Norðurland - 08.11.1979, Síða 2

Norðurland - 08.11.1979, Síða 2
LANDS- HORNIÐ Frá frysti- húsakerlingu útá landi Eftir farandi bréf birtist í Neista 23. september síðast- liðinn. Okkur hér á NORÐ- URLANDI finnst full ástæða að það komi fyrir augu lesenda NORÐUR- LANDS. Bréfið er óstytt. Ég var að lesa grein um streitu í síðasta tbl. Neista og fór að hugsa um stöðu okkar frysti- húsakvenna. Af hverju látum við fara með okkur eins og gert er? Af hverju fara frystihúsakon- urnar til vinnu á hverjum einasta degi og vinna eins og skepnur, en ekki á venjulegum vinnuhraða, til þess eina ,,að bjarga fiskinum frá skemmd- um“, en hafa samt ekki undan. í Kaup fá þær 1200 kr. á tímann. Þær vinna frá 7-7 sex daga vik- unnar, nema núna í sumar hef- ur verið helgarvinnubann, en þá hafa þær byrjað klukkan 4 tvo morgna (nætur) í viku og fengið greitt næturvinnukaup frá 4-8, en dagvinnukaup eftir það. Þetta er gert til þess að atvinnu- rekandinn þurfí ekki að greiða næturvinnukaup í kvöldmatar- tímanum frá 7-8, sem náttúru- lega er ekki unninn. Finnst hon- um því betra - fyrir sig - að kon- urnar hætti klukkan 7 á kvöldin og byrji aftur klukkan 4 á nótt- unni. Þá hafa þær fengið nægi- iega langa hvíld til þess að ekki þarf að greiða þeim nætur- vinnukaup eftir klukkan 8 næsta morgun. Atvinnurekand- anum kemur ekki til hugar að yfirborga okkur, og við lútum vilja ASÍ-forystunnar; sálina skiljum við eftir fyrir utan dyrnar og heilinn er inni í ísskáp. Héðan eru gerðir út 3 skut- togarar og nokkrir smábátar og það má sjá á vinnutímanum okkar, að selja mætti einn skut- togarann og hafa hér eðlilegan vinnutíma. En ef einhver heyrir mig minnast á þetta, er eins og ég hafi sagt eitthvað mjög ókristilegt. Nei, hér skulu vera 3 skuttogarar sem koma með afla, sem ekki má liggja undir skemmdum, og við sem yfirleitt erum húsmæður líka, eigum að vinna 60 tíma á viku - og oft lengur - í fiskinum, svo að þjóðarbúið fari ekki á hausinn. Svona er nú velferðarþjóð- félagið ísland, með tvo verka- lýðsflokka í ríkisstjórn. í síðustu viku vann ég 50 tíma og kaupið sem ég fékk var 61 þúsund krónur. Hugsið ykkur, 61 þúsund krónur! Ég keypti í matinn fyrir helgina fyrir 10 þúsund kr., rafmagnsreikning- ur beið mín sem var 13 þúsund kr., og svo er það sjónvarps- afnotagjaldið sem er yfir 20 þúsund kr., og eftir er að borga barnagæslu. Mikið á ég gott að vera ekki einstæð móðir. f sumar hefur verið í gildi helgarvinnubann, eins og ég sagði áður, þannig að við hús- mæðurnar höfum haft tvo daga frl til þess að undirbúa heimilið undir næstu viku. Þetta bann hefur æst upp sjómennina það mikíð, að nú álíta þeir löndun- arkallana og okkur í frystihús- unum stéttaróvin nr. 1,2 og 3, því að nú fá þeir ekki löndun á laugardögum og sunnudögum. . Utgerðarmennirnir segja við þá að þetta sé okkur að kenna. Svona geta kapítalistarnir æst upp verkalýðshópa hvern gegn öðrum. Og að lokum, hvar er svo gróðinn sem við sköpum, hann hef ég ekki séð ennþá. Baráttukveðjur. Frystihúsakerling útá landi. Aðalfundur GOLFKLÚBBS AKUREYRAR verður haldinn í golfskálanum Jaðri fimmtudaginn 15. nóvember kl. 21.00. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Kvikmyndasýning. Félagar fjölmennið. STJÓRNIN. Auglýsing um bólusetningu gegn lömunarveiki: Almenn bólusetning gegn lömunarveiki (mænusótt) ferfram í Heilsuverndarstöð Akureyrar, Hafnarstræti 104, 2. hæð, dagana 12. og 13. nóvember n.k., kl. 17-19 (5-7). Fólk er minnt á, að til þess að bólusetningin nái tak- marki sínu, þarf að viðhalda ónæminu með bólu- setningu á 5 ára fresti og eindregið hvatt til þess að nota þetta tækifæri. HEILSUVERNDARSTÖÐ AKUREYRAR. .....