Norðurland


Norðurland - 22.11.1979, Blaðsíða 7

Norðurland - 22.11.1979, Blaðsíða 7
Leikfélag Akureyrar „Öngstrætið“ 11. sýning í kvöld kl. 20.30. 12. sýning föstudag kl. 20.30. 13. sýning sunnudag kl. 20.30. Galdrakarlinn í Oz Sýning laugardag kl. 5. Aukasýning sunnudag kl. 3. Aðgöngumiöasalan er opin kl. 13-20.30, laugardag kl. 13-19. Sími 24073. Athugifi! Fáar sýningar eftir. ... Auglýsið r 1 Norðurlandi Rauði krossinn - Akur- eyrardeild. Skrifstofa deildar- innar er til húsa að Skólastíg 5, gengið inn að austanverðu. Síminn er 24803 og skrifstofan er opin fyrir hádegi alla virka daga. Heimsóknartímar Aimennir heimsóknartímar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri eru frá kl. 15-16 og 19-20 alla daga. - Hjúkrunarforstjóri. Neytendasamtökun á Akur- eyri og nágrenni: Skrifstofan er opin þriðju- daga og miðvikudaga kl. 4-6. Sími 24402. Herstöðvaandstæðingar úRNATd alykta N0R0URLAN0 MALQAON SÓSlAUSTA I NOROUHLANOS KJORDÆMI EYSTRA • Fréttlr af Norfi- urlsndi. • Hressilsg póli- tisk umrœfis. • Skrif um listir og , mennlngarmél. • Skékþraut Helga Ólafasonar. 1 • Krosagétan. • Iþróttir. Askriftargjsld Enn- heimti.t tvlsvar A érl. Áskriftargjald fyrir hélft érið ar kr. 3.500 í ár eru liðin 30 ár frá stofnun NATÓ, en andstaðan gegn að- ild íslands að hernaðarbanda- lagi og erlendri hersetu hér á landi er enn eldri. Þorri þjóðar- innar hefur allan þennan tíma litið á hersetuna sem óeðlilegt ástand og miklum fjölda fólks finnst hún óviðunandi, eins og jafnan hefur sannast í andófs- aðgerðum herstöðvaandstæð- inga á liðnum árum. Afstaða stjórnmálaflokk- anna til erlendra herstöðva í landinu hefur annaðhvort verið bein andstaða eða að hersetan sé ill nauðsyn sem fólk verði að sætta sig við, enda skuli henni aflétt er friðvænlegar horfi. Nú er þó löngu orðið ljóst, að stjórnmálaflokkarnir hafa eina afstöðu í orði og aðra á borði. Forsvarsmenn hersetunnar berjast nú í raun fyrir því að HERINN BURT erlend herseta verði varanleg og óumbreytanlegt ástand, en þeir flokkar sem verið hafa á móti hersetunni virðast nú sætta sig við hana sem illa nauðsyn. Þannig hafa þessir síðarnefndu oftar en einu sinni haft meiri- hluta á Alþingi og myndað ríkisstjórnir sem setið hafa án þess að hrófla við herstöðvun- um. Þrír gjörningar Nýstárlegur listaviðburður verður í Menntaskólanum í Möðruvöllum mánudaginn 26. nóvember, kl. 8.30 e.h. á vegum skólaf. Hugins. Framdir verða þrír gjörningar (performance) tveir eftir örn Inga og einn í hópsamvinnu sem verður að mestu leyti improviniseraður á staðnum í litum, tali og tónum, einnig verður leikin tónlist eftir: Roberto Gerhard, Helmuth Degan, Joaquvin Rodrigo, m.a. flautueinleikur, gítareinleikur og samleikur fyrir flautu og lág- fiðlu. Mun þetta verða frum- flutningur á þessum verkum á íslandi. Taka skal fram að þetta mun verða í fyrsta sinn sem gjörningar eru framdir á Akur- eyri. Fólk sem opið er fyrir nýjungum á listasviðinu er sér- staklega hvatt til að koma þar sem mjög óvæntir hlutir gerast. Meðal þeirra sem koma fram eru: örn Ingi, Örn Arason, Oliver Kentish. Hrefna Hjalta- dóttir, Jonathan Bager og Gísli Ingvarsson. Taka má fram að þessi atburður verður jafnframt kvikmyndaður. Aðgangseyrir verður aðeins 1000 krónur. í ljósi þessa hafa Samtök herstöðvaandstæðinga vísað á bug allri forsjá stjórnmála- flokka í þessu máli. En mál- staður herstöðvaandstæðinga