Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.11.1957, Side 7

Skólablaðið - 01.11.1957, Side 7
ÞAÐ hefur um nokkuð árabil verið áhyggjuefni þeirra nemenda skólans, sem áhuga hafa á menningu og listum, hve lítt Menntlingar vilja sinna þeim mál- efnum. Er skemmst að minnast ávarps í Skolablaðinu í fyrra frá þáverandi Inspector Scholae, Ólafi B. Thors og Þorkatli ("Totta") Sigurbjörnssyni, þar sem þeir víttu harðlega andleti Menntlinga. Ekki þarf að fletta lengi í árgöngum Skolablaðsins, nú hin síðari ár til þess að finna kvartanir frá ritnefndunum um áhugaleysi Menntlinga á Skólablaðinu. Þar má finna skeleggar áskoranir og hvatn- ingar bjartsýnna hugsjónamanna og vondaufa gagnrýni hinna svartsýnu, en öllum er þessum greinum eitt sameiginlegt, áhyggjur út af vaxandi andleysi ykkar Menntaskólanema. Vegna reynslu fyrri ritnefnda bjuggumst við í núverandi ritnefnd ekki við mikilli samvinnu ykkar á ritsviðinu. Gerðum við ráð fyrir að þurfa að toga allt efni í blaðið upp úr ykkur með harðri hendi, eins og við værum að innheimta íslenzkuritgerðir. í því tilefni skókum við skellum og hófum upp herbrest mikinn

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.