Einherji - 11.02.1932, Blaðsíða 2
2
EINHERJI
hugum manna um ófyrirsjáanlega
langan tíraa eins og t. d. úrlausn
hafnarmálanna, raforkumálsins, at-
vinnubótanna, heilbrigðismálanna,
mennta- og menningarmála, útgerð-
arinnar o. s: frv.
Nægir þetta til þess að sýna, að
verkefnin eru ærin og margháttaðri
en margan grunar. Og allar líkur
virðast benda til, að enda þótt
flokkapólitíkin sé hér í algleymingi,
'pá sé ailur vitrari þorri bæjarbúa
þeirrar skoðunar, að sú verði trygg-
ust úrlausn málanna að ræða þau
rólega og öfgalaust á hlutlausum
grundvelli.
Enn sem komið er getum vér eigi
með vissu sagt um það, hve oft
blaðið muni lcoma út, en það verð-
ur svo oft sem ástæður leyfa, og
eigi sjaldnar fyrst um sinn en á
hálfsmánaðarfresti. Og tilgangurinn
er sá, að það komi vikulega er líð-
ur fram á vorið.
Vér heitum á alla góða menn að
styrkja Einherja með gagnlegum
greinum og láta hann verða að-
njótandi augiýsinga að öðru jöfnu,
því varla mun skorta á útbreiðslu
hans í bænum og víðar.
Má í því sambandi geta þess, að
blaðið hefir fasta útsölumenn í öll-
um kaupstöðum landsins.
En eitt viljum vér taka fram einu
sinni fyrir allt: „Pólitiskum“ greiti-
um, eða greinum tneð illkvittni og
hnútukasti um tnettn og málefni verð-
ur eigi veitt viðlaka.
Fátækramál.
I „brakka” hr. Hinriks Thorar-
ensens, þeim sem hr. útvegsmaður
Ólafur Guðmundsson í Reykjavík
hefir á leigu hér í bænum, hafa bú-
ið í vetur hjónin Gestur Sölvason
og Kristjana Ingimundardóttir, með
tveim börnum sínum kornungum.
Eru þau fátæk mjög og höfðu leit-
að hjálpar hjá bænum sér til bjarg-
ar, og var bún veitt eins og laga-
skylda er til. Ennfremur hafði Gest-
ur (að sjálfs hans sögn) íirekaðósk-
að þess, að fátækranefnd léti skoða
húsakynni, þau sem hann bjó í,
því þeim þóttu þau lítt viðunandi.
Hvergi var hægt að loka hurðum og
fleira ábótavant, en því var enginn
gaumur gefinn. Síðast í janúar þurfti
Gestur að fara til Eyjafjarðar í at-
vinnuleit, og var þá konan ein eftir
í húsinu með börnin, og bað hann
menn að líta til hennar. Á laugar-
daginn 30 jan. s. 1. kom konan til
hr. Sig. Fanndal, fátækranefndar-
manns og tjáði honum, að hún
treysti sér ekki til að búa ein með
börnunum í nefndum „brakka", og
bað um, að sér yrði útvegaður kven-
maður til þessaðsofa hjá sér. En engan
árangur bar þessi málaleitun hennar.
Að vísu hafði hr. Fanndal (að sjálfs
hans sögn) talað við tvær konur
um þetta, en er hvorug þeirra hafði
tök á að sofa hjá Kristjönu, var til-
raunin lögð á hylluna. Varð því
konan að vera ein í húsinu áfram.
— Á Mánudagsmorguninn 1. febr.
kom Gestur Guðmundsson frá
Bakka til Kristjönu til þess að vita
hvernig henni liði. Var þá her-
bergishurð heiinar bundin aftur að
innanverðu og kúfort og kassar fyrir
hurðinni og er hann kallaði ogbað
um að lokið yrði upp, fékk hann
ekkert svar frá Kristjönu, en eldri
drengurinn sagði, að mamma sín
væri veik og gæti ekkert. Reyndi
barnið samt að draga kúfortið frá
hurðinni og komst Gestur loks inn.
