Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009
Framkvæmdastjóri
GolfklúbbsinsTudda
GolfklúbburinnTuddi óskar eftir umsóknum í
starf framkvæmdastjóra. Í starfinu felst:
Umsjón með daglegum rekstri og þróun á
starfi félagssins í samstarfi við stjórn.
Þjónusta við félagsmenn og viðskiptavini.
Eftirfylgni með rekstraráætlunum,
fjárlagagerð sem og skipulagning
íþróttastarfs.
Áreiðanleikakönnun, áætlun og undir-
búningur fyrir byggingu eða kaup á átján
holu golfvelli og rekstri tengdum honum.
Vinna eftir stefnu stjórnar en
framkvæmdastjóri starfar náið með for-
manni og stjórn félagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði,
hagfræði eða sambærileg menntun.
Viðkomandi verður að þekkja vel til íþrótta-
og markaðsmála og hafa áhuga á að vinna í
umhverfi sem tengist golfi. Menntun á sviði
íþrótta- og/eða tómstundamála er æskileg.
Hæfni í mannlegum samskiptum og öguð,
sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Nauðsynlegt er að viðkomandi tali og skrifi
vel íslensku sem og ensku.
Viðkomandi þarf að hafa almenna og góða
tölvuþekkingu, bókhaldskunnáttu og reynslu
í notkun verkefnisstjórnunarforrita.
Allir þeir sem hafa áhuga á að vinna í góðu
starfsumhverfi þar sem mikil uppbygging er
framundan, eru hvattir til að sækja um.
Um er að ræða hlutastarf til að byrja með og
eru góð laun í boði fyrir réttan aðila. Vinnutími
getur verið breytilegur. Æskilegt er að við-
komandi geti hafið störf sem fyrst, ekki síðar
en mars 2010. Konur, jafnt sem karlar, eru
hvattar til að sækja um starfið.
Upplýsingar um starfið veitir formaður GOT í
gegnum tölvupóst: golfklubburinn.tuddi@gmail.com
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
starfsferil skulu sendast á:
golfklubburinn.tuddi@gmail.co.
Æskilegt er að með umsókn fylgi mynd.
Umsóknarfrestur er til 10. desember 2009.
Öllum umsóknum verður svarað.
Upplýsingar um störfin og umsóknareyðublöð eru á skrifstofu ÍSTAKS,
Engjateigi 7, 105 Reykjavík og í síma 530 2700 milli 8:15 og 17:00.
Einnig er hægt er að senda inn umsókn á heimasíðu okkar www.istak.is.
ÍSTAK er leiðandi fyrirtæki á íslenskum
verktakamarkaði. Hjá fyrirtækinu starfa
um 500 manns, víðsvegar um landið
sem og erlendis.
ÍSTAK er alhliða verktakafyrirtæki sem
var stofnað árið 1970 og hefur annast
ýmis verkefni, svo sem virkjanir, stór-
iðjuver, hafnargerð, vega- og brúagerð
auk flugvalla. Ennfremur húsbyggingar
fyrir opinberar stofnanir, sveitarfélög,
fyrirtæki og einstaklinga.
Framkvæmdagleði í fyrirrúmi
Virkjanaframkvæmdir Panama
Ístak óskar eftir að ráða verkfræðing til starfa við virkjanaframkvæmdir
í Panama. Um er að ræða aðstoð við stjórnun á byggingarstað.
Framkvæmdir Jamaíka
Ístak óskar eftir að ráða verkfræðing til starfa við framkvæmdir á
Jamaíka. Viðkomandi þarf að hafa víðtæka reynslu af bygginga-
framkvæmdum.
Framkvæmdir Noregi
Ístak óskar eftir að ráða verkfræðing til starfa við framkvæmdir í Noregi.
ÍSTAK ÓSKAR EFTIR AÐ RÁÐA VERKFRÆÐINGA TIL STARFA
VEGNA FRAMKVÆMDA ERLENDIS
ÁSKRIFTASÍMI
569 1100
Eftir Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
ÞÆR freistingar og tímaþjófar sem fylgja net-
inu eru mörgum stjórnendum þyrnir í auga.
Hættan er jú sú að í stað þess að verja tíma sín-
um í að skapa verðmæti fyrir fyrirtækið falli
starfsmenn í þá gildru að dóla á netinu við
spjall, vefráp og leiki. Um leið er þó netið iðu-
lega nauðsynlegt vinnutæki og tölvupóstur,
upplýsingaleit á netinu og samskipti við kollega
og vini gegnum netið að margra mati ómissandi.
