Norðurland - 29.11.1979, Page 7

Norðurland - 29.11.1979, Page 7
Leikfélag Akureyrar „Öngstrætið“ Sýning í kvöld kl. 20.30. Og föstudag kl. 20.30. Síðustu sýningar í bili. Miðasalan er opin frá kl. 16-20.30. Sími 24073. é Auglýsið r i Norðurlandi Erlingur Sigurðarson, kennari. Fjöldi þingmanna '78-79 Spa Alþýðubandalag 14 15 Alþýðuflokkur 14 7 Framsóknarflokkur 12 !5 Sjálfstæðisflokkur 20 n Aðrir flokkar og utanflokka 0 / Samtals 60 60 ÉG SPÁI: Svona einfalt er að vera með. Klippið þessa spá út og berið saman við aðrar sem birtast. ALLIR MEÐ! Þann 9. nóvember s.l. afhentu félagar úr Lionsklúbbnum Fonti á Þórshöfn Heilsugæsiustöðinni veglega gjöf. Er þar um að ræða sérhannaða tösku til notkunar á slysstað til aðhlynningar slasaðra. Allvíðtækar endurbætur standa nú yfir við heilsugæslustöðina bæði á húsnæði og tækjum og sýna gjafirnar hug íbúanna til þeirra. KOSNINGAGETRAUN RAUÐA KROSSINS NORÐURLAND MÁLGAGN SÓSlAUSTA I NORÐURLANDS- KJÖRDÆMI EYSTRA Fréttir af Norö- urlandi. Hressileg póli- tísk umræða. Skrif um listir og menningarmál. Skákþraut Helga Ólafssonar. Krossgátan. Iþróttir. Norfiurland kemur út vikulega. Áskriftargjald inn- heimtist tvisvar á ári Áskriftargjald fyrir hálft árifi er kr. 3.500 Slmi21876 EiSavallagata 18 Pósthólf 492 Akureyri Rauði krossinn - Akur- eyrardeild. Skrifstofa deildar- innar er til húsa að Skólastíg 5, gengið inn að austanverðu. Síminn er 24803 og skrifstofan er opin fyrir hádegi alla virka daga. Heimsóknartímar Almennir heimsóknartímar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri eru frá kl. 15-16 og 19-20 alla daga. - Hjúkrunarforstjóri. Neytendasamtökun á Akur- eyri og nágrenni: Skrifstofan er opin þriðju- daga og miðvikudaga kl. 4-6. Sími 24402. RAUÐI KROSSISLANDS HJÁLPARSJÓÐUR PISTILL VIKUNNAR' Hjálparbeiðni í september sl. lenti Örn Arason sjómaður, Hamarsstig 3, Akureyri, í alvarlegu bílslysi og hefir legið meðvitundar- laus á gjörgœzludeild í Reykjavík síðan. Kona hans, Ás- dís Jóhannsdóttir, slasaðist einnig og er enn undir lœkn- ishöndum. Þau voru nýlega flutt í eigin íbúð ásamt tveimur börn- um sinum. Eru fjárhagsörðugleikar þeirra miklir og fyllsta þörf að þeim sé rétt hjálparhönd. Hver sá, sem vill vera svo góður að sinna beiðni þessari getur komið framlagi sínu á skrifstofu blaðsins, eða til undirritaðra. Með þakklæti fyrir væntanlegar undirtektir. Bjami Hólmgrímsson, Svalbarði, Bjartmar Kristjánsson, Syðra-Laugalandi. Allir eru góðir Framboðsræða, full af sósíaldemókratískri umhyggju fyrir háttvirtum atkvæðum. Kæru kjósendur og aðrir. Þegar ég var ungur kjósandi eins og sum ykkar eru núna þá kom ég í þetta byggðarlag í góöu veðri eins og í dag. Þá voru engir vegir og ég kom með bát sem mörg ykkar kannast kannski við og hét Hafrafell. Það var mikið skip og formaðurinn hann Runólfur í Betri Bæ var öndvegismaður og snilldar sjósóknari eins og ég veit að þið vitið öll. Blessuð sé minning hans. En þó að veðrið væri gott þegar ég kom þá gat nú brugðist tii beggja vona með veðrið þá eins og núna. Það er nefnilega svo skrýtið með snjóinn að hann bara kemur kannski allt í einu og er svo farinn bara strax þegar hlýnar. Mér hefur alltaf fundist náttúran svo merkileg og mér finnst að við ættum að reyna eftir því sem kostur er á hverjum tíma að gæta okkar á að skemma ekki blessaða náttúruna. Við vorum sem sagt tveir vinir sem réðum okkur í skiprúm til hans Runólfs í Betri-Bæ. Það voru náttúrulega fleiri menn en við og Runólfur, en sá sem kom með mér var hann Dóri bróðir hennar mömmu. Indælispiltur eins og þiö munið. Hann var því miður alltaf sjóveikur hann Dóri en Runólfur taldi í hann kjark svo hann hélt áfram á sjónum eins og sönnum sjómanni sæmir enda steig hann sín fyrstu spor sem sjómaður einmitt hér í þessu piássi. Ég var með Hafrafellinu í sinni hinstu