Morgunblaðið - 26.11.2009, Síða 24

Morgunblaðið - 26.11.2009, Síða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2009 ÍSLENSK stjórnvöld hafa nú undirritað viðaukasamning við Ice- save-samningana. Hluti þessa við- aukasamnings var það skilyrði að ríkisstjórnin myndi leggja fyrir Al- þingi frumvarp um breytingar á lög- um nr. 96/2009 um ríkisábyrgð á Icesave-samningunum. Þetta nýja frumvarp liggur nú fyrir Alþingi. Fjölmörg ákvæði þessa nýja frum- varps og viðaukasamningsins sem því er ætlað að staðfesta fela í sér al- varleg frávik frá mikilvægum fyr- irvörum Alþingis sem nú eru í gildi. Hér skal stuttlega drepið á þrjú þeirra. Ríkisábyrgð án tímatakmarka Fyrirvarar Alþingis frá því í sum- ar gerðu sérstaklega ráð fyrir því að mögulega yrði hætt að borga eftir 2024. Alþingi gæti takmarkað rík- isábyrgð eftir þann tíma ef viðræður við Breta og Hollendinga skiluðu ekki árangri. Samkvæmt viðauka- samningnum og nýju Icesave- frumvarpi skulu greiðslur Íslands eftir 2024 framlengjast sjálfkrafa um fimm ár í senn, á 5,55% vöxtum allan tímann, þar til skuldin er að fullu greidd. Allt lánið mun verða greitt til baka sama hversu langan tíma það tekur. Fyrirvari Alþingis um að ríkisábyrgð skuli aðeins gilda til ársins 2024 fellur því einfaldlega niður í heild sinni og áhætta Íslands er því mun meiri en skv. núgildandi lögum. Dómstólaleiðin nær útilokuð Fyrirvari Alþingis gerir ráð fyrir að fengist úr því skorið að Íslend- ingar bæru ekki ábyrgð á innistæðu- tryggingum vegna Icesave gæti Al- þingi takmarkað ríkisábyrgð ef viðræður skiluðu ekki árangri. Í þessu fólst mikilvæg vörn fyrir Ís- lendinga. Viðaukasamningurinn og nýtt Icesave-frumvarp fjarlægja al- gerlega þessa vörn. Nú er aðeins kveðið á um að komi þessar að- stæður upp geti „hver og einn að- ili … knúið fram viðræður sem leiði mögulega til viðbragða“. Skili við- ræður engum árangri gildir samn- ingurinn áfram þar til hver króna er greidd. Við þetta bætist að svokall- aður Ragnars Hall-fyrirvari tiltók að Tryggingasjóður innistæðueig- enda (TIF) skyldi láta reyna á rétt- hæð krafna sinna og að ríkisábyrgð skyldi takmarkast við úrskurð í slíku máli. Í viðaukasamningnum og nýju Icesave-frumvarpi segir aðeins að Bretum og Hollendingum sé „kunnugt um að TIF kunni að láta reyna á“ rétthæð krafna sinna fyrir dómstólum. Auk þess er bætt við hamlandi ákvæði fyrir Ísland um að einnig skuli liggja fyrir ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins. Réttarstaða Íslands er því stórlega skert í viðaukasamningnum miðað við það sem var í fyrirvörum Alþingis frá því í sumar. Greiðsluhámark að engu orðið Fyrirvarar Alþingis gerðu ráð fyrir því að heildargreiðslur Íslands vegna Icesave myndu aðeins nema 6% af uppsöfnuðum hagvexti frá 2008 í erlendri mynt. Viðaukasamn- ingurinn gerir þvert á móti ráð fyrir því að vextir séu ávallt greiddir óháð uppsöfnuðum hagvexti. Í viðauka- samningnum og nýju Icesave- frumvarpi er því verið að auka áhættu Íslendinga verulega þar sem vaxtagreiðslur eru teknar út fyrir greiðsluþakið. Verði efnahagslegur samdráttur eða stöðnun á næstu ár- um þarf ríkissjóður samt að borga vaxtagreiðslur upp á allt að 10-15% af ríkistekjum til viðbótar tekju- missi vegna efnahagssamdráttarins. Efnahagsleg ákvæði viðaukasamn- ingsins veita því litla vörn þegar mest á reynir. Þegar forseti Íslands staðfesti lög um