Einherji - 01.08.1935, Síða 2
2
EINHERJI
ur nokkrum sinnum, en síðan var
hann Iagður til hiiðar og sefur nú
svefninum langa norðan við barna-
skólann hjá öðru minnismerki um
vísdóm og framtakssemi bæjar-
stjórnar, snjóplógnum.
Hér í bænum munu nú vera um
36 bilar. Má geta nærri að þeir
slíta götunum mikið og undir hina
miklu umferð þarf að vanda göt-
urnar sem bezt. Pað sem gera þarf
í þessu máli er það, að taka fyrir
á hverju ári eina götu, eða part af
götu, og gera hana fullkomlega vel
úr garði, eftir því sem nú þykir
bezt um gatnagerð í bæjum. Væri
þá sjálfsagt að byrja á Aðalgötunni
því um hana er umferðin mest.
Ef þannig er farið að, mundu
flestar eða allar fjölförnustu götur
bæjarins verða komnar í gott ásig-
komulag eftir 10 ár, og mundi ein-
mitt við það, að gera göturnar
góðar, sparast mikið fé sem nú
ferárlega í ónýtar og endingarlausar
endurbaétur, sem þó ekki verður
hjá komizt, eins og nú standa sakir.
Með vaxandi menningu víkkar
stöðugt svið fræðslumálanna. Allt
þurfa menn að vita, ef vel á að
fara og allt vilja menn vita, sem
vonlegt er, því að rannsóknarþrá
og forvitni er flestum í blóð borin.
— En því þá ekki að fara í barna-
skólann og líta þar á heilsufræðis-
sýningu læknanna? Par ermargtað
sjá. Hvernig skyldu axlarvöðvarnir
vera í smiðnum. sem hamrar allan
daginn? Hvernig ætli vöðvarnir s.éu
í .,löppunum“ á Pjóðverjunum sem
þeyta knettinum úr „löppum" land-
anna í Rvík? Hvernig myndi bak-
ið verða á síldarstúlkunu.r., sem
salta síldina, ef þær ættu að salta
allt árið um kring? Hversvegna er
óhollt að sitja kengboginn við að
vélrita allan daginn? og svona mætti
lengi telja.
Komið á sýninguna og þér mun-
uð fá svör við ótal spurningum og
athygli yðar mun beinast að ýmsu
því, sem yður er bráðnauðsynlegt
að fá vitneskju um.
Hér verður ekkert lagt til um
það, hvort göturnar skuli asfalter-
aðar, steyptar eða járnlagðar. Bæj-
arstjórn verður að fá sér upplýs-
ingar um hvað nú þykir hentugast
í því efni. En á hitt verður að
leggja áherzlu, að bætt sé úr því
ásigkomulagi, sem nú er, það verð-
ur að vera krafa allra bæjarbúa.
Göturnar, eins og þær eru nú, eru
óhæfar og óþolandi.
Áður en eg skil við þetta mál,
vil eg benda á hina brýnu þörf á,
að lögð verði gangstétt meðfram
Vetrarbraut, að minnsta kosti út að
Eyrargötu. Gata þessi er nú orðin
með fjölförnustu götum í bænum
og bílaumferð frá ríkisverksmiðjun-
um feikna mikil, stundum ganga
frá ríkisverksmiðjunum allt að 20
bílar í einu. Eins og nú er, má
telja að illfarandi sé fyrir gangandi
fólk um götu þessa, meðan keyrsla
fer fram, og er við enga götu, sem
nú er gangstéttarlaus, jafnmikil
þörf þeirra og við þessa.
Á sýningunni er sýnd byggitit;
likamans, eins og hún er undir yzta
borðinu, sem vér sjáum daglega.
Vélin sem vér notum og ættum að
fara vel með, en misnotum svo oft
af kæruleysi og þekkingarleysi. —
Rá má sjá nokkrar skaðlegar vinnu-
stellingar; mjög þörf og góð hug-
vekja.
Einnig er meðferð ungbarna sýnd
með mörgum myndum, og er þar
að sjá þarfa og mikla fræðslu, eink-
um fyrir mæður; en jafnframt eru
myndirnar svo skemmtilegar, að
börnin hlæja að þeim og píltarnir
geta ekki látið vera að kýma. er
þeir sjá mæðurnar vera að hand-
leika smábörnin.
Petta er eins og í Bíó!
En þá tekur alvaran við. Berkla-
veikin, sem árlega leggur 200 manns
og þar yfir í gröfina, kostar ríkis-
sjóð á aðra miljón króna og landið
margar miljónir, ef allt er reiknað.
Á sýningunni sést hvernig ástandið
er, —
Pá eru tennurnarí fólkinu. Hvað
á að gera við þær? Fá fleiri tann-
lækna? Fylla holurnar með gulli?
Bursta tennurnar við og við með
allskonar tannkréme, þegar mester
haft við, en gleyma því þess á milli.
Jón Jónsson læknir, sem er um-
sjónarmaður sýningarinnar, hefir
lofað mér, að hann skuli flytja er-
indi fyrir börnin um tennurnar á
sunnudaginn kemur, kl. 11 árdegis.
Eg hugsa að það verði nógu fróð-
legt að heyra hvað hann segir um
þetta mál. Hann er fróður um þetta
efni. því að hann hefir verið tann-
læknir við barnaskólann í Hafnar-
firði í fleiri ár.
Pá eru kynsjúkdómar. Reir eru
að útbreiðast meir og meir, með
vexti bæjanna. Um þá er bezt að
hafa sem fæst orð, en komið og
skoðið og þið fáið heilbrigða og
nauðsynlega fræðslu.
Loks eru farsóttirnar. Pær eru
víðfeðma, margar hættulegar og
mannskæðar, en allar til tjóns, og
kosta þjóðina ærna fé. Er útbreiðsla
{eirra sýnd með línuritum, og eru
sum þeirra risavaxin mjög, því að
sumar farsóttirnar eru eins og verstu
tröll eða forynjur.
Pað er vitanlegt að til heilbrigð-
ismálanna er lagt mikið fé úr rík-
issjóði, en hvað kosta sjúkdómarnir?
I sjúkrahúsunum, sem eru mörg,
en þó alltaf full, eru legudagarnir
um 350 þúsund. Pó dagsverk þeirra,
sem þar hindrast frá vinnu væri
ekki reiknað nema 10 kr., þá er
vinnutapið háll fjórða milljón króna.
En hve margir liggja heima? Hve
mikið kostar kíghóstinn sem nú
gengur um Iandið?
Hverjar sóttir eru að aukast, og
hverjar að réna? Komið á sýning-
una og sjáið sjálf.
En hvað er þá um áfengið, sem
svo mikið hefir verið rætt og ritað
um? Er nokkursstaðar hægt að sjá
áhrif þess á sjúkdóma, eða útbreiðslu
þeirra? — Og eru þau áhrif ekki
ægileg?
Jú, vissulega — og á sýningunni
er sýnd ein ægilegasta hliðin á vín-
nautninni. Pað er aðeins eitt atriði,
— ein tala. — En stí tala talar.
Sýningin er opin alla daga 1—7
og 8—10 s.d., kostar aðeins 1 krónu
fyrir fullorðna en 25 aura fyrir börn.
Aðgöngumiða fyrir allan tímann má
fá fyrir 5 kr.
Getur öll fjölskyldan notaðsama
miðann — (5 kr. miða), með því
að fara til skiptis.
Heilsuíræðissýnin
læknaféla£sins.