á sér stuðningsmenn í öllum flokkum sem utan flokka. Sam- tökin hvetja samherja sína, hvar í flokki sem þeir standa, til að berjast fyrir umræðum og af- stöðu gegn bandarísku NATÓ- herstöðvuunum og veru íslands í hernaðarbandalagi. Jafnframt munu samtökin freista þess að fá fram skýlausa afstöðu til herstöðvamálsins hjá fram- bjóðendum í komandi alþingis- kosningum. Utanþingsbarátta er og verð- ur helsti vettvangur baráttu herstöðvaandstæðinga. Sam- tökin munu nú hefja kröfuga fjöldabaráttu til að knýja fram sigur í herstöðvamálinu með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóð- aratkvæðagreiðsla hefur í för með sér almenna og víðtæka umræíðu. Enginn vafi er á því að öll umræða og virkni meðal almennings í þessu máli er okkur í hag, en þögn og sinnuleysi það sem herstöðva- sinnum hentar best. Andstaðan gegn erlendum her í landi og veru íslands í hernaðarbandalagi á hljóm- grunn meðal fólks í öllum flokkum og stéttum þjóðfélags- ins. Þessa andstöðu ætla Sam- tök herstöðvaandstæðinga að sameina undir kjörorðunum ísland úr NATÓ - herinn burt. PISTILL. VIKUNNAR Um það að taka afstöðu, greiða atkvæði og hafa afskipti af stjórnmálum Þegar mikið liggur við viija stundum merkileg atriði gleymast. Til dæmis það, að pólitik er barátta um hagsmuni. Það er hagsmunamál hvort laun hrökkva fyrir mat, fötum, afborgun af ibúð. Það er hagsmunamál hvort hægt er að lifa af átta stunda vinnu degi. Það er hagsmunamál hvort hægt er að hafa tíma til að vera með vinum, taka þátt í félagsstörfum, njóta tóm- stunda og hvíldar. Þetta eru hin daglegu mál, sem við blasa. Sé betur skyggnst má að baki þeim greina mikla viðureign: Fólksins, sem skapar verð- mætín með vinnu sinni og auðmanna, sem hirða af því gróðann. Það er ekkert dularfullt, þaðan af síður slagorðakennt við fyrirbrigði eins og auðhringi, auðmagn og arðrán. En við skulum ekki gleyma því, að á bak við þessi fyrirbæri standa menn, sem eiga þau, ráða þeim. Og þeir ráða lifi okkar. Aðferðir þeirra til að draga að sér afrakstur hinna vinnandi handa verða sífellt fullkomnari. Þeir eru í sókn. Eitt af aðalverkfærum auðhringja í vestrænu hagkerfi tíl að gera alþýðu landanna háða sér og hirða gróðann af verðmætum sem hún skapar er Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn I.M.F. Aðferðin er einföid: Sá lánað nógu mikið verður skuldunautur háður lánardrottni og lánardrott- inn getur keypt upp skuldunaut. Þetta er að ske með okkur. Við höfum tekið lán hjá Alþjóða gjaldeyrissjóönum. Heildarskuld (slands við sjóð þennan mun nú a.m.k. 20 milljarðar íslenskra króna. Það gefur auga leið að sá, sem á svo mikið inni þykist eiga hönk upp í bakið á okkur og vera þess umkominn að gefa okkur „góð“ ráð. Ég vitna i rit Elíasar Davíðssonar, „í hvers þágu starfar I.M.F. Alþjóða gjaldeyris- sjóðurinn?" Þar getur að líta á bls. 6: „Sérfræðingar I.M.F. mæla gjarnan með eftir- farandi aðgerðum til að réttlæta greiðslujöfnuð aðildarríkja sjóðsins: Að vextir verði hækkaðir, að gangið verði fellt, að niðurgreiðslur af nauðsynjavörum verði afnumdar, að ríkisfyrir- tæki verði seld einkaaðilum, að félagsleg þjónusta verði dregin saman, að verðlagseftirlit verði afnumið, að gjaldeyrishömlum verði aflétt." Sér nokkur skyldleikann við kosningaboð- skap Sjálfstæðisflokksins? Gengur Sjálf- stæðisflokkurinn erinda I.M.F.? Mjög sennilega er einnig aö Sjálfstæðismenn