ríkisábyrgð vegna Icesave í september sl. gerði hann það með sérstakri áritaðri tilvísun til fyrirvara Alþingis frá því í sumar og tók fram í yfirlýsingu sinni að fyrirvararnir tækju mið af sann- gjörnum rétti þjóðarinnar, hags- munum Íslendinga á komandi árum og alþjóðlegri samábyrgð. Ekkert mál á meira erindi í þjóðaratkvæðagreiðslu Í kjölfar hrunsins hafa þær raddir orðið æ háværari að mikilvæg atriði sem varða þjóðarhag skuli borin milliliðalaust undir þjóðina. Íslenska þjóðin hefur fylgst með Icesave- málinu í heilt ár og hefur haft góðan tíma til þess að kynna sér málavexti til hlítar. Erfitt er að hugsa sér mál sem á meira erindi í þjóðaratkvæða- greiðslu en þetta. Hvaða mál getur verið mikilvægara að bera undir þjóðina? Hvort við göngum að afar- kostum Breta og Hollendinga eða stöndum fast á fyrirvörum Alþingis frá því í sumar. Fyrirvarar Alþingis fyrir borð bornir – Hvað gerir forseti Íslands? Eftir Ólaf Elíasson, Ragnar Friðrik Ólafsson og Agnar Braga Bragason »Ekkert mál á meira erindi í þjóðar- atkvæðagreiðslu en breyting á fyrirvörum ríkisábyrgðar vegna Icesave. Agnar Bragi Bragason Ólafur Elíasson er tónlistarkennari, Ragnar F. Ólafsson er félagssálfræð- ingur og Agnar Bragi Bragason er stjórnmálafræðingur. Ragnar F Ólafsson Ólafur Elíasson HALLDÓR Ás- grímsson (HÁ), fram- kvæmdastjóri nor- rænu ráðherranefndarinnar og fv. ráðherra, telur að reynsla Norð- urlandaþjóða geti komið að góðu gagni þegar unnið er að endurskoðun á sameiginlegri fisk- veiðistefnu Evrópusambandsins (ESB). Þetta segir HÁ m.a. í grein í Mbl. 18.11. sl. Hann segir einnig, að fiskveiðistefna ESB hafi mistek- ist og rekur það, að því er virðist, fyrst og fremst til mikils brott- kasts, sem sé stundað þar. Það er fremur þröng bakspegilssýn. Ástæður eru miklu fleiri og að- allega þær, að fiskstofnar og veiði hefur verið viðvarandi á niðurleið í áratugi fyrir flesta fiskstofna. Margir stofnar og lífmassi þeirra er kominn niður fyrir þriðjung og neðar miðað við ástandið, sem ríkti fyrir fáeinum áratugum. Í mörg ár hafa menn rætt um endurbætur og gert smábreytingar, en enginn aflavöxtur hefur orðið að marki. Skipum hefur fækkað og veiðitími styst ásamt ýmsu öðru, en ekkert hefur gengið né rekið. Og menn hafa sárt við lagt, að ná ætti markmiðum, en ekkert hefur orðið úr. – Allt bendir til þess, að menn hafi ekki horfst í augu við grund- vallarástæður. Ritari leyfir sér að halda því fram, í samræmi við fjölda ritgerða vísindamanna, að búið sé að stórskemma botna og botnlæg vistkerfi með miklu skarki með togskipum og auk þess valda miklum erfðabreytingum stofna ásamt svokölluðum Allee-áhrifum. Ekkert fiskveiðistjórnkerfi er til, sem getur bjargað þeim til skamms tíma litið. Það þarf róttækar veið- arfærabreytingar og friðun í mörg ár til þess að geta búist við fram- förum. Það er tómt mál að tala um, að (liðin) reynsla Norðulandaþjóða geti komið ESB til hjálpar. Þar hafa menn heldur ekkert horfst í augu við grundvallarvandamál. HÁ segir, að framtíðarsýn framkvæmdastjórn- arinnar sé, að árið 2020 verði sjávar- útvegur fjárhagslega arðbær, rányrkja úr sögunni, fiskstofnarnir komnir í jafnvægi og fiskveiðistjórnun verði einföld og ódýr í framkvæmd. – Þetta eru háleit markmið og það er eins gott, að menn fari að stefna í rétta átt ef árangur á að nást þó ekki væri nema í ein- stökum liðum. Raunveruleikinn sem blasir við í ESB er þó allt annar að mati HÁ og er ritari því sammála. „Við teljum,“ segir HÁ, „að ESB geti nýtt sér reynslu Norðurlandaþjóða á þremur svið- um.