Morgunblaðið - 02.12.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.12.2009, Blaðsíða 2
2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2009 KNATTSPYRNA England Deildabikarinn, 8-liða úrslit: Portsmouth – Aston Villa ....................... 2:4 Petrov 10. (sjálfmark), Kanu 87. – Emile Heskey 12., James Milner 27., Stuart Downing 75., Ashley Young 89.  Hermann Hreiðarsson lék allan tímann í vörn Portsmouth. Manch. Utd – Tottenham........................ 2:0 Darron Gibson 17., 38. 2. deild: Carlisle – Hartlepool............................... 3:2  Ármann Smári Björnsson skoraði fyrsta mark leiksins á 5. mínútu. Honum var skipt út af á 67. mínútu. Brentford – Colchester.............................1:0 Brighton – Charlton..................................0:2 Bristol R. – Exeter....................................1:0 Huddersfield – Tranmere ........................3:3 Millwall – MK Dons ..................................3:2 Oldham – Leeds.........................................0:2 Orient – Gillingham...................................3:1 Southampton – Wycombe ........................1:0 Southend – Norwich .................................0:3 Yeovil – Walsall .........................................1:3 Staðan: Leeds 18 14 3 1 35:8 45 Charlton 19 11 6 2 36:19 39 Norwich 19 10 5 4 40:24 35 Colchester 19 9 6 4 32:18 33 Huddersfield 19 9 4 6 41:22 31 Bristol R. 19 10 1 8 29:31 31 Walsall 19 8 6 5 28:22 30 Millwall 19 7 8 4 27:18 29 MK Dons 19 9 2 8 25:27 29 Swindon 17 7 7 3 21:20 28 Hartlepool 19 6 5 8 23:25 23 Carlisle 19 6 5 8 27:30 23 Southend 19 6 5 8 22:25 23 Yeovil 19 5 7 7 22:26 22 Exeter 19 5 7 7 23:28 22 Brentford 19 5 7 7 19:24 22 Orient 19 6 4 9 22:32 22 Gillingham 19 6 3 10 24:29 21 Oldham 19 5 6 8 15:23 21 Southampton 19 7 8 4 32:24 19 Brighton 19 4 5 10 22:37 17 Wycombe 19 3 5 11 18:32 14 Stockport 18 3 5 10 15:32 14 Tranmere 19 4 2 13 18:40 14  Southampton hóf keppni með 10 stig í mínus. KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: Milwaukee – Chicago ........................... 99:97 Dallas – Philadelphia ....................... 104:102 Utah – Memphis ................................. 120:93 Golden State – Indiana .................... 126:107 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla SR – SA ......................................................4:5 Þórhallur Viðarsson 2, Svavar Rúnarsson 1, Gunnlaugur Karlsson 1 – Steinar Grett- isson 2, Orri Blöndal 1, Sigurður Sveinn Sigurðsson 1, Stefán Hrafnsson 1. Staðan: SR 9 6 0 3 44:34 18 SA 8 5 0 3 37:31 15 Björninn 7 1 0 6 18:34 3 HANDKNATTLEIKUR Vináttulandsleikur karla: Þýskaland – Hvíta-Rússland............... 28:20 í kvöld KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Iceland-Express: Hveragerði: Hamar – Njarðvík ...........19.15 Stykkishólmur: Snæfell – Haukar ...... 19.15 DHL-höllin: KR – Grindavík............... 19.15 Toyotahöllin: Keflavík – Valur ............ 19.15 FÆREYINGAR hafa fengið aðild að Algarve- bikarnum í knattspyrnu kvenna sem fram fer í Portúgal dagana 24. febrúar til 3. mars. Þeir koma inn í mótið í fyrsta skipti, ásamt Rúmenum, og leika í C-riðli keppninnar ásamt þeim, Portúgal og Aust- urríki. Færeyska kvennalandsliðið hefur sótt sig mjög á síðustu árum og er komið upp í 61. sæti á heimslista FIFA, í 35. sæti í Evrópu. Til samanburðar eru Norður-Írar, sem Ísland vann 1:0 í Belfast í haust, í 69. sæti heimslistans og í 38. sæti í Evrópu. „Það er mjög ánægjulegt að fá Færeyinga með í þessa keppni. Það hafa orðið miklar framfarir hjá þeim og við horfum til aukins samstarfs við þá í okk- ar landsliðsverkefnum. Það er frágengið að við verðum með Færeyingum á hóteli í Algarve og get- um vonandi fylgst sem best með þeim,“ sagði Klara Bjartmarz, starfsmaður landsliðsnefndar kvenna, við