Norðurland - 29.11.1979, Side 4

Norðurland - 29.11.1979, Side 4
NORÐURIAND NORÐLENSKT VIKUBLAÐ Málgagn sósíalista í Norðurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Böðvar Guðmundsson, Erlingur Sigurðarson, Helgi Guðmundsson, Soffia Guðmundsdóttir, Tryggvi Jakobsson. Ritstjóri: Jón Guðni Kristjánsson (ábm.). Framkvæmdastjóri: Loftur H. Jónsson. Ritstjórn: Sími 21875. Dreifing og afgreiðsla: Simi 25875. Póstfang: Box 492, 602 Akiyeyrl. Offsetprentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. EIN LEIÐ TIL VINSTRI f þessum kosningum ei u mörkin milli hægri og vinstri eins ljós og framast verður á kosið. Annars vegar stefna Sjálfstæðisflokksins, afnám verðbóta á laun samtímis því sem verðlagseftirlit verður afnumið, frjálst vaxta- okur, lækkun skatta á stóreignamönnum samtímis niðurskurði á fjárveitingum til almannaþarfa og loks erlend stóriðja. Hinsvegar er stefna Alþýðubandalags- ins með fyrirheiti um tryggðan kaupmátt launa í sam- starfí verkalýðssamtaka og ríkisvalds, jöfnun launa- tekna með réttlátri beitingu vísitölu, sköttun stórgróða- fyrirtækja til þess að standa straum af verðstöðvun og framkvæmdum, eflingu þjóðlegra bjargræðisvega svo að þjóðinni megi auðnast að vinna sig fram úr efna- hagsvandanum. Annqrra kosta völ en þessara tveggja á fólkið ekki í þessum kosningum. Á milli standa að vísu Alþýðu- flokkur og Framsóknarflokkur, en það ræðst algjör- lega af kjörfylgi Alþýðubandalagsins í kosningunum hvort þeir flokkar snúast til samstarfs við stefnu Sjálf- stæðisflokksins eða ekki. Alþýðuflokkurinn hafði raunar í sjálfu þingrofinu gefið Sjálfstæðisflokknum sitt fyrirheit. Á sameigin- legum framboðsfundum flokkanna í þessu kjördæmi hafa frambjóðendur Alþýðuflokksins síðan lýst yflr stuðningi við meginatriðin í fyrrgreindri stefnuskrá 'Sjálfstæðisflokksins'og því með að þeir muni ganga til stjórnarmyndunar með þeim flokki ef kjósendur veiti þeim brautargengi. Frambjóðendur Framsóknar- flokksins hafa biðlað ákaft til þeirra vinstrisinna sem yflrgáfu þá í síðustu kosningum vegna samstarfsins við íhaldið - án þess þó að vinna þess nokkurn eið að ganga ekki til samskonar samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn að loknum þessum kosningum. Alþýðuflokkurinn leitar umboðs kjósenda opinskátt til þess að fara með atkvæði þeirra í samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn um niðurskurð á lífskjörum alþýðu. Framsóknarforystan mun sem fyrr túlka aukið kjör- fylgi flokki sínum til handa sem heimild til stjórnar- myndunar með Sjálfstæðisflokknum að lokinni mála- myndartilraun til vinstri svo sem eftir kosningarnar 1974. Þeir sem hafna vilja þeirri hægristefnu sem nú er boðuð með Ijósum fyrirheitum um pólitísk óhæfuverk, og eins þótt til kæmi einhverskonar ívaf krata- eða framsóknarglapræða, geta aðeins látið í ljós marktæka andstöðu sína með því að kjósa Alþýðubandalagið. Stefna þess er andstæð stefnu Sjálfstæðisflokksins. Hvert einasta atkvæði sem greitt er Framsóknar- flokknum eða Alþýðuflokknum verður að kosningum loknum túlkað sem heimild kjósandans til forystu- manna þessara flokka til þess að vinna að framkvæmd hægristefnunnar undir forsæti Sjálfstæðisflokksins. Hér í Norðurlandskjördæmi eystra eiga kjósendur nákvæmlega sömu kosta völ og í öðrum landshlutum. Vegna sérstakra aðstæðna er þó æskilegt að gera sér grein fyrir persónugerfíngum þessara tveggja kosta í kjördæmi okkar: Annarsvegar og sömu megin standa Halldór Blöndal, annar maður á lista Sjálfstæðis- flokksins í fallhættu, sjálfur boðberi kjaraskerðingar og blóðugra stéttaátaka, Árni Gunnarsson, frambjóðandi Alþýðuflokksins, sem heitir fylgi við stefnu Halldórs og loks Guðmundur Bjarnason Framsóknarmaður, sem eflaust hlýtur að fylgja flokki sínum til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn með þeirri afsökun að ekki sé ann- arra kosta völ. Við þessa frambjóðendur keppir Soffía Guðmundsdóttir, annar maður á lista Alþýðubanda- lagsins, sem berst einarðlega gegn stefnu Sjálfstæðis- flokksins, beinlínis vegna þess að sú stefna er algjör andstæða við stefnu flokks okkar og henni ósættan- leg. Úrslitin geta oltið á einu atkvæði, og hvert atkvæði sem G-Iistinn fær í þessari baráttu er afdráttarlaus krafa um vinstristefnu. Stefán Jónsson. Ágæt baráttusamkor -------------------------—-----, I fyrrakvöld hélt Alþýðu- bandalagið á Akureyri bar- áttusamkomu í Alþýðuhús- inu. Stefán Jónsson setti samkomuna með hvassri brýningu til félaganna oghét á þá að slaka ekki á í þeirri baráttu sem enn væri til kosninga. Setti hann síðan Steingrím