Norðurland - 11.10.1979, Side 4

Norðurland - 11.10.1979, Side 4
IMORÐURLAIMD NORÐLENSKT VIKUBLAÐ Rltnefnd: Bö6var Guömundsson, Erlingur Siguröarson, Helgl Guömundsson, Sofffa Guömundsdóttlr, Tryggvl Jakobsson. Rltstjórl: Jón Guönl Kristjánsson (ábm.). Framkvæmdastjórl: Loftur H. Jónsson. Rltstjórn og afgrelösla: Elösvallagötu 18, sfml 21875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyrl. Offsetprentun: Prentsmlöja BJörns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Kosið um kj araskerðingu Þriðja vinstri stjórnin er fallin. Máiþola íhaldsmönn- um utan stjórnarliðsins þykir það ekki vonum fyrr, og eru þegar farnir að hafa uppi stóru orðin um niður- skurð og aðhald á öllum sviðum svo sem framast má verða, svo vitnað sé til orða Sverris Hermannssonar alþingismanns í útvarpinu sl. miðvikudag. Þegar þetta er ritað stendur yfir taugastríð milli hinna stríðandi afla fyrrverandi stjórnarflokka um það hver eigi að bera ábyrgð á þingrofi og jólakosningum. Hverjum eigi að hlotnast sá vafasami heiður að ráða ferðinni, stjórna með bráðabirgðalögum á meðan. „ Gauragangurinn í íhaldinu um það að Alþýðubanda- lagið og framsókn séu að reyna að koma í veg fyrir þá sjálfsögðu ósk meirihluta Alþingis að kosið verði svo fljótt sem verða má, er eitt stórkostlegasta sjónarspil og hræsnisrugl sem heyrst hefur úr þinginu um Iangt skeið. Það er auðvitað aíveg ljóst að Alþýðubandalagið og framsókn telja ekki heppilegt að fara í jólakosningar. Þessir flokkar hafa ekki meirihluta á Alþingi. Það hafa hins vegar Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur. Hinir síðarnefndu eiga því að velja þá leið sem farin verður á næstunni. Þeirra er valið að ákveða eitt af þrennu: Bráðabirgðastjórn annars hvors flokksins, sem ekki hefði annað hlutverk en að undirbúa kosningar og e.t.v. breytingar á kjördæmaskipun, minnihlutastjórn annars hvors sem sæti að minnsta kosti í vetur og nyti hlutleysis hins, eða meirihlutastjórn þeirra tveggja er sæti um óákveðinn tíma og hefði þar með færi á að beita þeim efnahagsúrræðum sem þeir virðast svo hjartanlega sammála um að hrinda í framkvæmd, kjaraskerðingu launafólks og samdrætti á öllum sviðum efnahags- lífsins. Þessir flokkar eru sammála um grundvallar- atriði efnahagsstefnunnar og voru það líka fyrir síðustu kosningar. Þeir hafa því öll skilyrði til þess að láta sameiginlegan draum sinn sinn rætast strax á næstu vikum. Alþýðuflokkurinn tilfærir það sem röksemd fyrir brotthlaupi sínu úr ríkisstjórninni nú að samstarfs- flokkarnir hafi verið ófáanlegir til að fallast á snjallar Iausnir hans í efnahagsmálum. Flokkurinn telur það ábyrgðarhluta að sitja áfram í ríkisstjórn sem ekki vill fallast á sjónarmið hans enda sé nú allt komið í botnlaust óefni vegna þessarar tregðu samstarfsflokk- anna. Með þessum málflutningi kratanna er miklu logið. Ólafslög eru í gildi, sett að kröfu Alþýðuflokksins og í öllum megindráttum sama efnis og tillögur flokksins sjálfs höfðu verið. Verkalýðshreyfingin og Alþýðubandalagið hafa fallist á viðskiftakjaravísitölu sem hefur valdið því að innlenda verðbólgan hefur ekki verið launafólki að fullu bætt. Einnig þessi breyting er runnin undan rifjum krata. Þegar Ólafslög voru sam- þykkt fyrr á þessu ári lýstu kratar því líka yfir að merk- um áfanga væri náð í efnahagsmálum. Þeir gerðu ekki einasta að samþykkja lögin eins og þau urðu á endanum. Þeir töldu þau marka tímamót og öll ummæli þeirra í Alþýðublaðinu frá þessum tíma eru til vitnis um að þeir voru harla ánægðir með árangurinn. Aðeins eitt vantar á að allar óskir þeirra hafí verið