Norðurland - 04.10.1979, Side 7

Norðurland - 04.10.1979, Side 7
MINNING Jóhanna Sigríður Árnadóttir frá Hrísey SKÁK Helgi Ólafsson Akureyringar efstir í deildarkeppni S.í. Skákmenn frá Akureyri hafa verið ansi iðnir við kolann upp á síðkastið. Um síðustu helgi tók sveit frá Skákfélagi Akureyrar þátt í miklu „Skákfestivali" á vegum Flugleiða og helgina þar á undan hófst Deildarkeppni Skáksambands íslands og tekur Skákfélag Akureyrar að sjálf- sögðu þátt í þeirri keppni. Deildarkeppni Skáksambands- ins fer nú fram í 6. skipti og er teflt í tveimur deildum, 1. og 2. deild. í 1. deild eru 8 sveitir og voru fyrstu 4 umferðirnar tefld- ar í Munaðarnesi áðurnefnda helgi. Skákfélagi Akureyrar hefur bæst nokkur liðsaukj, en við sveitina hafa bæst Áskell ö. Kárason og sá sem þessar línur skrifar. Alls fóru 10 Norðanmenn til keppni í Munaðarnes, en 8 teíldu hverju sinni. Úrslit í viður eignum Skákfélags Akureyrar urðu sem hér segir: 1. umf.: Akureyri - Keflavík 6^:1 !ó 2. umf. Akureyri - Seltjarnarn. 5:3 3. umf. Akureyri - Kópavogur 6:2 4. umf.: Akureyri - Austurland 5:3 Reyndar fór aðeins fram ein viðureign í 4. umferð, þannig að Skákfélag Akureyrar og Skák- samband Austurlands hafa lok- ið einni keppni umfram hinar sveitirnar. Staðan í 1. deild er þessi: 1. Akureyri 22!ó v. (4) 2. Reykjavík 20 v. (3) 3. Mjölnir 14 v. (3) 4. Austurland 14 v. (4) 5. Hafnarfjörður 10 v. (3) 6. Kópavogur 9'/ v. (3) 7. Seltjarnarnes 9 v. (3) 8. Keflavík 5 v. (3) Jafnvel þó Taflfélag Reykja- víkur eigi eina keppni til góða er frammistaða Akureyrarsveitar- innar mjög góð og ekki ætti að vera fráleitt að veita Reykja- vík einhverja keppni. Það er t.a.m. athyglisvert að ýmsa sterka skákmenn vantaði i Munaðarnes, svo sem Halldór Jónsson, Jón Björgvinsson, Guðmund Búason og Kára Elísson. Með besta liðið inná ætti sigur yfir TR alls ekki að vera svo fjarlægur svo framar- lega sem Sunnanmenn mæti ekki norður með báða stór- meistarana, en aldrei er að vita nema að til þess örþrifaúrræðis verði gripið, sé veldi Taflfélags Reykjavíkur verulega ógnað. Ef haldið er áfram með statis- tikina þá skiptust vinningar sveitarmeðlima þannig: 1. b.: Helgi Ólafsson 3 v. af 4 2. b.: Gylfl Þórhallsson 3 v. af 4 3. b.: Áskell ö. Kárason 2 v. af 4 4. b.: Ólafur Kristjánsson 3 v af 4 5. b.: Þór Valtýsson 2 v. af 4 6. b.: Jóhann Snorrason 2 v. af 3 7. b.: Margeir St.grímss. V/i v. af 3 8. b.: Pálmi Pétursson V/i v. af 2 1. varam.: Guðlaugur Guðmundss. 1 Vi v. af 2 2. varam.: Jakob Kristinsson 2 v. af 2 Af meðlimum sveitarinnar var það áberandi hversu örugg- lega og vandvirknislega þeir ólafur Kristjánsson og Margeir Steingrímsson tefldu. Þá börð- ust þeir Gylfi Þórhallsson og Jakob Kristinsson af miklum eldmóði. Annars má segja að allir hafi staðið svona nokkurn veginn fyrir sínu, nema ef vera skyldu nýliðarnir! Nokkur bið verður á að Akureyringar tefli aftur þar sem 4. umferð er enn ólokið. Þó skilst mér að 5. umferð eigi að fara fram fyrir áramót, en þá tefla m.a. saman Skákfélag Akureyrar og Mjölnir. — o — Eins og lauslega var drepið á, þá tók sveit frá Skákfélagi Akureyrar þátt í „Skákfesti- vali“ Flugleiða. Sveitin endaði í 9. sæti af 24, en fyrirkomulag keppninnar var þannig að fyrir hverja sveit tefldu 3 skákmenn og tefldu allar sveitimar inn- byrðis 15 mínútna skákir. Fyrir Akureyringa