Sigfússon fundar- stjóra og gegndi Steingrímur því starfi af mikilli röggsemi. María Kristjánsdóttir og Soffía Guðmundsdóttir fluttu ræður þær sem birtast hér á síðunni. Síðan voru al- mennar umræður og svör- uðu Helgi Guðmundsson og Stefán Jónsson fyrirspurn- um fundarmanna. Húsfyllir var í Alþýðuhúsinu og ríkti góð stemning meðal fundar- manna. - ^ María Kristjánsdóttir. ÉG TRÚIEKKIÁ HETJUR HELDUR VANDAÐ OG VINNUSAMT FÓLK RæÖa Maríu Kristjánsdóttur Félagar, sú saga er sögð af ein- um forseta Bandaríkjanna, að hann hafi eitt sinn farið til kirkju og á eftir verið spurður, um hvað predikunin hafi íjall- að: - Um syndina, svaraði for- seti. - Og hvað sagði nú prestur- inn um syndina? - Hann var á móti henni. Mér dettur þessi saga oft í hug, nú í kosningahríðinni, þeg- ar ég les blöð, hlusta á útvarj: eða horfi á sjónvarp. Þar tala allir um verðbólguna og allii eru á móti henni. Enda hefui stóra orðið verðbólga sama hlutverki að gegna og stóra orðið syndin, hér áður fyrr. Hún á að leiða okkur af vegi skynseminnar og hindra okkur innsýn í þann veruleika, sem við erum að glíma við. Lama at- hafnir okkar. En það er fleira, en afvega- leiðandi slagorð og þrælslegir fordómar, sem smíðaðir eru til þess að draga úr okkur aflið í þeirri kosningabaráttu, sem nú er háð, að amerískri fyrirmynd og eftir leikreglum auðvaldsins. Stór flokksapparöt og fjársterk- ir aðilar hafa ungað út upp- trekktum dúkkulísum og öskr- andi köllum til að bjarga þjóð- inni frá málefnalegri umræðu og áhyggjum af þjóðmálum. Og til þess að þjóðin skilji, að mál- um hennar sé best borgið í höndum þessara manna, eru þeir þjálfaðir í að horfa ábyrgð- armiklu augnaráði í sjónvarps- skerminn, brosa alþýðlega á vinnustöðum, og borða kaffi og rjómatertur í heimahúsum. Við sósíalistar höfum ekkert íjármagn til að taka þátt í þessu auglýsingastríði. Og fæst okkar hafa atvinnu af að stunda póli- tík. Við erum vinnandi fólk, og getum einungis boðið fram þær stundir, sem aflögu verða þegar vinnutíma, barnapössun og lífs- nauðsynlegum svefni sleppir, til þess að leggja málstað okkar lið. Þar við bætist, að það er í algerri andstöðu við hugmynda fræði okkar að taka þátt í skrípa leik hinna flokkanna. Margir eru því uggandi um hvernig okkur'muni reiða af í kosning- unum á sunnudaginn kemur. Og ég er ein þeirra. Ekki vegna þess að okkur skortir íjármagn, ekki vegna þess að okkur skort- ir tima - því við erum mörg, og margar vinnandi hendur er það sem alþýðuhreyfingar allra tíma, hafa byggt styrk sinn á. Ég er uggandi, vegna þess að við höfum byggt flokksstarf okkar þannig upp, að við eigum engin nógu sterk vopn til að beita gegn skrípaleik sýndarmennsk- unnar. Og þá á ég ekki við að framboðslisti okkar sé ekki nógu vel skipaður. Ég trúi ekki á hetjur, eða poppstjörnur, - heldur vandað og vinnusamt fólk. Og það eru þingmannsefni okkar tvö. Ég á við það að við höfum afsalað okkur of miklum hluta ábyrgðar í hendur forystu liðs okkar, þingmanna og forystumanna í stéttarfélög- unum. En þess vegna erum við sósíalistar, að við vitum að þessu þjóðfélagi verður ekki breytt af nokkrum þar til kosn- um hetjum, er hafa forsjá fyrir okkur hinum, - heldur einungis með samstöðu og samstilltri baráttu allrar alþýðu manna. Og við vitum líka að þessi sam- staða næst ekki, fyrr en alþýða manna hefur aflað sér þekk- ingar á þeim lögmálum, sem stýra þessu þjóðfélagi, því að- eins úr slíkri þekkingu getur hún smíðað sér vopn sem bíta á innviði þess - og duga til lang- tíma sigra. Og hvernig öflum við okkur þessarar þekkingar. Auðvitað að nokkru leyti í baráttunni um þingsæti, sé slík barátta ekki slitin úr tengslum við loka- markmið okkar, en þó mest í starfi í verkalýðsfélögum, í starfi á vinnustað, - þar sem við verðum að læra að tengja hvern atburð í stærra þjóðfélagslegu samhengi, - og í félagslegu starfi innan hreyfmgarinnar, þar sem við verðum að leggja höfuð- áherslu á að efla fræðilega þekkingu okkar, að allir félagar séu virkir og að oft sé skipt um menn í ábyrgðarstöðum. Ég er því hingað komin til að hvetja menn til að leggja allt sitt að mörkum í þessari viku - til að árangur okkar verði sem mestur í kosningunum á sunnu- daginn kemur. En einnig - og það er aðal- atriðið - að hvetja til þess að við að sigri loknum setjumst niður og endurskipuleggjum starf- semi hreyfingar okkar með það fyrir augum, að gera hvert og eitt okkar virkara og ábyrgara í þeirri baráttu sem daglega er háð í þjóðfélaginu. Stefán Jónsson brýnir fundarmenn í byrjun. 4 -NORÐURLAND

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.