Organistablaðið - 01.12.1982, Qupperneq 4

Organistablaðið - 01.12.1982, Qupperneq 4
Priit Kinisk: Konunglegir yfirburðir Kapp tónskáldanna í eistlensleri tónlist Menning Eistlendinga er vel þekkt. Oft er talið að kórsöngshefðin sé aðalástæðan fyrir frægð eistlenskrar tónlistar. Frægð söngmóta þessa litla lands, þar sem 30 þús. manna kór hefur sungið, hefur farið langt úr fyrir landamæri Eistlands. Eistlenskar nútíma sinfóníur og kammermúsik er oft flutt á sovéskum tónlistarhátíðum, þingum og ráðstenfum í Moskvu og víðar. Einnig á hátíðum nútímatónlistar sem haldnar eru annaðhvort ár í Zagreb og Feneyjum. Og hvað eftir annað á tónlistarhátíðum í Varsjá (Haust í Varsjá), Prag (Vor í Prag), Bratislava, Debrecem, Flavanna, Berlín, Helsinki, Arezzo og eins á sovéskum músikdögum í Frakklandi, Svíþjóð og víðar. Verk eistlenskra tónskálda eru á verkefnaskrá frægra sovéthljómsveita og flutt af þeim um víða veröld. Saga nútímatónlistar í Eistlandi er stutt, það er við lok síðustu aldar að fyrstu eistlensku tónskáldin útskrifast frá tónlistarháskólanum í St. Pétursborg. Þrátt fyrir þetta er hlutfall atvinnutónlistarmanna hátt í Eistlandi (af einni milljón 50 tónlístarmenn og 20 tónlistargagnrýnendur í félagi tónskálda í Eistlandi). Framlag Kapp fjölskyldunnar í þróun tónlistarmála Eistlands verður varla ofmetið. Framlag þeirra er sérstaklega áþreifanlegt þar sem fjölskyldan hefur haft afskipti af tónlistarmálum í yfir 80 ár. — Einsöngslagið „Á skógarstíg" er orðið hefðbundið á efnisskrá eistlenskra söngvara. Það samdi Arthur Kapp er hann nam við tónlistarháskól- ann í St. Pétursborg. í árslok 1977 lauk sonur hans við óratoríuna Ernst Thálmann. Eistlendingar helguðu árið 1978 Kapp tónskáldunum. Þeir minntust aldarafmælis Arthurs Kapp (1878-1952), sjötugsafrnælis sonar hans 26. maí — tónskáldsins, stjórnandans, organistans og prófessors í tónsmíðum Eugens Kapp og Villems Kapp (1913-1964) sem lést fyrir aldur fram en hefði orðið 65 ára þá 7. sept. í smábænum Suure-Jaani sunnantil í Eistlandi eru heimkynni Kapp-fjölskyldunnar. Ættfaðirinn Joosep Kapp (1833-1894) var kennari og tónlistarunnandi. Hann hlúði að tónlistarlífi í bænum, sérstaklega kórsöng. Þegar fyrsta tónlistarhátíð Eistlands var Arthur Kapp 4 ORGANISTAHLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.