Morgunblaðið - 26.11.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2009
Minningar á mbl.is
Brynja Ingibjörg
Brynleifsdóttir
Mallios
Höfundur: Fríða Bergmann
Hreggviðsdóttir
Bylgja
Matthíasdóttir
Höfundar: Starfsfólk
Varmárskóla
Guðleif Helgadóttir
Höfundar: Guðbjörg Ester
Einarsdóttir
Sigríður Kristjánsdóttir (Silla)
frá Felli
Rögnvaldur
Óðinsson
Höfundar: Pétur Jónsson
Jón Hlöðver Áskelsson
Ég varð þeirrar
gæfu aðnjótandi að
kynnast Kristbjörgu eða Kittý eins
og hún var kölluð, þegar börn okkar
urðu ástfangin fyrir rúmu ári. Hún
var þá búin að vera veik í nokkurn
tíma og háði harða baráttu við sjúk-
dóm sem að endingu hafði yfirhönd-
ina. Tara talaði mikið um móður sína
við mig og eftir samtöl okkar hugsaði
ég oft um það þvílík baráttukona hún
væri.
Stundin með henni á spítalanum
fyrir stuttu með Árna og Töru er
ógleymanleg. Mér fannst ég detta inn
í fjölskyldu sem ég hafði þekkt mjög
lengi. Ég og fjölskylda mín erum afar
þakklát þeim skiptum sem við feng-
um tækifæri til að hitta hana. Ég mun
geyma minninguna um hana á góðum
stað í hjarta mínu þaðan sem hún fer
aldrei. Ég bið engla guðs að vaka yfir
henni. Elsku Elías, Tara og Mar-
teinn, megi guð styrkja ykkur í þess-
ari miklu sorg. Minning hennar mun
lifa sem ljós að eilífu.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Eva Guðrún Ægisdóttir.
Mín besta vinkona, Kittý, er farin.
Hún sem ætíð horfði svo björtum
augum á lífið og tilveruna allt fram til
síðasta dags þrátt fyrir veikindi sín.
Við Kittý kynntumst á Siglufirði og
áttum þar ógleymanleg æskuár sam-
an. Við lékum okkur mikið, í fjörunni,
uppi í fjalli eða heima við. Á veturna
lékum við löngum stundum í snjón-
um. Á eftir þótti okkur oft gott að
þiggja hlýju og góða köku hvor heima
hjá annarri.
Eftir því sem við eltumst voru okk-
ur falin ýmis ábyrgðarhlutverk. Það
fyrsta var líklega að passa heimaln-
inga. Svo uppteknar vorum við í alls
kyns ímyndunarleikjum að heimaln-
ingarnir voru löngu horfnir áður en
við tókum eftir því. Þegar við ætluð-
um á skíði vissi ég að Kittý var tilbúin
þegar amma hennar var búin að setja
Kristbjörg
Marteinsdóttir
✝ Kristbjörg Mar-teinsdóttir fædd-
ist á Siglufirði þann
12. desember árið
1964. Hún lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans við
Hringbraut 11. nóv-
ember síðastliðinn.
Útför Kristbjargar
fór fram frá Háteigs-
kirkju 19. nóvember
2009.
skíðin út fyrir dyrnar.
Kittý var ótrúlega
skemmtilegur leik-
félagi svo hugmynda-
rík, ráðagóð, ákveðin
og staðföst í því sem
hún ætlaði sér. Ekki
vorum við alltaf sam-
mála í leik, en ef hann
var skemmtilegur
gleymdist allur ágrein-
ingur og við ákváðum
hvor okkar fengi að
ráða í það skiptið. Við
Kittý vorum einu
stelpurnar sem keppt-
um á gönguskíðum á okkar aldri.
Alltaf vorum við jafn ánægðar að vera
í fyrsta og öðru sæti.