ferð. Við lensuðum undan norðanveðrinu hér inn á fjörðinn. Ég veit að hann Magnús minn sem situr hér á fremsta bekknum man eftir því að Haf rafellið var alveg sjóborg á lensinu „Magnús (grípur fram í): O, Hafrafellið var nú alla tíð helvítis hlandbolli sem gleypti báruna á horninu bakborðsmegin á lensinu". Já, þetta er auðvita alveg rétt hjá Magnúsi. Ég stýrði sem sagt Hafrafellinu í sinni síðustu ferð og við lentum farsællega í urðinni hér norðan undir plássinu. Runólfi mislíkaði þetta sem von var kanski. Hann var skapmaður hann Runólfur en ég man það eins og það hefði gerst i gær þegar drengirnir hennar Sigríðar á Næsta-Bæ komu og hentu til okkar bandi svo við komumst í land blautir og hraktir. Ég verð að segja það að mér hlýnar um hjartaræturnar þegar ég sé að hún Sigríður á Næsta-Bæ er hér hjá okkur í kvöld og ég vil nota þetta tækifæri til aö þakka þér enn einu sinni fyrir móttökurnar þaö kvöld Sigríður mín. Annars vil ég segja það við ykkur kæru Marvíkingar að ég óska ykkur innilega til hamingju með það hvað þið hafið verið dugleg að byggja upp plássið ykkar. Það er reglulega skemmtifegt að ganga hér um fiskiðjuverin og sjá hvað allt er hreint og gott og vel um gengið vel stjórnað og vel unnið. Það er gæfa hverrar þjóðar að eiga svo dugmikið fólk eins og ykkur hamingjusamt og vinnufúst og vinnusamt, að ég nú ekki tali um þá dugmiklu sjómenn sem hér búa. Til hamingju með það. Það á að kjósa eins og þið vitið á sunnudaginn kemur. Svóna er nú lífið. Menn kjósa milli flokka og manna með ólík viðhorf eins og gengur. Við bjóðum ykkur að kjósa okkur. Við bjóðum okkur fram til að gera okkar besta við munum allir reyna eftir því sem hægt er og að stæðurnar leyfa á hverjum tíma að gera. Við í okkar flokki erum á móti verðbólgunni og viljum gera okkar besta til að ná henni niður en það er ekki auðvelt. Hann Sóldal hérna sem eins og þið vitið er í framboði fyrir Sjálfstæðislistann sagði á fundi í gær að hann væri líka á móti verðbólgunni og ég veit að hann og hans félagar reyna líka að gera sitt besta og líka hinir sem sitja hérna fyrir aftan mig. Auðvitað greinir okkur á um eitt og annað. Það er ekki annað en eólilegt í lýðræðisþjóðfélagi en við viljum allir vel þó við séum kanski ekki alveg sammála um leiðirnar að markinu. Já góðir Marvíkingar það er nefnilega kjarni málsins að ykkar er valið. Þið veljið og hafnið á milli manna og málefna. Ég veit að þið veljið rétt. Þið látið ekki blekkjast af neinum skröksögum eða gylliboðum. Ég vil taka það skýrt fram að með þessu er ég ekki að segja að þeir góðu menn á hinum listunum sem héreru með mér beiti svo leiðis aðferðum í kosninga- baráttunni. Nei, þeir eru þvert á móti drengir góðir og vilja vel. Ég fer nú að Ijúka máli mínu ég hefði kanski viljað segja margt við ykkur meira um flokkinn okkar en tíminn er því miður á þrotum. Ég vil bara bæta því við að við viljum upp byggingu og framfarir á öllum sviðum. Við viljum að öllum líði vel og á okkar góða landi eru svo miklir möguleikar sem við viljum nýta að öllum getur iiöiö fjarska vel. Ekki síst gamla fólkinu sem mér finnst við ekki gera nógu mikið fyrir en það hefur eins og ég veit að þið vitið unnið langan og strangan vinnudag um langa æví. Ég hef nú lokið við að segja ykkur frá því helsta sem við í okkar flokki viljum gera en að síðustu vil ég bara óska ykkur til hamingju með kosningarnar því að ég veit að þið munið kjósa rétt um næstu helgi. Til hamingju Marvíkingar. P.S. Norðurland fékk einskonar leyfi hjá háttvirtum frambjóðanda flokks nokkurs hér í kjördæminu til að birta framboðsræðuna hans sem haldin hefur verið 36 sinnum í þessari kosninga- baráttu. Blaðið hefur engu við þessa ágætu ræðu sjálfstæðisjafnarmannsins að bæta. Ritstj. NORÐURLAND- 7

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.