Morgunblaðið í gær. Færeyska kvennalandsliðið vann m.a. bæði Króatíu og Lithá- en, báða leikina 3:1, á alþjóðlegu móti í Króatíu fyrr á þessu ári og stóð uppi sem sigurvegari á mótinu. Ísland er sem kunnugt er í sterkari hluta keppninnar eins og á þessu ári og leikur þar í riðli með Bandaríkj- unum, Noregi og Svíþjóð. Í hinum riðlinum eru síð- an Þýskaland, Kína, Finnland og Danmörk. vs@mbl.is Færeyingar verða með á Algarve Klara Bjartmarz Eftir Stefán Stefánsson ste@mbl.is NORÐANMENN voru mun grimm- ari í fyrsta leikhluta með 15 skot á mark á móti sex heimamanna, sem þó komust í 2:0 með mörkum Svav- ars Rúnarssonar og Þórhalls Við- arssonar. Akureyringar voru líka beittari í öðrum leikhluta en þótt hvort lið ætti svipaðan fjölda skota á markið tókst Steinari Grettissyni tvívegis að skora fyrir SA. Í þriðja leikhluta dró til tíðinda því áður en sex mínútur voru liðnar hafði hvort lið skorað tvö mörk. Reykvíkingar fengu kærkomið tækifæri til að gera út um leikinn einum fleiri í fimm mínútur en voru ekki mjög aðgangs- harðir upp við mark SA, sem fékk líka sitt tækifæri þegar heimamenn voru þrír á móti fimm síðustu mín- úturnar en þeir spiluðu vörnina af krafti og tókst að herja út fram- lengingu. SA kom reyndar pekk- inum í mark SR á síðustu mínútunni en markið var dæmt af fyrir að sparka pekkinum í mark. Framleng- ingin varð endaslepp því sem fyrr segir skoraði Stefán sigurmarkið úr öðru skoti Akureyringa. Richard Eiríkur Tahtinen, þjálfari Reykvíkinga, sagði margt hafa farið úrskeiðis. „Þegar við áttum að stíga skref fram á við stigum við skref aftur á bak. Refsingarnar reyndust okkur dýrar því þær komu einmitt þegar við þurftum að taka okkur á og það er varla hægt að vinna tveimur færri,“ sagði Richard eftir leikinn. Eins og hjá Akureyringum vantaði nokkra lykilleikmenn hjá SR. „Það hefur áhrif á liðin en ætl- unin var samt að setja pressu á Ak- ureyringa. Við gerðum það samt ekki, bara nokkrum sinnum í stutt- an tíma, sem gaf hinum meiri tíma með pökkinn. Við vorum heldur ekki nógu agaðir í vörninni, skutum pekkinum frá okkur þegar við átt- um að líta upp til að spila af yf- irvegun.“ Sigurður Sveinn Sigurðarson, fyr- irliði SA, var öllu hressari. „Við reyndum að einbeita okkur að því að verjast, sérstaklega lykilmönnum Reykvíkinga. Eftir langan þurrk án stiga var þetta kærkominn sigur, sem við áttum sannarlega skilinn. Við eigum alltaf von á að vinna og okkur kemur alltaf jafnmikið á óvart þegar við töpum en það er mjög gott að fara í jólafríið með sigri,“ sagði Sigurður. Morgunblaðið/Ómar Spenna Það var boðið upp á mikla spennu í Laugardalnum í gær þegar SA hafði betur gegn SR í framlengdum leik. Gullmark í framlengingu þurfti til að útkljá viðureign SR og SA í Skauta- höllinni í Reykjavík í gærkvöldi því að loknum hefðbundnum leiktíma var staðan 4:4 og Stefán Hrafnsson reyndist hetja Akureyringa með sig- urmarki er rúm mínúta var liðin af framlengingunni. Sigurinn var sætur en gestirnir fóru samt bara með eitt stig norður og eitt varð eftir í Reykja- vík vegna sigurs í framlengingu. Bilið milli liðanna í deildarkeppninni minnkaði þó í fimm stig, SR er með 19 og SA 14. Gullmark Stefáns í framlengingu í SA-sigri  SA vann SR 5:4 í framlengingu.  