Það var mikill missir fyrir mig þeg-
ar Kittý flutti burt. Enginn gat fyllt
hennar skarð. Eftir það skrifuðumst
við á og hittumst nokkur sumur. Eftir
fermingu fórum við saman í Kerling-
arfjöll á skíði. Það varð síðar okkar
sameiginlega áhugamál með börnum
okkar og mökum. Eftir að ég kynntist
Tóta komu Kittý og Elli eitt sinn í
heimsókn með Töru nýfædda. Upp
frá því mynduðust sterk vinabönd á
milli fjölskyldna okkar. Með þeim átt-
um við margar ógleymanlegar
ánægjustundir.
Ævinlega geislaði af Kittý mikil
gleði og kraftur hvar sem við vorum
samankomin. Hún kom alltaf auga á
spaugilegu hliðarnar á hlutunum. Við
minnumst hennar sem mikils lífs- og
gleðigjafa. Elsku vinkona, við kveðj-
um þig með trega. Þitt hlutverk hlýt-
ur að vera æðra fyrst þú ert tekin svo
snemma frá okkur. Það er okkar
sannfæring að við munum hittast aft-
ur þótt síðar verði. Þangað til lifir þú
ætíð í huga okkar og hjarta.
Elsku Elli, Tara, Marteinn, Silla,
Maddi og fjölskylda, megi Guð veita
ykkur styrk á erfiðri stundu.
Þóra og Þórarinn Víkingur.
Elsku Kittý.
Mig langar að þakka þér fyrir fal-
legu textana þína sem þú samdir við
lögin mín. Þakka þér líka fyrir alla
þína elsku í minn garð. Ég læt fylgja
með texta er þú samdir fyrir rúmum
tuttugu árum. Í dag er ég hugsa til
þín finnst mér hann eiga einstaklega
vel við.
Ég kveð í húmi nætur frelsis til
Hið fagra lif mitt litar dökkan hyl
Farinn er ég enn á ný ég finn mig
kallar á
Einhver kraftur sem enginn skilja má
Í huga mínum myrkrið tekur völd
Í huga mínum verður sál mín köld
Í garði lífs míns tré er fölt með tárum
felli blóm
Dagur frelsis nú hefur fengið dóm
Spyrjandi augunum lít ég á lífið
Hvað varðar það mína sál
Óttinn mig grípur um sjálfan mig hnýt
Finn nú hve brautin er hál
Er ríki óttans ber á mínar dyr
Á tíma flóttans reyni að snúa við
Hvar ertu ljós, hvar ertu líf, hvar er hin
rétta leið
Hvar er fegurðin sem ég eftir beið
Ég hrópa á hjálp um leið á rétta braut
Hin djúpu sár í fagra framtíð hlaut
Í draumum mínum gef ég gaum
Ég gæfuleysið flý
Ég finn löngun í lífið enn á ný
Ég vil lifa á ný, lifa á ný
Hvíl í friði, elsku frænka mín, ég
tek undir með þér: Lifa á ný.
Þinn frændi,
Haraldur Gunnar (Halli Gunni).
Það er svo óraunverulegt að hugsa
til þess að hún Kittý okkar sé dáin.
Það er aðeins rúm vika síðan við fór-
um til hennar upp á spítala, fullar til-
hlökkunar því að við ætluðum að gera
okkur glaðan dag og koma Kittý á
óvart sem við og gerðum. Mættum
með uppáhaldsmatinn hennar, sushi,
dekkuðum upp borð, blóm í vasa,
kertaljós og konfekt í eftirrétt. Al-
vöru kvöldverður eins og á fínasta
veitingahúsi. En við vissum ekki að
bannað væri að vera með logandi
kerti og máttum víst þakka fyrir að
hafa ekki sprengt upp 11-E á Land-
spítalanum því Kittý okkar var tengd
við súrefni. Að þessu var mikið flissað
eftir að hjúkkurnar voru búnar að
lesa okkur pistilinn. Seinna um kvöld-
ið sendi Kittý okkur símaskilaboð þar
sem hún sagði okkur vera eftirlýstar
á 11-E sem sprengjuvarga, þessi dýr-
mætu skilaboð geymum við í dag eins
og gullmola. Að vísu var Kittý mjög
veik þetta kvöld en það hvarflaði ekki
að okkur að þetta yrði okkar síðasta
stund með henni.
