðar.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.