Morgunblaðið - 21.11.2009, Blaðsíða 2
2 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2009
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla:
Selfoss – ÍR............................................32:28
Víkingur – Afturelding .........................23:23
Staðan:
Afturelding 6 5 1 0 166:132 11
Selfoss 6 5 0 1 171:133 10
Víkingur R. 6 3 1 2 160:131 7
ÍR 6 3 0 3 166:166 6
ÍBV 5 2 0 3 140:136 4
Fjölnir 6 1 0 5 113:184 2
Þróttur 5 0 0 5 108:142 0
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild karla:
Skallagrímur – Þór Akureyri .............103:95
Haukar – Þór Þorlákshöfn ...................92:68
KFÍ – Höttur .........................................93:78
Hrunamenn – Ármann........................68:101
Valur – ÍA.............................................113:76
Staðan:
Haukar 7 6 1 572:450 12
Skallagrímur 6 5 1 473:430 10
KFÍ 6 5 1 521:447 10
Þór Þ. 7 5 2 578:558 10
Höttur 7 3 4 529:575 6
Valur 6 3 3 444:423 6
Ármann 6 3 3 479:435 6
Þór A. 7 1 6 516:611 2
ÍA 6 1 5 454:531 2
Hrunamenn 6 0 6 450:556 0
NBA
New Orleans – Phoenix ....................110:103
San Antonio – Utah...............................83:90
LA Lakers – Chicago..........................108:93
um helgina
HANDKNATTLEIKUR
Eimskipsbikar kvenna, 16 liða úrslit:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Fram ..........L13.00
Eimskipsbikar karla, 16 liða úrslit:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Fram ..........L15.00
Úrvalsdeild kvenna, N1-deildin:
Mýrin: Stjarnan – Víkingur...............L14.00
Digranes: HK – KA/Þór ....................L14.00
Ásvellir: Haukar – FH........................S14.00
Úrvalsdeild karla, N1-deildin:
Mýrin: Stjarnan – FH........................L16.00
Ásvellir: Haukar – Grótta ..................S16.00
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla:
Laugardalur: SR – SA ..........................18.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, IE-deildin:
Keflavík: Keflavík – Grindavík ..........S19.15
Iða: FSu – ÍR.......................................S19.15
Grafarvogur: Fjölnir – Hamar ..........S19.15
SUND
Íslandsmótið í 25 metra laug heldur áfram í
Laugardalslauginni. Undanrásir hefjast kl.
9.30 bæði á laugardag og sunnudag. Úr-
slitasundin hefjast kl. 16.30 báða dagana og
áætluð mótslok á sunnudag eru kl. 18.
BLAK
Mikasa-deild kvenna:
Neskaupstaður: Þróttur N. – Ýmir ..L13.30
Fagrilundur: HK – Þróttur R............S14.00
Mikasa-deild karla:
KA-heimilið: KA – Þróttur R.............S17.00
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
,,ÉG mun hjálpa til með þjálfunina í
U17 ára liðinu og hjá svokölluðum af-
rekshópi en í honum eru stelpur sem
eru við það að komast í aðalliðið.
Þetta er mjög spennandi og ég verð
að vinna með Janne Mattson, fyrr-
verandi markakóngi í Þýskalandi og
Svíþjóð, sem sá um að þjálfa fram-
herjana þegar ég spilaði með
Malmö,“ sagði Ásthildur við Morg-
unblaðið í gær.
Ásthildur segir að markviss þjálfun
efnilegustu leikmanna félagsins og
stofnun sérstaks afrekshóps sé nýtt
verkefni hjá Malmö. ,,Það er verið að
breyta uppbyggingunni og for-
ráðamenn félagsins vonast til að það
verði leiðin til að betri leikmenn skili
sér upp í aðalliðið,“ segir Ásthildur.
Ásthildur eignast dreng í maí-
mánuði og er fæðingarorlofi frá störf-
um sínum í Landsbankanum og bæj-
arstjórn Kópavogs en hún og
eiginmaður hennar fluttu út til
Malmö í september.