Við vinkonurnar vorum allar í
kringum tvítugt þegar við byrjuðum
að vinna saman í Pharmaco og tókust
með okkur mjög góð kynni sem og
mökum okkar. Á öllum skemmtunum
var Kittý hrókur alls fagnaðar og tróð
upp með ýmsum uppákomum og oft-
ar en ekki fékk hún okkur í lið með
sér. Hún var einnig snillingur að setja
saman texta og kveða vísur.
Kittý hafði þann einstaka hæfileika
að sjá tækifæri í öllu, nánast sama
hversu ómögulegir okkur fundust
hlutirnir vera þá fann Kittý lausn á
málinu. Hún virtist alltaf sjá leið út úr
öllu, því að ef einar dyr lokast þá opn-
ast alltaf aðrar, það var hennar við-
kvæði. Það voru aldrei nein vanda-
mál, bara verkefni.
Kittý var yndisleg vinkona sem
alltaf var hægt að leita til og hafði ein-
staklega góða nærveru. Hún fylgdist
með öllu því sem var að gerast í lífi
okkar og fjölskyldna okkar. Hún
dæmdi aldrei aðra en gerði óspart
grín að sjálfri sér. Hún var í okkar
augum baráttukona sem gafst aldrei
upp.
Okkar eftirlætisstundir með Kittý
voru vikulegu göngutúrarnir okkar
þriggja saman, mikið spjallað og
hlegið. Þar skipulögðum við allt sem
við ætluðum að gera saman eins og
t.d. sælkeraferðina til Ítalíu. Þar ætl-
aði hún að kynna fyrir okkur matar-
og drykkjarmenningu Ítala.
Í sumar standsettu Kittý og fjöl-
skylda bústaðinn sinn. Við vinkon-
urnar þrjár vorum mikið búnar að
hlakka til allra góðu stundanna sem
við ætluðum að eiga saman í sveitinni
því að stutt var á milli bústaðanna
okkar sem við kölluðum stundum
þríeykið. Úr þessu verður því miður
ekki, en við trúum því að Kittý verði
með okkur þar í anda.
Elsku Tara og Marteinn, hún
mamma ykkar var svo stolt af ykkur
enda mátti hún líka vera það, þið eruð
gullmolarnir hennar og við vitum að
hún vakir yfir ykkur.
Elsku Elli, Tara, Marteinn, Silla,
Marteinn, Guðrún, Birkir, Birna og
Kári, megi algóður Guð styrkja ykk-
ur og vernda.
Við kveðjum einstaka vinkonu og
geymum í hjörtum okkar ótal minn-
ingar sem aldrei gleymast.
Arna og Anna Bjarna.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Ég varðveiti minningu um elsku-
lega vinkonu og frábæran félaga um
ókomna tíð. Elsku Elli, Tara og Mar-
teinn, megi algóður Guð styrkja ykk-
ur í þessari miklu sorg.
Katrín Sveinsdóttir.
Hún heitir Kristbjörg eins og ég!
Þetta tilkynnti ég bekkjarfélögum
mínum, mjög montin af nafni nýju
stúlkunnar, á meðan Kittý var uppi
við kennaraborðið að láta einhverjar
upplýsingar í té, nýkomin í bekkinn.
Við höfðum verið samferða í skólann
og var ég mjög upp með mér að fá
það hlutverk að vísa henni þangað.
Hún var þá nýlega flutt til Hvera-
gerðis með fjölskyldu sinni og bjuggu
þau fyrst hjá afa hennar og ömmu
hinum megin við götuna við húsið
okkar. Ætli við höfum verið meira en
ellefu ára. Ekki nóg með að nýja
stúlkan héti það sama og ég heldur
áttum við báðar afmæli í desember
og var stutt á milli afmælisdaga okk-
ar. Þetta var upphafið að kynnum
okkar Kittýjar. Kittý var alla tíð vin-
sæl, enda lífsglöð, sæt og skemmtileg
stelpa. Það var gott að koma heim til
hennar og líka til ömmu hennar og
afa sem hún var mikið hjá. Kittý
hafði einstakt lag á að sjá húmorinn
og gleðina í nánast öllu. Hún hafði
mikinn húmor fyrir sjálfri sér og
sagði oft frá hinum ýmsu uppákom-
um sem hún hafði lent í og var ótrú-
lega fyndin. Hún var bjartsýn og
uppörvandi og var mjög gott að hitta
hana og spjalla um daginn og veginn.