Var þá þannig umhorfs þar inni,
að konan Iá mállaus og rænulaus
af blóðmissi í rúminu með yngri
drenginn á brjósti, en blóð flaut
um gólfið, því svo hafði farið, að
konunni hafði leyzt höfn um nótt-
ina, vafalaust vegna hræðslu og leið-
inda við að búa þarna með tveim
ungbörnum í stóru húsi allangt frá
öðrum mannahíbýlum, en illhægt
að loka að sér nokkurri hurð. Geta
menn leitt sér í hug þessa aðlcomu
og ástandið þarna inni og er það
meðal einsdæma. —
Fátækranefndar var nú leitað og
hún beðin að veita konunni og
börnunum forsjá og hjálp, og fékkst
það að vísu, en með semingi þó
og fullyrðum vér að fátækranefndin
sýndi þá, eins. og áður gagnvart
hjónum þessum, ámælisvert tómlæti
og skal saga þeirra viðskifta nánar
rakin síðar hér í blaðinu ef tilefni
gefst. Má vera að afsakandi ástaeður
hafi verið til ,þess fyrir fátækranefnd,
að konan var látin sofa þarna ein,
þrátt fyrir beiðni sína um hjálp —
og beiðni Gests áður um að húsa-
kyn.nin væri skoðuð — en ekki
þekkjum vér þær, — né getum leitt
að þeim getur, en þeir menn, sem
hér eiga hlut að máli, munu sjálf-
sagt skýra sína aðstöðu.
Konan og yngri drengurinn eru
nú komin á spítalann, og heilsast
eftir vonum, en eldri drenginn tóku
hjón hé.r í bænum, í’órarinn Hjálm-
arsson og kona hans, til fósturs með-
N ý k o m i ð:
Epli
Appelsínur
Verzl. ,,Oslo“,
an úr rætist um björg og heilsufar
fjölskyldu G%sts. En að svona vel er
komið málum fyrir hinni veiku
konu og börnunum má óhikað
hvað mest þakka einarðri og göf-
uglegri framkomu Guðbjargar Krist-
insdóttur ljósmóður.
Frá útlöndum.
Brutialið Rómaborgar kallað út
frá Kaupmatmahöfn.
Fáheyrður atburður gerðist 15.
eða 16. janúar s.l., að því er „Tid-
ens Tegn“ hermir:
í litlu þorpi einu nálægt
Rómaborg kom upp eldur og magn-
aðist svo mjög og skjótlega, að hvort-
tveggja bilaði, ritsíma- og talsíma-
sambandið til Róm. í þorpinu var
„radío-amatör” (áhugamaður um út-
varp) og hóf hann þegar að senda
út í geiminn hættutáknin S. O. S.
Hjálparkall þetta heyrði annar „raíó-
amatör" er sat við tæki sitt í Kaup-
mannah. Fékk hann sicjóta lýsingu
af ástandinu og gerði þegar tilraun
til að ná sambandi við stuttbylgju-
stöð í Róm. Petta heppnaðist og
brunalið Rómaborgar þusti til hjálp-
ar. — Petta virðist næsta ótrúlegt,
en er þó satt. Hefir atburður þessi
verið ræddur af „radio” sérfræðing-
um og þykir merkilegur. — Til er
alþjóðasamband útvarpstilraunam.
er sendast á fréttaskeytum og ýms-
um tilkynningum. Pau skeytavið-
skifti fara fram á ensku, svo að
málsins vegna er ekkert til hindr-
unar að þetta sá satt. Og oft hefir
það komið fyrir áður ,að útvarps-
áhugamenn hafa náð neyðarskeyt-
um og hjálparköllum gegn um tæki
sín og orðið til hjálpar. En þetta
er óheyrt áður, er stöð í fjarlægu
landi verður fyrri til -að heyra hjálp-
arbeiðni og útvega hjálpina en hin-
ar næstu og miklu fullkömnari
stöðvar. —
íslenzkur matur er beztur.