uppfylltar. Alþýðu- bandalagið hefur verið með öllu ófáanlegt til að fallast á þá stórfelldu kjaraskerðingu sem kratar hafa í sífellu klifað á að væri nauðsynleg. Þetta er það grundvallar- atriði sem í raun veldur stjórnarslitunum. Þær kosningar sem virðast blasa við á næstu vikum og mánuðum munu snúast um þetta fyrst og fremst. Kjaraskerðingaróskir íhalds og krata annars vegar og varnaraðgerðir verkalýðshreyfíngarinnar og Alþýðu- bandalagsins hins vegar. hágé. Formaður úthlutunarnefndar atvinnuleysishc Atvinnuley siss kr á og fremst vinnumi UmSÓkn Um atvÍnilU Skránlngartala: Umsóknartala: Nafnnúmer: Fullt nafn: .......................................................... F. d. og ár: Lögheimili: Sími: Hjúskaparstétt: Dvalarstaður, ef hann er annar en lögheimilið: Böm á framfæri, yngri en 17 ára: Aðrir ómagar: Atvinna: Stéttarfélag: Er umsækjandi vinnufær? Ef ekki, hvers vegna? Af hvaða ástæðum hefur umsækjandi misst atvinnu sína? (Hafí umsækjanda verið sagt upp, þá hvers vegna) Hefur umsækjandi neitað vinnu, sem vinnumiðlunin hcfur boðið honum? Ef svo er, hvers vegna? Er umsækjandi námsmaður ? Hefur hann lokið námi? Hverrar atvinnu óskar umsækjandinn? Hyggst umsækjandi hiðja um vottorð vegna atvinnuleysisbóta ? Hefur umsækjandi tekjur af eigin atvinnu? Hverjar? Hefur umsækjandi tekjur af vinnu í eigin þágu? Hverjar? Nýtur umsækjandi bóta frá almannatryggingum? Hverra? Upphæð? Atvinna umsækjanda Vinnuveitandi síðustu 12 mánuði Tímabil Tekjur Fjöldi dagv. stunda Athiigascindir Nafn maka: F. d. og ár: Stéttarfélag maka: Heildartekjur maka á síðustu 12 mánuðum kr. Aðrar upplýsingar: Skýrsla þessi er gefin út af mér sjálfum og lýsi ég því yfir, að hún er í alla staði sannleikanum samkvæm. Stimpill vinnumiðlunar Stað- og dagsetning Undirskrift umsækjanda Rangar upplýsingar valda missi bótaréttar Vegna greinar í Norðurlandi 20. sept. um atvinnuástandið hjá Ú.K.E.D. kom formaður út- hlutunarnefndar atvinnuleysis- bóta að máli við fréttamann á Dalvík, þar eð hann taldi ýmsu ábótavant varðandi málsmeð- ferð um atvinnuleysisskráningu almennt. Við vorum fús að bæta um betur og þegar farið var að ræða málin kom ýmislegt fleira í ljós um atvinnuleysislöggjöfina í heild o.fl. og varð úr þessu hið skemmtilegasta spjall. Hér á eftir fara skoðanir Árna Lárus- sonar, sem hefur frá unga aldri verið baráttumaður um verka- iýðsmál og jafnan stutt rétt- þeirra sem sem minna mega sín. - í umræddri grein kemur eingöngu fram sú hlið atvinnu- leysis skráningar sem að bótum snýr, sagði Árni. - Það er mjög útbreiddur misskilningur hjá almenningi að atvinnuleysis- skráning þýði eingöngu um- sókn um bætur í peningum. öllu heldur er skráning umsókn um atvinnu enda ber nafn vinnumiðlunarskrifstofunnar það með sér. Atvinnuleysisbæt- ur koma síðan til ef ekki tekst að útvega atvinnu. Réttur til skráningar og/eða bóta Allir þeir sem eru í verkalýðs- félagi eiga rétt á skráningu til vinnumiðlunar en varðandi bætur þarf umsækjandi að hafa ákveðinn vinnustundafjölda að baki og þá er einnig tekið tillit til tekna maka. Einn viðmælandi þinn benti réttilega á þann galla á löggjöfinni að miða einungjs við tekjur maka. Réttara væri að miða við samanlagðar tekjur hjóna, því umsækjandi sjálfur getur hugsanlega haft ómældar tekjur á sl. 12 mán., en þó fengið bætur ef maki er undir markinu. I þjóðfélagi okkar eru það oftast konur sem verða fyrir barðinu á þessu atriði, því algengara er að karlar vinni fyrir hærri tekjum. Hitt skilyrð- ið fyrir bótarétti þ.e.a.s. ákvæð- RÆTT VIÐ ÁRNA LÁRUSSO 4 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.