Við vorum farnar að hittast fimm
bekkjarsystur úr Hveragerði a.m.k.
einu sinni á ári og oftar ef svo bar við.
Stundum fórum við og fengum okkur
að borða á veitingastað eða þá við
hittumst í heimahúsi. Þessar stundir
voru ómetanlegar því að við skemmt-
um okkur svo konunglega. Við rifj-
uðum upp gamla tíma, lásum úr
gömlum bréfum og hlógum út í eitt.
Seinast í vor hittumst við allar fimm:
ég, Kittý, Ragnheiður, Steinunn og
Bogey. Við fórum austur á Eyrar-
bakka til Ragnheiðar sem þá bjó þar.
Við áttum frábæran dag saman. Við
hittumst líka tvær saman reglulega,
a.m.k. einu sinni í mánuði. Síðasta
veitingahúsið sem við fórum á var úti
á Granda. Við fengum sæti við
glugga og horfðum út á spegilsléttan
sjóinn og sátum lengi og spjölluðum.
Við ætluðum svo að fara á kaffihús
um daginn en þá treysti hún sér ekki,
þannig að ég fór í bakarí og keypti
smávegis handa okkur að gæða okk-
ur á heima hjá henni. Við spjölluðum
um daginn og veginn og hlógum mik-
ið saman að vanda. Ég sá þá að henni
hafði farið aftur frá því við hittumst
síðast en það vantaði ekki hún væri
að hugsa fram í tímann.
Kittý talaði mikið um sumarbú-
staðinn þeirra sem fjölskyldan var að
koma í stand og það var svo gott að
vera þar. Allt bar þess merki að hún
átti margt eftir ógert og ætlaði að
leggja allt undir til að ljúka því. Mér
fannst gaman að frétta af hennar
fólki og talaði hún alltaf af svo mikl-
um hlýhug um sína fjölskyldu, ætt-
ingja og vini.
Kallið kom alltof snemma, elsku
vinkona. Þakka þér fyrir yndislegan
og frábæran vinskap gegnum árin.
Þú verður alltaf ofarlega í huga mér.
Elsku Elli, Sigurlaug Tara og
Marteinn Högni, Silla, Marteinn,
Birkir og fjölskylda og Guðrún og
tengdafjölskylda. Hugur minn er hjá
ykkur öllum þessa dagana. Höggvið
er stórt skarð í fjölskylduna ykkar.
En minningin um yndislega Kittý
mun alltaf lifa, ég veit það. Bestu
kveðjur,
Kristbjörg P. og fjölskylda.
Fegurð er það fyrsta sem kemur
upp í hugann er ég minnist Kittýjar.
Hún var ekki bara glæsileg í útliti,
heldur hafði hún einnig einstaklega
fallega og góða nærveru. Kynni okk-
ar spanna 35 ár.
Tíu ára gömul flutti hún til Hvera-
gerðis og urðum við óaðskiljanlegar
upp frá því.
Fjölskyldusamkomur voru tíðar
heima hjá Kittý, enda samheldið og
skemmtilegt fólk. Ég hef örugglega
mætt á flestar þeirra hérna á árum
áður, enda búin að fóstra mig við fjöl-
skylduna.
Unglingsárin eru ógleymanleg og
spilar hugmyndabanki Kittýjar þar
stórt hlutverk. Það var sungið, samið,
leikið og dansað á hverri árshátíð og
skemmtun í unglingaskólanum.
Við höfum, fimm vinkonur úr
Hveragerði, hist einu sinni á ári og
síðast nú í vor sem leið. Þá borðuðum
við saman, hlógum og lásum upp úr
gömlum bréfum, sem væri gott efni í
gamanleikrit. Okkur fannst eins og
við hefðum hist í gær. Þessar stundir
eru ómetanlegar. Við munum halda
áfram að hittast, rifja upp, hlæja og
brosa í gegnum tárin með Kittý í
huga og hjarta.
