Norðurland - 20.12.1979, Side 3

Norðurland - 20.12.1979, Side 3
Einhver válegustu tíðindi til sveita þegar ég var að vaxa úr grasi í Borgarfjarðardölum ná- lægt miðbiki þessarar aldar voru fregnir um heybruna. Þá eins og nú komu óþurrkasumur og heyhirðing var erfið. Hrífan og orfið ásamt reiðingi og reypi að ógleymdum þarfasta þjónin- um voru einkenni heyskaparins, þótt einn og einn farmail væri byrjaður að láta til sín heyra þar sem tún voru slétt og lítill hliðarhalli. Um undramaskínur eins og súgþurrkun voru bænd- ur í minni sveit fáorðir, - einstöka maður fullyrti að vísu að svoleiðis væri til, en ekki er ég viss um að tortryggnir og lífsreyndir menn hafi almennt tekið mark á þeim, - ypptu kannski góðlátlega öxlum og leiddu tal að öðru, hugsuðu kannski svo sem að súgþurrkun væri þá helst til þar sem margumtalað rafmagn væri komið til sveita, - en hversu órafjarri var það ekki enn frá uppsveitum og afdölum. Súr- hey höfðu einhverjir búfræð- ingar reynt af og til að verka, einkum ef illa viðraði um sláttinn, það kostaði oftastnær lambalát í ám og doða í kúm ef hvort tveggja missti þá ekki lífið. Menn voru óskaplega hræddir við súrheyseitrun á þessum sælu tímum, - þess vegna drifu góðir bændur hjú og krakka út á tún að snúa hvenær sem hann skein upp - eða létu lið sitt frítt fanga eða bera í baggasæti, hreykja í lanir eða garða hvenær sem hann kom ofaní hálfþurran flekk Þetta var óskaplegt puð í rigningartíð og lítil rómantík við það tengd, blöðrur í greip- inni milli þumalfingurs og bendi fingurs, sigg og skrámur hér og þar og rifið og garfað skinn á maganum eftir að fagna hálf- blautt og úrsérsprottið hey,- og svo hitnaði auðvitað í öllu saman þegar það var loksins komið í hlöðu. En það sögðu menn að væri til bóta, annars myglaði helvítis ruddinn bara og engin skepna, ekki einu sinni hrossin, vildu líta við honum. Og svo hélt' áfram að hitna í heyinu. Það var viðurstyggilegt að vaða í klof hlöðuhey þar sem hiti var undir. Maður varð allur gegnblautur, og það var furðu- leg ónotakennd að stjákla ofaná hitanum sem var þarna einhvers staðar undir iljunum á manni eins og falin hætta sem ómögu- legt var að festa hendur á nema ef hún braust út sem bóndans versta bölvun, heybruni. Fyrir kom það á þessum góðu árum að einhvers staðar í minni sveit eða nærliggjandi dölum tók að rjúka á bæjum í sláttarlok, - heita gufuna af hitanum lagði um hlöðu og bæjarsund og barst jafnvel með blænum til nærliggjandi bæja. Þávarvenju lega brugðið við af þeim góða félagsanda sem mér er nær að halda að sé svo mjög á undan- haldi meðal þeirra sem erja þetta land og lifa við dilka og málnytu. Heilir flokkar vösk- ustu mann, - það finnst mér alla vega nú, - riðu þá um héruð með hálmnálar og heystingi til að leysa upp hey í garði nágrann- ans sem hafði hirt of hrátt hey og sá nú fram á bruna og bjargarleysi. Það að leysa upp hey í hlöðu þar sem íjandinn var laus, var reyndar ekkert sérstak- lega ánægjuaukandi starf. Það var leyst geil í heystálið svo að loftið mætti leika um þar sem hitinn leyndist. Menn byrjuðu efst og grófu sig niður. Það gekk ekki sem verst fyrst í stað, en eftir að geilin var orðin mann- hæðardjúp eða meira fór gam- anið að kárna. Loftið í geilinni var sjóðandi heitt og raki mjög mikill, daunninn af ornuðu heyinu kæfandi og súrefni næsta lítið. Vöskustu menn tvíhentu heystinginn og réðust Þá riðu hetjur eftir Böðvar Guðmundsson öskrandi á glóðhitað heyið og gátu í hæsta lagi haldist við niðri í gryfjunni í eina til tvær mínútur. Þáskriðu þeiruppeða voru dregnir af þeim sem stóð á barminum og skyldi næst stökkva ofan í suðupottinn til að losa um nokkur strá í viðbót og henda þeim upp til þeirra sem þar stóðu og biðu þess að bera frá