—.........— AKUREYRARÐÆR AUGLÝSIR KJÖRSKRÁ til Alþingiskosninga á Akureyri sem fram eiga að fara 2. og 3. desember 1979 liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofunni á Akureyri frá 3. nóvember til 17. nóvember 1979 kl. 10.00 til 15.00 mánudaga til föstudaga. Kærur vegna kjörskrár skulu berast skrifstofu bæjar- stjóra eigi síðar en 17. nóvember 1979. n □ Tökum á móti lopa- peysum í öllum stærðum og litum. HÆKKAÐ VERÐ. Tökum ekki á móti T.V. vettlingum að sinni. Iðnaðardeild SÍS □ HBS u -----------------------------------------\ Félagar í Vélstjóra- félagi íslands Þann 1. nóvember sl. var opnuð skrifstofa Vél- stjórafélags íslands á Akureyri. Henni er ætlað að þjóna félagsmönnum á Norðurlandi, allt frá Skaga- strönd til Vopnafjarðar. - Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 9-5, er til húsa í Brekkugötu 4. Sími þar er 96-21870. Á skrifstofunni mun meðal annars ávallt vera til afhendingar nýjustu samn- ingar V.S.F.Í. auk kaupskráa gegn framvísun félags- skírteinis. Félagsmenn á Norðurlandi eru hvattir til að notfæra sér þessa auknu þjónustu. Vélstjórafélag íslands. Fundur á Dalvík um jafnréttismál Bæjarstjórinn á Akureyri, 1. nóvember 1979. Fundur um jafnréttismál var á Dalvík 2. nóv. Tilefni fundar- ins var að sjálfsögðu misréttið. Fundurinn var auglýstur þann- MEÐ GRACE FROÐUHREINSUN er leikur einn aÖ þrífa frystihúsií, sláturhúsiti, og fiskibátinn. GRACE ÞRÍFUR ALLT. Hringdu og vit5 komum og sýnum hva'S auí- veld öll þrif vería. - Froduhreinsun tr framtíðin. -■ EinkaumboÖ á Islandi. r jð' fr ■ttB1 m @ ■- r f ©1 * j! K. JÓNSSON & CO. HF. HVERFISGATA 72 - R E Y K) AVIK - ICELAND - PHONE 1 2452 - P.OBOX 5189 ig að einungis konur voru hvatt- ar til að mæta. Þótti aðstand- endum fundarins (sem voru 4 konur sem áhuga hafa á efninu) ekki nema sjálfsagt að konur einar ræddu saman, svona rétt til að ná áttum, áður en þeir sem jafnari eru færu að leggja orð í belg. Soffía Guðmundsdóttir var gestur fundarins. f upphafi reif- aði hún þróun jafnréttisbarátt- unnar undan farin ár. Að erindi hennar loknu voru frjálsar um- ræður. Beindust þær fljótlega á þann veg að segja má að kjör kvenna í verkalýðsstétt hafi orðiðaðalmálfundarins. Málið var nokkuð brennandi því að l. nóv. hófst vinna í frystihúsi KEA á Dalvík eftir 3 mánaða stöðvun vegna breytinga. Kon- urnar voru sendar heim og bent á atvinnuleysisbætur, en körl- um veitt vinna við breytingarn- ar. Þetta ér bæði gömul saga og ný, (samanber frétt frá Raufar- höfn í síðasta tölubl. Norður- lands). Konan er nefnilega ekki fyrirvinna. (Hvað skyldi hún gera við kaupið sitt?) Þá er furðulegur mismunur á bóta- rétti karla og kvenna, þar sem karlar eru ávallt taldir fyrir- vinnur en konur ekki nema eig- inmaðurinn sé nánast aumingi. Lítill tími gafst til umræðna um önnur mál og sýndist flestum að ýmislegt væri lítt eða ekki rætt sem þó væri þess vert að skoða nánar. Ef marka má áhuga þeirra tæplega 20 kvenna er fundinn sátu verður þetta tæpast síðasti fundurinn hér um jafnréttismál, því eins og áður sagði, er af nógu að taka. SJ 2 -NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.