Norðurland - 20.12.1979, Síða 4

Norðurland - 20.12.1979, Síða 4
NORÐURLAND NORÐLENSKT VIKUBLAÐ I Málgagn sósíalista í Norðurlandskjördæmi eystra I Ritnefnd: Böövar Guömundsson, Erlingur Siguröarson, Helgi Guömundsson, Soffia Guömundsdóttir, Tryggvi Jakobsson. Ritstjóri: Jón Guðni Kristjánsson (ábm.). Framkvæmdastjóri: Loftur H. Jónsson. Ritstjórn: Sími 21875. Dreifing og afgreiðsla: Sími 25875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiöja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Við jól og áramót Frá fornu fari hafa menn á norðurhveli jarðar fagnað hækkandi göngu sólar eftir vetrarsólhvörf í desember Þegar kristni breiddist út var fæðingarhátíð frelsarans sameinuð þessari fornu sólarhátíð og kristnir menn fóru að halda sín jól í minningu þess sveinbarns er forðum var !agt í jötu suður í Betlehem. Boðskapur þess sveinbarns er þarna fæddist er enn í fullu gildi. Boðskapur um samhjálp, ást og frið meðal manna. Það er ekki honum að kenna þótt ástandið í heiminum sé ekki betra en raun er á og þótt margt í framkvæmd kristninnar hafi ekki verið til fyrirmyndar. Það er ekki sama kirkja og kristin siðfræði og þótt ýmsir þeir er þóst hafa verið að vinna að framgangi háleitra hugsjóna Jesú Krists í heiminum hafi um leið unnið gegn þeim í verki sannar það ekki að kenningin sé vond. Hún getur verið og er góð eins og hún birtist frá höfundi sínum þótt síðar hafl hún um margt verið útþynnt og jafnvel snúist upp í ranghverfu sína í framkvæmdinni. Vonandi gefa menn sér til þess tíma mitt í öllum ys og þys nútíma jólahalds, að staldra við og hugleiða þann boðskap um ást og frið um samhjálp og jafnrétti sem í orðum Krists má finna. Það er ekki síður þörf í neyslu- samfélagi nútímans að minnast hverja útreið okurkarl- ar og aurasafnarar fengu í helgidóminum og þess boð- skapar að þau verðmæti er mölur og ryð fá grandað eru ekki það sem girnast ber. Það er kominn tími til að ýmsar aðrar gáfur verði teknar fram yfir peningavitið. Eða hví skyldu þeir sem vel eru gefnir til munns eða handa og gæddir góðum vilja ekki að fá að njóta ávaxta sinnar vinnu í stað þess að lappa upp á valta veldisstöla þeirra er hafist hafa til vegs í krafti auðsins? Á jólum ættu menn að minnast þess að Kristur var fyrst og fremst boðberi samhjálpar og jafnréttis og sjálfstæðis sinnar þjóðar - frelsis fsraelsþjóð til handa undan oki Rómverja. Enda hlaut hann að gjalda með því eina sem hann átti - lífi sínu. En í sjálfstæðisbaráttu þjóðar er til lítils að eiga aðra en þá sem nokkru vilja fórna fyrir málstaðinn minnugir orða Arnas Arneusar í íslandsklukkunni að: „Feitur þjónn er ekki mikill mað- ur. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima.“ Við áramót líta menn til baka yfir farinn veg og horfa fram á við til komandi tíma. Naumast verður sagt að árið sem nú kveður hafi verið gott ár. Það er hið kald- asta sem mælst hefur á þessari öld og hefði fyrir fáum áratugum leitt hungur yfir þjóðina. Slíkt er ekki um að ræða nú, en eigi að síður hafa menn verið rækilega á það minntir að gegn erfiðu árferði og náttúruöflunum í vondum ham dugar öll tækni nútímans skammt. Grasið sprettur ekki á freðinni jörð og ekki draga menn fisk úr sjó ef hafþök verða af ís. f iðrum jarðar geisar eldur sem leitt getur ómældar hörmungar yfír land og lýð. En ef