Einherji


Einherji - 11.02.1932, Blaðsíða 4

Einherji - 11.02.1932, Blaðsíða 4
4 EINHERJI Hraustir sjómenn! Hugsið vel um hverja þarfa uppfyndiné- GARGOYLE-OLIA á öllum vélum er hin besla líftrygging. Vélin enga vitund slitnar vætli GARGOYLE-SMU RNING á, úr sér bræðir eða hitnar ekki nokkur lega þá. Mobiloil Umboðsmaður fyrir GARGOYLE MOBIL OIL COMPANY á Siglufirði er Olíuverzlun íslands Andrés Hafliðason. Útvegsmenn á tvísýnt tefla trauðla munu um farnað sinn. GARGOYLE MOBIL OLÍUR efla ákaflega sparnaðinn. er viðurkennd ogheimskunn sem bezta smurningsolían á allar vélar svo sem: gufuvélar, olíuvél- ar, bifreiðavélar, frystivélar, raf- magnsvélar. skil- vindur o. m. fl. GARGOYLE’S gír-feiti, öxulfeiti og grænclíur bera af öllum öðrum. Nægar byrgðir ávalt fyrirliggjandi. „Dr. Alexandrine“ kom hingað á mánudagskvöldið var frá Akureyri á leið tii Reykjavíkur og útlanda. harþegar frá Akureyri voru Böðvar Bjarkan málafl.m. og Anton Jónsson forstjóri hingað, hæjarstjóri Jón Sveinsson á leið til Reykjavíkur og Ingvar Guðjónsson á leið til útlanda. Kvöldræður i Kennaraskólanum, hin mjög svo ágæta ból> síra Magn- úsar Helgasonnr fyrv. kennaraskóla- stjóra er komin út fyrir nokkru. Hennar verður nánar getið síðar hér í blaðinu. 7 unnusmiðin. Tunnuverksmiðjan er nú tekin til starfa. Vinna þar 45 rnenn. Er unnið allan sólar- hringinn í þrískiftum vökum. Á- ætla tunnugerðarmenn, aðsmtðaðar verði 360—390 tn. á sólarhring þeg- ar allt er komið í fullan gang. Slys. Porkell Svarfdal, formaður slasaðist síðastliðna þriðjudagsnótt. Var hann að vinna í lunnugerðinni. Lenti hanní vélasöginni með vinstri hendina og sagaðist upp í mitt handarbak milli græðifingurs og löngutangar. Liggur hann nú á sjúkrahúsinu og líður eftir vonum. Skemtun hélt kvennfélagið „Von“ í húsi sínu í gærkvöld. Var þar leikinn „Apakötturinn", og öslcu- pokauppboð og dans á eftir. Skemt- unin var vel sótt og verður endur- tekin aftur í kvöld. Merktur }ugI. Jón Sigurðsson frá Eyri skaut straumönd (anas histrio- Styðjið íslenskan iðnað. Hjá ungmey vaka er yndæli og yfrum taka fríðkvendi i bifreið aka í blíðviðri og borða AKRA-SMJÖRLÍKI. Eitt er víst að AKRA-SMJÖR allra manna bætir kjör, eykur hreysti, afl o£ fjör enda er það á hvers manns vör. Notið Akra-smjölíki. AÐALFUNDUR Sjúkrasamlags Siglufjarðar verður haldinn sunnud. 21. febr. n. k. kl. 4 síðd. á „Hótel Siglufjörður“. D A G S K R Á : 1. Reikningur samlagsins fyrir síðastliðið ár. 2. Kosning 4 manna í stjórn oj> 1 til vara. 3. Kosning 1 endurskoðenda og varamanns. 4. Fjársöfnun. 5. Önnur mál. Siglufirði, 6. febr. 1932. Guðm. Skarphjeðinsson. nica) á mánudnginn hér útí í firð- Eigendur og abyrgðarm.: inum. Var hún merkt P. Skovgaard Kristján P. Jakobsson. V. 7349. Sig. Björgólfsson.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.