Norðurland - 07.10.1987, Blaðsíða 4

Norðurland - 07.10.1987, Blaðsíða 4
4 - NORÐURLAND Norðurland Gefið út á vegum Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Kemur út í 8.000 eintökum. Ritstjóri: Yngvi Kjartansson (ábm.). Aðsetur: Eiðsvallagöta 18, Akureyri. Pósthólf 492 - 602 Akureyri. Sími: (96) 2 18 75. Setning, umbrot og prentun: Dagsprent hf. LEIÐARI Fundir þingmanna Alþingismenn Norðurlandskjördæmis eystra hafa nú nýlokið röð funda í kjördæminu þar sem þeir bjóða sveitarstjórnarmönnum, forsvarsmönnum samtaka, stofnana og fyrir- tækja og öðrum þeim sem erindi eiga á sinn fund. Þessir fundir eiga sér orðið nokkurra ára sögu og hafa fest sig í sessi sem hluti af sam- skiptum þingmanna kjördæmisins við svæðið og fólkið sem þeir þjóna. Vissulega má deila um gagnsemi slíkra funda og margur sveitarstjórnarmaðurinn svo dæmi sé tekið telur ugglaust afraksturinn rýr- an í krónum og aurum talið. Því vissulega fá mörg þörf framfaramál, sem óskað er fjár- stuðnings til, harla litla úrlausn. Erindi þeirra sem á fund þingmanna koma eru þó af harla margvíslegum toga og snúast langt í frá öll um að útvega fjárveitingar. Er í því sambandi rétt að hugleiða að það getur verið ekki síður mikils virði fyrir þingmenn að fá þannig frá fyrstu hendi að fylgjast með því sem er á döf- inni í athafna og menningarlífi og félagsmál- um. Árangurinn af þessu fundahaldi getur því í mörgum tilfellum legið þeim megin ekki síður. Þá er einnig rétt að vekja athygli á því að á þessum fundum starfa allir þingmenn kjör- dæmisins saman í hóp. Erindi eru borin upp og mál kynnt þeim sameiginlega og það er því minni hætta en ella á pólitískri togstreitu um hlutina. Einnig lætursú hvimleiða tilhneig- ing til að „eigna“ sér einstök mál eða verkefni síður á sér kræla þegar þannig er staðið að hlutunum. Á fundum þingmanna Norðurlands eystra nú í haust var afgerandi sú mikla áhersla sem lögð var á samgöngumálin, einkum uppbygg- ingu hafna. Hvert á fætur öðru settu sveitar- félögin við sjávarsíðuna uppbyggingu og endurbætur í hafnarmálum í efsta sæti á for- gangslista sinn. Fjárveitingar til hafnarmála voru skornar svo harkalega niður við trog í tíð síðustu ríkis- stjórnar að nýframkvæmdir lögðust af að kalla og allt viðhald var í slíku lágmarki að mann- virki dröbbuðust niður. Þörfin nú er því geysi- leg og afleiðing margra ára uppsöfnunar á þessu sviði. Það verður nokkur prófsteinn á skilning nýrrar ríkisstjórnar á þörfum landsbyggðar- innar'hverngi hún bregst við þessu kalli lands- byggðarinnar um aukið fé til hafnarmála í fyrstu fjárlögum sínum. S.J.S. Valgerður Gunnarsdóttir: „Það er ekki í samræmi við markmið Kvennalistans að hann sé kominn til að vera, heldur er markmið hans að eyða sjálfum sér.“ Mynd: -yk. Framhaldsskólinn Húsavík að betri Valgerður Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi G-listans á Húsav í viðtali um bæjarmál, kvennapólitík og fleira Valgerður Gunnarsdóttir er einn af bæjarfulltrúum G-list- ans á Húsavík. G-listinn er listi Alþýðubandalags og óháðra og verður Valgerður að skoð- ast sem fulitrúi óháðra í þeim hópi þvi hún er ekki í Alþýðu- bandaiaginu. Það eru aftur á móti báðir hinir fulltrúar list- ans í bæjarstjórn, þeir Kristján Asgeirsson og Orn Jóhanns- son. Ég sótti Valgerði heim nýlega og spurði hana hvernig það hefði viljað til að hún tók þátt í forvali G-listans og var í framhaidi af því kosin í bæjar- stjórn Húsavíkur. „Það var eiginlega tilviljun. Ég var hvött til að taka þátt í forval- inu og lenti þar í öðru sæti sem kom mér nokkuð á óvart, meðal annars í ljósi þess að ég hef fylgt Kvennalistanum að málum.“ - Nú var enginn Kvennalisti í framboði við bæjarstjórnarkosn- ingarnar en hvernig gekk þér að samræma það við síðustu þing- kosningar að vinna með Alþýðu- bandalagsfólki í bæjarstjórn en með Kvennalistanum í kosninga- baráttunni? „Það skapaði eðlilega vissa spennu. En ég var aldrei með neinn feluleik og það vita allir sem vilja vita hvar mín pólitíska sannfæring liggur. Ég hef aldrei verið flokksbundin neins staðar en hóf mín afskipti af stjórnmál- um með Kvennaslistanum. Ég er ekki inni í bæjarstjórn sem bæjarfulltrúi Kvennalista heldur sem einn af fulltrúum G-lista, sem er samsettur af Alþýðu- bandalagi og óháðum. Samstarf- ið í bæjarmálunum hefur gengið mjög vel.“ - Víkjum aftur að Kvennalist- anum. Attu von á að hann eigi eftir að lifa lengi í íslenskum stjórnmálum? „Það er ekki í samræmi við markmið Kvennalistans að hann sé kominn til að vera heldur er markmið hans að eyða sjálfum sér. Ef baráttumál listans næðu fram að ganga væri ekki lengur þörf fyrir hann. Áhrif Kvenna- listans eru þegar farin að koma fram. Konur eru meira komnar til starfa í öðrum flokkum en áður en við erum hræddar við að það gangi til baka ef við slökum á baráttunni. í þessum efnum eigum við e.t.v. í sambærilegu stríði við baráttu Alþýðubandalagsins gegn hernum. Það hefur haldið aftur af hermanginu og komið í veg fyrir að ástandið yrði enn verra en það er, þótt því hafi ekki tekist að koma hernum úr landi.“ - Nú er í fyrsta sinni uppi sú staða í íslenskum stjórnmálum að rætt er um það í alvöru sem raunhæfan möguleika að kona taki við formennsku í stjómmála- flokki, þar sem mikill áhugi virð- ist vera fyrir því að Sigríður Stefánsdóttir verði næsti formað- ur Alþýðubandalagsins. Hvaða áhrif heldur þú að það geti haft á Kvennalistann og fylgi hans? „Ég get engu svarað um það

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.