Morgunblaðið - 28.11.2009, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
Hagfræðingur á hagfræðisviði
Seðlabanka Íslands
Seðlabanki Íslands auglýsir laust til umsóknar starf hagfræðings á hagfræðisviði.
Hagfræðisvið annast rannsóknir og greiningu á þróun efnahags- og peningamála, gerir
þjóðhags- og verðbólguspár og tekur þátt í mótun stefnunnar í peningamálum. Hagfræðisvið
hefur m.a. umsjón með útgáfu ársfjórðungsritsins Peningamála og ensku útgáfu þess
Monetary Bulletin.
Verkefni hagfræðingsins verða m.a.:
Almennar rannsóknir, einkum á sviði peninga- og þjóðhagfræði.
Þátttaka í gerð verðbólgu- og þjóðhagsspáa bankans og framþróun líkana til spágerðar.
Tilfallandi verkefni og ráðgjöf á ábyrgðarsviðum Seðlabankans.
Að fylgjast með framvindu efnahagsmála, greina gögn og skrifa um niðurstöður.
Áskilið er a.m.k. meistarapróf í hagfræði og lögð er áhersla á að umsækjandi hafi gott vald á
aðferðum til hagrannsókna og notkun hugbúnaðar til tölfræðigreiningar og hagmælinga.
Umsækjandi þarf að hafa gott vald á mæltu og rituðu máli, bæði íslensku og ensku, og
hæfileika til að setja fram fræðilegt efni á skýran hátt. Umsækjandi þarf að hafa góða
samskiptahæfileika og vera reiðubúinn til hópvinnu af ýmsu tagi.
Upplýsingar um starfið veitir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur, í síma 569-9600.
Umsóknum skal skilað fyrir 7. des. 2009 til rekstrarstjóra Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1,
150 Reykjavík.
Héraðsverk ehf er 21 árs gamalt verktakafyrirtæki á Fljótsdalshéraði, stof-
nað í marsmánuði árið 1988.
20 jarðvinnuverktakar tóku höndum saman og stofnuðu fyrirtæki sem þeir
nefndu Héraðsverk hf til að eiga möguleika á að framkvæma stærri sem
smærri verk.
Héraðsverk ehf. er alhliða verktakafyrirtæki sem unnið hefur verkefni af
öllum gerðum og stærðum, allt frá lagna- og viðhaldsvinnu upp í vega-
og jarðgangagerð.
Fyrirtækið beitir aðferðum gæðastjórnunar í starfseminni og leggur mjög
ríka áherslu á öryggis- og umhverfismál.
Héraðsverk hefur á að skipa reyndum hópi tækjastjóra, tæknimanna og
verkstjóra auk hæfra starfskrafta til flestra verka.
Framkvæmdastjóri
Héraðsverk ehf óskar eftir að ráða sjálf-
stæðan og metnaðarfullan einstakling
sem framkvæmdarstjóra.
Starfssvið:
· Samræming og áætlanagerð.
· Ábyrgð á stjórnun og rekstri.
· Öflun nýrra verkefna, tilboðsgerð.
· Stefnumótun og markmiðssetning.
· Samskipti við hluthafa.
· Starfsmannamál o.fl.
Hæfniskröfur:
· Háskólamenntun á sviði verk- eða tæknifræði.
· Skipulags- og leiðtogahæfni.
· Reynsla af rekstri eða stjórnun á jarðvinnusviði.
· Frumkvæði.
Umsóknir skulu sendar á netfangið hilmar@austurland.is
eða í pósti á Héraðsverk, Lyngás 5, 700 EG.
Merkt umsókn um framkvæmdastjórastöðu
Fjölbrautaskóli Snæfellinga
í Grundarfirði
auglýsir eftir
framhalds-
skólakennurum
Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir fram-
haldsskólakennurum í eftirfarandi stöður:
Stærðfræði, 100%
Náttúrufræði og jarðfræði, 80-100%
Enska, 80-100%
Margmiðlun, 50%
Laun greiðast samkvæmt stofnsamningi
skólans.
Fjölbrautaskóli Snæfellinga tók til starfa í ágúst 2004. Skólinn er
leiðandi í sveigjanlegum kennsluháttum og skipulagi skólastarfs á
framhaldsskólastigi, m.a. með hagnýtingu upplýsingatækni í
staðbundnu námi, dreifnámi og fjarnámi. Hugmyndafræði skólans
gerir ráð fyrir einstaklingsmiðuðu námi í opnum rýmum með áherslu
á verkefnavinnu. Leitað er að starfsfólki sem hefur áhuga á að taka
þátt í þróunarstarfi í kennsluháttum og í nýtingu nýrra miðla og
upplýsingatækni í skólastarfi.
Leitað er eftir kennurum sem hafa frumkvæði,
eru sjálfstæðir í vinnubrögðum og hafa áhuga
á að taka þátt í þróunarstarfi í kennsluháttum
og uppbyggingu náms í samræmi við ný lög
um framhaldsskóla (nr. 92/2008).
Ráðið verður í stöðurnar frá
1. janúar 2010.
Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun í
viðkomandi grein og kennsluréttindi á fram-
haldsskólastigi. Umsóknir með ítarlegum
upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu
hafa borist Skúlínu Hlíf Kjartansdóttur, skóla-
meistara, Grundargötu 44, 350 Grundarfirði
eða á netfangið skulina@fsn.is í síðasta lagi
7. desember 2009. Umsóknir þurfa ekki að vera
á sérstökum eyðublöðum. Öllum umsóknum
verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu
hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veita Skúlína Hlíf Kjartans-
dóttir, skólameistari, skulina@fsn.is,
s. 693-4967 og Pétur Ingi Guðmundsson,
aðstoðarskólameistari, petur@fsn.is,
s. 868 3618. Nánari upplýsingar um skólann má
finna á vef FSN www.fsn.is
Skólameistari.