Norðurland


Norðurland - 11.10.1979, Qupperneq 7

Norðurland - 11.10.1979, Qupperneq 7
Leikfélag Akureyrar Galdrakarlinn í Oz Leikstjórl: Gestur E. Jónasson. Leikmynd: Ragnar Lár. Frumsýning laugardag 13. október kl. 17.00. 2. sýning sunnudag kl. 14. 3. sýning sunnudag kl. 17. Aögöngumiöasalan er opin frá og með fimmtudegi frá 17-19 og sýningardagana klukkustund fyrir sýningu. Sala frumsýningarkorta og afsláttarkorta stendur yfir. Simi 24073. Leikfélag Akureyrar. Sveinar kátir syngið í tilefni af 50 ára afmæli Karla- kórs Akureyrar, hefir verið ákveðið að safna saman eldri og yngri kórfélöguna, sem nú starfa ekki með kórnum, og æfa nokk- ur lög til að syngja á fyrirhuguð- um afmælissamsöng kórsins í janúar eða febrúar n.k. Söng- stjóri verður Áskell Jónsson. Er hér með skorað á alla fyrrverandi kórfélaga að koma á æfingu í Laxagötu 5, sunnu- daginn 14. október kl. 10.30. Einnig má tilkynna þátttöku til eftirgreindra manna: Jóhanns Konráðssonar, sími 24974, Ingva Rafns Jóhannsonar, sími 23072, Sverris Pálssonar, sími 23957, Ármanns Helga- sonar, sími 24460, og Páls Helgasonar, sími 24460. Frá opnu húsi Frá kjördæmisþinginu í fyrra. Kjördæmisráðið þingar um aðra helgi Tehin verður ákvörðun um forval Opið hús var að Eiðsvallagötu 18, sunnudaginn 7. október (ekki 18. október eins og misritaðist). Fáir mættu eða 15- 20 manns. Dagskráin var ekki auglýst og hefðu sjálfsagt fleiri látið sjá sig ef svo hefði verið gert. Magnús Kristjánsson menntaskólakennari flutti er- indi um Ferðafélag Akureyrar og sýndi skuggamyndir úr ferð- um félaga þess. Magnús rakti fyrst sögu félagsins og síðan hvað væri helst á döfinni hjá þeim Ferða- Rauði kross fslands - Akur- eyrardeild. Skrifstofa deildar- innar er til húsa að Skólastíg 5, gengið inn að austanverðu. Síminn er 24803 og skrifstofan er opin fyrir hádegi alla virka daga. félagsmönnum. Er þar fyrst að nefna gerð korta yfir gönguleið- ir. í öðru lagi var skipuð nefnd í sumar til að kanna og stika gönguleiðir. Því verkefni er ólokið. í þriðjalagi gerð ferða- áætlunnar fyrir næsta ár. Það kom fram í máli Magnúsar að mikil áhersla er lögð á göngu ferðir. Máíþvísambandinefna, auk þess sem þegar er talið, að í tvo að skálum félagsins er ekki hægt að komast nema gang- andi. Um 300 manns eru í Ferða- félagi Akurreyrar þar af 100 virkir og verður að teljast gott. Unglingar undir tvítugu fá auka aðild en fá sjálfkrafa fulla aðild þegar þeim aldri er náð. Fyrir utan að hlusta á erindi Magnús- ar rabbaði fólk saman og drakk kaffi og var stundin hin ánægju- legasta. PISTIL.L VIKUNNAR Þing kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins í Norðurlands- kjördæmi eystra verður háð í Lárusarhúsi á Akureyri um aðra helgi og mun hefjast laug- ardaginn 20. október kl. 14. Mörg mál liggja fyrir þinginu. Að sögn Páls Hlöðverssonar formanns kjördæmisráðsins verður ljallað ítarlega um for- valsmál og ákvörðun tekin um hvort stefna skuli að forvali í kjördæminu fyrir næstu kosn- ingar. Páll sagði að gögn varð- andi þetta mál hefðu verið send öllum Alþýðubandalagsfélög- um í kjördæminu til athugunar og hafa vonandi allir tekið af- stöðu til þess þegar þingið kem- ur saman. Þá munu útgáfumál taka drjúgan hluta þingsins, einkum málefni aðalmálgagnsins, NORÐURLANDS. Þvíerekki að leyna að blaðið stendur höll- um fæti fjárhagslega eins og stundum fyrr og á allt sitt undir áhuga lesenda sinna og stuðn- ingsmanna. Kjördæmisþingið mun fjalla um með hvaða hætti framtíð þess verði best tryggð. Að auki verða atvinnu- og kjaramál til umræðu og þess má einnig vænta að hið óvissa ástand í landsinálum almennt eftir riftun stjórnarsamstarfsins verði mjög til umræðu manna í meðal. Þinginu lýkur á sunnu- dag með umræðum um álit starfshópa og