Organistablaðið - 01.12.1982, Page 19

Organistablaðið - 01.12.1982, Page 19
til rúms. Þá var mörg hundruð ára kyrrstaða rofin, og menn kepptust við að gerast föðurbetrungar hver á sínu sviði. Þá geystust nýir og óþreyttir tónlistarmenn fram á völlinn. Fyrstur var séra Bjarni Þorsteinsson á Siglufirði. Lög eftir hann voru komin til almennings fyrir aldamót, og um sama leyti komu hátíðasöngvar hans. Auk þess vann hann stórvirki á öðru sviði tónlistarinnar. Þá kom Sigfús Einarsson og gerði tónlistaina að æfistarfi og varð mikilvirkur. Þá fóru að koma lög eftir Árna Thorsteinsson. Brynjólfur Þorláksson tók við söngkennslunni við lærða skólann eftir Steingrím Johnsen 1901 og varð organisti við dómkirkjuna 1903 eftir Jónas Helgason. Hann kenndi auk þess söng við fleiri skóla, stofnaði söngfélög og stýrði þeim. Mátti segja að allt tónlistarlíf bæjarins hvíldi á herðum hans í mörg ár. Hann fór til Ameríku 1912, en kom heim aftur eftir langa útivist. Björgólfur Ólafsson: Pétur Jónsson óperusöngvari Rv. 1954. 14 Ur endnrminningum Guðbjargar á Broddanesi Húslestrar voru þá engin nýjung. Þó fanst mjer eitthvað meira við jólalestrana en vanalegt var. Þá var miklu meira sungið, og allir sungu, sem söngrödd höfðu. Ráðsmaðurinn var forsöngvarinn; hann söng laglega, en fátt kunni hann af nýjum lögum. Oftast var byrjað á þessum sálmi: Þjer, mikli guð, sje mesti prís! Vor mildi guð! vjer þökkum þjer, o.s.frv., eða jólasálminum: Með gleðiraust og helgum hljóm. Ekki voru sungnir færri en fjórir sálmar, tveir fyrir og tveir eftir, stundum meira. Á meðan faðir minn las og söng sjálfur, hafði hann sungið fjórtán sálma á aðfangadagskvöldið. Það er minna nú á dögum. Ljós var látið lifa í baðstofunni bæði jólanóttina og nýársnótt. Á gamalárskvöld voru sungnir margir sálmar likt og á jólum. Þá var ætíð byrjað á þessum sálmi: Guðs vors nú gæsku prlsum. f síðasta versinu voru síðustu hendingarnar ætíð tvíteknar og stundum þríteknar. Þær hljóða svona: f Jesú nafni nú þín biðja börn ennfremur blessa árið, sem kemur, allra þörf uppfyll þú. Á jóladaginn og nýársdag voru líka sungnir margir sálmar. Það var siður á flestum bæjum að syngja mikið á stórhátíðum. Jeg heyrði talað um, að á einum bæ í Bitru hefðu verið sungnir fimtán sálmar ájólanóttina. Það held jeg að hafi líka verið hámarkiö. Fyrir þessum sið er ekki hægt annað en bera virðingu. Þetta var saklaust og snerti engan óþægilega, því að vafalaust hefur alt heimilisfólkið tekið þátt í þessu. Þessi viðhafnarlausi sálmasöngur lyfti hugum og hjörtum jarðarbarnanna upp í hæðirnar. Guðbjörg Jónsdóttir á Broddanesi: Gamlar glæður. Rv. 1943. ORGANISTABLAÐIÐ 10

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.