hafi fjárfestingar frá erlendum auömönnum í huga þegar þeir ræöa um atvinnuuppbyggingu og vegi meö föstu slitlagi um allt landið. Eða hvar ætla þeir að taka peninga til þessara framkvæmda þegar búið verður að fella niður alla skatta sem um munar? Tíu stórvirkjanir, tuttugu málmbræðslur, eða svo, fjármagnað af erlendum auðhringjum. Já, sennilega þýðir þetta atvinnu og aukinn hagvöxt. En hvað með sjálfstæði okkar? Erum við tilbúin til að láta Sjálfstæðisflokkinn afhenda auðhringjum auðlindir okkar og vinnuafl? Ekkert er líklegra en það að þróunin beindist þá í sömu átt hjá ríkjum, sem misst hafa efnahagslegt sjálfstæði sótt í hendur auð- hringjanna, svo sem Chile, Brasilíu, Argentínu og Filippseyjum. Ég vitna aftur í rit Elíasar: „Þessi ríki hafa afnumið lýðræðið, bannað frjáls verkalýðssamtök og komið upp öflugri leynilögreglu til varnar viðskipta og gjaldeyris- frelsinu.“ Þetta veltur ð þátttöku okkar allra. Sumir hafa það aö atvinnu að fást við stjórnmál. En það er mikill misskilningur aö einungis takmarkaöur hópur skipti sér af stjórnmálum. Sá sem hefur stungið atkvæðis- seðli niður í kassa hefur tekið þátt í að breyta ástandi í þjóðmálum. Hann hefur átt þátt í hagsmunabaráttu. Þú hittir mann og hann tekur þig tali: - Ég ætla ekki að kjósa núna, þessi pólitík er ein endileysa, og þú ferð að efast: Kannske hefur maðurinn rétt fyrir sér? Athugasemd um daginn og veginn hefur sáð fræi. Ef til vill breytir það ástandi í þjóðmálum er fram líða stundir. Þetta var líka þáttur í hagsmunabaráttu. Sá sem situr heima á kjördegi eöa skilar auðu tekur einnig afstöðu: Hann styður auðmennina, því að aðgerðaleysi fólks auðveldar sókn þeirra. Allir fást því við stjórnmái hver á sinn hátt. Það eru úrslit stjórnmálabaráttunnar í dag, sem leggja drög aö sögu þess ókomna. Vinstri menn vilja nytja auðlindírnar í þágu okkar sjálfra. 85% af fallvatnaorku okkar er óvirkjað. Er þá ekki talin orka jarðhitans sem mun ómæld ennþá. Ríkir menn útlendir renna hýru auga til orkunnar okkar. f heimi þar sem eftirspurn eftir orku vex hröðum skrefum og verð á olíu virðist vera að rjúka upp úr öllu valdi hlýtur staöa okkar sífellt aö fara batnandi þegar um er að ræða lántökur til virkjunarframkvæmda. Og innan skamms munum við sennilega geta framleitt eldsneyti á vélar við samkeppnishæfu verði. Kannske þurfum við aðeins að bíða róleg nokkra mánuði, eöa ár, og þeir sem peningana hafa koma og biöja um að fá að lána okkur fé til orkuframkvæmda, með skilmálum sem viö setjum sjálf. í þessum efnum er vinstri mönnum best treystandi en hægri mönnum ekki. Alþýðu- bandalagið er sá stjórnmálaflokkur, sem minnst hefur hvikað, þegar um er að ræöa að nytja auðlindir landsins í þágu okkar sjálfra. Stefna Alþýðubandalagsins er að fólkið ráði sjálft þeim verðmætum sem það skapar. Með því veljum við ekki hinn breiða veginn. En einungis með því móti getum við staðið keik og lært að meta raunveruleg verðmæti: vinna saman í félagi, taka upp skynsamlega stefnu varðandi grundvallarþarfir, mat, þakyfirhöfuð- ið, föt til að ganga í, mannleg samskipti, iðkun lista. Við þurfum að losa okkur við herinn. Við þurfum að koma viðskiptum við erlenda aðila á heilbrigðan grundvöll. Viö þurfum að byggja upp virkt lýðræði fjöldans. Við þurfum að byggja upp mannlíf með mannsbrag. Um þetta er kosið. NORÐURLAND- 7

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.