Morgunblaðið - 28.11.2009, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 28.11.2009, Qupperneq 3
Andrés Iniesta, Raúl, Xavi, Thierry Henry og svona mætti lengi telja áfram. Messi og Ibrahimovic hafa verið í kapphlaupi við tímann að hrista af sér meiðsli og síðast í gær bárust þær fregnir úr herbúðum Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona að þeir væru tæpir. Engum ætti þó að koma á óvart ef Argentínumaðurinn og Svíiinn ættu eftir að gera mikinn usla í vörn Madridarliðsins. Skærasta stjarna Real Madrid og dýrasti fótboltamaður heims, Crist- iano Ronaldo, er klár í slaginn eftir að jafna sig af meiðslum og hann mun skeiða um grænar grundir á Camp Nou í kvöld og valda varn- armönnum Börsunga vandræðum með ógnarhraða sínum og knattfimi. Puyol: Met möguleikana jafna Carles Puyol fyrirliði Barcelona metur einvígi liðanna 50:50. ,,Við berum mikla virðingu fyrir Real Madrid. Liðið er á toppi deildar- innar. Það hefur unnið næstum alla leiki sína og það erfitt við að eiga. Ég met möguleika okkar á sigri til jafns við Real Madrid. Sigurinn á Inter var okkur mjög mikilvægur og með hon- um fengum við gott veganesti í þenn- an leik og aukið sjálfstraust í mann- skapinn,“ sagði Puyol á vef félagsins. Pepe: Hræðumst ekki Barcelona Varnamaðurinn Pepe í liði Real Madrid segir að hann og félagar sínir Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is EINN er sá maður sem hefur spilað með báðum liðum en það er Daninn Michael Laudrup, einn frægasti og besti fótboltamaður Dana fyrr og síð- ar. ,,Ég vonast eftir því að sjá frábær- an fótboltaleik og ég mjög bjartsýnn að svo verði niðurstaðan,“ sagði hinn 45 ára gamli Laudrup við breska ríkisútvarpið, BBC. ,,Þessi leikur hefur allt og jafnvel þótt þú horfir á hann í sjónvarpinu þá sérð þú sumt mjög, mjög sér- stakt. Stuðningsmenn beggja liða meðhöndla flesta leiki eins og þú myndir gera á Englandi ef þú værir að fara í leikhúsið. Þeir reikna með mikilli skemmtun. En í þessum leik, haga þeir sé örðuvísi. Þetta er eins og úrslitaleikur í Meistaradeildinni, er þó mikilvægari og hávaðinn sem þeir skapa er ótrúlegur,“ segir Laud- rup. Laudrup lék með Barcelona 1989 til 1994 og í búningi Real Madrid klæddist hann 1994-96. Árið 1999 var á kjörinn besti erlendi leikmaðurinn í spænsku deildinni undanfarin 25 ár. Laudrup er einn fárra fótboltam- ana á jörðinni sem vita hvaða þýð- ingu það hefur að spila fyrir bæði Barcelona og Real Madrid og er að öllum líkindum sá eini sem er enn elskaður hjá fólki sem býr í Madrid og í Barcelona. Þrír sigrar hjá Real Madrid í 25 leikjum Real Madrid trónir á toppi deild- arinnar. Liðið hefur 28 stig eftir 11 leiki og hefur ekki byrjað betur í deildinni í 17 ár en fast á hæla liðsins koma Börsungar með 27 stig. Real Madrid hefur ekki sótt gull í greipar Barcelona á Camp Nou en liðið hefur aðeins náð að landa þar þremur sigr- um í síðustu 25 leikjum liðanna. Barcelona niðurlægði Madrid- arliðið þegar liðin áttust síðan við en Katalóníuliðið vann stórsigur, 6:2, í maí í vor og það á heimavelli Real Madrid, Santiago Bernabeu. Margir af þeim bestu í heimi Liðin sem hlaupa inná á Camp Nou á morgun eru stjörnum prýdd og margir af fremstu fótboltamönn- um heims munu leika þar leika listir sínar. Nægir að nefna leikmenn á borð við: Lionel Messi, Kaká, Zlatan Ibrahimovic, Cristiano Ronaldo, óttist ekki Barcelona; ,,Við hræðumst ekki Barcelona frekar en neina mót- herja. Við förum til Barcelona til að spila okkar leik og til að vinna. Við ætlum að sýna að við erum færir um að leggja Barcelona að velli á Camp Nou,“ sagði hinn portúgalski Pepe við spænska blaðið Marca. ,,Við verðum að vera skynsamir og hafa mjög góðar gætur á Iniesta og Xavi. Þeir eru mikilvægir hlekkir í liði Barcelona.