Norðurland


Norðurland - 22.11.1979, Blaðsíða 1

Norðurland - 22.11.1979, Blaðsíða 1
NORÐURIAND 4. árgangur Fimmtudagur 22. nóvember 1979 29. tölublað 3.5 milljarða niðurskurð- ur í NLkjördæmi eystra 11 11 11 11 'i :: «> «> •> s s '» ' > Tíundi hluti landsmanna býr í þessu kjördæmi. Sjálfstæðis- flokkurinn boðar 35 milljarða niðurskurð á fjárveitingum ríkisins. Tíundi hluti niðurskurðarins hlýtur að bitna á íbúum þessa kjördæmis. Hvar á niðurskurðurinn að koma fram? Sjúkrahús? Hafnargerð? Vegaframk v æmdir? Skólabyggingar? Ellistyrkur? örorkubætur? Kjósendur verða að heimta svör af hinum tvfeinu frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins. - Þeir verða einnig að krefjast hreinna og ótvíræðra svara af frambjóðendum FRamsóknarflokksins og Alþýðuflokksins um það hvort þeir muni undir nokkrum kringumstæðum mynda stjórn y með Sjálfstæðisflokknum að kosningum loknum. m Af hálfu Alþýðubandalagsins hafa þegar verið gefin skýr % svör. Af þess hálfu kemur aðeins til greina myndun vinstri- h stjórnar, en stjórnarandstaða að öðrum kosti. Jm aðra helgi verða þingkosn- ingar. Þá ræðst það hvort mynduð verður vinstristjórn að forgöngu Alþýðubandalagsins eða hægristjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Hvorugur þessara flokka fær hreinan meirihluta í kosningunum. Hvor um sig þarf atfylgi Fram- sóknarflokks eða Alþýðu- flokks, eða hugsanlega beggja þessara flokka til stjórnarmynd- unar. Þessir tveir hlaupakettir íslenskra stjórnmála taka mið af því við ákvörðun um stjórnar myndun hvort þeim virðist straumurinn liggja til hægri eða vinstri. Slíkt er eðli þeirra. Með því einu móti að efla Alþýðu- bandalagið í þessum kosning- um geta kjósendur látið uppi þann vilja sinn svo að mark verði á tekið, að mynduð skuli vinstristjórn að kosningum lokn um. Sá kjósandi sem styður Framsóknarflokkinn leggur ekki lóð sitt á vogarskálarnar milli vinstri og hægri. Hann veitir aðeins Framsóknarforýst- unni umboð til þess að standa að stjórnarmyndun hvort held- ur til hægri eða vinstri eftir því sem henni þykir henta. Forystumenn Framsóknar- flokksins gefa ekki skýr svör við því, þótt eftir sé gengið, hvers konar stjórn þeir hyggist mynda að kosningum loknum. Þeir segjast að vísu munu reyna myndun vinstristjórnar fyrst - en hvað reyna þeir þá næst? Þeir gáfu sömu svör fyrir kosning- arnar 1974 og bættu því þá við að énginn hygginn maður léti sjá á spilin sín. Þá var Ólafi Jóhannessyni falið að gera tilraun til myndunar vinstri- stjórnar en hann afhenti Geir Hallgrímssyni umboð sitt. Raunar myndaði Ólafur þá ríkisstjórnina fyrir Geir Hall- grímsson. Vinstristjórn hefur ekki verið mynduð á landi hér nema að loknum kosningasigrum Al- þýðubandalagsins. Þeir félags- hyggjufólk hefur tekið upp á því að efla Framsóknarflokkinn í Alþingiskosningum hefur hann undirtekningarlaust farið með vinninginn til Sjálfstæðis- flokksins. Framsóknarflokkur- inn er í eðli sínu tvíkynja. Annar eðlisþátturinn mótast af hags- munum forstjóranna hjá SIS, sem falla mætavel áð sjónar- miðum heildsalastéttar Sjálf- stæðisflokksins. Hinn þátturinn er snúinn úr félagshy ggju vinstri sinnaðra kjósenda, sem eiga samleið með verkalýðshreyfing- unni og Alþýðubandalaginu. Um þessar andstæður myndast svo, að Ioknum hverjum þing- kosningum dálítill kjarni óljósra pólitískra markmiða gæddur sterkri hvöt til stjórnar- þáttöku og þar af leiðandi þeim eiginleika að dragast þangað sem aflið er fyrir. Vinstristjórn dregur beinlínis nafn sitt af því að Alþýðubanda lagið hefur fengið afl til þess að draga Framsóknarflokk og Al- þýðuflokk til samstarfs um myndun hennar. Hægristjórn fær af því nafnið að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur megnað að draga Framsóknarflokk eða Al- þýðuflokk til samstarfs við sig. Þessir tveir flokkar hafa í raun- inni