Norðurland


Norðurland - 11.10.1979, Qupperneq 2

Norðurland - 11.10.1979, Qupperneq 2
Fjórðungssamband Norðlendinga: Ráðstefha um þjónustu og við- skiptastarfsemi á Norðurlandi Fyrir forgöngu Fjórðungssam- bands Norðlendinga erákveðið að efna til ráðstefnu um þjón- ustu- og viðskiptastarfsemi á Norðurlandi. Ráðstefna þessier liður í þeirri stefnu sambands- ins að kynna, bæði fyrir sveitar- stjórnarmönnum og því fólki sem vinnur í viðkomandi at- vinnugrein, tiltekna þætti í at- vinnustarfsemi og byggðaþró- un á Norðurlandi. Aður hafa verið haldnar ráðstefnur um landbúnað, sjávarútveg, iðnað, landnýtingu, æskulýðsmál, fé- lagsheimilamál, húsnæðismál og almenn atvinnumál. Á síð- asta fjórðungsþingi, sem haldið var á dalvík 2.-4. september var vakin athygli á vaxandi mikil- vægi viðskipta og þjónustu- greina til eflingar búsetu úti um landið og með skýrskotun til þessa var ákveðið að efna til ráðstefnu um þennan mála- flokk, sem ákveðið var að halda 12. og 13. október n.k. á Akur- eyri. Ráðstefnan verður haldin í Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri og hefst kl. 8 e.h. föstudag- inn 12. október. Á föstudags- kvöld munu þeir Sigurður Guð- mundsson og Sigfús Jónsson hjá Byggðadeild Framkvæmda- stofnupar ríkisins kynna stöðu viðskipta- og þjónustugreina á Norðurlandi í samræmi við niðurstöður könnunar um þessi efni, sem unnið hefur verið að á vegum deildarinnar og Fjórð- ungssambands Norðlendinga. Gunnar Kárason mun ræða um stöðu innflutnings og heild- verslunar á Norðurlandi. Um framleiðslu og gildi heima- markaðar mun Þórgnýr Þór- hallsson ræða. Jóhann Antons- son mun ræða um bókhalds- þjónustu og samræmingu henn- ar og uppbyggingu stjórnsýslu- miðstöðva. Ráðstefnunni verð- urframhaldiðálaugardagkl. 10 f.h. Þá mun Tómas Sveinsson ræða um samgöngumiðstöðvar og samgönguþjónustu. Tryggvi Pálsson mun ræða um upp- byggingu verslunar- og þjón- ustumiðstöðva. Ennfremur mun Árni Árnason fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs ís- lands ræða um nýjar leiðir í verslunarþjónustu. Eftir hádegi á laugardag mun Kjartan P. Kjartansson flytja erindi um stöðu samvinnuverslunar í dreif býli, ennfremur mun fulltrúi kaupmannasamtakanna skýra frá niðurstöðum samtakanna á stöðu dreifbýlisverslunar. I framhaldi af þessum framsögu- erindum verða almennar um- ræður um verkefni ráðstefn- unnar. Ráðstefnan er opin öll- um með málfrelsi og tillögu- rétti. Þetta er ekki ályktunar- ráðstefna. Framkomnum til- lögum og ábendingum verður vísað til þjónustumálanefndar Fjórðungssambandsins. Efni ráðstefnunnar verðúr tekið upp á segulband til frekari úr- vinnslu. Tilgangurráðstefnunn- ar er undirbúningur að frekari málsmeðferð hjá Fjórðungs- sambandi Norðlendinga við undirbúning að mótun atvinnu- málastefnu á þessu sviði. (Fréttatilkynning.) Rekstrarhagræðing hjá KEA Ákveðið hefur verið að loka úti- búum KEA að Ránargötu, Grænumýri, Hlíðargötu og Brekkugötu, í hádeginu. Nánar tiltekið milli 12.30 og 14.00. Þetta fyrirkomulag byrjar frá og með 15. október. Ástæðan fyrir þessum breyt- ingum er minnkandi sala í litlu útibúunum, og aukin sala í stærri verslunum KEA. Sem dæmi má nefna að Kjörmark- aðurinn Hrísalundi 5 hefur 29% af heildarsölu útibúanna, en Nýtt í Leðurvörum • Loðfóðruðu fótlaga- skómir komnir, allar stærðir • Nýjar tegundir af karlmannagötuskóm • Tréklossar, hvítir og brúnir, flestar stærðir Leðurvörur fjögur minnstu útibúin ná 12.8% til samans. Rekstrarkostnaður hefur aukist og sú hækkun álagning- ar sem fékkst 5. apríl dugar ekki til að brúa það bil. Þessvegna verður að hagræðarekstrinum. Þessar upplýsingar komu fram hjá Birni Baldurssyni verslunarfulltrúa KEA. Sagðist hann vona að þessi hádegis- lokun ylli ekki óánægju. Benti hann á að þetta fyrirkomulag hafi tíðkast í byggingavöru- verslunum KEA, einnigaðsams konar verslanir í Reykjavík hafa þetta fyrirkomulag. Mikil lúgusala er hjá útibúunum