Fimm stigum munar á liðunum „VIÐ erum afar ánægðir með að hafa tryggt okk- ur áfram starfskrafta Alfreðs Gíslasonar með því að framlengja þennan samning,“ sagði Klaus Hin- rich Vater, stjórnarformaður þýska handknatt- leiksfélagsins Kiel, eftir að gengið hafði verið frá nýjum samningi við Alfreð sem þjálfara meistaral- iðsins til ársins 2014. Alfreð skýrði frá því í viðtali í Morgunblaðinu á laugardaginn að þessi samn- ingur væri í burðarliðnum. „Við höfðum fyrir nokkru lýst yfir þeirri ósk okkar að gera langtímasamning við Alfreð og það var ekki erfitt að fá hann til að samþykkja boð okkar. Þetta eru líka skýr skilaboð um traust okk- ar á Alfreð,“ sagði Vater við þýska fjölmiðla eftir undirskriftina. „Samningurinn við Alfreð tryggir stöðugleik- Skýr skilaboð um tra Helgi MárMagn- ússon skoraði þrjú stig í 77:66- sigri Solna gegn Gothia á útivelli í sænsku úrvals- deildinni í körfu- bolta í gær- kvöldi. Íslenski landsliðsmaðurinn lék í 15 mínútur af alls 40 og hitti hann úr einu af alls fjórum þriggja stiga skotum sínum. Solna er í efsta sæti deild- arinnar. Íslenski landsliðs- framherjinn hefur leikið að með- altali í 25 mínútur í hverjum leik það sem af er tímabilinu og hann hefur skorað tæplega 10 stig að meðaltali.    Portúgalski knattspyrnumað-urinn Jordao Diogo hefur framlengt samning sinn við KR og er nú samningsbundinn Vestur- bæjarliðinu út leiktíðina 2011. Diogo, sem er 24 ára gamall, hefur leikið með KR-ingum undanfarin tvö tímabil og hefur leikið alls 34 leiki með liðinu í efstu deild.    Kanadamaðurinn John Ku-cera, sem er heimsmeist- ari í bruni karla í alpagreinum, missir af Ólympíuleikunum sem hefjast í febrúar á næsta ári. Kucera, sem er 25 ára gamall, fótbrotnaði á heims- bikarmótinu sem fram fór um sl. helgi í Lake Louise. Hann var helsta von Kanada um gullverðlaun í alpagreinum á ÓL en meiðsli hans eru það alvarleg að læknar kan- adíska liðsins telja öruggt að Kucera verði ekki búinn að jafna sig fyrir ÓL.    Bandaríska íþróttakonanMarion Jones, sem átti glæstan frjálsíþróttaferil en varð síðan uppvís að lyfja- notkun, æfir um þessar mundir körfubolta af kappi og vonast til að komast á samning hjá liði í bandarísku at- vinnumanna- deildinni, WNBA. Jones, sem er 34 ára þriggja barna móðir, afplánaði hálfs árs fangelsisdóm fyrir að hindra framgang réttvísinnar og segja lögreglumönnum, sem voru að rannsaka lyfjanotkun íþrótta- manna, ósatt. Að sögn blaðsins New York Times hefur Jones æft með liðinu San Antonio Silver Stars að undanförnu og ætlar að reyna að komast að hjá evrópsku liði í vetur. Jones lék sem leik- stjórnandi með Norður-Karólínu í háskólakeppninni 1993-1994 þar sem liðið varð meistari. Fólk sport@mbl.is BANDARÍSKI leikmaðurinn Rahshon Clark leikur ekki fleiri leiki með úrvalsdeildarliði Kefla- víkur í körfuknattleik karla. Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur ákvað í gær að segja upp samningnum við leikmanninn sem þótti ekki standa undir vænt- ingum. Í frétt á heimasíðu Keflvíkinga segir m.a.: „Frá því að Rahshon hóf æfingar með Keflavík var ljóst að það var margt sem vantaði upp á hjá honum miðað við þann styrk sem Keflavíkurliðið vantaði frá er- lendum leikmanni. Honum var þó gefinn lengri aðlögunartími til þess að bæta leik sinn, en þær betrumbætur hafa aldrei komið. Þar af leiðandi telur stjórn að skynsamlegast sé að segja upp samningnum við Rahshon og ósk- um við honum velfarnaðar í líf- inu.“ Keflvíkingar verða án er- lends leikmanns gegn KR á fimmtudaginn í deildarkeppninni. Keflvíkingar ráku Clark STEFÁN Eggertsson knattspyrnu- maður, sem leikið hefur allan sinn feril með HK í Kópavogi, gekk til liðs við Valsmenn í gær og gerði tveggja ára samning við Hlíð- arendaliðið. „Mér líst mjög vel á þessi skipti. Valur er flottur klúbbur sem hefur góðan þjálfara og ég er mjög spenntur að takast á við þetta verk- efni. Mig langaði að spila aftur í efstu deild og mér finnst vera kom- inn tími til að breyta um umhverfi og prófa eitthvað nýtt,“ sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið í gær. Stefán er 25 ára gamall og spilar að mestu í stöðu hægri bakvarðar en hann getur þó leyst fleiri stöður á vellinum. Hann lék 13 leiki með HK í 1. deildinni í sumar og skoraði í þeim sex mörk. gummih@mbl.is Stefán samdi við Valsmenn til tveggja ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.