þeim. Þannig gekk þetta koll af kolli, menn skipt- ust á um að hamast í vítinu og húðin soðnaði í flyksur þegar á daginn leið því svo var rakinn mikil þrátt fyrir það að stund- um væri komin glóð i heyið, að ekki var þurr þráður á mönnum eftir að þeir voru búnir að fara tvisvar þrisvar ofaní geilina. En þetta var verk sem varð að vinna, þetta var lífsbarátta íslenska bóndans, - í húfi var erfiði hans og annars heimilis- fólks um sumarið, - lífsbjörgin sjálf, tjón á henni táknaði felli og uppflosnun, það skildi hver einasti maður og þess vegna dró enginn af sér, menn kepptust um að komast í geilina engu síður en þeir kepptust um að halda sem lengst út. Einu sinni bar mig sem barn þar að sem slík barátta var háð við eld í hlöðu. Ég hef aldrei séð jafnóhrjálega hjörð og þá sem öðru hverju skreið úr úr hlöðunni til að anda og nugga augun. Þvílík sjón. Ég þekkti ekki nágranna mína fremur en þeir væru skotgrafa- hermenn úr framandi stríði þar sem tilgangurinn var að drepa en ekki að bjarga. Sót, skíturog óhreinindi úr heyinu þöktu andlit þeirra og afmynduðu, og af hverju hári draup raki og sviti sem litaði rákir og krákustíga í andlitin. Auðvitað fékk ég ekki að virða þá lengi fyrir mér, hér var ekkert barnagaman á ferð, ég var rekinn burt frá vígvellin- um og frétti það seinna að töluverðu hefði tekist að bjarga af heyi en sumt hafði reyndar verið orðið að kolum og ösku og ekki fóður nokkurri skepnu, - eldurinn gefur engri skepnu að éta með sér, - sögðu gömlu mennirnir og lögðu ríkt á við unga bændur að hirða ekki of geist, reyna að láta það ryðja sig í sætunum og ganga vel um hey á veturna, henda ekki strái. Og svo liðu mörg ár. Ég flosnaði upp sem bóndaefni og hafði reyndar aldrei þótt efni- legur sem slíkur. Þær stofnanir sem við mér tóku - og fjölmörg- um bændabörnum öðrum á fyrstu áratugum síðari helmings aldarinnar voru tortryggðar til sveita og eru kannski enn, ég eignaðist aðsetur víðsfjarri beitahögum bernskunnar og dagleg viðfangsefni urðu önnur og ólík. Þó helt ég alltaf góðu sambandi við mannlíf í Borgar- firði því bi^bðir minn sem eldri er en ég hófbúskap á jörðinni sem foreldrar okkar höfðu búið á, - en slík eru dæmi þeirra þjóða sem jörðina erja, eldri sonur tekur við af föður. Þær nýjungar í heyverkun sem komu í lestum Sambandsskipanna og fluttust upp um sveitir á þessum árum fóru þó flestar framhjá mér Traktorar sem voru marg- faldir af stærð við farmalinn eru mér enn sem hvert annað furðuverk, súgþurrkun með blásara og annað þvíumlíkt tilheyrir ekki þeim tækjum sem ég kann nokkur skil á. Reyndar getur það ekki farið framhjá nokkrum manni með sæmilega heyrn hversu óskaplega hávaði Böðvar Guðmundsson. hefur aukist á bæjum eftir að súgþurrkun og dísiltraktorar hófu þar söng. Góðlátlegar stunur farmalsins drukkna alveg hjá þeim volduga sam- hljóm. Og ekki minnkaði kveð- andin við það að gnýblásarinn bættist í hópinn. Það hefur mér ávallt þótt vera eitt viðurstyggi- legt verkfæri, allt frá þeirri stund að égsá það fyrst. Það var á sólbjörtum þurkdegi að ég kom þar að mínum sæla bróður ’ þar sem hann stóð með hey- kvíslina og fóðraði verkfærið, með töðu sem það þeytti frá sér inn í horn á hlöðunni eða hvert þangað sem stútnum á honum var snúið. Þetta fannst mér þá að hlyti að vera mesta þarfaþing og þreif heykvísl til að hjálpa til. En miklu var þarna verra verk en mig hafði órað fyrir. Hey- beðjan sem einhver vagn mér óþekktur hafði ælt úr sér hjá blásaranum var samanbarin svo að varla varð um eitt strá losað og þegar ég loks gat slitið smátuggu úr henni og hugðist troða með sigurbrosi inn í gatið á blásaranum þá þreif einhver hulinn heljarmáttur kvíslina úr höndum mér og dró hana inn í blásarann sem frussaði henni í þúsund