Norðurland


Norðurland - 22.11.1979, Blaðsíða 3

Norðurland - 22.11.1979, Blaðsíða 3
Mig langar að gera grein fyrir nokkrum vandamálum okkar fatlaðra, ásamt sjónarmiðum mínum til nokkurra réttlætis- mála, ef það mætti verða til þess, lesandi góður, að auð- velda þér skilning á jafnréttis- kröfu okkar. Sjónarhorn mitt miðast auð- vitað við fatlaðan mann í hjólastól eins og ég er sjálfur og þekki best. Almennt, metur fólk fötlun einungis með augunum, án frekari umhugsunar. Það gerir sér ekki grein fyrir, að auk hins sýnilega, fylgja henni oft allskonar leyndir hlutir, sem eru hinum fatlaða stundum mun erfiðari viðfangs, en hin sýni- lega fötlun. Vegna þessara fylgikvilla, svo sem ýmissa annara sérþarfa, fá hinir fötluðu styrki til kaupa ýmissa hjálpartækja. En kerfið er okkur ansi erfitt, og að mínum dómi öfugsnúið . Þó vitað sé í upphafi að notkun hjálpartækis vari ævilangt, Bragi Halldórsson. vegna þeirra, fremur en tekna til framfærslu. Hverjar eru þá þessar sér- stöku þarfir? Fyrst skal nefna húsið, sem þarf að vera á jarðhæð án allra stiga og þrepa, en með breiðum dyrum og göngum, ásamt rúmgóðu bað- herbergi. Auk þessa þurfum við meira rými en ófatlaðir. Hjóla- stóll þarf t.d. hring sem er 130 cm. í þvermál, til að hægt sé að snúa við. Þannig má ætla að maður í hjólastól, þurfi um 20% meira húsrými en ófatlaður. Við þurfum svo stóra bifreið, að við getum tekið fæturna á okkur með, þ.e.a.s. hjólastól- inn. Bifreið, sem að vísu verður ekki séð hvernig öryrki á að reka miðað við framan greindar tryggingabætur, hvað þá kaupa og endurnýja. Bifreiðin er fötl- uðum sama og fætur, sem við þurfum að endurnýja eins og ófatlaður maður skóna sína. Á núverandi kjörum, er bifreiðin fötluðum því allt of dýr og endurnýjun á fimm ára fresti. --------------------- Alltaf mun það samt verða þannig að margir munu fatlast. En þeir mega ekki gleymast. Því skora ég á launþegasamtökin, þau sem ætla að berjast fyrir hækkun lágu launanna í komandi kjarabaráttu, að gleyma nú ekki hinum læst launuðu og gera nú j afnréttiskröfu fatlaðra að sínum kröfum, því úr launþegasamtök- unum hafa jú hinir fötluðu komið. ____________________/ Nokkur orð um málefni fatlaðra Eftir Braga Halldórsson, ÖlafsfirÖi Frá jafnréttisgöngu fatlaðra í Reykjavík í fyrra. allt of langur tími. Margt fleira mætti telja, en ég nefni að lokum aðgengi að eigin húsi. Ég held því fram, vegna eigin reynslu, að fatlaður maður verði að komast inn til sín gegn um bílskúrinn. Verði að geta ekið bifreið sinni sjálfur inn í skúrinn og eiga þaðan innan- gengt í húsið. Til að gera þetta mögulegt þarf hann fjarstýrðan hurðaopnara, sem ég tel nauð- synlegt og sjálfsagt hjálpartæki hins fatlaða, og vonast raunar eftir að ráðamönnum fari einnig að skiljast, að slíkt tæki er fötluðum manni í hjólastól jafn nauðsynlegt og ófötluðum er útidyralykill að húsi sínu. Eða hvernig haldið þið annars að maður í hjólastól eigi mað komast inn úr bifreið sinni t.d. á stöðum þar sem snjór er ájörðu 6-7 mánuði á árinu og snjódýpt þetta /2 til 1 /2 meter. . Þá vil ég minna á, að niðurskurður allrar samneyslu svo og hækkun allrar sjúkra- þjónustu