Norðurland - 18.03.1983, Blaðsíða 1

Norðurland - 18.03.1983, Blaðsíða 1
8. árgangur Föstudagur 18. mars 1983 2. tölublað Gefiö út af stjórn kjördæmaráös Alþýðubandalagsins í Norð- urlandskjördæmi eystra. Ritnefnd: Helgi Guðmundsson (áb), Erlingur Sigurðarson, Þröstur Ás- mundsson, Steinar Þorsteinsson, Steingrímur J. Sigfússon. Aðsetur: Eiðsvallagata 18, Akureyri, sími 21875 Pósthólf 492, 602 Akureyri. * Prentsmiðja Björns Jónssonar. Iltlll Logi skrifar um sérstöðu Vilmundar á bls. 2 Nýlega bárust fréttir af Reykjavíkursvæðinu, þess efnis, að niikill samdráttur væri í skipasmíðum og viðgerðar- þjónustu við flotann. Norðurland snéri sér til Stefáns Reykjalín stjórnarformanns Slippstöðvarinnar h/f á Akureyri og innti hann eftir stöðu mála hjá stöðinni. Stefán sagði að starfsmannafjöldi stöðvarinnar væri óbreyttur frá því sem verið hefði um langan tíma. Þing- eyringum var nýlega afhent Sléttanes ÍS og meðfylgjandi mynd er af. Nú er unnið að smíði skips sem á að fara til Grænhöfðaeyja og er verkefnið liður í þróunaraðstoð íslendinga. Þá er Slippstöðin að smíða einn bát í svo- kölluðu raðsmíðaverkefni og til hefur staðið að fyrirtækið smíðaði annan slíkan. Ríkisstjórnin tók ábyrgð á smíði þessara báta, þannig að skipasmíðastöðvarnar í landinu áttu að geta smíðað þá án þess að kaupandi væ*i fengin fyrirfram eins og venja er. Það hefur hins vegar komið í Ijós að ýmsir þröskuldar reynast vera í kerfinu sem koma í veg fyrir að fjármögnun smíðanna gangi eins og til var ætlast. Viðgerðarvérkefni eru mikil hjá Slippstöðinni um þessar mundir og sagðist Stefán Reykjalín telja verkefna- stöðu stöðvarinnar góða þegar á heildina væri litið. „Skrifa flugvöll hér og vegspotta þar" Viðtal við Steingrím J. Sigfússon á bls. 3 Vísitöluvandi Framsóknar Landsmenn hafa undafarna daga oröið vitni að næsta sérkennilegu háttalagi Framsóknarflokksins á Alþingi. Flokkurinn sem kyrjar í sífellu sönginn um eigin ábyrgð- ar tilfinningu fyrir hagsmunum þjóðarinnar má nú ekki heyra það nefnt að Alþingi sé kvatt saman hið snarasta að afloknum kosningum. Svo mikið kapp lögðu þeir Framsóknarmenn á að koma í veg fyrir að ákvörðun yrði tekin um samkomudag Alþingis eftir kosningar að þeir hótuðu stjórnarslitum ef aðrir flokkar féllu ekki frá til- raunum sínum til að koma þinginu saman strax af afloknum kosningum. Telja verður þessa misheppnuðu tilraun til stjórnar- slita með frumlegri leiðum til slíkrar athafnar. Varla munu nokkur fordæmi fyrir því að fráfarandi ríkisstjórn gefist upp við að stjórna landinu vegna þess að meiri hluti þingsins vill ákveða hvenær það á sjálft að koma saman að afloknum kosningum. Skýring þeirra f ramsóknarmanna er sú, að með tillögu sinni um að þingið komi saman eigi síðar en 18 dögum eftir kosningar, séu Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur að staðfesta þann vilja sinn að kosið verði aftur strax i sumar. Og ekki nóg með það: Stein- grímur Hermannsson fullyrðir að þegar séu hafnar stjórnarmyndunarviðræður þessara flokka, þeir séu ráðnir í að mynda næstu ríkisstjórn. Allt er þetta háttalag til marks um þann grun Fram- sóknar-forystunnar að þjóðin muni ekki ætla flokki hennar sambærileg áhrif í næstu kosningum og hún hefur átt að venjast undanfarin ár. Umtalsverðar líkur eru á að grunsemdirnar séu á rökum reistar og bendir hegðan einstakra þingmanna til þess að þeir hafi gert sér það Ijóst. Þannig hefur Stefán Valgeirsson upp raust sína iDegi ekki alls fyrir löngu og þylur löngu landsfræga þulu framsóknar um að Alþýðubandalagið og verkalýðs- hreyfingin geti ómögulega skilið hvað þjóöinni sé fyrir bestu. Alþýðubandalagið sé meira að segja svo illa statt að það vilji beinlínis lögfesta verðbólgu og kjaraskerð- ingu. Ingvar Gíslason menntamálaráðherra skrifar svo hjartnæma hugvekju í Dag nú á dögunum og telur að verðbólgan sé ekki síst að kenna „rangri stefnu í kaup- gjalds- og verðlagsmálum, þar sem þreyttir forystu- menn halda dauðahaldi í steinrunnar og úreltar baráttu- aðferðir og efnahagsúrræði." Ráöherra hefur heldur takmarkað álit á vitsmunum launþega því hann telur þá „láta sífellt leyna fyrir sér tilgangsleysi núverandi vísi- tölubóta". Ber allt að sama brunninum: Enginn nema framsókn skilur efnahagsvandann, enginn vill leysa hann nema framsókn, ekki einu sinni þeir sem hann brennur heitast á, láglaunafólkið í landinu. Það er fullkomin misskilningur hjá menntamálaráð- herra að launafólkið í iandinu skilji ekki tilgang núver- andi vísitölubóta. Þvert á móti. Hverju mannsbarni er það Ijóst að með vísitölubótum hefur þrátt fyrir allt tekist að halda í horfinu, ekki að fullu en langleiðina. Með afnámi vísitölubóta eða stórlegri skerðingu á þeim án þess að því fylgi alsherjar stöðvun á verðhækkunum í landinu, lækkun vaxta og festingu gengis, hrynur afkoma heimil- anna á örskömmum tíma. Þeir Framsóknarmenn hafa haldið „dauðahaldi í úreltar og steinrunnar baráttuaðferðir og efnahags- úrræði" með þráhyggju sinni um afnám vísitölubóta á laun, og þeim er að verða Ijóst að launafólkið í landinu hefur næsta takmarkaða trú á úrræðum þeirra. Vissu- lega þarf að rjúfa vítahringinn og koma í veg fyrir sífelld- ar vixilhækkanir kaupgjalds og verðlags. Æskilegt væri að Framsóknarflokkurinn gerði sér grein fyrir því að til eru önnur verðhækkunartilefni en launahækkanir, og byðist síðan til að stöðva víxlganginn með því að koma í veg fyrir verðhækkanirnar. Það má hugga menntamála- ráðherrann með því að upplýsa að skilningur launþega á vísitölubótum er nógu næmur til þess að þeir vita að með stöðvun verðhækkana falla vísitölubætur niður. .... hágé. Athyglisverðar tölur um þróun kaupmáttar á bls. 4 Nokkrar hagnýtar upplýsingar um orkuverð til ísal bls. 6 Togarinn Kolbeinsey hefur reynst afburðavel Rætt við Kristján Ásgeirsson á Húsavík bls. 6

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.