molum út í horn á hlöðunni. Það tók mig langan tíma að losna svo við óttann við þetta ófétis verkfæri að nokkurt lið yrði í mér við hirðinguna. En þetta jafnar víst vel : hlöðunni og minnkar hættuna á að hitni í hev' ul tjóns og svo er auk þess að sögn mikil búbót að láta blásarann púa í stokk í gólfi hlöðunnar þegar heyið er kom- ið inn. Heybruninn sá gamli vágestur var nú, - að því mér var sagt um þessar mundir, - algjör óþarfi og ekki nema sóðaskapur að sjá ekki við honum. Svo var auk þess komið slökkvilið, - eða brunalið, hvort heldur nú var, - í Borgarfjarðardali um þessar mundir. Vaskir bændur á besta aldri höfðu myndað þann harð- snúna flokk sem nú skyldi ávallt vera reiðubúinn hvar sem elds yrði vart. Þeir höfðu fengið bíl í sína umsjá sem skyldi hjálpa þeim við hið göfuga hlutverk að kveða niður eldsbrunann. Þeir höfðu málað hann rauðan eins og vera ber um slíka bíla og nokkra forkostulega hjálma hafði rekið'á þeirra fjörur, guð má vita hvaðan, - en þeir minntu undarlega mikið á ridd- araliðshjálma frá tímum Bis- marks. Þessir hjálmar voru þó ekki svo margir að þeir nægðu á allt brunaliðið. Sú saga var mér sögð að töluverðir úfar hefðu risið um stund með þessum góðu drengjum um það hverjir skyldu bera hjálma og hverjir ekki. Um síðir hafði þó sameiginlegt og göfugt mark- mið þeirra lægt þær deilur og til viðbótar höfðu verið fengnir nokkrir hjálmar úr álverinu í Straumsvík. Þeir voru að vísu úr plasti og því ákaflega óhennt- ugir ef logbrandur kæmi í koll þeim sem skartaði slíku höfuð- fati, því þá bráðnuðu þeir og urðu að gjalti, - en þar sem aðrir hjálmar voru ekki til í Borgar- fjarðardölum þá voru þeir allavega dýrlegt tákn þess að sá sem slíkan bar var í brunaliðinu. Auk þessara hermannlegu tákna hafði svo brunaliðið fengið til varðveislu háþrýsta dælu og slöngur á kefli. Það var mikið þing. I gegnum keflið var skaft sem ætlað var til að halda um og skyldu tveir menn vera hvorum megin við keflið. Þegar elds yrði vart skyldi dælan sett í næsta vatnsfall og síðan skyldi ytri endi slöngunnar tengdur við hana, fjórir fóthvötustu menn brunaliðsins skyldu svo hlaupa allt hvað aftæki með keflið og rekja ofan af því slönguna í átt að eldsvoðanum. Þetta var mikið ábyrgðarstarf og það voru þessir menn sem fengu að bera hjálmana góðu frá Bismark. Það þótti fögur sjón að sjá brunaliðið á æfing- um á fögrum sumarkvöldum og undrun fólks og aðdáun var mikil og fölskvalaus. Það var líka alveg með eindæmum hvað þessir vösku hjálmberar gátu hlaupið með keflið. Dælunnar skyldi svo gætt af einum manni og hún sett í gang um leið og komið væri að eldunum. Þetta þótti að vonum ekki alveg jafn viðurlegur starfi og karlmann- legur, enda fékk sá sem dæl- unnar gætti ekki að bera annað höfuðfata en plasthjálm frá Straumsvík. Sömu sögu var að segja um spíssmanninn. Hans starfi þótti hvergi nærri jafn hetjulegur og þeirra sem með keflið hlupu. Því var hann líka látinn bera plasthjálm. í stuttu máli var starf hans fólgið í því að hafa tilbúinn fagurfægðan koparspíss og skrúfa fastan á þann enda slöngunnar sem að eldinum vissi um leið og keflis- menn náðu þangað. Verk hans skyldi það einnig vera að sjá um daglega umönnun á spíssinum, fægja hann og varðveita, smyrja skrúfganginn og auk þess .var hann ökumaður bílsins góða. En allt um það, - til samans þóttu mismunandi hlutverk þessara vösku drengja mynda góða heild og öryggið dafnaði í sveitum. Svo var það einn fagran síðsumardag að ég fór ásamt vini mínum að heimsækja bróð- ur minn í Borgarfirðí. Þetta hafði verið heyskaparsumar með afbrigðum gott og taðan þornað af ljánum. Auk þess var spretta svo góð að heyfengur fór víðast langt framyfir hlöðu- pláss. Því settu bændur í hey mikil í grennd