“  Mikil spenna fyrir risaslaginn á milli Barcelona og Real Madrid, ,,El Clasico“  Leikið á Camp Nou á morgun  Síðast niðurlægðu Börsungar lið Madrídinga Knattspyrnufíklar út um víða veröld bíða með öndina í hálsinum eftir ,,El Clasico“ þar sem risarnir Barcelona og Real Madrid leiða saman hesta sína í uppgjöri toppliðanna í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu. Leikur liðanna fer fram á hinum glæsilega Camp Nou leikvangi í Barcelona á morgun og eins og jafnan áður hefur um fátt verið um annað talað á Spáni síðustu daga en þennan stórveldaslag. Stjörnustríð á Spáni Bestur? Lionel Messi er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður heims um þessar mundir. Hann er tæpur vegna meiðsla fyrir slaginn á morgun. Reuters skrifa Þór i að rs, ð í llið nið dinni. ad- i- ginu, ð mér í unglingaliðinu um skeið. Starfs- fólkið hér og allir í kringum Read- ing eru eins og ein stór fjölskylda. Þetta er fínn bær og frábærlega staðsettur, stutt frá London og enn styttra á flugvöllinn á Heathrow ef maður ætlar að skreppa heim,“ sagði Gylfi við Morgunblaðið í gær- kvöld. Hann var þá kominn á hótel í Derby en Reading mætir heimalið- inu þar í 1. deildinni í dag. „Okkur hefur gengið illa í haust, höfum verið að laga okkur að nýjum stjóra og nýjum leikstíl, en höfum spilað vel í undanförnum 4-5 leikjum og þetta er allt á réttri leið,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. l hjá Reading“ Gylfi Þór Sigurðsson Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 UmboðsmaðurTiger Wo- ods sagði í gær- kvöld að banda- ríski kylfingurinn væri við góða heilsu eftir bílslys fyrir utan heimili sitt í Flórída. Mark Steinberg hjá IMB umboðsskrifstofunni stað- festi þetta í samtali við bandaríska dagblaðið USA Today. Woods var fluttur á spítala í Flórída eftir slysið í fyrrinótt. Haft var eftir lögreglunni að Woods hefði bakkað á brunahana við innkeyrsluna heima hjá sér og bíll hans síðan hafnað á tré.    Garðar B. Gunnlaugsson og Jó-hannes Harðarson, knatt- spyrnumenn frá Akranesi, eru í við- ræðum við Valsmenn um að leika með þeim á næsta keppnistímabili. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gærkvöld. Garðar hefur verið á mála hjá CSKA Sofia í Búlgaríu en er á leið frá félaginu. Jóhannes hefur spilað í Noregi undanfarin ár, síðast með 2. deildarliðinu Flöy.    Finnur Ólafs-son, knatt- spyrnumaður úr HK, gekk í gær til liðs við ÍBV og samdi við félagið til þriggja ára. Eyjamenn náðu samkomulagi við HK um fé- lagaskiptin en Finnur var samnings- bundinn Kópavogsfélaginu út næsta tímabil. Finnur er 25 ára gamall miðjumaður og hefur alla tíð leikið með HK. Hann missti af stærstum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla og náði aðeins að spila 6 leiki með HK í 1. deildinni, og gerði í þeim tvö mörk. Næstu tvö ár þar á undan lék Finnur 31 leik með HK í úrvalsdeild- inni.    Chelsea geturteflt fram sínu sterkasta liði í leiknum gegn Arsenal en liðin eigast við í ensku úrvalsdeildinni á Emirates Stadi- um á morgun. Eina spurning- armerkið var Frank Lampard en Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, greindi frá því í gær að miðjumaðurinn sterki væri búinn að ná sér af meiðslum og væri klár í stórslaginn.    Sverre Jakobsson og félagar íGrosswallstadt unnu Magde- burg, 32:30, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Sverre skoraði ekki en var einu sinni rekinn af velli. Einar Hólmgeirsson hjá Grosswallstadt er frá keppni vegna meiðsla. Fólk sport@mbl.is ENSKA 1. deildarliðið Reading vonast til að geta samið við framherjann Gunnar Heiðar Þorvaldsson og fengið hann til liðs við sig þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar. Gunnar Heiðar, sem er á mála hjá danska úrvalsdeildarliðinu Esbjerg, var til skoðunar hjá Reading í tíu daga og náði þar að heilla forráðamenn liðsins en Eyjamaðurinn skor- aði tvö mörk í æfingaleik með varaliðinu. Bæði mörkin í 2:1 sigri á Bristol Rovers. ,,Gunnar er leikmaður sem við höfum skoðað síðustu vikurnar. Hann er góður leik- maður sem er hátt skrifaður. Hann gerði tvö mörk í leik með okkur í vikunni og stóð sig vel á æfingum. Hann er klókur spilari, hefur góða tækni og er þroskaður leikmaður. Við verðum að sjá hvort við getum ekki gengið frá samningi um að fá hann á næstu vikum en við get- um ekki fengið hann fyrr en í janúar,“ sagði Brend- an Rodgers knatt- spyrnustjóri Reading við enska blaðið Reading Chronicle. Gunnar Heiðar sagði við Morgunblaðið í vik- unni að hann sæi fram á að gamall draumur sinn um að spila með ensku liði væri í þann veginn að rætast. gummih@mbl.is Rodgers vill semja við Gunnar Gunnar Heiðar Þorvaldsson                                !"    ##$      " %$&'$$(       " )#)& ###" *             +  ,, -      +  ,,        .#"     ##$"     

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.