tefldu Halldór Jónsson (11'á v. af 21), Ólafur Kristjánsson (7‘á v. af 16), Gylfi Þórhallsson (18'/2 v. af 22) og varamenn Þór Valtýsson (2 v af 5) og Haraldur Ólafsson (4 v. af 5. ). Veitt voru verðlaun bæði fyrir efstu sveitir og einstakl- ingsverðlaun. Akureyringar unnu ekki til verðlauna þó Gylfi Þórhallsson hafi ekki verið fjarri verðlaunum fyrir frammi- stöðu sína á 3. borði. Húsið heitir Bakki. Það er snyrtilegt járnklætt timburhús. Á vesturenda hússins er útihurð og trétröppur. Tröppurnar eru slitnar af umgangi fólks í áratugi. Á góðviðrisdögum mátti oft sjá konu á bláum slopp standa á þessum tröppum og halla sér fram á handriðið. Þetta var hún Jóhanna Sigríður Árnadóttir, oft kölluð Jóa. Hún Jóa er nú dáinn og sagan sem tröppurnar skráðu um fóta- takið hennar er á enda. Jóhanna dó laugardaginn 22. september. Dauða hennar bar allsnöggt að og aldurinn ekki ýkja hár. En Jóa átti skilið að þurfa ekki að heyja langt og þjáningarfullt dauðastríð. Líf, hennar hafði ekki verið neinn dans á rósum, en æviferill hennar verður ekki rakinn hér. Hins vegar má geta þess að sorgin og sár lífsreynsla knúðu dyra hjá henni eins og svo mörgum öðrum. Þá hluti ræddi Jóa aldrei. Hins vegar gat hún vel sagt það sem hún meinti, en hún tróð ekki á neinum með skoðunum sínum eða sjálfri sér. Jóhönnu var nefnilega nær alltaf að fmna heima hjá sér. Þar hugsaði hún vel um sína og þar gátu gamlir nágrannar leitað góðra ráða sem látin voru i té af heilum huga. En nú er hún Jóa öll og kannar þær víddir sem við ekki þekkjum en eigum öll eftir að reyna. Megi það verða henni einhver styrkur, þá á hún vísan góðan hug gömlu grannanna á Bjargi, sem trúlega eiga leið fram hjá Bakka og sjá í huganum konuna á bláa slopp- num standa á tröppunum og halla sér fram á handriðið. Vottum systrunum Ebbu og Ásu samúð okkar svo og honum Mikka og barnabörn- unum hennar Jóu. Valdís og Guðjón. Fulltrúakjör Kjör fulltrúa Sjómannafélags Eyjafjarðar á 16. þing Alþýðusamband Norðurlands fer fram að viðhafðri alsherjaratkvæðagreiðslu. Framboðslistum með nöfnum 3 aðalfulltrúa og 3 til vara skal skila til skrifstofu félagsins, Skipagötu 12, Akureyri, eigi síðaren kl. 17 föstudaginn 26. október þ.m. Hverjum framboðslista skulu fylgja meðmæli 26 fullgildra félaga. , Akureyri 1. október 1979. Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar. Vaffellingaspeki „Útvarpsráð Skúlagötu 4 Rey kjavík “ í tllefnl þess að ég opnaði fyrlr útvarp í blfreið minni kl. 13.25 í gær og heyrði þá óma stjórn- málaslagorð sértrúarflokksins, sem vill ísland úr Nato, krefst ég þess af útvarpsráðl að það sjái þegar til þess, að slík hrosshausaljóðagerð verði tafarlaust tekin af dagskrá hljóðvarps og sjónvarps. Það er krafa hiris almenna borgara, að útvarpsmenn sjál sóma sinn í því, að múgæs- ingasöngvar stjórnmálalegra sértrúarsöfnuða séu ekki sffelit á dagskrá, enda brot á hlutleysis- reglu ríkisfjölmiðla. I þessu sambandl óska ég eftlr að gerð verði könnun á þvi, hve oft áður nefnd skffa hafi verlð spiluð f útvarpi eftir útkomu hennar. Er þessi ósk gerð, vegna þess að mér hefur verið tjáð af fjölda fólks að hún muni hafa verið leikln óeðli- lega oft f hljóðvarpinu. Eg vll að lokum vara útvarpsráð við að sofna ekkl á vöku slnni f þessum efnum til að sefa fólk til fylgis við ákveðlð sértrúartema, gæti auðveldlega