Einherji


Einherji - 28.03.1934, Blaðsíða 2

Einherji - 28.03.1934, Blaðsíða 2
2 EINHERJI inga til umhugsunar um þetta nauð- synjamál. Góð prentsmiðja hér á staðnum, er fullnægir þörfum og kröfum bæjarbúa er stórt spor í menningaráttina og okkur er ekki vanþörf á, að stíga stór spor í þá átt, þau eru fá stigin ennþá og og þeim þarf að fjölga ef við eig- um ekki að verða eftirbátar annara bæja er líkt standa að vígi. Hannes Jónassen. Líkkista, dauði, dómur. Svo er að sjá á síðasta Siglfirð- ing, sem honum hafi orðið illa við er Einherji minntist á líkkistu Sjálf- stæðisflokksins. Rað fer svo -fyrir rnörgum, þeim er illa hafa lifað, að þeir vilja sem minnst heyra talað um það er minnt getur á dauða og dóm, og er Sjálfstæðisflokknum það ekki láandi, lífernið hefir ekki verið svo fagurt. En kistan er til og ekki rekin gullnöglum heldur afglöpum, ofsóknum, yfirhylmingum, lagabrot- um og margskonar meinsemdum, sem flokkurinn hefir jafnan verið ríkur af og spýtt inn í þjóðarlíkam- ann. Siglfirðingur ætlar að bíða dóms- ins í árásarmálinu á Hermann Jó- nasson. Sú bið mun verða löng, því síðustu fregnir herma, að Arnljótur Jónsson, sem hafði málið til með- ferðar, hafi nú þvegið hendur sínar, afhent málið til stjórnarráðsins og neitað að kveða upp dóm í málinu. Svo fór um sjóferð þá! Ekki er ó- sennilegt að reynt verði að finna upp nýar sakir á Hermann Jónas- son, fyrst þessi síðasta brást, því Sjálfstæðisflokkurinn hefir jafnan verið fundvísari á ósannar sakir á andstæðinga sína en á bjargráð fyrir þjóðina, en ætla mætti þó, að flokk- urinn væri búinn að fá nóg afrass- skellum þeim, er hann hefir gefið sjálfum sér með þessum árásum sínum, er alltaf hafa mistekist. Siglfirðingur segir að Sjálfstæðis- flokkurinn muni blómgast og vaxa. Ojæja. Líklega ætlar hann sér að skjóta fegurstum blómknöppum í kviðj Nazistaflokksins, þangað iigg. ur leiðin eins og stendur. Ekki er ósennilegt, að Siglfirðingur og sum- ir aðstandendur hans fagni því að komast í þá vistarveru. Magnús Guðrnundss. og fjáreydsla fram yfir fjárlög. Til minnis ' ið næstu kosningar. Samkvæmt skýrslu um fjárhag ríkisins á árinu 1933, sem fjármála- ráðherra las í útvarpinu fyrir nokkr- um dögum, hefir kostnaðurinn við þá grein stjórnarframkvæmdanna sem Magnús Guðmundsson sérstaklega ræður yfir, þ. e. dómsmálin, farið rúmlega 72 ptc. framúr áætlun fjár- laganna fyrir árið 1933. Rað er eftirtektarvert í því sam- bandi að landhelgisgæslan ein út af fyrir sig hefir farið 216 þús. kr fram úr áætlun. Og þó htfir á árinu 1933 verið sú lang aumasta og gagnlaus- asta landhelgisgæzla, sem þelckzt hefir um langt ára bii. Hvað hefir verið gert við alla þessa peninga? Til varalögreglunnar, sem starf- rækt var allt árið í fullu heimildar- leysi og vafalaust í beinni óþökk meirihluta landsbúa, hefir verið var- ið hvorki meira né minna en 340 þús. króna. Tollgæzlan, sem íhaldsblöðin ó- sköpuðust mest yör fyrir nokkrum árum, hefir farið 18 þús. kr. fram úr fjárlagaheimild. Og þessi umfram greiðsla liggur þó síður en svo í því, að tollvörðum hafi verið fjölg- að og hert þannig ágæzlunni. Um- frameyðslan fer öll í skrifstofukostn- að tollstjórans í Reykjavík, eftirþví sem talið er í skýrslunni. (Eftir Nýja Dagblaðinu.) Nær og fjær. Friðbjörn Jónsson, son Jóns Friðrikssonar hér, tók út af fiskiskipinu „Nanna1' fyrra þriðju- dag. Friðbjörn heitinn var dugnað- armaður og vel látinn. Um þann mund er slys þetta vildi til voru ó- veður mikil fyrir Suður- og Vestur- urlandi. Mannskaði varð þó eigi annar en þessi, en í ísafjarðardjúpi sökk vélbátur, Helga frá Hnífsdal. Hávarður ísfirðingur bjargaði sltips- höfninni. Verkið, við útbúnað fyrir gagnfræðaskóla og bókasafn á kirkjuloftinu, var boðið út. Lægsta tilboð kom frá Ólafi Reykaals, var honum veitt verkið Um hátíðina verða brauðbúðir mínar opnar sern hér segir: Skírdag frá 10 til 7 Föstud. langa 10 —12 og 6—7 Páskadaginn 10—12 og 6—7 2. páskadag frá 10—8. O. Hertervig. r a k j á r n No. 24 og 26. Slétt járn og þakhryggur, kom nú með Gullfoss. Einar Jóhannsson & Co. Peir, sem hafa í hyggju að læra á bíl í vor, ættu að tal við mig sem fyrst. — Kennslugjald lækkað frá því sem verið hefur. / Kristján Arnason. og er hann þegar byrjaður. Á kór- loftinu verður útbúin geymslu fyrir skjalasafn bæjarins, sem að þessu hefir haft fremur þröngt og óvist- legt húsrúm á barnaskólaloftinu. Barnaskólabörnin héldu skemmtun í síðastliðinni viku. Var skemmtiskrá þeirra fjölbreytt og var aðsókn góð. Ágóðinn af skemmt- uninni rennur í ferðasjóð barnanna og er honum varið til skemmti- ferðar fyrir fullnaðarprófsbörn á vori hverju. Börnin leystu hlutverk sín vel af hendi, þótt ung og lítil væru, og hafi þau þökk fyrir skemmtun- ina. Unglingaskólinn hélt skemmtun fyrra þriðjudag og átti ágóðinn af skemmtuninni að ganga til áhaldakaupa til skólans og þá helst til kaupa á bókum, er nem- endur gætu haft gagn af að lesa með náminu. Til skemmtunar var söngur, upp- lestur, leikfimi kvenna og smáleik- ur. Skemmtunin var hin prýðileg- legasta, og öll skemmtiatriðin vel af hendi leyst, en aðsókn var frem- ur slæm. Mun því ágóðinn hafa orðið lítill þegar frá var dreginn kostnaður er var aðallega leigan á Bíóhúsinu, kr. 62,50. Kemur það

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.