Norðurland


Norðurland - 04.10.1979, Qupperneq 3

Norðurland - 04.10.1979, Qupperneq 3
Menntaskólinn á Akureyri settur í hundraðasta Eítiraiinnilegir tónleikar Tónlistarfélag Akureyrar hóf vetrarstarfið miðvikudagskvöld ið 26. sept. með tónleikum í Borgarbíó, og voru þar komnir listamenn frá Þýska Alþýðulýð- veldinu. Um þessar mundir er fagnað þrjátíu ára afmæli þess, og leið þessara ágætu lista- manna lá til íslands einmitt af því tilefni. Söngvarinn Siegfried Lorenz, barýtón við Ríkis- óperuna í Berlín og píanóleik- arinn Gerhard Schlegel, sem starfandi er við Tónlistarskól- ann í Berlín, fluttu efnisskrá, sem eingöngu samanstóð af Þýskum þjóðlögum eftir nokkra öndvegishöfunda, þá Beethoven, Schubert, Brahms og R. Strauss. Barýtónsöng- varinn Siegfried Lorenz hefur haldið fjölmarga tónleika í alþjóðakeppnum söngvara við ágætan orðstír, sungið inn á hljómplötur og komið fram í sjónvarpi og útvarpi. Píanóleikarinn Gerhard Schlegel er einnig vel kunnur fyrir hljómleikahald bæði heima og erlendis. Hann hefur komið fram sem einleikari og einnig tekið þátt í flutningi kammertónlistar og leikið með söngvurum. Efnisskráin var sérlega að- gengileg, einkar vel og listilega samansett. Hún var fjölbreytt og með hæfllegri stígandi allt til loka, er flutt voru fjögur lög eftir R. Strauss. Siegfried Lorenz er afburða listamaður í sinni grein og hefur á valdi sínu mikið efni og margbreytilegt, sem spannar yfir langt tímaskeið og ólíkar stíltegundir. Hann er gæddur fágætri raddfegurð, og söng- tæknin er þvílík, að örðugustu vandamál virðast honum sem leikur einn. Framar öllu er túlkun hans sannfærandi, stór í sniðum og andrik og ótrúlega nærfærin allt til smæstu blæ- brigða. Textameðferðin er svo skýr og falleg, að unun er á að hlýða einnig þeim, sem Þýskan er framandi mál og eru kannske rétt svona bænabókarfærir á þeim slóðum. Það má nærri geta hve vel slíkur textaflutn- ingur hlýtur að láta í eyrum þeirra, er eiga sér Þýsku að móðurmáli. Gerhard Schlegel er fær píanóleikari og var söngvar- anum hinn traustasti föru- nautur. Han» f*ikur áreynslu- laust og léttilega með skýrum tóni og fallegum. Þeim listamönnum var fagnað vel og innilega, sum lögin urðu þeir að endurtaka, og í lokin fluttu þeir aukalag, Heiðarrósina eftir Schubert við texta Goethes. Þetta var ógleymanleg kvöldstund og reglulegur tónlistarviðburður. Þvi miður voru áheyrendur alltof fáir, en þetta er gamla sagan. Það má heita yfirgengi- legt, að ekki skuli vera sóma- samlega setið hús þegar þess er kostur að heyra aðra eins efnisskrá og þarna er flutt og í svo ágætum flutningi. Mest er ég hissa, að það fólk, sem sönginn iðkar á ýmsum vett- vangi, skuli ekki vera forvitnara en raun ber vitni, að það skuli ekki flykkjast á staðinn, þegar fram eru reiddar nokkrar ger- semar þýskrar ljóðlistar af færustu listamönnum. Þessir tónleikar geymast lengi í minni þeirra, er á hlýddu, og skulu hér með færðar einlægar þakkir listamönnunum og öðrum, sem gerðu það kleift, að unnt var að efna til þessara tónleika. S.G. sinn Menntaskólinn á Akureyri var setur í 100. sinn mánudaginn 1. október sl. Þann dag voru liðin rétt 99 ár síðan Jón A. Hjaltalín setti skólann í fyrsta sinn, en þá var hann á Möðruvöllum og var svo næsta aldafjórðung að hann var fluttur til Akureyrar. Tryggvi Gíslason skólameistari er hinn sjötti í röðinni sem því starfi gegnir. í setningarræðu gat skóla- meistari þess að nú væri unnið að ritun sögu skólans og ráðgert að hún komi út í vor um leið og 100 ára afmælið verður haldið hátíðlegt. Er þetta þriggja binda verk sem Gísli Jónsson ritstýrir en