Einherji - 27.07.1932, Side 3
EINHERJÍ
$
Fossarnir sungu sín alda-gömlu Ijóð
og áin raulaði undir, annars var
allt hljótt. Kyrrðin féll á okkur eins
cg ljú'ur höfgi, það var eins og við
hefðum drukkið pminnisöl, áhyggjur
og erfiðleikar gleymduí t og um stund
vorum við í fullu samræmi við
náttúruna, vorum snklaus, lítil börn,
laus við allar erfðir og spillandi
kenningar misviturra manna.
llcim varð að fara. Við stóðum
á fætur og héldum af stað. Eftir
litla síund vorum við kominn upp
á Saurbæjarásinn, fjörðurinn, bær-
inn og dalurinn blöstu við — við
vorum komin i mannheima. —
Pokan var að koma sígandi fyrir
Nesnúpinn. Hægt og hægt seig hún
inn fjailshlíðina, breiddi sig svo
yfir fjörðinn, teygði armana inn
beggja megin bæjarins og var sem
hún ætlaði að taka bæinn í faðm
sinn. Pessi þoka var ekki skaðleg.
Pað er til önnur þoka, þoka skamm-
sýni og heimsku, sem fyllir vit
manna svo þeir sjá ekki skil á
neinu, sem er utan við útréttan
armlegg þeirra. \
Ferðin gekk fljótt heim. Við
mættum örfáum hræðum á Hafnar-
veginum á leið inn í fjörðinn. Peg-
ar kom ofan í bæinn fjölgaði þeim
er á ferli voru. Pá var klukkan að
byrja að ganga eilt. I einum dans-
skálanum var ball. Fulit mun hafa
verið inni fyrir því troðfullt var á
tröppunum. Dansskálarnir eru eins
og dáuðra manna reitir að því leyii,
að þar hverfur allt manngreiaarálit.
Par hittist og faðmast fólk af marg-
víslegum stéttum og margvíslegum
skapgerðum, fátækt fólk og ríkt,
silkiskreytt og fágað og fátækt og
illa búið. Dansinn og dauðinn
fylgja jafnaðarstefnunni.
Og þokan tók bæinn þétt i faðm
sinn og svæfði hann. —
s.m.
F r j e 11 i r
Höfnin. 56síldveiðaskip lágu hér yfir
helgina, Finnar Norðmenn og Sví-
ar. Öll þessi skip stunda veiðar ut-
an landhelgi. Nokkur tunnuskip
hafa verið hér síðustu daga. Mest-
allt voru þetta reknetaskip. Finnar
hafa nú sent heim einn farminn 3:
4000 tn. og Eistur álílca rnikið.
hjögur norsk gufuskip munu einnig
farin heim með fyrstu hleðsiu 3;
800 tn. hvert. Annars eraflinn held-
ur tregur og tíðin stirð fyrir veið-
ina i:tan landhelginnar. Síldin er
mjög grunnt ennþá og torfurner
þuns.ar, fitumagn síldarinnar lítið
og y irleitt er síldin sem berst nú
að, iila lallin til útflutnings.
Tíðin hefir verið stirð undanfar-
ið, norðaustan golur og súld og rign-
ing öðru hvoru. I gær birti til og
hves^ti um ieið. Síldveiðin hefir
geng.ð treglega að þessu vegna storma
og kalsaveðurs. I nótt komu aðeins
örfá skip inn með síld, sum til rík-
isverksmiðjunnar og af öðrum var
lítilsháttar saltað.
Nýtt veitingahús, „Dettifoss“ «r
Pétur Jónsson frá Brúnastöðum að
setja á stofn í Aðalgötu 31. Húsa-
kynni eru þar góö, ný máluð og
veggfóðruð og að öllu leyti hin við-
kynnilegustu.
Einherjablöðin með kauptöxtun-
um og síldarréttauppskriftum Jónas-
arLárussonar fást euiiþá á afgreiðsln
blaðsins, Bókabúð Hannesar Jónas-
sonar. Menn ættu að ná í þessi
blöð sem fyrst, þau eru alveg aö
verða uppseld.
Á Ingólfsfirði var þegar síðast
fréttist búið að salta um 2000 tn.
Hefir sildin haldið sig mikið þarn i
vestur frá. Kveldúlfstogararnir fyllt.i
sig innundir Blönduósi í gær.
Ágætur heyþurkur er í dag. Mun
hann mörgum kærkominn. Talsvert
af heyum er hér flatt og hálfskemmt
orðið,
Fjöldi Svía er nú kominn hér
svo sem vanalega. Auk þess ýmsir
íslendingar er munu ætla að fa ipa
hér síld. Um verðlag á saltaðri
síld heyrist ekkert ennþá.
22. þ. m. andaðist hér ásjúkrah.,
Hilde Ostberg, 21 ára gömul. Hún
kom hingað til Siglufjarðar haustið
1930, ásamt mörgum öðrum norsk-
um stúlkum er þá réðust hingað.
Stúika þessi var rösk og myndarleg
og hefirkynt sig velþennan tima sem
hún hefir dvalið hér.
Samkvæmt umsögn Fiskifélags
lslands var síldveiðin á öllu land-
inu, föstudagskvöldið 22. þ. m. kl.
12 á miðnætti, svo sem hér segir:
Grófsöltuð sild 927 tn.
Oðruvísu verkuð 4769
Lagt í bragðslu 74062 hektol.
Morgunn bóndans.
Pótt um nætur eg þrátt sé aumur,
þrekstolinn keyrður í vonleysis-hnút,
þáier um mig strax einhver fagnaðar-
straumur
fyrsFá morgnana er kem eg út.
Morgun-andvarinn ljóð sín leikur,
ljómandi sól yfir fjöllin rís,
þrek og£starfsgleði eflir, eykur
ilmur úr jarðgróðurs-paradís.
Berast að eyrum unaðshljómar,
ei verður rödd nein þar sérstök skýrð,
svo eru samstiltir allir ómar
í einróma gleði yfir lífsins dýrð.
s. m.
S t ú 1 k a
vön almennum húsVerk-
um, óskast í vetrarvist
frá 15. sept. n.k. til 14. maí.
HANNES JÓNASSON.
Vinnuföt
Strigavetlingar
Gúmmívetlingar
nýkomid.
Kaupíél.agið.
Danskir rómanar
spennandi og skemtileéir,
fást hjá
Hannesi Jónassyni,
Arni Friðriksson, náttúrufræðing-
ur dvelur hér nú um tíma við síld-
arrannsóknii. Kannsakar hann stærð,
aldur, fitumagn, kynþroska ogþunga
síldarinnar ásamt mælingum á sjáv-
arhita. Sérstaka aherzlu kveður hann
að þessu sinni verða lagða á »ð
finna meðalþunga síldar eftir stærð
og fitumagni.
Ein 8 eða 9 skip verða látin
mæla sjávarhitann þar sem aíldÍR
fæst og skila þau skýrslum um það
efni til Árna eltir hverja ferð. Rann-
sóknir Árna hafa tvírnælalaust afar
mikla þýðingu fyrir síldveiðar Isér
við land og þekking manna á göngu
og lit'naðarnáttum síldarinnar, því
Arni er allra manna Iærðastur á
þessa hluti og áhugasamastur. Harm
hefir bækistöð sína í efnarannsókk-
arstofu Dr. Paul’s verksmiðjunnar.
Eigendur og dbyrgöann.:
Sig. tij örgótfsson.
Hannes Jónasson,