Norðurland


Norðurland - 29.11.1979, Qupperneq 2

Norðurland - 29.11.1979, Qupperneq 2
Bylting í samgöngumálum Hríseyinga Nýja ferjan, Sævar, komin til eyjarinnar Gamli Sævar á siglingu við Hrísey. Á sunnudaginn var lagðist að bryggju í Hrísey ný ferja 30 tonn að stærð. Eyjarskeggjar fjöl- menntu niður á bryggju og fögnuðu hinum nýja farkosti. Ingveldur Gunnarsdóttir gaf ferjunni nafn og skírði hana með sjó úr álum Eyjaíjarðar. Ber nýja ferjan nafnið Sævar eins og hin gamla sem senn kveður Hrísey eftir langa og giftudrjúga þjónustu. Séra Kári Valsson prestur í eyjunni flutti bæn og blessunarorð og síðan gengu hinir fullorðnu til kaffi- drykkju í samkomuhúsinu Sæ- borg meðan börnunum var boðið í stutta siglingu með Sævari hinum nýja. Þar fluttu ávörp fyrrverandi þingmenn kjördæmisins sem þar voru staddir, Björgvin Pálsson odd- viti Hríseyinga ásamt fleirum. Eftir kaffidrykkju sigldu flestir viðstaddra með ferjunni fyrstu áætlunarferðina upp á Árskógs- sand. Það var þann 11. apríl 1976 að kosin var af hálfu hrepps- nefndar Hríseyjarhrepps Ik. þriggja manna nefnd til að vinna að ferjumálum eyjarinn- ar. Rúmum tveim árum síðar eðaa 12. júlí 1978varsvo undir- ritaður samningur milli Hrís- eyjarhrepps og vélsmiðjunnar Stál h/f á Seyðisfirði um smíði ferjunnar sem nú er að hefja feril sinn í þjónustu Hríseyjar. Að öðrum ólöstuðum hefur framgangur allur hvílt mest á Björgvin Jónssyni fyrrum odd- vita Hríseyjar. Ferjur frá fyrri tíð. í maí 1941 var sjósettur í Hrísey lítill fiskibátur sem hlaut nafnið Júlíus. Árið 1943 var Júlíus gerður að fyrstu raun- verulegu Hríseyjarferjunni. Báturinn var gerður út af bræðrunum Birni og Garðari Ólasonum og Sigurði Gíslasyni. Alljr eru þessir menn enn í lífi og Björn býr enn í Hrísey og vinnur fullan vinnudag hjá Fiskvinnslustöð K.E.A. íeynni. Það er aftur um Júlíus að segja að svo skemmtilega vill til að hann kemur ennþá á hverju sumri til Hríseyjar og leggur upp fist. Þegar Júlíus hætti sem ferja koma ýmsir við sögu. Árið 1958 var langt komið smíði nýrrar Hríseyjarferju í lítilli skipa- smíðastöð í eynni. Sú ferja brann ófullgerð ásamt tilheyr- andi húsakynnum.. En sama ár komst í gagnið ferja sú sem fram til þessa dags hefur þjónað Hríseyingum ötul- lega. Sævar eldri er trébátur, 7 tonn að stærð. Eigandi hans fyrstu 13 árin og jafnframt ferjumaður var Hilmar heitinr Símonarson. Samfellt vai Hilmar feijumaður í hartnæi aldarfjórðung. Hann fórst ferjuferð 27. maí 1972. Sævar hinn nýi. Nýja ferjan Sævar, er 30 tonn að stærð, tekur 35-40 farþega í sæti og lest er fyrir 3-4 tonn. Skipið er búið 359 hestafla Caterpilar aðalvél. Þess má geta að Sævar hinn nýi sér sennilega minnsta skip á íslandi sem hefur bógskrúfu. Einn bill kemst á dekk. Skipið er 17 metrar að lengd og 5 metrar á breidd og það er búið öllum helstu öryggis og siglingatækjum. Þrír menn eru ráðnir til starfa við ferjuna, þeir Alfreð Konráðsson, Gunn- ar Jóhannesson og Sigurbjörn ögmundsson. Guðjón/JGK Það var þoka í grennd er nýi Sævar sigldi upp til bryggju og þeytti flautuna og heilsaði heimamönnum. Engum dylst að gnoðin er hin fríðasta sýnum. Gestir þyrpast að hlöðnu veisluborði. Veitingarnar sem kvenfélagið í Hrísey bauð upp á sviku engan. 2 - NORÐURLAND Björgvin Pálsson oddviti Hríseyinga sýnir skjöld sem sveitarfélagið hefur látið gera til minningar um Hilmar heitinn Símonarson sem var ferjumað- ur Hríseyinga í 13 ár. Skildinum hefur verið komið fyrir í hinni nýju ferju og hangir þar enda minnast Hríseyingar Hilmars ferjumanns sem eins af frumherjunum í samgöngumálum eyjarinnar. Hjörleifur Jóhannsson er einn af þeim Hríseyingum sem mikið hafa komið við sögu ferjumála í Hrísey. Sú saga verður e.t.v. rakin nánar á næstunni hér í blaðinu. Hér er Hjörleifur við stýrið á Sævari hinum nýja. MYNDIR: GUÐJÓN i

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.