auk hans koma við sögu Steindór Steindórsson, Tryggvi Gíslason, Tómas Ingi Olrich og Þórhallur Bragason. Formála að verkinu mun dr. Kristján Eldjárn forseti rita. í vetur eru 580 nemendur skráðir í skólann, af þeim 80 í öldungardeild. Nýnemar eru 202, þar af 141 í þriðja bekk (1. bekkur) og 30 í öldunga- deild. Er hún nokkru fámennari en ráð hafði verið fyrir gert í upphafi. Nemendur í þriðja bekk eru einnig nokkru færri en gert hafði ráð fyrir. Mun það ekki síst tilkomið sökum nýrra skóla á Egilsstöðum og Sauð- árkróki, auk þess sem fram- haldsdeildum við grunnskóla 'Qölgar með ári hverju. Þá eru aldursárgangar eftir 1962 fá- mennari en þeir sem eldri eru Tryggvi Gíslason fór í setn- ingaræðu sinni nokkrum orð- um um breytingar á framhalds- skólunum bæði þær sem að baki eru og hinar væntanlegu í kjölfar laga sem vonandi yrðu sett á næsta þingi, en frumvarp til laga um framhaldsskóla hefur nú þrívegis verið lagt fyrir Alþingi en ekki fengist sam- þykkt. I framtíðinni ætti Menntaskólinn að verða mið- stöð framhaldsmenntunar á Norðurlandi og yrði að búa sig undir það hlutverk sitt. í því sambandi yrði nám í skólanum á næstu árum gert fjölþættara og íjölbreyttara og kennslu- greinum fjölgað. Um það sagði skólameistari að góður skóli ætti að gefa öllum nemendum sínum tækifæri til menntunar, hann ætti að koma öllum nemendum sínum til nokkurs þroska. Síðan sagði hann: Fyrir mitt leyti held ég að breyta þurfi framhaldsskólun- um frá því sem verið hefur. Auka verður jöfnuð með nem- endum eftir því sem frekast er kostur, meðal annars til að vinna gegn félagslegu misrétti í samfélaginu. Gefa verður nem- endum kost á námi við hæfi og taka tillit til þarfa samfélags- ins fyrir menntun og kunnáttu og starfsþjálfun, þótt skólinn eigi ekki að lúta sömu lögum og atvinnuvegirnir. Námsval á að aukast, en varast verður eins og heitan eldinn er gera skólann svo margslungin völundarhús Gamla menntaskólahúsið. að þar rati enginn um nema nokkrir námsráðgjafar, sviðs- stjórar og senumenn. Og framar öllu má skólinn ekki verða til að sýnast. I sumar hafa starfað tvær nefndir, sem menntamálaráð- herra skipaði, til að vinna að skólaskipan á Norðurlandí og til að gera samræmda námsskrá fyrir nám á framhaldsstigi á Norðurlandi. Um það veður einnig leitað samstarfs við skóla fyrir sunnan og austan. Ætlunin er að báðar nefndir hafi lokið störfum sínum fyrir áramót og unnt verði að hefja nýtt starf í skólum á Norðurlandi eftir hinni nýju skipan á næsta hausti. f Menntaskólanum á Akur- eyri er einnig starfandi náms- skipunarnefnd - eða áfanga- nefnd eins og hún hefur verið kölluð. Verkefni nefndarinnar er að kanna með hvaða hætti skólinn getur þjónað sem best hlutverki sínu sem miðstöð framhaldsmenntunnar á Norð- urlandi. Meðal annars verður tekin afstaða til þess hvort taka skuli upp við skólann eininga og áfangakerfi og fjölga hér náms- brautum. Mikið starf bíður því að hugsanlegt er að á þessum vetri verði mörkuð ný stefna í málefnum og rekstri skólans. En allt tal um að Mennta- skólinn á Akureyri verði lagður niður er úr lausu lofti gripið og að því mun ég ekki standa. En skólinn skal semja sig að breyttum aðstæðum og hann á að þjóna hlutverki sínu og koma öllum nemendum til nokkurs þroska. Að öðrum kosti verður hann að safngrip. Hver og einn verður að þekkja sinn vitjunartíma og nú er stundin runnin upp og mikið starf bíður. f--------------------------------------------N AUGLÝSIÐINORÐURLANDI — SKRIFIÐ í NORÐURLAND v------------------------------------—-------) NORÐURLAND - 3

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.