“ – Í fyrsta lagi hvað varðar að setja skýrar reglur til að koma í veg fyrir gífurlegt brottkast. – Það næst takmarkaður árangur með reglum og menn bara brjóta þær. Eftirlitsmyndavélar í hverju skipi? Það er fyrst og fremst smáfiskur, sem kastað er fyrir borð. En regl- ur um smáfiskavernd eru að mestu „counterproductive“. Menn segja, að vernda eigi smáfiskinn svo hann geti orðið stór. Það verður að fara alvarlega ofan í þetta mál og smá- fiskaverndin er hreint ekki svo mikilvæg þegar allt er til talið. Það má m.a. benda á, að með henni framkalla menn erfðaval, stór fisk- ur og fljótvaxinn er tekinn og sá lélegri skilinn eftir. Smám saman rýrir það gæði stofnsins. Í öðru lagi er smáfiskavandamálið fylgi- fiskur togveiða, en minnka verður togveiðar og jafnvel vísa þeim út fyrir landgrunn alls staðar. Það kostar að sjálfsögðu grát og gnístr- an tanna. Í öðru lagi fisk- veiðistjórnun, sem byggist á að veita veiðiheimildir til útgerðarfyrirtækja. HÁ á við kvótakerfi með framsalsrétti (ITQ). Hefur kvótakerfið á Íslandi stuðlað að aukningu þorskafla? Nei, klár- lega ekki. Á undanförnum árum hefur afli minnkað. En annars staðar á Norðurlöndum? Nei, sama sagan. Svo telur HÁ, að íslenska kvótakerfið skapi bestan fjárhags- legan grundvöll og lágmörkun kostnaðar, aukin gæði og hámörk- un verðmætis aflans. – Þetta er mjög orðum aukið. Hann gleymir líka, að algjört frjálsræði útgerða til að flytja sig um set hefur sett heil byggðarlög í uppnám. Ef fórnarkostnaður er talinn með þá stenst þetta ekki. Ekki má heldur gleyma, að kvótakerfi af þessu tagi veita fyrstu aðilum hagnað vegna spákaupmennsku, en næstu „eig- endur“ kvóta eru engu betur settir en þeir, sem þurfa að kaupa veiði- rétt af hinu opinbera. Í ljósi þess sem gerst hefur á Íslandi, þá er HÁ á töluvert röngu róli. Auk þess gleymir hann, að mannréttinda- nefnd SÞ hefur dæmt slíka stjórn- un sem mannréttindabrot. Svo byggist brask þetta á frjálsræði út- gerða til að velja veiðarfæri og staðsetningar, en framtíðin í fisk- veiðistjórnun hlýtur að bera í sér veiðarfærastjórnun og skilmála um staðsetningar, en þá verður fram- salsréttur verðlítill. Veiðiréttindum verður þá úthlutað af opinberum aðilum og jafnræði hlýtur að verða að ríkja milli útgerða og sjómanna. Í þriðja lagi meðákvörðunarrétt í fiskveiðistjórnun. HÁ nefnir ósköp léttvæg atriði, en þau kunna að vera jákvæð. Hins vegar er erfitt að sjá hvernig meðákvörð- unarréttur útgerða um reglur get- ur leitt til annars en taks útgerð- armanna á lénsskipulagi ef íslenskt kvótakerfi verður tekið upp, en slíkt skipulag verður tæpast end- urreist í Evrópu. Ritari getur ómögulega séð, að villandi baksýn og hlutdrægar upplýsingar geti gagnast ESB í örvæntingu sinni um leiðir í fiskveiðistjórnun. Beyglaður bakspegill í norrænu ráðherranefndinni Eftir Jónas Bjarnason »Halldór Ásgrímsson telur reynslu Norð- urlanda koma að gagni við endurskoðun á fisk- veiðistefnu ESB. Ritari telur villandi baksýn ekki gagnast Jónas Bjarnason Höfundur er efnaverkfræðingur. Í ÁRATUGI hafa verið starfandi félög með það markmið að gæta hagsmuna þroskahamlaðra og ann- arra þeirra er standa neðarlega í þjóðfélagsstiganum og eiga mjög takmarkaða möguleika