kemur harðast niður á lífeyrisþegum, enda eru þeir líklega þeirri þjónustu hvað háðastir allra stétta. Loks langar mig til að varpa hér fram atriði, sem ég rakst á í vátryggingaskiímálum vegna slysatryggingar launþega, og er ekki sáttur við, en þar var grein sem hljóðaði svo: „Valdi slys þeim, er tryggður er, varanlegri örorku innan þriggja ára frá því að slysið varð, greiðast bætur á grundvelli þeirrar upphæðar sem í gildi var á slysadegi." í öðrum lið segir síðan að ör- orkumati megi fresta í þrjú ár frá slysadegi. Þetta þýðir í verðbólgu þjóðfélagsins sem okkar, með 40-50% verðbólgu á ári, þá á hinn slasaði launþegi á hættu að fá ekki í raun nema svo sem !4 af þeim bótum sem honum bar vegna skerðingar sinnar. Við skulum hafa í huga, að þó svo fötlun verði aldrei bætt með fjármunum þá hjálpa þeir þó hinum skerta til að breyta umhverfi sínu og að- stæðum, þannig að hann geti aðlagast þeim. Ég vil leyfa mér að vísa þessu máli til launþegasamtakanna með þeirri ósk að þau vinni að breytingu hér á og tryggi að minnsta kosti að upphæðir bóta sem þessara miðist við þær fjárhæðir sem i gildi eru þegar greiðsla fer fram. Mörg launþegasamtök hafa sýnt áhuga fyrir og styrkt uppbyggingu endurhæfinga- stöðva fatlaðra, m.a. vegna möguleika á fyrirbyggjandi endurhæfingu vegna atvinnu- sjúkdóma. Alltaf mun það samt verða þannig að margir munu fatlast. En þeir mega ekki gleymast. Því skora ég á laun- þegasamtökin, þau sem ætla að berjast fyrir hækkun lágu laun- anna í komandi kjarabaráttu, að gleyma nú ekki hinum lægst launuðu og gera nú jafnréttis- kröfu fatlaðra að sínum kröf- um, því úr launþegasamtökun- um hafa jú hinir fötluðu komið. Bragi Halldórsson Ólafsfirði. verður að framvísa læknisvott- orði í hvert skipti sem hjálpar- tæki eru keypt, jafnvel oft á ári, og allt sendist til Reykjavíkur til afgreiðslu. Þrátt fyrir óskir um beina afgreiðslu til baka, eru máíin ætíð látin fara gegnum þriðja aðila, þ.e.s. umboðin, sem fatlaðir eiga að öllu jöfnu ekkert aðgengi að, sökum hárra stéttarbrúna, þröskulda, stiga og þess háttar, og þurfa því að leita til annarra um að reka þessi mál fyrir sig. En hversvegna slíka af- greiðslu, slíkt óhagræði? Svarið er einfalt. „Vegna kerfisins, það gerir ráð fyrir slíku.“ Væri nú ekki eðlilegt og sanngjarnt, að þarfir sem þessar væru skráðar, í eitt skipti fyrir öll hjá Trygg- ingastofnuninni, og málin af- greidd án milliliða, með svo sem einu vottorði á t.d. þriggja ára fresti? . Slík hagræðing kostaði ekk- ert, en sparaði mörgum mikla fyrirhöfn. Laun öryrkja tel ég smánar- leg. Hæstu bætur á mánuði til einstæðs 75%öryrkjafrá Trygg- ingastofnun ríkisins eru þessar: Örorkubætur 68.141, tekju- trygging 62.589, og heimilis- uppbót 23.385 eða samtals 154.115. Sé maður í sambúð fellur uppbótin niður og eftir eru þá 130.730. öryrki má afla sér tekna að upphæð 455 þúsund og maður í sambúð 637 þúsund, án þess að skerðing verði á tekjutryggingunni, sem skerðist um 55% þeirra tekna sem umfram eru. Geti nú maður í sambúð unnið fyrir 6-700 þúsundum á ári og maki hans vinnur úti hálfan daginn, þá kemur samt til skerðingar þ.e. hálfar tekjur