ekki pólitískan vilja heldur bjóða sig fram sem mjög svo hreyfanlee lóð á vogarskálarn- ar til vinstri og hægri eftir því hvernig kaupin gerast á eyrinni. f Norðurlandskjördæmi eystra er vilji þorra kjósenda sá að mynduð verði ný vinstri- stjórn. Til þess að tryggja að þessháttar stjórn verði mynduð en ekki annars konar, verða þeir að kjósa Alþýðubandalagið. Einungis lítilsháttar atkvæða- aukning nægir til þess að Al- þýðubandalagið fái tvo menn kjördæmakjörna. Nú er ljóst að klofningsframboð Jóns Sólness hlýtur að fella annan mann Sjálfstæðisflokksins frá kjöri. Fylgishrun Alþýðuflokksins hér í kjördæminu er meira en hinir bjartsýnustu vinstrimenn þorðu að gera sér vonir um. Ef svo færi að styrkleikahlutföll leyfðu, og við fáum afl til þess að knýja Framsóknarflokkinn til vinstrasamstarfs þá mun Alþýðubandalagið mynda stjórn með honum einum. Stefán Jónsson. Fram til sigurs vinstri menn BARÁTTUFUNDUR Alþýðubandalagið á Akureyri boðar til baráttufundar þriðjudaginn 27. nóv. kl. 21 í Alþýðuhúsinu. Sjá nánar á síðu 2. f Munið sameiginlegu fundina Húsavík: Föstudaginn 23. nóv. í Félagsheimilinu kl. 21. Dalvík: Sunnudaginn 25. nóv. í Víkurröst kl. 15. Ólafsfjörður: Mánudaginn 26. nóv. í Tjarnarborg kl. 21. Akureyri: Fimmtudaginn 29. nóv. í Sjálfstæðishúsinu kl. 21. Stuðningsmenn G-listans fjölmennið. Kosningasjóður Þrátt fyrir góða viðleitni og dyggan stuðning biður kosningasjóður þig um hjálp félagi góður. Enn vantar mikið á að endar nái saman. Um leið og styttist I kosn- ingabaráttuna minnkar í sjóðnum okkar. Félagar komið í Eiðsvallagötu 18 og látið fé af hendi rakna í kosningasjóðinn. Opið hús - Vinnufundur Á laugardaginn 24. n.k. verður Alþýðubandalagið með opinn vinnufund á Eiðsvallagötu 18. Nú ríður á að fá fólk til starfa því nóg er að starfa. Mætið á vinnufundinn á laugardaginn kl. 14. Kaffí og meðlæti á staðnum. Kosningaskrifstofan er á Eiðsvallagötu 18. Síminn er 25975. Kosningastjórinn er Amar Bjömsson. Lítið við á skrifstofunni og segið fréttir og spyrjist frétta. Munið símanúmerið 25975. Happdrættí Þjóðviljans Nú er lokið útsendingu miða í Happdrætti Þjóðviljans 1979. NORÐURLAND sér um rekstur þess hér í kjördæminu eins og áður hefur komið fram og þiggur í sinn hlut ágóðann á móti Þjóðviljanum. Þeir sem fengið hafa miða senda eru beðnir að gera skil sem fyrst á skrifstofu NORÐURLANDS, Eiðs- vallagötu 18 eða hjá umboðsmönnum á hverjum stað. Þeor eru: Ólafsfjörður: Agnar Víglundsson, Kirkjuvegi 18 Dalvík: Hjörleifur Jóhannsson, Stórhólsvegi 3 Hrísey: Guðjón Bjömsson Húsavík: Snær Karlsson, Uppsalavegi 29 María Kristjánsdóttir, Árhóli 8 Raufarhöfn: Angantýr Einarsson Þórshöfn: Arnþór Karlsson Akureyri: Skrifstofa NORÐURLANDS, Eiðsvallagötu 18 Dregið verður 1. desember. Umboðsmenn G-listans í Norðurlandskjördæmi eystra Ólafsfjörður: Agnar Víglundsson, Kirkjuvegi 18, sími 62297. Dalvík: Jóhann Antonsson, Sognstúni 4, sími 61460. Hrísey: Guðjón Bjömsson, Sólvallagötu 3, sími 61739. Mývatnssveit: Sigurður Rúnar Ragnarsson, Helluhrauni 21, sími 44136. Raufarhöfn: Angantýr Einarsson, Læknisbústaðnum, sími 51125. Kópasker: Guðmundur Örn Benediktsson, Hvoli, sími 52112. Þórshöfn: Henrý Már Ásgrímsson, Lækjarvegi 7, sími 81217. Húsavík: Kosningaskrifstofa G-listans er í Snælandi, sími 41898. Kosningastjórar eru Þorkell Bjömsson, sími 41743, og Kristján Pálsson, sími 41139. Umboðsmaður G-listans á Húsavík er Helgi Bjarnason, Ásgarðsvegi 16, sími 41357. Stuðningsmenn listans eru hvattir til að gefa sig fram til starfa. Starri í Garði skrifar: Pistilinn skrifar Bragi Halldórsson Um byggingamál Fékkstu þér Tropi- Jón Ólafsfirði FSA eftir cana í morgun? Aðalsteinsson um málefni fatlaðra Ólaf Sigurðsson bls. 2 bls. 7 • bls. 3 opna Gerist áskrifendur að Norðurfandi

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.