við gripahús og hugðu gott til áhyggjulítils vetrar. Þennansíðsumardagvar heyskap víðast lokið og trvggt að líta um garð og völl bændabýlanna þekku. Bróðir minn hafði reyndar sér til dundurs slegið einhverjar kýr- nögur og var að dunda við að moka þeim með kvísl í blásar- ann þegar okkur bar að garði. Að aflokinni hefðbundinni kaffidrykkju hugðumst við að- komumenn hjálpa til við að ryðja afganginum í hlöðu þótt mér þætti margurstarfi ánægju- legri en að fóðra blásarann. Við fengum því kvíslar í hönd og fórum varlega ísakirnar. Fyrstu blöðrurnar voru um það bil að segja til sín þegar áköf hringing barst um sveitina og henni fylgdi einörð áskorun til allra verkfærra manna að mæta með heykvíslar á tiltekinn bæ í næstu sveit þar sem 2000 hesta hlaða bónda væri að brenna. Brenna? Á einhverju besta heyskaparsumrí sem elstu menn mundu! Og ekki skcrti súg- þurkanir og önnur tól og tæki á bænum þeim, svo mikið var víst. Þetta var á einni af umsvifamestu og bústærstu jörðum sýslunnar. - En h«að um það, - tíminn leyfði engar vangaveltur. Heykvíslunum var stungið inn í bíl í snarhasti og síðan ekið sem mest mátti verða að eldinum. Fleiri bílar sáust þegar á ferð um þjóðveginn og mönnum var greinilega órótt. En skyldi hefja hið gamla stríð við heybrunann. Guð hjálpi þeim sem á stóran bústofn en ekkert fóðurs. Guð hjálpi þeim. Þegar við komum á staðinn var þegar fyrir múgur og margmenni. Eitthvað hafði nú reyndar brenglast lýsing stað- hátta í útkallinu því hinum ákafa. Eldurinn sem þarna logaði var í 2-3 hundruð hesta heyi sem stóð ekki allfjarri hlöðunni. Vindur var hægur og lítil hætta á að hann ykist en hann stóð af eldinum á hlöðuna það litla sem var. Því var eins gott að hafa snör handtök enda sá ég þarna einhverja vöskustu framgöngu sem ég hef augum litið. Menn óðu að logandi heyinu með kvíslarnar og drógu úr því flyksur. Svo þétt hlupu menn saman að stórhætta var á að verða fyrir lagi þegar hey- kvísl var reidd á loft í þvögunni. Af og til heyrðust menn kveinka sér þegar þeir kenndu stálsins í líkamanum, - maður sat undir hlöðuveggnum og hélt stynj- andi um gegnumstunginn lófa, annar haltraði hjá og vall blóð upp um skóvarpið. Þriðji fór úr skyrtunni og vatt hana, lagði mosa við síðusár sitt og gekk í slaginn á ný með hvatningar- yrði á vör um að spara sig hvergi. En ekki virtist líklegt að rniklu yrði bjargað á þennan veg þrátt fyrir vaskleik manna. Eldurinn er óvina verstur, - hann gefur engri skepnu aað éta með sér. - Svo heyrðist í sírenum brunaliðsmanna og margur varp öndinni léttar. Svo hagar til á þessum stað að þar eru utantúns nokkuð blaut mýrarsund milli skógivaxinna klappa. Ekki nema nokkur hundruð metra frá eldinum liðaðist lygn og djúpur bæjar- lækur, þangað stefndi nú bíllinn rauðmálaði sjónhending yfir blautt mýrarsund. Einbeittur herðasvipur spíssmannsins gaf það skýrt til kynna að þangað skyldi dælan hvað sem tautaði og raulaði. Og auðvitað komst hún þangað. Dælumaðurinn snaraðist úr og að læknum og hinir henntu dælunni umsvifa- laust í lækinn. Gusurnar gengu yfir dælumanninn sem heyrðist hrópa aðvaranir til hinna um að bleyta ekki mótorinn í dælunni. Það heyrði enginn því þeir voru þegar farnir að toga keflið góða út úr bílnum og draga skaftið í gegnum það. Dælumaðurinn varð því sjálfur að vaða út í lækinn og toga dæluna á þurrt, hann var greinilega ekki ánægð- ur með handtök hinna, en þeir sinntu honum engu, skrúfuðu slönguendann á sinn stað og tóku á rás með keflið. Spíss- maðurinn settist upp í bílinn og hugðist ná þeim á honum en auðvitað þurfti bíllinn þá að sitja fastur í mýrinni og hreyfð- ist hvergi. Eftir að Spíssmaður- Framhald á bls. 4. NORÐURLAND- 3

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.