Elsku vinkona,
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Elsku Elli, Tara, Marteinn Högni,
Silla, Marteinn, Birkir og aðrir ást-
vinir, Guð gefi ykkur styrk.
Bogey.
Kittý mín, bara fáeinar línur.
Já, nú ert þú flutt yfir landamærin.
Ég var nú ekki tilbúin í að þú myndir
flytja, meira að segja datt mér í hug
að kannski gæti ég flutt í staðinn fyrir
þig.
En spurningin er: hvað ræður
maður miklu?
Lífskeðjan er svo óútreiknanleg.
Þegar ég hugsa til þín þá kemur
þetta í hugann.
Hugprýði, kraftur, kærleikur og
stálvilji.
Börnin þín eru lánsöm að þú ert
móðir þeirra; það er þetta með genin
eins og þú sagðir, þau skila sér.
Ég er ekki að kveðja þig, við mun-
um hittast aftur og kannski hefur þú
þá tíma til að taka á móti mér.
Svo bless bless í bili.
Munið, lífið er eins og hafið. Óút-
reiknanlegt en stórkostlegt í sjálfu
sér.
Þín
Þórunn Maggý.
Kittý mætti fyrst í mánudags-
göngu hjá styrktarfélaginu Göngum
saman vorið 2008, þá hafði brjósta-
krabbameinið sem hún hafði greinst
með rúmum fjórum árum áður tekið
sig upp. Hún var ákveðin í að vinna
bug á því og fann að göngur höfðu góð
áhrif á hana, bæði á líkama og sál.
Hún fann sig í Göngum saman og
mætti með glöðum hópi vinkvenna
sinna og gekk með okkur vikulega á
meðan hún gat.
Kittý ákvað að fara í Avon-göng-
una í New York í október fyrir ári.
Þar gekk hún eitt og hálft maraþon
og safnaði áheitum í styrktarsjóð
Göngum saman. Þessi mikla ganga
var mikið afrek fyrir hana sem var í
erfiðri lyfjameðferð. Á árlegri styrk-
veitingu Göngum saman síðar um
haustið afhenti hún okkur stolt háa
upphæð sem vinir og velunnarar
höfðu heitið á hana, en það sem skipti
félagið ekki minna máli var að hún
ákvað að vera virkur félagi. Kittý
vildi hafa áhrif og kom með hug-
myndir og nýjar víddir inn í félagið.
Hún vildi leggja sitt af mörkum til að
styrkja grunnrannsóknir á brjósta-
krabbameini á Íslandi og gerði það
svo sannarlega. Hún var formaður
fjáröflunarnefndar Göngum saman
og hugmyndir hennar voru óþrjót-
andi. Að hennar frumkvæði mun fé-
lagið standa fyrir kvöldgöngu á
safnanótt á vetrarhátíð Reykjavíkur í
febrúar nk.
Kittý var falleg, hlý, skemmtileg og
með góðan húmor. Það voru forrétt-
indi að kynnast henni og við vinkonur
hennar í Göngum saman færum fjöl-
skyldu hennar innilegar samúðar-
kveðjur og þökkum fyrir samfylgd-
ina.
F.h. Göngum saman,
Gunnhildur Óskarsdóttir og
Ragnhildur Vigfúsdóttir.
Elsku Kittý, takk fyrir allar góðu
og glöðu stundirnar sem við áttum
saman. Við stelpunar í Tepokunum
söknum þín sárt, því þó þú prjónaðir
ekki í saumaklúbbnum varstu ómiss-
andi með skemmtilegu sögurnar þín-
ar og framleiðslu skartgripanna
þinna. Þitt sólskinsbjarta viðmót og
góði húmor bætti okkur allar og er
okkur heiður að hafa fengið að kynn-
ast þér.
Kæra fjölskylda, guð verið með
ykkur og blessi á þessum erfiðu
stundum.
Stelpurnar í Te og kaffi,
Ásta Gunna, Berglind, Elín,
Kristín María, Sigrún,
Sigurlaug og Þórey.
Fleiri minningargreinar um Krist-
björgu Marteinsdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.