Norðurland - 04.10.1979, Page 8

Norðurland - 04.10.1979, Page 8
NORÐURLAND MÁLGAGN SÓSÍALISTA í NORÐURLANDSKJÖR- DÆMI EYSTRA AUGLÝSIÐ I' NORÐURLANDI - Síminn er 2-18-75 - GERIST ÁSKRIFENDUR - Súninn er 2-18-75 Kópasker vill aukið hlutfall rækjunnar en Húsavík vill halda sínum hlut Frá Húsavík. Okkar mið frá fornu fari segir Tryggvi Deila er enn á ný risin á milli Kópaskersbúa annars vegar og Húsavíkur hins vegar um nýt- ingu rækjustofnsins í öxar- firði. Rækjuveiði hefur verið stunduð þar í 3-4 ár og hefur verið við lýði helmingaskipta- regla milli staðanna varðandi veiðarnar. Nú hafa Kópaskers- búar skrifað bréf til forsætis- ráðherra þar sem þeir fara fram á að hann taki málið upp í ríkis- stjórninni, þar eð þeir telja að ekki tjói lengur að reka málið við sjávarútvegsráðherra. NORÐURLAND hafði sam- Þetta er auðvitað gamalt deilu- mál eða síðan rækjuveiðar hófust á öxarfirði, sagði Kristján. Við hér á öxarfirði höfum álitið að okkur bæri sami réttur og öðrum, en alls annars staðar en á öxarfirði hafa leyfisveitingar til veiða og vinnslu á rækju verið bundnar við heimaaðila. Þannig hefur þetta verið á Húnaflóa, Vest- fjörðum og yfirleitt hvar sem er. Hvaða ástæður eru fyrir því a? þetta gildir ekki fyrir ykkur? Ástæðurnar eru nú í raun og veru þær að á Húsavík eru tíu sinnum fleiri atkvæði í kosn- ingum en hér. Hvað eruð þið með marga rækjubáta? Við erum með sex, Húsvík- ingar held ég hins vegar að hafi sótt um 10. Útiloka Húsvíkingar ykkur af rækjumiðunum? Nei, nei málið er hins vegar það að fyrir vertíð í fyrra var leyft að veiða þúsund lestir en nú er Bæjarstjórn Húsavíkur beinir þeim eindregnu tilmælum til sjávarútvegsráðuneytis að skipting rækjuveiða í öxarfirði verði hér eftir sem hingað til jöfn milli Húsavíkur og Kópa- skers og minnir á að uppbygg- ing veiða og vinnslu hefur átt sér stað í þeirri vissu að þessi skipting veiðanna verði ávallt í heiðri höfð. Hins vegar verða allir að sætta sig við minnkandi veiðar þegar ytri aðstæður skapa þá stöðu og verður að dreifa þeirri byrði og báðir aðilar að taka á sig jafna skerðingu. Minnt er á að atvinnuástand á Húsavík er Kópaskersbúar beiðast frum- kvæðis forsœtis ráðherra í málinu band við nokkra aðila þessa máls og fara svör þeirra á eftir hér á síðunni. ákveðið að leyfa 540 lestir. Það eru sem sagt 270 lestir sem koma í okkar hlut, hitt taka Húsvíkingar og þetta getur þýtt mjög alvarlegt ástand hjá okkur strax eftir áramótin. Er rækjan ykkar aðal sjó- fang? Það er svona 90-95%. Við höfum litla möguleika á ann- arri útgerð eins og er. Það var fundur á Húsavík á dögunum þar sem við óskuðum eftir könnun á þýðingu þess- arar atvinnugreinar fyrir við- komandi staði. Það segir sig sjálft að þetta skiptir mun minna máli fyrir Húsvíkinga en okkur. Bæjarstjórn Húsavíkur gerði reyndar samþykkt þar sem þeir bera saman hækkun útsvara hjá sér og okkur, en það er reyndar þar við að bæta að meðaltekjur Húsvíkinga eru um 13% hærri hjá þeim heldur en í Presthólahreppi. Þeir eru hvern ig sem á málið er litið miklu betur staddir en við. ekki með þeim hætti í dag að þar megi neinn hlekkur bresta hvorki í sjávarútvegi né öðrum atvinnugreinum og má í því sambandi minna á tekjur