Norðurland


Norðurland - 20.12.1979, Blaðsíða 7

Norðurland - 20.12.1979, Blaðsíða 7
Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli er í hópi snjöllustu smásagnahöfunda er fram hafa komið í íslenskum bókmenntum. Þá er hann, svo sem kunnugt er, einn málsnjallasti og athyglisverðasti útvarpsmaður síðari ára, þegar um er að ræða erindaflutning. Kaflinn sem hér birtist er úr bókinni FJALLABÆJAFÓLK, sem er fyrsta bindið í heildarútgáfu af ritverkum Einars, en í þeirri bók segir hann frá æskuárum sínum í Þistilfirði. Einar pungur eltir pung eins og pungur í framan, heldur á pung og hampar pung, hefur að pungum gaman. Allan þennan kveðskap þoldi ég afa mínum vel og tók sem hlýlega glettni. Aftur á móti var ég ekkert hrifin af því þegar aðrir voru að abbast upp á mig með þessum kveðskap, ekki síst ef jafnaldrareða leikfélagar áttu hlut að máli. Einkum þótti mér að. vonum hvimleitt að vera orðaður við það að vera eins og pungur í framan. En í rauninni var ekki leiðum að líkjast, að minnsta kosti voru hrústspungarnir hreinasta augnayndi þegar þeir komu upp úr súmum sléttrakaðir, snyrtilega fyrirsaumaðir og glansandi, enda mesta lostæti fyrr og síðar. Eitt af því sem afi minn hafði sér til dægrastyttingar og öðrum til gamans, var að fást við vísnagerð. Ekki einkenndist kveðskapur sá af nostri, orðkynngi eða formfegurð, en þess meir af kátínu, góðvild, glettni og hlýju. Hann fór mjög frjálslega með stuðla, höfuðstafi og jafnvel endarím, en þó ekki meir en margur dægurlagahöfundurinn nú á dögum. Ekki mun hann hafa hugsað til skáldfrægðar, en notið þess að gera öðrum glatt í geði, og látið sig einu gilda hvort fólkið hló að kveðskap hans sem spaugi eða leirburði, enda getur leirburður svonefiidur oft verið ánægjulegri til hvunndagsbrúks en hástemmdur og listrænn kveðskapur. í vísum hans var hvergi spott né sáryrði að finna, enda áttu slík höfundaeinkenni ekki þar heima. Eg á í fórum mínum vísur ortar til heimilisfóiksins af báðum búum á Sjóarlandi. Yfirskriftin er, Gamanvísur við heyskap 1912. Til herra. Guðjóns Einarssonar á Sjóarlandi. Sjóarlandsbændur höfðu þá sem oftar fengið til afnota engin í Upsala- hvamminum og legið þar við með flest sitt heimafólk. Afi hefur þá ekki getað stillt sig um að koma til þeirra í kurteisiheim- sókn, og fengið þar hressingu og góðar viðtökur, svo sem vænta mátti. Ekki hefur hann síðan látið heyannir aftra sér frá því að setja saman nokkrar stökur, færa þeim á engjamar og eiga aftur með þeim góða stund. Rímið er þama sérlega lauslegt í reipunum, en þeim mun meiri áhersla lögð á mannlýsingar og myndræna túlkun. Þó hefur hann haft svo mikið við Dýrleifu, að grípa til hringhendunnar, sem honum var annars lítt til- tæk: Vinnukná þó sýnist smá bæði að slá og raka, bús við stjá sú auðargná engan á sér maka. Ungu hjónin, Guðjón og Sigríður hafa búið í tjaldi, naumlega vatns- heldu, og um það hefur hann þetta að segja: Ekki hretið hræðast þaug þó hafi mikið lekið, halur vekur hringabaug og hitar upp við sprekið. Á þessari vísu hafði Guðjón frændi minn miklar mætur. Alls em þetta tuttugu og tvær vísur. Þær bregða upp fyrir mér svo greinilegri mynd af manneskjum og viðburðum, að allt verður ljóslifandi, enda ég nákunnugur fólki og staðháttum. Undirskriftin er: - Samið hefur gamall kuningjakarl, P.E. Þorsteinsson. Töluvert mun afi hafa skráð af kveðskap sínum, en eftir að hann missti sjónina mun hann ekkert hafa látið skrifa niður, og að líkindum lagt niður yrkingar. Mest allt, sem til var á blöðum, mun síðar, af misskilinni tillitssemi við hann, hafa verið á eld borið. En að líkindum hefur ljóðagerð afa míns verið búin að gegna hlut- verki sínu í eitt skipti fyrir öll. Og ár eftir ár sat afi minn í myrkrinu og sá ekkert af þeim litla hluta veraldarinnar, sem verið hafði hans vettvangur alla ævi, og tíðindi af því sem gerðist utan litlu baðstofunnar á Hermundarfelli, fékk hann eingöngu af frásögu annarra. Utanríkismál heimilisins komu honum ekki mikið við, og innanrötismálin lét hann hludaus og blandaði sér ekki í átök af neinu tæi. Hver