kosningum. Milli 30 og 40 fulltrúar hafa rétt til þingsetu. Erfitt að spá - Sérstaklega um framtíðina Þar kom að því. Nú er pólitíkin í landinu orðin eitt allsherjar bommsara bomms og kratarnir komnir í eina fýluna enn. Verð- bólguþunglyndið hefur lagst svo á sálina á blessuðu fólkinu að allt er að lenda í einni íhaldskássu á Alþingi íslendinga. Fram- sókn og kommar vita bara ekkert hvaðan á þá stendur veðrið og Óli Jó ætiar víst að segja við íhaldssnillingana: Hirðiði allt draslið, ég er farinn. Hittumst á Bessa- stöðum að ári. Sumir eru fúlir út af öllu þessu uppi- standi en vafalaust miklu fleiri í sjöunda himni. Meðal hinna síðarnefndu er Jón Baldvin, Karvel og síðdegiSpressan. Síð- degispressan vegna þess að nú verður engin agúrkutíð meira og leikur einn að framleiða slúður og hálfan sannleika eins og hver vill hafa. Það verður hreint ævin- týri að fylgjast með því öllu saman. Áður en öll kurl verða komin til grafar verður búið að mynda margar ríkisstjórnir á Islandi, nokkrir þingmenn verða fallnir sínum kjördæmum og aðrir orðnir stórpó tíkusar á einni nóttu, þar verður makkað og teknar gáfulegar ákvarðanir fyrir hina og þessa. Allt gerist þetta löngu fyrir hugsanlegar kosningar og flest af því hvergi nema á síð- um síðdegisblaðanna. Lítum til dæmis á hvernig síðdegispressan myndi leysa fram- boðsvandamál Alþýðuflokksins og ekki er að efa að heimildirnar verða taldar afar ábyggilegar. JÓN BALDVIN GEGN GRÖNDAL KARVEL GEGN SIGHVATI Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Dagvísis mun Jón Baldvin Hannibalsson vera ráðinn í að fara í prófkjör um fyrsta sæti á lista kratanna í Reykjavík og reyna þannig að fella flokksformanninn út af þingi. Formaður þingflokksins kemst líka í hann krappan því að Karvel ætlar í próf- kjör á móti honum á Vestfjörðum að því er haft var eftir manni á ísafirði í gær. Sig- hvatur mun hafa hætt við að fara í próf- kjör í Reykjavík eftir að Ijóst varð að Jón Baldvin ætlaði fram í höfuðborginni. Segir sagan að Sighvatur geti ekki hugsað sér að mæta Jóni Baldvin aftur í prófkjöri og eiga á hættu að tapa fyrir honum í það sinn. Miklu skárra sé að tapa fyrir Karvel ekki síst þar sem Benedikt hafi lofað Sighvati kommisarsplássi frá Framkvæmdastofnun ríkisins í þeirri ríkisstjórn sem Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn munu mynda eftir væntanlegan kosningasigur. Samkvæmt sömu heimild (húsmóður í vesturbænum) þá er Benedikt hvergi smeykur við Jón og sagði í símtali við mann inn í Laugarnesi í gær að Nonni væri best geymdur á fjórblöðungnum. Af þessu sést að kjósendur í Reykjavík mega eiga von á spennandi prófkjöri þar sem Ijóst er að margir hugsa sér að koma Benedikt á kald- an klaka í pólitíkinni. Seinnipartinn í gær hitti blaðamaður DAGVÍSIS mann niður á Laugavegi sem talinn er hafa góð tengsl í flokksstjórn Alþýðufiokksins. Hann sagði: „Sko. Benni fellur í þessu prófkjöri. Fyrir hverjum er ekki gott að segja því að þessir gefa kost á sér í 1. sætið eftir því sem ég frétti í patíi upp í Árbæ í gærkvöldi: Bene- dikt, Vilmundur, Jón Baldvin, Jóhanna, Jón Ármann, Siggi Gúm, einhver náungi út á Seltjarnarnesi, sem ég man ekki hvað heitir, Björn, Karl Steinar, Kjartan, Gunn- laugur, Eiður, tveir Bragar, Finnur Torfi, Árni Gunnars, Bjarni Guðna og kona ein- hvers manns á Suðureyri, sem ég veit ekki hvað heitir. Magnús H. ætlar víst ekkert að skipta sér af þessu og ekki heldur strákur- inn hans Einars ríka. Það er náttúrulega ekki víst að Bensi falli eða þannig og kannski best að segja sem minnst, því að það er alltaf erfitt að spá og sérstaklega um framtíðina. Það er líka rétt, sem Hermann segir: „Allt getur gerst í sandkassaleik." H. G. NORÐURLAND - 7

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.