menn kunna og vilja beita aðferðum samhjálpar og samvinnu til að leysa þann vanda sem við er að etja hverju sinni, þurfa menn ekki að kvíða. Nú eins og lengstum áður er stærsti vandinn við að fást þröng eiginhagsmunahyggja og sífelldar tilraunir hins sterka til að troða þeim sem minna má sín um tær. Meðan mis- skipting hinna efnislegu verðmæta er látin viðgangast verður aldrei jafnrétti náð í neinni grein. Hins vegar mega menn ekki láta þrönga krónuhyggju byrgja sér sín í átt að lokatakmarki sósíaiista, frelsi, jafnrétti og bræðralagi allra manna af hvaða húsi og kynþætti sem þeir kunna að vera. Með von um að á komandi ári megi stíga stærri skref í átt til betra og réttlátara mannlífs en áður, óskar NORÐURLAND landsmönnum gleðilegs árs. Erl. ÞÁ RIÐU HETJUR inn hafði látið hann ausa drullu um stund sá hann að við svo búið mátti ekki standa og þreif spíssinn fagurglitrandi og tók á rás á eftir keflismönnunum. Sagt er á fornum bókum um Sleipni hest Óðins að hann hafi haft átta faetur og verið fráastur hesta. Mér er það til efs að hann hafi nokkurn tímann borið sína 8 fætur af þvílíkum ógnahraða og keflismenn. Fætur þeirra virtust óteljandi svo ákaft runnu þeir skeiðið, og brátt blikuðu broddar Bismarkshjálmanna við eldana í ljósaskiptum síð- sumarskvöldsins. En samband þeirra við dælumanninn langt í burtu var ekki sérlega gott. Kannski hefur hann af bölvun sinni og gremju vegna Straumsvíkurhjálmsins vísvit- andi farið rangt að, kannski einungis mannleg mistök í hita augnabliksins. Spíssmaðurinn var enn víðsfjarri þegar dælu- maðurinn setti háþrýsting á dæluna og slönguendinn tók að lemjast um þar sem keflismenn höfðu lagt hann frá sér meðan þeir kostuðu mæðinni og biðu eftir spíssmanni. Til að forða fjölda mans frá meiðingum og öngviti réðust þeir nú á slöngu- endann og beindu honum að eldinum. En það var auðvitað óttalega öfugsnúið fyrst enginn var spíssinn. Þrátt fyrir mikinn þrýsting náði bunan ekki nema upp á mitt heyið og eldur logaði glatt í mæni þess. Og nú bar spíssmanninn að og hann vissi greinilega vel hverjum yrði hér um kennt ef eldur kæmist í hlöðuna. „Haldið þið helvítis endanum,“ - æpti hann á keflismennina og svo réðist hann á móti vatnsbununni og reyndi að skrúfa spíssinn á slönguna. En það var sama hvað hann tók á, sama hvað þeir tóku allir á, - þrýstingurinn á slöngunni var of mikill til að þeir kæmu spíssinum nálægt slöngunni og vatnið gusaðist yfir þá og spíssmaðurinn grét. „Haldið þið henni“orgaði hann í örvær.tingu og gerði enn eina tilraun til að nauðga spíssinum í múffuna á slöngunni, - „haldið þið henni helvítis fíflin ykkar,“ - sagði hann og skolaðist flatur burt með bununni í átt að eldunum. Þetta fór að vekja verulega athygli. Menn hættu um stund að stinga hver annan með heykvíslunum og söfnuð- ust saman í kringum þá til að gefa góð ráð og rétta hjálpar- hönd. Ráðsnjall maðurhljóp að slöngunni fyrir aftan keflis- mennina og gerði bragð á hana ef það mætti gefa svigrúm til að' skrúfa spíssinn í múffuna. Slang an ærðist gjörsamlega við þetta herbragð. Fyrst tútnaði hún út í ráðaleysi og það var ekki frítt við að von kviknaði í brjósti spíssmannsins. Hann bröltí á fætur bar spíssinn enn á ný að vörum slöngunnar. En þásýndi hún fyrst hvað í henni bjó, Hún reis upp í löngum sveig að baki keflismannanna og