Norðurland - 20.12.1979, Síða 12

Norðurland - 20.12.1979, Síða 12
NORÐURIAND Fimmtudagur 20. des. 1979 MÁLGAGN SÓSÍALISTA f NORÐIJRLANDSKJÖR- DÆMI EYSTRA GERIST ,ÁSKRIFENDUR - Síminn er 2-18-75 AfJGLYSIÐ f - NORÐURLANDI &MQ - Síminn er 2-18-75 - 13ÆÁ FYRIR YNGSTU LESENDURNA Jólasöngur lag: Sig bældi refur. Eg skil í kvöld eftir skóginn minn út í glugga, út í glugga. Ó, góði jólasveinn gcegstu inn inn um glugga, inn um glugga. Æ, farðu að sofa Marta mín á morgun kanski er gjöf til þín, út í glugga, út í glugga tra, la la la la. í rauðri úlpu af fjöllum fer jólasveinninn, jólasveinninn. Og stóran poka á baki ber jólasveinninn, jólasveinninn. Hann laumar gjöfum í gluggann inn já, gjafir lcetur í skóinn þinn inn um glugga, inn um glugga, tra, la la la la la. Jólamerkimiðar Farið með skærisoddi ofan í pimktalínuna til að brjóta miðana saman. GLEÐILEG JOL! Þakka ykkur fyrir árið. Jólatré fyrir munn- þurrkur. Klippt úr þar sem punktalín- an er og munnþurrk an sett þar. Litli jólasveinninn Litli jólasveinninn var í öngum sínum. Hann hafði lagt af stað ofan úr fjöllunum með stórann poka á bakinu fullan af jólagjöfum. En leiðin var löng og þreytandi. Snjóskafl- arnir voru svo stórir og djúpir, að litli jólasveinninn varð bókstaflega að kafa fönn- ina. Svo bætti ekki úr skák, að það skall á með blindbyl. Aumingja litli jólasveinninn týndi pokanum sínum. Hann varð þess var, þegar hann hafði brotist út úr einum stærsta skaflinum. Hann reyndi strax að leita, en hríðin var svört og skaflinn stór. Jólapokinn var týndur og hann gat ekki fundið hann aftur. Þá fór litli jólasveinninn að gráta. Hann grét og grét, þarna í stóra skaflinum. Allt í einu kom stórt hreindýr og spurði hvers vegna hann gréti. „Ég græt af því að jólapokinn minn er týndur,“ sagði jólasveinninn snökkt- andi. „Nú fá börnin á Akureyri engar jólagjafir. Ég átti að vera jólasveinninn þeirra.“ „Ég skal hjálpa þér,“ sagði hrein- dýrið. Það óð fram og aftur um skaflinn og beitti stóru hornunum sínum óspart. Snjó- köglarnir flugu í allar áttir, en ekki fannst pokinn. Þá fór hreindýrið að gráta. Lítil mús kom og sá jólasveininn litla og hreindýrið stóra sitja og gráta. „Hvers vegna grátið þið“ spurði músin. „Ég græt af því að ég týndi jólapoka barnanna á Akureyri,“ sagði jóla- sveinninn. „Ég græt af því að ég get ekki hjálpað jólasveininum,“ sagði hreindýrið. „Hættið að gráta,“ sagði músin. „Ég veit hvar jólapokinn er. Hann er rétt hjá holunni minni.“ Jólasveinninn gaf músinni stóran ostbita í fundarlaun, en hreindýrið tók jólasveininn á bak sér og bar hann alla leið á Akureyri, svo hann yrði ekki of seinn með gjafirnar. Litli jólasveinninn færðí mörgum börnum fallega jólagjöf og var sjálfur glaður og ánægður. Það er gott að vera jólasveinn.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.