Norðurland


Norðurland - 04.10.1979, Qupperneq 6

Norðurland - 04.10.1979, Qupperneq 6
Stjórnmálaályktun kjördæmisþings AB í Norðurlandi vestra Frá kjördæmisþinginu sem haldið var á Sauðárkróki um helgina. 1 stjórnarmyndunartilraunum flokkanna eftir síðustu kosn- ingar kom það skýrt í ljós, að Alþýðubandalagið er eini stjórn málaflokkurinn sem vill gera eðlisbreytingar á núverandi þjóðfclagskerfi, og á þvíströnd- uðu viðræður þess við hina flokkana hvað eftir annað. Stjórnin var síðan að verulegu leyti mynduð fyrir atbeina launþegasamtakanna, sem sáu fram á kreppu og atvinnuleysi innan fárra daga eða vikna, er stefnu hægri stjórnarinnar væri fylgt lengur. Stefnumálin, sem mest köll- uðu að í upphafi stjórnar- samstarfsins voru: - a) að halda uppi fullri at- vinnu. Þetta hefur tekist. b) að halda irppi og bæta kaupmátt launa. hetta hefur einnig tekist í höfuðdráttum. c) að draga úr verðbólgunni. Þetta verkefni hefur ekki verið leyst. Að sumu leyti á sú mikla verðbólga, sem nú er í landinu, rætur sínar í olíukreppunni og þeim miklu verðbólgusveiflum, sem hún hefur valdið í mörgum helstu viðskiptalöndum okkar, en að verulegu leyti er hún afleiðing þess sjálfvirka verð- bólgukerfis, sem hefur verið við líði í landinu og sífellt verið að festa sig betur í sessi allt frá stríðsárum, og samstarfsflokk- ar Alþýðubandalagsins hafa ekki fengist til að hrófla við. Kjördæmisráðstefnan lítur svo á, að orsakir verðbólgunnar sé að verulegu leyti hægt að rekja til myndunar þess gífulega bákns illa skipulagðrar og sum- part óþarfrar verslunar-, og því milliliða- og braskkerfi, sem viðgengist hefur í landinu um langt skeið. Þannig var á árinu 1977 meira vinnuafl bundið í verslun og viðskiptum en fisk- veiðum og fiskverkun, þar af batt banka- og lánasjóðakerfið Léreftstuskur 4 Léreftstuskur 4 2 Léreftstuskur y Z Léreftstuskur 7 7 Kaupum hreinar 4 1 léreftstuskur 7 4 á hœsta verði 4 TSkjaldborg hf.J 4 Hafnarstræti 67 Z 4 Sími 24-0-24 2 eitt næstum eins margt starfs- fólk og fiskiflotinn. Þá bendir ráðstefnan á að hávaxtastefnan ýtir mjög undir verðbólguna og leggur óbæri- legar byrgðar á fyrirtæki og einstaklinga. Kjördæmisráðstefnan telur, að við endurskoðun samstarfs- samnings stjórnarflokkanna, sem nú stendur fyrir dyrum, verði Alþýðubandalagið að knýja á um að fleiri af helstu baráttumálum flokksins komist í framkvæmd, þar á meðal eftir- talin málefni: 1. Launajöfnun. Vísitöluþak verði sett á hálaun, en lægstu laun verði hækkuð, þ.á.m. elli- lífeyrir, örorkubætur og aðrar tryggingabætur. Stefnt verði að því í framtíðinni að hámark hæstu launa verði eigi hærra,en sem nemur tvöföldum lægstu launum. 2. Hersetunni verði aflétt. 3. Unnið verði gegn verð- bólgu með stöðvun verðhækk- ana, endurskipulagningu inn- flutningsverslunar, samdrætti í hinu fyrirferðarmikla banka- kerfi, aukinni hagkvæmni í framleiðslustarfseminni og fleiru, sem miðar í sömu átt. 4. Komið verið í veg fyrir nýjar innrásir erlends fjármagns í íslenskt atvinnulíf. En í þess stað verði lögð áhersla á upp- byggingu íslenskra atvinnu- vega, því tilvist byggðar í landinu mun í framtíðinni sem hingað grundvallast á fisk- veiðum, landbúnaði og full- vinnslu íslenskra hráefna og orku í iðnaðarvarning. 5. opinberum framkvæmdum verði haldið áfram af fullum krafti. Sérstök áhersla verði lögð á orkumálin í því skyni að draga sem mest úr orkuinn- flutningi. 