makans eru taldar sem tekjur öryrkjans og 55% þeirra valda því samsvarandi skerðingu á lífeyri hans. Flestir virðast sammála um það í dag, að kjör láglaunafólks 203-220 þús. á mánuði, séu það slæm, að enginn geti framfleytt sér af þeim, jafnvel þó að tekist hafi að drýgja þær um 20-30% með auknu álagi og yfirvinnu. Menn virðast hafa gleymt því að langt neðan við þennan láglaunahóp er annar mjög stór hópur, hinna lægstlaunuðu, sem litla eða enga möguleika hefur til að auka tekjur sínar með auknu álagi, hvað þá heldur að bæta kjör sín sem þrýstihópur. Haldi menn, að við með skertu starfsorkuna séum eitt- hvað þurftaminni en aðrir, þá er það misskilningur. Auk venju- legra þarfa höfum við hinsvegar ýmsar sérþarfir, og lít ég raunar á grunnlífeyrinn sem greiðslu Þetta Senn rennur upp sá dagur, að almenningi gefst kostur á að fara með atkvæðaseðilinn sinn og velja með honum, hagstæða stjórnarstefnu í hönd-farandi kosningum. Sá leikaraskapur í efnahagsmálum þjóðarinnar sem leikinn hefur verið og óskiljanleg ákvörðun Alþýðu- flokksins að rjúfa stjórnarsam- starfið og velta raunverulega öllu í fang Sjálfstæðisflokksins, á eftir að draga dilk á eftir sér, og verður seint fyrirgefið. Nú stendur fyrir dyrum að hækka laun frá fyrsta des. um 13,2% samkvæmt verðlagsbótum. Enn, sem stundum áður, eru uppi raddir um að fram- kvæma það að minnsta kosti ekki að öllu leyti. Það er þó mín skoðun að ekki verði stætt á því að skerða laun þeirra lægst launuðu. vil ég Jón Ingimarsson. Dýrtíðin hefur haldið áfram að aukast, og hafa íhalds og atvinnurekendaöflin í landinu, róið þar dyggilega undir, ásamt þeim braskaralýð sem ræður miklu í viðskiptum manna á milli. Kjörorðsjálfstæðismanna segja núna „Leiftursókn gegn dýrtíð- inni“ hljómar sem algjört grín. Kosninga-seðillinn getur því verið það vopn í höndum manna nú, ef honum er beitt á réttan hátt, gegn auðvaldi og arðráni. En gæti aftur á móti átt þátt í að skapa velferð í því þjóðfélagi, sem við viljum byggja upp og lifa fyrir. Ef auðvalds og atvinnurek- enda flokkarnir fá aukið kjör- fylgi í þessum kosningum, auk- ast erfiðleikar stéttarfélaganna að mun að geta haldið uppi kaupi og kjörum verkafólks. Verkalýðs-hreifingin er nú sem óðast að segja upp sínum kjarasamningum og eiga þeir að renna út um áramót, veltur á miklu hver samningsaðstaða verður að kosningum loknum. Það á að vera liðin tíð að alþýða manna kjósi yfir sig þér afturhaldsöflin, í trausti þess að geta síðar beitt verkalýðshreyf- ingunni fyrir sig, til að verja hennar málstað. Það gefur nokkurn vegin auga-leið, eftir reynslu síðustu mánaða og ára, að vald atvinnurekandans og auðvald þess, sem að baki býr, lætur ekkert af hendi við verkalýðssamtökin baráttu- laust, ekki eina einustu krónu aukin völd þeirra framkalla harnandi baráttu samtaka lá- launafólks. Við megum ekki við því að auka völd peninga- valdsins og arðránsfiokkana með kjörseðli okkar. Stöndum því öll einhuga saman um að kjósa Alþýðu- bandalagið, það er flokkur er styður öll helstu mál sem verkalýðshreifingin berst fyrir. Jón íngimarsson. NORÐURLAND- 3

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.