á að fá lög- fræðilegan rétt sinn varinn. En vandinn innan félaganna hefur ver- ið sá að þeir aðilar er höllustum fæti standa gagnvart stjórnvöldum þjóðfélagsins gera það einnig inn- an félagasamtakanna. Töluvert hefur verið fjallað um meðferð barna sem þurftu á félagslegri að- stoð að halda og komið í ljós að sumir starfsmenn stofnananna hafa þverbrotið reglur og lög um meðferð vistmanna og gróflega brotið mannréttindi barnanna. Þetta er látið gerast undir op- inberu eftirliti, hjá þjóð sem hefur montað sig af virðingu fyrir mann- réttindum. Ástæðan fyrir þessu virðist vera sú að eftirlitið aflar sér upplýsinga um vinnubrögð þjónustuaðila hjá þeim sem ofbeld- ið stunda og málið þar með af- greitt. Nýjasta dæmið um virðingaleysi gagnvart mannréttindum barna er ákvörðun um að senda níu ára dreng í fóstur til 18 ára aldurs, án þess að lagalegur úrskurður lægi fyrir um vistunina. Drengurinn hafði verið um nokkurn tíma hjá ömmu sinni og mun ástæðan hafa verið sú að stuðningsforeldrarnir voru ekki tilbúnir að taka á móti barninu fyrr en nú og þá þurfti að senda hann strax austur því hann er tekjur í heimilisrekstri stuðn- ingsforeldranna. Það hefur verið látið viðgangast í gegnum aldirnar að börn og full- orðnir sem þurft hafa á þjónustu hins opinbera að halda væru með- höndlaðir eins og heimilisdýr. Þess vegna þyrfti ekki að huga sér- staklega að öðru en vinnureglum félagsþjónustunnar. Félagsmálaráðherrar hafa alla tíð verið fremur slakir hags- munagæsluaðilar þessa fólks og þetta mannréttindalausa fólk mátt þola andlega og líkamlega áþján áratugum saman án þeirra íhlut- unar. Þó lét félagsmálaráðuneytið til sín taka í máli drengsins, senni- lega vegna afskipta fjölmiðla, en það hefur verið fremur regla en undantekning að svona erfið mál einstaklinga hafi ekki fengið mann- lega meðhöndlun öðruvísi en með afskiptum fjölmiðla, sem getur verið mjög varasöm aðferð, sér- staklega fyrir börn ef málið er persónugert. En með því að mál séu færð inn í fjölmiðla til úrlausn- ar er líka verið að mismuna fólki gróflega því aðeins örfá mál fá úr- lausn með þeim hætti. Fólk þarf að eiga aðgang að lögfræðilegri lausn svona mála, því félagsmála- stofnanir sveitarfélaga hafa tryggt sér þá stöðu að allt sem þeir gera og segja sé samkvæmt þeirra vinnureglum og öðruvísi vinni þeir ekki. Því verður allt sem aðstand- endur skjólstæðinga þeirra segja eða gera röfl eða rugl sem ekki sé hægt að hlusta á. Það er ekki úr vegi að menn velti því fyrir sér hver sé mun- urinn á því að vera starfsmaður sem þarf aðeins að fylgja eftir vinnureglum stofnunar og þess að vera varnarlaust barn með sterk andleg tengsl við móður og sína nánustu, undir hinu nasíska vald- boði sem þekkir ekki mannlegar tilfinningar og virðir allt slíkt að vettugi. Þetta hafa þúsundir barna þurft að þola í gegnum aldirnar af valdboðurum hinnar íslensku þjóð- ar sem þolir ekki mannréttinda- brot annarra þjóða. Ef fjölmiðlar vilja vera sann- gjarnir í umfjöllun sinni um störf félagsþjónustu sveitarfélaga og barnaverndarnefnda verða þeir að gera það á breiðari grundvelli en fjalla aðeins um einstök mál sem þeim hugnast sérstaklega. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Valshólum 2, Reykjavík. Valdið og mann- réttindin eiga oft ekki samleið Frá Guðvarði Jónssyni BRÉF TIL BLAÐSINS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.