gestkoma var honum fagnaðarefni, ekki síst þegar forna vini og kunningja bar að garði. Ekki þurfti hann að hafa áhyggjur af veraldlegum verðmætum, því að til elliáranna hafði hann engu safnað öði u en vinarþeli allra, sem höfðu af honum kynni. Og lífsþrótturinn tók að dvína smátt og smátt, þar til hann gat ekki lengur haft fótavist. Hann hætti að geta risið upp af eigin rammleik. En þá festi pabbi snærisspotta upp í súðina fyrir ofan hann, og í enda hans var bundinn þéttvafinn prjónlesböggull í hæfi - legri hæð, og í hann gat afi gripið sér til léttis, ef hann vildi rísa upp. Þetta var kallað létti, og voru einustu lífsþægindin, sem hann naut umfram aðra síðustu missirin sem hann lifði. Síðustu daga sína mátti hann ekki mæla, aðeins lá þögull í því órjúfandi myrkri, sem hafði umlukið hann árum saman og hann var orðinn sáttur við. Svo var það eitt vetrarkvöld að mamma kom til mín og sagði að nú væri afi að deyja. Og ég varð hvorki hræddur né harmþrunginn. Allt var með svipuðum hætti og mörg önnur kvöld, en þó kannski eitthvað alvarlegra og hljóðlegra en endranær. En þetta var þó brottför, það leyndi sér ekki, því að allir kvöddu hann með kossi eða handabandi, og einnig tárum. Og stundin var hátíðleg, því að mamma kveikti á kertum og lét loga við rúmið hans. Heima var til lítil snotur borðklukka, og þeim mun merkilegri en aðrar klukkur, að í henni var undratæki, sem gat leikið nokkrar fallegar laghendingar með hreinum og mildum slaghörpuhreim. Og nú var klukkan stillt til þessa leiks, og aftur og aftur fór hún með þessar sex lag- hendingar, sem hún hafði ráð á. Orka gangverksins tók að dvína, og tónarnir hægðu einnig á sér, urðu slitróttir og dóu alveg út að síðustu. Og jafnframt fjaraði út líf afa míns, með hægum andvörpum. Rósemd og hátíðleg lotning var ríkjandi í baðstofunni. Mamma tók mig í fangið og hvíslaði að mér: - Nú er afi dáinn. Þetta var undarlegt. Alltaf hafði ég hugsað mér að dauðinn væri hræði- legur og kvíðvænlegur, en hann reyndist þó hvorugt. Afi hafði ekki verið neitt hræddur, og ekki hafði hann hljóðað né beðist hjálpar, og allir aðrir voru hljóðir og rólegir. En þrátt fyrir það hafði runnið upp mikil og alvar- leg stund, sem ekki gleymdist fljótt. Og nú lifði ég mín fyrstu kynni af dauðanum, líkkistunni og gröfinni. Afi var fluttur fram í dyrhúsið, sveipaður hvítu líni. Alltaf hafði hann verið hreinn og bjartur í andliti, en þó aldrei sem nú, þar sem hann lá með lokuð augu. Einhvern næsta dag var komið með kistuna hans. Hún var kolsvört og gljáandi, og fínasta mublan, sem ég hafði séð í okkar húsakynnum, og bar með sér geðfellda, framandi angan, sem ég þekkti ekki áður. Síðan kom að húskveðju og jarðarför. Við húskveðjuna flutti ljóð Jón í Garði, nágranni og vinur hans og fjölskyldunnar. í upphafi sagði hann: Sem bam þú varst í hug og hjarta, það hnoss ei frá þér lífið sleit, og sælugeisla sólarbjarta þú sást í hverjum lífsins reit, því gegnum eigin eðlislind vor andi speglar hverja mynd. Og síðar segir svo: Þú kveður hér í hinsta sinni, því heims er vistum lokið nú, en flestir geyma í fersku minni það fiör og líf, sem veittir þú, með hlýju geði í hvers manns lund, sem hjá þér átti dvöl um stund. Og við húskveðjuna var einnig sunginn hinn hefðbundni sálmur, Hin langa þraut er liðin, og hann hefi ég kunnað siðan. Nei, - dauðinn gat ekki talist neitt ægilegur, fyrst sungið var: Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Afi minn dó aðfaranótt 8. janúar, 1919. Þann 7 jan.var hríðarveður og renningur, en þó ekki verra veður en svo, að Ragnheiður systir hans kom þá utan úr KoUavík, og mátulega snemma til þess að kveðja bróður sinn hinstu kveðjunni. En sjálf átti hún eftir að lifa langvarandi myrkur. Fyrstu kynni af dauðanum eru án efa hverju bami mikil lífsreynsla, og síður en svo sama hvemig þau ber að. Minningar mínar um fyrstu reynsl- una og sambúðina við dauðann em þannig samofnar, að þær hafa orðið, og eiga eftir að verða, mér styrkur og huggun þegar hann er í nágvígi. NORÐURLAND- 7

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.