,,Maðurinn minn er arkitekt en
hann missti vinnuna heima á Íslandi
og við ákváðum að flytja út. Stefnan
er reyna að fá vinnu hér sem verk-
fræðingur og starfa við það ásamt
þjálfuninni,“ sagði Ásthildur sem
kann vel við sig í móðurhlutverkinu.
,,Það gengur rosalega vel. Strákurinn
braggast vel og er orðinn risastór.“
Ásthildur segist afar ánægð með
að fá systur sína Þóru til liðs við
Malmö en landsliðsmarkvörðurinn,
sem nýlega hlaut kosingu sem besti
leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar,
gerði þriggja ára samning við LdB
Malmö. Fyrir hjá liðinu var landsliðs-
konan Dóra Stefánsdóttir.
Þóra styrkir liðið heilmikið
,,Það er rosalega fínt að fá Þóru.
Hún styrkir liðið auðvitað heilmikið
og nú verður auðveldara fyrir fjöl-
skylduna heima á Íslandi að heim-
sækja okkur. Það er betra að hafa
okkur á sama stað en við erum búnar
að vera út um allt. Malmö er búið að
vera á höttunum eftir Þóru í tvö ár
en nú er hún loks komin og ég held
að með hana innborðs þá eigi Malmö
betri möguleika á að vinna titla sem
félagið hefur sett stefnuna á,“ segir
Ásthildur, sem hefur haft auga með
leikmönnum á Íslandi fyrir sitt gamla
félag. ,,Ég veit að Malmö er að fylgj-
ast með nokkrum leikmönnum frá Ís-
landi. Gengi landsliðsins hefur vakið
áhuga á leikmönnunum og það er al-
veg inni í myndinni að einhverjar
þeirra komi hingað í framtíðinni.“
Orðin of gömul til að byrja aftur
Ásthildur, sem er 33 ára gömul,
ákvað að leggja skóna á hilluna
vegna meiðsla í lok árs 2007 en hún
átti frábæru gengi að fagna með liði
Malmö. Hún skoraði 46 mörk í 58
deildaleikjum fyrir Malmö.
Árið 2006 varð hún þriðja marka-
hæst í deildinni með 19 mörk og var
tilnefnd sem einn af þremur bestu
sóknarmönnum deildarinnar. En
skyldi hún ætla að taka fram skóna á
nýjan leik?
,,Ég hef nú verið að mæta aðeins á
æfingar og leika mér en helmingur
leikmanna sem spiluðu með mér eru
ennþá í liðinu. Ég held að ég sé ekk-
ert að gæla við það að byrja aftur.
Ég er orðin allt of gömul og ég vil
bara vera heima með stráknum og
vera svo í þjálfuninni,“ sagði Ást-
hildur.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Systur Ásthildur og Þóra Helgadætur verða „samherjar“ á næstu leiktíð hjá Malmö í Svíþjóð.
Ásthildur Helgadóttir, fyrrverandi
landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, hefur
verið ráðin í þjálfarateymi sænska úr-
valsdeildarliðsins LdB Malmö, sem hún
lék með á árunum 2003 til 2007 og
systir hennar Þóra B. Helgadóttir gekk
nýlega til liðs við frá norska liðinu Kol-
botn.
„Orðin of gömul
til að byrja aftur“
Ásthildur Helgadóttir ráðin í þjálfarateymi LdB Malmö
ÍR – Snæfell 72:92
Kennaraháskólinn, úrvalsdeild karla, Ice-
land Express-deildin, föstudaginn 20. nóv-
ember 2009.
Gangur leiksins: 4:13, 13:25, 22:28, 31:35,
32:39, 41:48, 48:71, 55:79, 72:92.
Stig ÍR: Hreggviður Magnússon 18, Eirík-
ur Önundarson 9, Nemanja Sovic 9, Steinar
Arason 8, Gunnlaugur Elsuson 8, Kristinn
Jónasson 7, Davíð Fritzson 4, Ólafur Þór-
isson 3, Vilhjálmur Steinarsson 3, Ásgeir
Hlöðversson 2, Björgvin Jónsson 1.
