Morgunblaðið - 26.11.2009, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.11.2009, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2009 –fegurðin býr í bókum Barónsstíg 27 | 511 0910 | crymogea@crymogea.is | www.crymogea.is Nú fer fáanlegum eintökum fækkandi af þessum glæsilega grip. Tryggðu þér eintak í tíma. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is EF fram heldur sem horfir verður aðgangur að gagnagrunni Jóns Jós- efs Bjarnasonar um vensl ein- staklinga og fyrirtækja á Íslandi of dýr fyrir hinn almenna notanda og aðeins á færi fyrirtækja. Til stóð að opnað yrði fyrir að- ganginn í vikunni en nú er miðað við að það gerist í næstu viku, að því er fram kom í erindi Jóns Jósefs á mál- þingi um greiningu bankahrunsins í Háskóla Íslands í gær. Inntur eftir verðskrá Ríkisskatt- stjóra fyrir aðganginn að grunninum, sem heitir Rel8, telur Jón Jósef hana óheppilega og ekki vera í þágu rann- sóknar á orsökum hrunsins. Með verðlagningunni sé verið að leggja stein í götu þeirrar kröfu al- mennings að gagnsæi ríki um tengsl í íslensku atvinnulífi. Hér sé á ferð „skattheimta á ranga hluti“. Sveinn Margeirsson, verkfræð- ingur og stjórnarmaður í Byr spari- sjóði, tók einnig til máls á málþing- ingu með erindi um verkfræðilega greiningu bankahrunsins. Sveinn kvaðst vilja sjá virkari þátt- töku háskólanna í rannsókn á hruninu og lýsti yfir þeirri skoðun sinni að Háskóli Íslands hefði ekki tekið nógu mikinn þátt í þeim. Staða Svöfu óheppileg Þá setti hann spurningamerki við hvort staða Svöfu Grönfelds sem rektors Háskóla Reykjavíkur væri ekki afar óheppileg í ljósi þess að hún væri fyrrverandi stjórnarmaður í Landsbanka Íslands og því gerandi í atburðarásinni fyrir hrunið. Þessi hagsmunatengsl gæti orðið til að takmarka rannsókn skólans á þeim mistökum sem gerð voru fyrir kerfishrunið í fyrrahaust. Því megi velta því fyrir sér hvort að menn þori ekki að skoða þessi mál vegna póli- tískra tengsla og vitneskju um hvað- an peningarnir komi inn í háskóla. Haukur Ingi Jónasson, lektor við verkfræðideild Háskóla Íslands, flutti einnig erindi á þinginu en hann beindi spjótum sínum að siðferð- islegri skyldu verkfræðinga. Fyrir hrunið hafi það komið fram í samræðum hans við nokkra af lykil- stjórnendum bankakerfisins að þeir hafi goldið varhug við sálfræði og sið- fræði og jafnvel litið svo á að þær greinar kæmu fjármálum ekki við. Of dýrt fyrir almenning  Aðgangur að gagnagrunni um vensl einstaklinga og fyrir- tækja aðeins á færi fyrirtækja  Liður í að greina bankahrun ENGU er líkara en bæði jólatréð og maðurinn hangi í lausu lofti þar sem unnið er að því að tengja jólaljósin á Seltjarnarnesi. Þó má ljóst vera að svo er ekki – jarðtengingin er í góðu lagi. Heldur hefur verið hryssingur í Kára undanfarna daga og hann gerir sig líklegan til að byrsta sig enn frekar. Stormviðvaranir eru gefnar dag eftir dag og hitastigið fer undir frostmark víðast hvar í dag og um helgina. Þeg- ar svo ber undir er aldeilis ágætt að jólaskrautið sé að mestu komið upp, svo ekki þurfi að príla þetta í frosti og belgingi. Ekkert eftir annað en kveikja á ljósunum og njóta svo margbreytileika þeirra í skammdeginu. Fyrsti sunnudagur í aðventu er nú um helgina og jólaundirbúningurinn að komast á fulla ferð. Það felur í sér að nú er rétt tæpur mánuður til vetrarsólhvarfa og því fer að birta enn á ný von bráðar. Í lausu lofti í kuldanum Morgunblaðið/Ómar Jólaljósin sett upp á Seltjarnarnesi í kaldanum Eftir Andra Karl andri@mbl.is VIÐSKIPTARÁÐHERRA gefur viðskiptanefnd Alþingis munnlega skýrslu í dag um verklagsreglur bankanna við afskriftir skulda fyr- irtækja. Formaður nefndarinnar segir upplýsingar hafa komið fram sem bendi til að bankarnir fari ekki að reglum og lögum. Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, spurði út í málið á Alþingi í gær. Hann fór fram á að viðskiptanefnd skilaði skýrslu til Alþingis um samræmingu reglna um afskriftir, og Alþingi markaði línuna í þeim efnum. Benti hann á að forsvarsmenn bankanna hefðu kom- ið á fund viðskiptanefndar og greint frá því að ekki væru til samræmdar reglur. Guðlaugur sagði verkefnið eitt það allra mikilvægasta sem ís- lensk þjóð tekur á um þessar mundir og mikilvægt að traust sé á bönk- unum. Lilja Mósesdóttir, formaður við- skiptanefndar, sagði rétt að aðilar úr bankakerfinu hefðu komið á fund nefndarinnar en einnig frá eftirlits- stofnunum. Á þeim fundum komu fram upplýsingar sem bentu til þess að bankarnir færu ekki að reglum og lögum þegar kæmi að afskriftum. Lilja sagði brýnt að setja leik- reglur í þessum málum og að Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra mundi koma fyrir nefndina í dag. Meðal þess sem tekið verður fyrir er hvernig tryggt sé að verklagsreglur bankanna séu í samræmi við lög, hvort eftirlit með framkvæmd verk- lagsreglur sé virkt og hvort ekki sé gætt jafnræðis viðskiptavina mis- munandi banka. Bankarnir fara ekki að reglum við afskriftir Viðskiptaráðherra gefur viðskiptanefnd skýrslu í dag Morgunblaðið/Golli Bankamál Gylfi Magnússon við- skiptaráðherra í ræðustól Alþingis. RAGNA Árnadóttir dóms- málaráðherra, Sigríður Björk Guð- jónsdóttir, lögreglustjóri á Suð- urnesjum, Alda Hrönn Jóhannsdóttir lögreglufulltrúi og Berglind Eyjólfsdóttir rannsókn- arlögreglukona fengu í gær að- gerðaviðurkenningu Stígamóta sem afhent var á alþjóðlegum bar- áttudegi gegn ofbeldi. Í tilkynningu fagna Stígamót því að eftir tíu ára baráttu séu mansals- mál nú loks tekin alvarlega og reglum og aðgerðaáætlun sem um þau gilda fylgt. Með átaki dóms- málaráðherra, lögreglustjóra á Suðurnesjum og fleiri hafi verið farið í umfangsmiklar aðgerðir til að fletta ofan af mögulegu manns- alsmáli. Jafnréttisvið- urkenningar Stígamóta voru sömuleiðis af- hentar í gær. Þær hlutu Þórdís Elva Þorvalds- dóttir fyrir skrif um kynferð- isbrotamál, Ingi- björg Kjart- ansdóttir fyrir skrif um kynbundið ofbeldi og Fríða Rós Valdimarsdóttir sem er höfundur skýrslu Rauða kross Ís- lands um mansal, sem Stígamót segja hafa dregið fram skuggahlið á íslensku samfélagi sem sé for- senda þess að vinna bug á þessum alvarlegu glæpum. sbs@mbl.is Fengu viðurkenningu Stígamóta fyrir störf Sigríður Björk Guðjónsdóttir APÓTEKI Lyfja og heilsu á Akra- nesi verður lokað í næstu viku. Að sögn Guðna B. Guðnasonar, framkvæmda- stjóra Lyfja og heilsu er ekki lengur fjárhags- legur grundvöll- ur fyrir að halda apótekinu opnu. „Salan hjá okkur hefur dottið það mikið niður, að hún er sennilega komin niður í 30% af því sem hún var,“ segir Guðni. Svo lítil sala rétt- læti ekki kostnaðinn af því að halda apótekinu opnu með lyfjafræðingi og öðrum starfsmönnum sem þar eru. „Það var komið í veg fyrir að við gætum keppt í vöruverði [við Apó- tek Vesturlands] og að okkar mati hefur það þýtt að við misstum þá markaðshlutdeild sem við höfðum.“ Fyrirtækið hefur þó ekki misst áhugann á að starfrækja apótek á Akranesi. „Við höfum verið að skoða þann möguleika að opna lág- verðsapótek á Akranesi.“ Það apó- tek yrði væntanlega undir merkjum Apótekarans og hefur þegar verið lögð inn umsókn um stofnun nýs apóteks til Lyfjastofnunar. annaei@mbl.is Vilja gera eina til- raun enn Stefna á lágverðs apótek á Akranesi Guðni B. Guðnason ENGAR vísbendingar eru um að til- kynningum til barnaverndarnefnda hafi fjölgar í kjölfar kreppunnar. Þeim hefur hins vegar fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum, samkvæmt nýrri athugun Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félags- og tryggingamálaráðu- neytinu. Þar segir að á landinu öllu hafi tilkynningum til barnaverndar á árunum 2005-2009 fjölgað um 20- 32% á fyrstu sex mánuðunum hvers árs, nema árið 2008 þegar þeim fækkaði. Sú fjölgun sem hafi orðið á tilkynningum til barnaverndar fyrri hluta árs 2009 sé því sambærileg við fjölgun á undanförnum árum, að frá- töldu árinu 2008. Barna- verndarmál- um hefur ekki fjölgað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.