sópaði með sér þeim sem þar stóðu, sá sem gripið hafi fyrir kverkar henni þeyttist í loft upp og missti takið, spíssmaðurinn skolaðist nær eldinum en áður og keflis- mennirnir riðuðu á sínum átta fótum. Það lá við fullkominni upplausn meðal lýðsins, ör- væntingin lá í loftinu. Á hættustund ber það löng- um við að hjálpin kemur þangað sem síst er líklegt. Ég hef víst áður minnst á sáran mann sem hallaðist upp að hlöðuvegg og reyndi að stöðva blóðrás úr lófasári. Hvort held- ur æðri máttur hefur hvíslað að þessum manni eða þá að hann hafði öðlast rósemi hugans við sár sitt og blóðlát þá reis hann nú á fætur og hélt um hönd sér og hljóp sem mest hann mátti í átt til dælumannsins. Hann var kominn í kallfæri við hann innan mínútu og brátt fór þrýstingur af dælunni. Spíss- maður neytti hinstu krafta til að skrúfa spíssinn á slönguna og síðan veifaði hann samkvæmt þaulþjálfuðu merki brunaliðs- ins í dælumanninn og innan skamms sprautuðu keflismenn- irnir vatni um allt heyið. Og þeir sprautuðu og sprautuðu á hey- ið, á mennina með heykvíslarn- ar og hvorttveggja varð, að hætti að loga í heyinu og menn hættu að leggja hver til annars. Hættan var liðin hjá, hlöðunni var borgið, - einnig miklum hluta heysins. Þegar eld og reyk lægði komu menn hins vegar auga á það sem vakti undrun þeirra og skelfingu en varð jafnframt svar við spurningunni um hvað olli heybrunanum. Við hlið heysins kom í ljós brunnin dráttarvél, hún var gjörsamlega komin í rúst. Hvar var öku- maður? - spurði maður mann? Hvar var hann? Glaðbeittur og óskammfeil- inn sumarstrákur á bænum veitti mönnum góðfúslega svar við þeirri spurningu. Bóndi hafði verið að halda töðugjöld. Hann hafði sett eitthvað fleira út í kaffið en sykur og rjóma, víst var um það. Svo hafði hann endilega viljað fara út að aka á dráttarvélinni, fyrst í kringum bæinn, svo í kringum útihúsin, hlöðuna og loks heyið. Þá kviknaði í traktornum með einhverjum dularfullum hætti. Bóndi drap á honum og gekk til bæjar að sækja aðstoð við að slökkva í honum. Eldurinnsem gefur engri skepnu að éta með sér, - var kominn í heyið þegar hann kom aftur úr þeirri ferð. Svo dreifðu menn úr blautu heyinu til að vera vissir um að engin glóð leyndist þar meir. Spíssmaðurinn safnaði liði til að ýta bílnum upp úr mýrinni og um það bil sem síðsumar- tunglið var orðið sólinni bjart- ara héldu menn heim með glöðu hjarta og góða samvisku hins fórnfúsa mans sem allt leggur í sölurnar fyrir náunga sinn þegar lífsbjörg hans er annars vegar. Sumir dálítið haltir, aðrir kannski handlama og allir blautir. En hvað er það móti þeim unaði að hafa fengið að vera hetja eina rökkurstund, hetja þrátt fyrir allt það öryggi sem almannavarnir veita. jgf m 0? m G/eði/eg jó/, farsælt komandi ár Þökkum samstarfið á líðandi ári. Verkalýðsfélag Raufarhafnar m m m Gleðileg jól farsœlt komandi ár. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. IÐJA, félag verksmiðjufólks, Akureyri. ______m m $L Óskum öllum viðskiptavinum vorum GLEÐILEGRA JÓLA og farsœldar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. SANA HF. m Óskum öllum viðskiptavinum vorum GLEÐILEGRA JÓLA og farsæls komandi árs! Þökkum viðskiptin á árinu, sem er að líða. AUGSÝN - húsgagnaverslun Strandgötu 7 - Simi 21690 4 -NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.