Fráköst: 22 í vörn – 8 í sókn.
Stig Snæfells: Jón Ólafur Jónsson 24, Emil
Þór Jóhannsson 18, Sean Burton 15, Hlyn-
ur Bæringsson 14, Sveinn Davíðsson 6, Páll
Helgason 6, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5,
Kristján Andrésson 4.
Fráköst: 28 í vörn – 9 í sókn.
Villur: ÍR 21 – Snæfell 21.
Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Sig-
mundur Herbertsson. Höfðu góð tök á
leiknum.
Áhorfendur: Um 100.
FSu – Fjölnir 77:98
Iða, úrvalsdeild karla, Iceland Express-
deildin, fimmtudaginn 20. nóvember 2009.
Engar upplýsingar um tölfræði leiksins
eða stigaskor var að finna á vef Körfuknatt-
leikssambandsins í gærkvöldi.
Njarðvík – Breiðablik 78:64
Njarðvík, úrvalsdeild karla, Iceland Ex-
press-deildin, fimmtudaginn 20. nóv. 2009.
Gangur leiksins: 11:3, 14:7, 14:10, 18:16,
24:18, 27:22, 37:22, 43:32, 49:38, 53:43,
64:46, 68:48, 78:64.
Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson
18, Jóhann Á Ólafsson 18, Guðmundur
Jónsson 11, Friðrik Stefánsson 9, Páll
Kristinsson 9, Kristján Sigurðsson 5,
Hjörtur Einarsson 4, Friðrik Óskarsson 2,
Rúnar Ingi Erlingsson 2.
Stig Breiðabliks: Hjalti Friðriksson 18,
Arnar Pétursson 12, Daníel Guðmundsson
10, Ágúst Angantýsson 7, Gylfi Geirsson 5,
Jonathan Smith 5, Þorsteinn Gunnlaugsson
4, Rúnar Pálmarsson 2, Trausti Jóhanns-
son 1.
Dómarar: Erlingur Snær Erlingsson og
Steinar Orri Sigurðsson.
Áhorfendur: 170.
KRISTINN Jakobsson hefur fengið
úthlutað enn einum leiknum í Evr-
ópudeild UEFA í knattspyrnu en
hann mun dæma viðureign franska
liðsins Toulouse og Partizan Bel-
grad frá Serbíu á heimavelli Tou-
louse þann 3. desember í fjórðu um-
ferð riðlakeppninnar.
Sigurður Óli Þórleifsson og Ingv-
ar Guðfinnsson verða aðstoðardóm-
arar, Magnús Þórisson og Þorvaldur
Árnason verða í hlutverki línudóm-
ara sem staðsettir eru við enda-
mörkin og Jóhannes Valgeirsson
verður fjórði dómari. ,,Það er ekkert
frí hjá okkur og sem betur fer höfum
við fengið að dæma fullt af æfinga-
leikjum hér heima. Það er bara hið
besta mál,“ sagði Kristinn við Morg-
unblaðið. gummih@mbl.is
Kristinn dæmir
í Frakklandi
ÍSLENSKA karlalandsliðið í knatt-
spyrnu sígur niður um fimm sæti á
nýjum styrkleikalista Alþjóðaknatt-
spyrnusambandsins, FIFA. Ísland
er í 92. sæti af 207 þjóðum á listan-
um en stendur í stað í Evrópu og er
þar áfram í 40. sæti af 53 þjóðum.
Spánverjar eru efstir á listanum.
Þeir hafa sætaskipti við Bras-
ilíumenn sem voru efstir á listanum í
október.