6. Ríkisstjórnin beiti sér fyrir aukinni hagkvæmni og fram- leiðni atvinnufyrirtækja. Lögð verði áhersla á að bæta vinnu- aðstöðu og að gera vinnustaði vistlega, t.d. í fiskverkunar- stöðvum og hjá iðnfyrirtækjum. 7. Sá hluti efnahagslífsins, sem lýtur félagslegum yfir- ráðum, verði aukinn, en dregið úr opinberum stuðningi við illa rekin, fjárvana og sumpart óþörf einkafyrirtæki. Eftirlit með skattheimtu og framtölum fyrirtækja og einstaklinga verði stórlega aukið, og þannig að greiðslur í sameiginlega sjóði deilist á þegnana samkvæmt efnum og afkomu. 8. Áhrif launþega á rekstur atvinnufyrirtækja verði aukin. 9. Aðstaða landshlutanna að því er snertir ýmiskonar þjón- ustu og verslun verði jöfnuð meir en nú er, þar með talinn hitunarkostnaður, orkugjöld, símaþjónustu o.fl. Jöfnun þess- ara kostnaðarliða er í eðli sínu eins sjálfsögð og t.d. jöfn útvarpsgjöld og jafnt bensín- verð um land allt. Ráðstefnan telur það ekki Viljum kaupa svart/hvítt sjónvarpstæki, einnig borðstofu- borð og stóla og e.t.v. fleiri húsgögn. Ef einhver á veggskáp með hvítu harðplasti úr gömlu eldhúsinnréttingunni sinni vildum við gjarnan sjá hann líka. Til sölu á sama stað gömul Rafha eldavél og Suithun barnavagn. Upþlýsingar í síma 25520. NORÐURLAND óskar að ráða mann til að taka að sér aug- lýsingaöflun fyrir blaðið, gegn prósentum. Upplýsingar á skrifstofu NORÐURLANDS, Eiðsvallagötu 18, sími 21875. hlutverk Alþýðubandalagsins að halda hinu frumstæða þjóð- félagskerfi auðvaldsins á floti þegar auðvaldið sjálft er búið að sigla því í strand, eins og gerðist á s.l. ári, heldur að knýja fram breytingar, sem miði að sósíal- isku jafnrétti og þjóðlegri reisn. Fáist samstarfsflokkarnir ekki til neinna slíka ráðstafanna, hljóti þessu stjórnarsamstarfi að verða slitið af hálfu Alþýðu- bandalagsins áður en langt líður, og þá beri að efna til kosninga, þar sem tekist verði á um skýra og afdráttarlausa sósíaliska stefnu AB annars- vegar en hinsvegar þá sameigin- legu stefnu allra hinna flokk - anna, sem í höfðudráttum hefur verið ríkjandi í þjóðfélaginu. Kjördæmisráðstefnan fagnar því átaki sem framundan er í vegagerð í kjördæminu saman- ber nýsamþykkta vegaáætlun, en bendir jafnframt á að gerð varanlegra gatna í þéttbýli er verkefni, sem verður að leysa á næstu árum og að ríkisvaldinu beri að efla slíka gatnagerð, t.d. með aukningu þéttbýlisvega- fjár, sérstökum lánaveitingum í þessu skyni og aukinni tækni- legri ráðgjafarstarfsemi. Sýnt virðist, að sveitarfélögin ráða ekki ein við þetta verkefni, m.a. vegna verðbólgunnar, sem brennir upp tekjur þeirra um allt að 30% árlega. Stjórn kjördæmisráðs A.B. á N.L.V. er nú þannig skipuð: Aðalmenn: Jón Torfason, Torfalæk, Form. Guðm. H. Sigurðs. Skagaströnd. Sturla Þórðarson Blönduós. Varamenn: Eðvard Hallgríms. Skagaströnd. Guðm. Theodórs. Blönduós. Björn Friðriksson Blönduós. 3ja-4ra herb. íbúð óskast til leigu. Uppl. á skrifstofu Norðurlands, sími 21875. Auglýsið í NORÐURLANDI N0RÐUR1AND MÁLGAGN SÓSlALISTA LANÐS- EYSTRA Fréttir af Norð- urlandi. Hressileg póli- tísk umræða. Skrif um listir og menningarmál. Skákþáttur Helga Ólafssonar. Krossgátan. íþróttir. Norðurland er 8 síður og kemur út vikulega. Áskriftargjald inn- heimtist tvisvar á ári. Áskriftargjald fyrir hálft árið er kr. 3.500. Sími21875 Eiðsvallagata 18 Pósthólf 492 Akureyri Ég undirritaður óska eftir að gerast áskrifandi að NORÐURLANDI: Nafn:______ Heimili:___ Póstnúmer: llll 6 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.