Norðurland - 13.12.1979, Side 7

Norðurland - 13.12.1979, Side 7
Ávextir Epli, frönsk, rauð - V2 ks. kr. 3.500. EPLI, amerísk, rauð, kr. 577 kg. - 1/1 ks. kr. 7.500. EPLI, kanadísk, gul, kr. 564 kg. -1/1 ks. kr. 7.000. APPELSÍNUR JAFFA, kr. 597 kg. -1/1 ks. kr. 8.000 AUK ÞESSA HÖFUM VIÐ: Melónur - Sítrónur - Banana Perur - Vínber, græn og blá - Klementínur KJQRBUDIR Frá Póststofunni á Akureyri Opið verður á bréfa- og bögglapóststofunni lengur en venjulega eftirtalda daga: Laugardaginn 15. desember til kl. 16.00. Mánudaginn 17. desember til kl. 21.00. Síðasti skiladagur fyrir jólapóst út á land, til Reykja- víkur, til Akureyrar og nágrennis er mánudaginn 17. desember. Frímerki verða til sölu í bókabúðinni Huld, útibúi KEA við Hrísarlund og Kjörbúð Bjarna við Mýrarveg. STÖÐVARSTJÓRI. Gisting í Reykjavík -sérstakt vetrarverð Og innan veggja hótelsins er verslun, snyrti-, rakara- og hárgreiðslustofa. Strætisvagnaferðir að Lækjartorgi. Hótel Loftleiðir býður sérstakt verð á gistingu að vetri til. Þar gefast fleiri kostir á að njóta hvíldar og hressingar en annars staðar: allar veitingar, hægt að snæða í veitingasal eða veitingabúð - fara í sauna bað og sund. Njótið þægilegrar dvalar og hagkvæmra kjara. „ HOTEL LOFTLEIÐIR Sími 22322 Avarp til atkvæðanna flutt á kosningahátíð Marvíkinga með sósíaidemókratísku þakklæti Elskulegu Marvíkingar og aðrir kjósendur. Þá er nú búið að kjósa og það fór eins og það fór. Ekki geta allir unnið. Flokkurinn okkar fékk nú færri atkvæði en við vorum búnir að telja hjá okkur á kjörskránni. Ekkert skil ég í hvað hinir hafa kosið en þeir hafa áreiðanlega kosið rétt eins og við hin. Til hamingju með það. Ég víl nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem með fádæma dugnaði og ósérplægni unnu að því að koma okkur á þing. Það yljar manni um hjartaræturnar að finna hversu margir vilja koma okkur inn á Alþingi. Slíkar hugsjónir eru því miður allt of sjaldgæfar hjá fólki nú til dags ekki síst hjá unga fólkinu. Með þessu er ég ekki að segja að unga fólkið hafi ekki hugsjónir. Nei þvert á móti þá hef ég trölla- trú á okkar efnilegu, ungu og glæsilegu kyn- slóð sem á að erfa landið og það veit ég að hún gerir af þrótti og myndarskap. Þetta gerðum við á sínum tíma og ég vona að við höfum skilað landinu af okkur betur í stakkinn búið til að taka vlð dugandi fólki. Flokkurinn okkar fékk ekki eins mörg atkvæði og æskilegt hefði verið. En þannig er lífið. Stundum er gott veður og stundum vont. Stundum er farið niður brekku og oftast verða menn að fara upp aðra brekku. Lýðræðið er eins og veðrið, stundum gott og stundum vont, en alltaf verðum við samt að hafa það í huga að fjöregg þjóðar okkar er að finna í lýðræðinu. Ég vona bara að þið, kæru atkvæði, hafið ekki tekið neina áhættu með fjöreggið með því að kjósa svona eins og þið gerðuð. Það er vissulega áhættusamt að kjósa aðra en okkur. Það eru til öfl í þjóðfélaginu sem vilja lýðræðið feigt og koma á þjóðskipulagi að erlendri fyrirmynd, sem ekki passar við hina íslensku þjóðarsál, sem við eigum öll, þrátt fyrir úrslit kosninganna að vera stolt af. Ég vil taka það skýrt fram að með þessu er ég ekki að segja að þeir sem voru í framboði á móti mér í þessu kjördæmi vilji koma á þjóðskipulagi að erlendri fyrirmynd. Það er allt saman mesta heiðursfólk eins og ýmsir vita. Ekki veit ég hvað nú tekur við en hitt er víst að ekki er útlitið bjart. Veðurspáin ekki góð og verðbólgan geysar eins og sjálfur íshafsstorm- urinn. Ég verð að segja það að réttast hefði áreiðanlega verið að kjósa okkur því að hinir, þó þeir vilji allir vel eins og við, vilja fara aðra leið sem ég er ansi hræddur um að verði torsótt. Ég hef oft sagt það áður að auðvitað greini menn á um leiðir en ekki markmið því allir vilja jú í raun þjóð siríni allt hið besta. Það eru náttúru- lega vonbrigði að fá ekki að vera með og ein- hver var að segja að atkvæðin segðu við okkur: „Étiði það sem úti frýs.“ Þetta finnst mér kannski dálítið ósanngjarnt gagnvart kjósend- um en hinu er ekki að leyna að það hefði verið betra fyrir okkur og lika suma kjósendur ef fleiri hefðu kosið okkur. Þá væri útlitið strax skárra. Nú en við þessu er ekkert að gera annað en að taka öllu með stakri karlmennsku og æðruleysi. Það verða að vísu allir að gera sér Ijóst að vel getur farið svo að maður sé ekkert að slíta sér út fyrir þjóð sína úr því að hún skilur ekki hvað henni er fyrir bestu og kýs bara hina flokkana en ekki okkur svo ég verð að fara í meiraprófkjör næst. Ég er ekkert viss um að ég sé upp á það kominn að bjóða ykkur að kjósa mig aftur, já ég verð bara að segja það eins og er að þið eruð vanþakklát helvítis gerpi að vilja ekki koma mér á þing. Hirðið þið bara ykkar helvítis verðbólgu fyrst þið viljið ekki gera eins og al- mennilegt fólk og kjósa flokkinn okkar. Ég er farinn Marvíkingar og fraið þið norður og niður eins og Hafrafellið forðum. Andskotinn launi ykkur eins og maklegt er fyrir ráðsmennskuna, járnmann. Spæjari frá „Norðurlandi" komst inn á „sigurhátíð" Flokksins, þar sem frambjóðandi nokkur kvaddi stuðningsmenn sína með fram- anskráðu ávarpi. Fékk blaðið góðfúslega bessaleyfi til að birta það orðrétt að öðru leyti en því að niðurlagi formælingakaflansersleppt af umhyggju fyrir atkvæðunum. ritstj. NORÐURLAND- 7

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.