eða 14% af heildarsölunni. Lúgu- salan fer fram utan venjulegs verslunartíma og eykur því enn á reksturskostnaðinn sem aftur kallar á meiri hagræðingu. Stefnt er að því að byggja stórmarkað á miðbæjarsvæð- inu sem mun leysa af hólmi 3-4 útibú. NORÐURLAND óskar að ráða mann til að taka að sér aug- lýsingaöflun fyrir blaðið, gegn prósentum. Upplýsingar á skrifstofu NORÐURLANDS, Eiðsvallagötu 18, sími 21875. Heitir þú Salka Valka (túss). Mikil aðsókn er hjá Ragnari Lár Mikil aðsókn hefur verið á sýn- ingu Ragnars Lár listmálara í Gallerí Háhól og hafa nokkrar myndir selst. Hér er um að ræða fyrstu einkasýningu Ragnars á Ákureyri en þar hefur hann verið búsettur um hríð. Fólk er hvatt til að missa ekki af sýn- ingu Ragnars, en henni lýkur á sunnudagskvöld. Erlingur Sig- urðarson tók þessar myndir af tveim verkum Raganrs og gefa þær vonandi einhverja hug- mynd um hvað þarerboðiðupp á. Bláfjall (akryl). Ný fatagerð stofn- sett á Dalvík Fyrir nokkru frétti blm. að nýtt fyrirtæki hefði verið stofnað hér á Dalvík. Að athuguðu máli kom í ljós að við Ásveg 5 er Fatagerðin PRÍMA til húsa. Þar voru eigendurnir Hugrún Marinósdóttir og Jónína Ketils- dóttir við störf. Blm. spurði um aðdraganda að stofnun fyrir- tækisins. - Ja, við höfum oft talað um þetta en ekkert orðið af fram- kvæmdum fyrr en nú. Þegar við ákváðum báðar að hætta störf- um á Saumastofunni Ýli sl. vor drifum við bara í þessu. Fata- gerðin var formlega stofnuð 12. júní. Nokkur tími fór í undir- búning, kaupa efni o.fl. svo byrjuðum við að sauma um mánaðamótin ág.-sept. Véla- kostur er þrjár heimili'ssauma- vélar, þar af keyptum við eina nýja ásamt földunarvél. Svo eigum við von á einhverskonar verksmiðjuvél sem afkastar meiru en þessar. Þá leggjum við einni af þeim sem við höfum, því plássið leyfir ekki fleiri vélar. - Starfið þið einungis tvær að framleiðslunni? - Vigdís Sævaldsdóttir vinnur hálfan daginn hjá okkur, en þetta fyrirtæki er sameignafélag og við erum s/f-ið, segja þær stöllur og hlægja dátt. - Fyrir hvaða markað fram- leiðið þið? - Við saumum kven- og barnafatnað og höfum hingað til selt almenningi hér á Dalvík og í næsta nágrenni, Verslunin Parið á Akureyri tók nokkur kvenpils, eitthvað fór til Hrís- eyjar og kunningjar út um land hafa tekið sýnishorn. Við erum mjög ánægðar með hve vel hefur selst. Nú höfum við varla undan að sauma það sem fólk hefur pantað hjá okkur. - Saumið þið eftir máli? - Já, en bara úr okkar efnum. - Hvað þarf maður að kunna til að reka svona fatagerð? - Sauma, segja þær og hlægja að fávíslegri spurningu. Svona án gamans, þá höfum við engin próf, heldur byggjum á reynslu. Það má segja að við höfum saumað frá „alda öðli“, bæði fyrir fólk heima og svo unnum við á Saumastofunni Ýli, þó það sé að vísu nokkuð frá- brugðið þessum saumaskap. - Hvernig er fyrirtækið Qár- magnað? - Við fengum lán hjá Spari- sjóði Svarfdæla og svo veltur þetta áfram. Við höfum ekki reiknað okkur laun ennþá. Þá var þessu spjalli lokið og blm. vatt sér í að skoða framleiðsluna. Þar gaf að líta ýmiskonar kvenfatnað, pils, „mussur", kjóla allt upp í stærð 52, barnafatnað svo sem buxur, pils, kjóla, allt úr vönduðum og fallegum efnum. Sýndist blm. framleiðsla þeirra Hugrúnar og Jónínu bera nafn með rentu og vera „alveg PRÍMA“. Sólveig H. Esperantist- ar fimda Félagsfundur verður haldinn í Norda Stelo sunnudaginn 14. okt. kl. 15 í Lárusarhúsi að Eiðsvallagötu 18. Þar verður sagt frá 4. landsþingi fslenska Esperantosam- bandsins á síðastliðnu sumri og rætt um vetrarstarfið. Einnig verður kynnt nýút- komin hljómplata með vel- þekktum íslenskum ljóðum þýddum á Esperanto í flutn- ingi hljómsveitarinnar Hljómeyki. Þá verður hlýtt á á varp frá H. Tonkin forseta UEA til landsfundarins, en þetta ávarp sendi hann á segulbandi (kasettu). Síðast en ekki síst eru nýir félagar og stuðningsmenn velkomn- ir. 2 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.