Húsa- víkurkaupstaðar af útsvörum hækka aðeins um 48.1% milli áranna 1978 og 1979. Á sama tíma er landsmeðaltalsaukning 52-53%. Hins vegar mun tekju- aukning Presthólahrepps vera nær 90% milli þessara sömu ára. Þá vill bæjarstjórn Húsavíkur benda á að jafnvel við bestu skilyrði er fyrirsjáanlegt að rækjuverksmiðjurnar verða ávallt verkefnalausar 5-6 mán- framh. á bls. 2. Tryggvi Finnsson fram- kvæmdastjóri fiskiðjusamlags- ins á Húsavík sagði að þegar skiptingin milli Húsavíkur og Kópaskers á sínum tíma hefði það verið nokkuð umdeilt mál. „þá var ekkert um að vera á Kópaskeri sem hét sjávar- útvegur. Menn hérna voru nú kannske ekkert hressir með það að láta þá hafa helminginn, þar sem þeir áttu ekki nema einn bát á þeim tíma en þó fannst okkur kannske ekki ósanngjarnt að þeir fengju sinn hlut í trausti þess að það yrði ekki farið að hróíla við því meira. Nú síðan byggðu þeir upp sína rækju- vinnslu og við okkar. Nú líta þeir á þessi mið sem sín heimamið. Já, þeir vilja halda því fram en við segjum nú að þetta séu frá fornu fari okkar heimamið en ekki þeirra. Þeirra útgerð hefur ekki verið meiri en svo að þeir hafa verið hingað til okkar stærsti kúnni í fiski. Kópa- sker er staður í líkingu við Blönduós hann hefur fyrst og fremst byggst upp á þjónustu við landbúnaðinn. Enda kom það upp á sínum tíma þegar Blönduós fékk aðild að rækj- unni á Húnaflóa þá var það mjög umdeilt mál vegna þess að þeir voru þar nýir aðilar eins og Kópasker var á sínum tíma. En okkur finnst þetta vera ósköp. leiðinlegt mál og við viljum helst ekki vera að hafa okkur mikið í frammi í því. Hvað er margt fólk hjá ykkur Blaðið hafði samband við Unni Skúladóttur hjá Hafrann- sóknarstofnun og spurðist fyrir um þær rannsóknir sem stofn- unin hefði gert á rækjustofnin- um í öxarfirði. Hún sagði niður stöðurnar vera þær að ástandið væri gott og naumast ástæða til að óttast um rækjustofninn. Hún sagði að það væri misskilningur að tala um niðurskurð á veið- unum úr þúsund tonnum. Sú tala hefði verið áætluð í upp- hafi þegar ekki var vitað hvað stofninn væri sterkur. „f fyrra- vetur var kvótinn 700 tonn og sem hefur framfæri af rækjunni? Við erum með yfir tuttugu manns sem hefur sitt framfæri af rækjunni. Við höfum sótt svolítið af rækju á djúpmið í sumar það' hafa komið um hundrað tonn þannig. Við reynum að halda þessu gang- andi þannig. Þessi vinnsla á innfjarðarrækju stendur aldrei nema um 5-6 mánuði á ári og það verður að finna eitt- hvað handa þessu fólki að gera hinn helming ársins og þannig leysir það ekki þeirra atvinnu- mál allt árið. Verða ekki staðirnir að leysa þessi mál með verkaskiptingu af einhverju tagi sín á milli? Þessi mál verða aldrei leyst nema með því að verksmiðj- unum verði fengin önnur verk- efni, önnur hráefni til að vinna þann tíma ársins sem engin rækja er og það höfum við bent á að þyrfti að gera. En þið eruð ekki til viðtals um að láta þeim eftir rækjuna og beina ykkar sókn annað? Nei vegna þess að þeir bátar sem eru í rækjunni nýtast okkur lang best þannig á þessum tíma árs. Það sem þarf að gera er að nýta verksmiðjurnar betur, þær geta unnið önnur hráefni en rækjuna, í mesta lagi þyrfti einhvern viðbótabúnað til að gera það kleyft. Þó að