Allur gangur er á hversu langt fyrirtæki
ganga í að tryggja afköst starfsmanna. Hér á
landi virðist sem nokkuð afslappað viðhorf sé
ríkjandi og starfsmönnum sé gefið ágætis svig-
rúm til að nota vefinn, á meðan það er t.d. ekki
óalgengt vestanhafs að loka fyrir netnotkun að
hluta eða öllu leyti og oft heyrast fréttir af
starfsmönnum sem vikið var úr starfi fyrir að
eyða of miklum tíma á netinu í vinnunni.
Að spjalla eða ekki spjalla
Mjög algengt er á vinnustöðum vestanhafs að
lokað sé fyrir spjallforrit eins og MSN Messen-
ger og þá iðulega á þeirri forsendu að forritið
noti fólk fyrst og fremst til kumpánlegs spjalls
við vinahópinn. Sitt sýnist þó hverjum og eru
vísbendingar um að MSN og sambærileg spjall-
forrit geti verið verðmætt verkfæri í rekstri sé
rétt með það farið.
Netspjall hefur það umfram tölvupóst að
samskiptin fara fram í rauntíma, hægt er að sjá
hvort móttakandinn er á lausu þá stundina og
svar berst yfirleitt um hæl. Um leið hefur netsp-
jall það umfram símann að viðtakandinn getur
svarað skeytinu þegar honum hentar. Ef verk-
efni augnabliksins er aðkallandi truflar skeyti
gegnum spjallforrit ekki viðtakandann eins og
t.d. hringjandi sími en eftir sem áður er von á að
svar berist skjótt og vel. Samskipti um netpsjall
eru líka iðulega styttri og hnitmiðaðri en t.d.
tölvupóstur eða símtal.
Minni truflun við vinnu
Rannsóknir benda til að vissulega sé ávinn-
ingur af notkun spjallforrita á vinnustaðnum, og
sýndi t.d. rannsókn á vegum Kaliforníuháskóla
árið 2008 fram á að starfsmenn sem nota spjall-
forrit verða fyrir minni truflunum við vinnu
sína, þar sem spjallið kemur í staðinn fyrir
meira truflandi og tímafrek samskipti s.s. í
síma, tölvupósti, eða samtöl augliti til auglitis.
Spjallið verði til þess að samskipti milli kollega
verða styttri og skilvirkari.
Önnur rannsókn sýndi fram á að ekki nema
lítill hluti, eða 13% samtala starfsmanna á
spjallforritum komu inn á persónuleg málefni,
og að aðeins rúmlega 6% netspjalla snerust ein-
göngu um persónuleg mál starfsmanns. Rennir
þetta stoðum undir að spjallforritin séu ekki sá
tímaþjófur sem margir óttast.
Samskiptareglur og öryggi
Fyrirtæki sem taka spjallforrit í sína þjón-
ustu þurfa þó að huga að nokkrum atriðum, s.s.
hvaða reglur gilda í samskiptum á spjallinu og
hvernig gagnaöryggi er tryggt. Sum fyrirtæki
velja að nota sérhönnuð spjallforrit en önnur
leggja á það áherslu að stillingar spjallforrit-
anna séu hárréttar, s.s. hvort forritið geymir af-
rit af samtölum. Einnig þarf að hafa í huga að
spjallforrit verða æ vinsælla skotmark tölvu-
þrjóta og ýmsir vírusar og óværur geta dreift
sér með lymskulegum hætti gegnum þennan
miðil. Starfsmenn þurfa líka sjálfir að setja sér
viðmið út frá því hvernig hver og einn notar for-
ritið. Sumum þykir of mikil truflun af skila-
boðum frá vinum og ættingjum og velja að hafa
slökkt á forritinu á meðan aðrir merkja sig sem
„fjarverandi“ eða „ósýnilegan“ á meðan þeir eru
við vinnu til að fækka aðsendum skeytum. Einn-
ig þarf að fara varlega ef vinnu og einkalífi er
blandað saman á sama spjallaðganginum, gæta
þess að notendamynd, notendanafn, talsmáti og
aðrar upplýsingar séu a.m.k. á hæfilega fagleg-
um nótum.
Fara vinna og spjallforrit saman?
Morgunblaðið/Heiddi
Afköst Stjórnendur óttast að spjallforrit
trufli starfsfólkið um of við vinnu sína.
Skiptar skoðanir um ágæti spjallforrita á vinnustað Getur þó reynst verðmætt vinnutæki