leitt tll svipaðra múgæslnga og voru samfara t.d. valdatöku Hitlers og Komeinis. Elnnlg má minna á nýlega sýnda þætti i sjónvarpinu, þar sem glögglega sést hvernig múgæsing kommúnista verður að einu alsherjar hneggi á fundum þeirra. íslenskt stjórnarfar er byggt á lýðræði, frjálsri hugsun og andlegri reisn, en ekki andlegu ofbeldi og lágkúrulegu gubbi stjórnmálasöngva sem hellt er viðstöðulaust yfir fólk án vilja þess. Ég vil að síðustu minna á það að þorrl þjóðar- innar vill fá að vera f friði fyrir slíkum heila- þvotti f ríkisfjölmiðlum, hrosshausarnir geta látið sér nægja að lesa „bænablað" sitt og haft vlðtöl við hrosshausa sfna þar, mín og annara vegna. Virðingarfyllst Hreggviður Jónsson. Morgunblaðlð hefur nýlega fyrir satt að framan- ritað snilldarverk hafi verlð sent útvarpsráði. „Morgunblaðið sér ástæðu tll að birta bréf Hreggviðs" segir f blaðinu. Ég er algerlega sammála Morgunblaðinu. Ástæða er til að birta svo stórgáfulegar rit- smíðar Vaffelllnga sem oftast. Séu einhverjir búnir að gleyma þvi þá er rétt að minna á að bréfritarinn var í hópi þeirra frægu tólfmenn- inga sem stóðu að undirskriftasöfnun Varins lands. Vaffellingar hafa reynst öðrum mönnum frjálsbornari eins og alkunna er. þeim hefur verið svo annt um hið frjálsa orð meðal þjóðar slnnar að þeim hefur þótt vissara að standa f langvinnum málaferlum við þá menn sem skildu tjáningarfrelsið á þann veg að því mætti beita til að mótmæla hernáminu og aðlld i NATO. Að svo miklu leyti sem hið meistaralega tilskrlf tll útvarpsráðs er skiljanlegt fólki er mælir á fslenska tungu þá er Ijóst að hugmynd- ir Vaffelllnga eru enn á þann veg að segja: Lýðræði frjáls hugsun og relsn krefst þess að þaggað verði niður f þeim listamönnum í rfkis- fjölmiölunum sem eru á móti amerfska hernum. Beitf pólitíkusar í Austur-Evrópu, Asíu eða Afriku þeim aðferðum að vilja þagga niður i andstæðingum með þvi að hefta tjáningarfrelsi þeirra eru slíkar aðgerðir réttilega harðlega for- dæmdar af fjölmörgum mönnum víða um helm. Meðal þeirra sem hæst hafa hér á landi eru þeir sem ákafast biðla til Bandarfkjamanna um áframhaldandi varaniegt hernám. Heilindi þeirra verður að vísu að skoða í Ijósi þess að ummæll Hreggviðs Jónssonar eru ekki einasta persónulegar skoðanir hans sjálfs heldur afstaða þeirra sem harðast berjast fyrir hernáminu. _ Bréfsendingar þessa fræga Vaffelllngs tll Útvarpsráðs geta vlssulega geflð tilefnl til nokkurrar umfjöllunar þegar gætt er að þeim endæmis mótsögnum sem eru á milli orða hans um frelsi, reisn og lýðræði annars vegar og þeirrar kröfu sem hann gerir til útvarpsráðs um að slökkva á tónlist Heimavarnarliösins hins vegar. Það verður þó ekki gert að slnni og látið nægja að benda þessum hugumstóra frjáls- hyggjumanni á að viljl hann láta taka mark á sér ættl hann að sneiða hjá spakmælum fslenskrar tungu. Þannig halda menn vöku slnnl, og sofna ekki á verðlnum f baráttunni við andstæð öfl. Hernámsandstæðlngar munu áreiðanlega gera það nú sem hingað tll ekki sfst ef það fer svo að málatilbúnaður Vaffelllnga verður f þá veru að vara hvem annan viö að sófna ekki á vöku sinni. Herstöðvaandstæðingar munu hlns vegar minna hvern annan á að ástæðulaust sé að varast það að sofna ekki á verðinum, heldur hið gagnstæða. NORÐURLAND - 7

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.