Kópasker fengi alla rækjuna þá mundi það ekki leysa neitt því að þeir yrðu þá að stækka verksmiðjuna sem yrði svo eftir sem áður verkefnalaus hálft árið. þar áður 850 tonn, og við höldum að jafnstöðuaflinn sé í kringum 700 tonn. Rækjan núna er stærri en í fyrra, þá var mest áberandi tveggja og þriggja ára rækja en núna þriggja og fjögra ára. Núna reynum við að ná betrajafnvægi og fá upp yngri rækjuna. Þessi kvóti sem nú var ákveðinn verður svo endurskoðaður um áramótin, en við reynum að hafa þetta eins nákvæmt í upphafi og okkur er mögulegt“ - sagði Unnur. Esperanto hjá Námsflokkum Akureyrar Svo sem nokkra síðastliðna vetur verður á vetri kom- anda haldið námskeið fyrir byrjendur í Esperanto á vegum Námsflokka Akur- eyrar og Félags Esper- antista. Próf sem hægt er að taka að loknu þessu námskeiði í byrjun maí, gildir sem valgreinarpróf við Menntaskólann. Þeir sem gerast vilja þátttakendur í þessu nám- skeiði, gefi sig fram við Bárð Halldórsson (sími 21792) eða Jón Hafstein Jónsson (sími 24270). Þátttakendur verða kall- aðir saman mánudaginn 8. okt. kl. 17 í húsi Mennta- skólans, Möðruvöllum, og verður þá gengið frá stunda skrá. Frá Námsflokkum Akur- eyrar og Norda Stelo. Heitt vatn og sósíalisminn Menntamálaráðuneytið hef- ur samþykkt teikningar frá Húseiningum á Siglufirði, af leikskóla sem reistur verður á Dalvík í haust. Ef veður og vindar leyfa mun Þórir Páls- son húsasmíðam. sjá um fyrsta hluta verksins, sem er grunnur. Húseiningarmenn eru eldsnöggir að raða ein- ingunum saman, skella milli- veggjum upp og slá hurðum í síðan munu bæjarbúar sjá um að fínpússa allt innan- dyra. Vonast er til að hús- næðið komist í gagnið sem fyrst, þar sem leigusamn- ingur við skáta er runninn út. Bæjarstjórn hefur rætt óformlega við skáta um að Skátahúsið megi enn um sinn kallast Krílakot, eða þar til nýja húsið verður tilbúið. Húsið er 160 fm. og all- nokkru stærra en Skáta- húsið. Þar sem Ríkið greiðir 50% af kostnaði, mun Menntamálaráðun. mæla með að leikskólinn verði á fjárlögum ársins 1980 þ.e.a.s. ári trésins. Búið er að leggja hita- veituæð út í Kotin, að nokkrum bæjum undan- skildum. Stefnan er, að allir íbúar Dalvíkurbæjar njóti heita vatnsins, sem fyrst ef tækni- lega reynist mögulegt, og ber það vott um merkilegt skref i átt til jafnréttis (- sósíalism- ans). Fyrir u.þ.b. mánuði síðan var fjárhagsáætlun Dalvíkur bæjar endurskoðuð og athuguð, séð var að miklu meira færi í laun, vextir meiri, og framkvæmdir urðu stærri í sniðum við elli- heimilið en áætlað var, sér- staklega voru tækjakaup stórvægilegri. Ljóst varð að tekjuafgangur yrði mun minni en þegar fjárhags- áætlun var samin. Eitthvað varð að skera niður. Á bæjarstjórnarfundi snemma 4 september var því sam- þykkt að fresta kaupum á hjólaskófiu til næsta árs. Stefán. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Starfið framundan OPIÐ HÚS í Eiðsvallagötu 18, Lárusarhúsi, sunnudaginn 18. október kl. 15-17. | STYÐJUM NORÐURLANdI Kópasker: 90-95% sjávarfangs rækja Ályktun bœjar8tjórnar Húsavíkur: Enginn hlekkur má bresta Sjá viðtal við sjávarútvegsráðherra á forsíðu. Hafranns8Óknarstofnun: Jafnstöðuafl inn um 700 t.

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.