Niður um
fimm sæti
Eftir Skúla Sigurðsson
sport@mbl.is
Á SÍÐASTA keppnistímabili var heimav
víkinga komin með viðurnefnið „Kisuka
hefur hann svo sannarlega endurheimt
urnefni sitt, „Ljónagryfjan“. Í gærkvöld
Breiðabliksmenn sem var hent fyrir Ljó
vík og fór fyrir þeim líkt og öðrum sem
mætt í vetur, Njarðvík hafði betur, 78:6
gestirnir úr Kópavogi ekki möguleika a
Njarðvíkingar eru því enn ósigraðir eft
ir í Iceland Express-deildinni og tróna á
Ekki er hægt að segja að fyrri hálflei
mikið fyrir augað fyrir utan ævintýrale
stiga körfur undir lok hálfleiksins þega
Gunnarsson setti eina niður spjaldið ofa
færi. Það voru svo Blikar sem gerðu slík
lengstu tveimur sekúndum sem undirri
„Kisukassi“
KNUT Tørum, þjálfari norska úrvalsdeildarlið
Start í Kristianstad, segir á vef félagsins að FH
ingurinn Atli Guðnson hafi staðið sig vel á æfin
ins í vikunni en Atli kom til landsins í gær eftir
daga dvöl hjá félaginu.
Tørum segir að Svein Mathisen, yfirmaður k
spyrnumála hjá félaginu, muni setja sig í samb
umboðsmann Atla en það er Norðmaðurinn St
Haaland sem lék með Breiðabliki fyrir nokkru
,,Við þurfum að skoða málið í heild, þar á me
hagslegu hliðina, áður en við tökum ákvörðun
við reynum að fá Atla Guðnason,“ sagði Tørum
er samningsbundinn Íslandsmeisturum FH út árið 2011.
gummih@mbl.is
Tørum ánægður með A
Atli
Guðnason
Úrvalsdeild karla, IE-deildin:
Njarðvík 7 7 0 597:503 14
Keflavík 7 6 1 625:497 12
KR 7 6 1 637:560 12
Stjarnan 7 5 2 617:562 10
Snæfell 7 5 2 637:517 10
Grindavík 7 4 3 608:549 8
Hamar 7 3 4 584:595 6
ÍR 7 2 5 579:614 4
Tindastóll 7 2 5 550:630 4
Breiðablik 7 1 6 504:599 2
Fjölnir 7 1 6 518:636 2
FSu 7 0 7 488:682 0
Staðan
VERIÐ er rannsaka úrslit um 200 knatt-
spyrnuleikja í níu Evrópuríkjum að sögn sak-
sóknara í Bochum í Þýskalandi. Þar á meðal er
um að ræða úrslita þriggja leikja í meist-
aradeild Evrópu og tólf í Evrópudeildinni. Mál-
ið er afar umfangsmikið og teygir anga sína
víða um Evrópu, m.a. til Belgíu, Sviss, Króatíu,
Slóveníu, Tyrklands, Ungverjalands, Bosníu,
Austurríkis auk Þýskalands. Talið er hagnaður-
inn af þessu máli, sem snýst m.a. um að leik-
menn hafi tekið þátt í hagræða úrslitum, nemi
nokkrum milljónum evra.
Auk leikja í forkeppni meistaradeildar og í
Evrópudeildinni er verið að rannsaka einn leik í
riðlakeppni Evrópukeppni 21 árs liða og marga
leiki í þýsku 2., 3. og jafnvel úr 4. deildinni. Þá
hafa fimmtán verið handteknir í Þýskalandi og
tveir í Sviss í tengslum við rannsókn málsins.
Meðal hinna handteknu í Þýskalandi eru bræð-
ur sem búa í Berlín en þeir tengdust svipuðu
máli sem kom upp í Þýskalandi fyrir fimm ár-
um.
Málið tengist veðmöngurum í Evrópu og
einnig í Asíu. Saksóknari telur víst að gerð hafi
verið að minnsta kosti tilraun til að bera fé á
leikmenn, þjálfara, dómara og eftirlitsmenn til
þess að fá úrslitum hagrætt.
iben@mbl.is
Maðkur í mysunni í 200 leikjum?