Norðurland - 04.10.1979, Page 5

Norðurland - 04.10.1979, Page 5
ntun í Hrísey Nýja Hríseyjarferjan. Ékki á brauðinu einu saman Grunnskóli Hríseyjar var settur sunnud. 16. september. Þessi kafli er ef til vill ekki samhljóða yfirskriftinni, þar sem nem- endum er gjarnan kennt að skólinn sé inngangur brauðstrit- sins. En andleg mennt er líka í dæminu. Skólastjóri er eins og á fyrra ári Birgir sigurðsson en kennarar Elsa Stefánsdóttir og nýir kennarar Ingibjörg Step- henssen, Sigurlaugur Brynleifs- son og Arnar Óskarsson. - Gleymum ekki honum séra Kára. Hann messar yfir okkur sem vera ber og er hvers manns hugljúfi. Hann sér líka oft um einhveri fræði grunnskólans, er með meiri málamönnum lands- ins, dáir fögur blóm og er líklega eini Hríseyingurinn sem tímir sveppi til átu. Hríseyingar eiga sína daga sem þeir taka fram yfir aðra og síðan Norðurland kom út í síðasta sinn fyrir sumarfrí eru þessir dagar svona hér um bil tveir, sem eitthvað að kveður, en það eru sjómannadagurinn og 17. júní. Þá gera menn sér ýmiskonar dagamun sem geta jafnvel talist menningarlegs eðlis. En sem víðast annars- staðar fylgja þeim líka ein- hverjir timburmenn. En byrjum á sjómannadeg- inum. Þá er gjanan farið í hópsiglingu og þá fara þeir sem finna svolitla rómantík með slíkri hópferð. Einnig er dans- leikur að kvöldi sjómannadags fastur liður. En lítum til síðasta sjómannadags. Tvö atriði verða í fyrirrúmi. Báti var lagt við festar nokkuð undan bryggju og þangað skotið línu. Siðan voru tveir menn dregnir í land í björgunarstóli og komust báðir lífs af. Þá fengu tveir menn heiðursmerki fyrir langa og giftusaman sjómannsferil. Þetta voru þeir Vilhjálmur Kristinn Vilhjálmsson og Jóhann Árna- son. Vonandi lánast Norður- landi að gera þessum öldnu görpum betri skil síðar. Þá er Lomið að 17. júní. Þá er á ýmsan hátt reynt að gera dagamun, svo sem með full- veldissræðu og eða helgiathöfn. Þá er reynt að tefla fram íþróttum, einkum í sundlaug- inni. Með þessari grein er mynd sem talar sínu máli. Þá er dansleikur að kvöldi sem gjarnan byrjar á dansleik fyrir börn á skólaaldri. Fyrir nokkrum árum var skrúðganga 17. júní, en sú ágæta fram- kvæmd hefur blundað í ein- hverri. lognmollu síðustu árin. Skrúðgönguna leiddi vitanlega einhver snotur heimamær sem svo flutti ávarp Qallkonunnar. Slíku fylgdi vitalega eftirmáli: - var hún snotur, var hún frambærileg o.s.frv. Séra Kári að gera nú jafnvel venjulegt átak í þessum málum. Skólastjóri og skólanefnd hafa sent hreppsnefnd álitsgerð um endurbætur og stækkun skólamannvirkja. í athugun er að fá bráðabigðarkennslustofu við skólann, en þær munu vera í notkun á nokkrum stöðum. Jafnframt verði farið að vinna að undirbúningi nýs skóla. Undirbúningur íþróttahúss er lítillega á veg kominn. Almennur fundur um málefni sveitarfélagsins var haldinn fyrir skömmu. Fundurinn sem var haldinn að áeggjan kjós- enda fór friðsamlega fram og lýstu menn almennt ánægju sinni yfir að hann skyldi vera haldinn. Almennur fundur. Af opinberum vetfangi Af opinberum málefnum bernú einna hæst í hugum manna borunin eftir heitu vatni sem getið var í síðasta blaði Norður- lands. Ekki örlar enn á hinu dýrmæta vatni. v í sumar var steypt 50 m. löng gata og 70 m. eru í undirbygg- ingu. Hugmyndir eru uppi um Og enn um nýju ferjuna Og svo er það ferjan sem átti að koma í vor. Hún er enn ókomin. Þótt staðan sé svo sem ekki nógu góð efast menn ekki um að hún komi, en þessi töf er bæði búin að vera til tjóns og leiðinda. ísumarferðuðustmeð gömlu Hríseyjarferjunni mánuð ina júlí og ágúst 2185 og 2045 farþegar. Er það talsverð fjölgun frá fyrri árum. Ferða- skrifstofa Akureyrar hafði skipulagt allnokkrar ferðir hingað í sumar, en þar sem dráttur varð á k^jnu nýju ferjunnar voru þær felldar niður. Svo mun einnig hafa verið með ferðaskrifstofu Úlfars Jakobsen. Ætli Hríseyingar að taka á móti vaxandi ferðafólki verður að endurskoða alla aðstöðu til þess. Eftir ræðuhöld og viðeigandi þanka tengda þjóðhátíðardeg- inum hugðu menn á létta leiki. Þar á meðal var reiptog og þannig að staðið að þeir sem töpuðu skyldu í sundlaugina og þar þvegið af þeim slenið. Sá sem hér sést synda svo vasklega á herðablöðunum bjó til þessar Ykkur sem að alltaf syndið, vísur í tilefni atburðarins og öllum nú ég segja vil, óumdeilanlegs virðuleiks stell- þessi stelling eykur yndið, inga sinna. á því myndin gerir skil. Úti vildi aðra toga, ekki sleppti hann takinu, Sigtryggur Steindórsson. hetjan svo í hálfum boga, hafnaði á bakinu. NORÐURLAND - 5

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.