Morgunblaðið - 02.12.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.12.2009, Blaðsíða 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2009 „VEGNA kreppunnar á íþróttahreyfingin að einbeita sér að því að styrkja þá íþróttamenn sem eru komnir í fremstu eða eru á barmi þess að ná þeim áfanga. Í staðinn verður að draga úr stuðningi við þá sem eru í þrepinu fyrir neð- an. Þetta er mín skoðun,“ segir Stefán Jó- hannsson, frjálsíþróttaþjálfari hjá Ármanni, sem hefur langa reynslu af þjálfun frjáls- íþróttamanna. Stefán segir að nú þegar kreppir að verði þeir sem véla um þá fjármuni sem ætlaðir eru til stuðnings við íþróttafólk að einbeita sér að því að styðja við bakið á þeim sem eiga mögu- leika á að láta að sér kveða eða hafa þá þegar gert svo. Veðja verði á afreksmennina sem geta látið að sér kveða og geta borið hróður ís- lenskrar þjóðar út fyrir landsteinanna á sama tíma og þeir eru æsku landsins hvatning til dáða sem fyrirmyndir utan vallar sem innan. „Níutíu prósentum þeirra peninga sem lagð- ir eru í íþróttamenn hér á landi er eytt í semi- afreksmenn,“ segir Stefán og bætir við; „Mér finnst alveg í lagi að helmingur þessa fjár sé lagður í afreksmenn og hinn helmingurinn þá í semi-afreksmenn. Þá er ég að tala um allar íþróttagreinar,“ segir Stefán sem vinnur að því ásamt félögum sínum í Ármanni að skapa þann jarðveg fyrir frjálsíþróttakonurnar Ásdísi Hjálmsdóttur og Helgu Margréti Þorsteins- dóttur að þær geti ræktað hæfileika sína enn frekar og þannig átt möguleika á að verða í allra fremstu röð í sínum greinum á Ólympíu- leikunum í London eftir þrjú ár. Ásdís hefur um nokkurra ára skeið notið A- styrks frá Afrekssjóði Íþrótta- og ólympíu- sambands Íslands. Helga Margrét hefur hins vegar ekki notið sambærilegs styrks en fengið úthlutað úr sjóði ungra og efnilegra. Stefán segir að í ljósi stöðu Helgu Margrétar telji hann nauðsynlegt að Sjóðurinn komi með myndarlegri hætti að stuðningi við hana á næstunni og þá með Ólympíuleikana í London árið 2012 í huga. Þar eigi þær báðar raunhæfa möguleika á að vera í fremstu röð verði þeim tryggð rétt vinnuskilyrði. iben@mbl.is Morgunblaðið/Golli Þrautreyndur Frjálsíþróttaþjálfarinn Stefán Jóhannsson hefur ákveðnar skoðanir á málum Verðum að veðja á afreksmenn Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is BÁÐAR eru þær á góðri leið með að verða á meðal þeirra allra bestu í heiminum í sínum greinum. Stefán segir að hann og stjórn- endur frjálsíþróttadeildar Ármanns líti svo á að hér sé á ferðinni einstakt tækifæri til eignast íþróttamenn í allra fremstu röð í heiminum. Til þess verði að hlúa vel að þeim næstu árin. „Ásdís og Helga Margrét eru einstaklega hæfileikaríkar, jafnt lík- amlega sem andlega. Þær eru leið- togar og fyrirmyndir ungs íþrótta- fólks. Báðar hafa þær sýnt hingað til að þær geta staðið undir miklum væntingum,“ segir Stefán. „Þar af leiðandi teljum við að réttlætanlegt sé að taka þær aðeins út úr hinum góða hópi frjálsíþróttafólks sem er hjá okkur,“ segir Stefán sem hefur áratugareynslu af þjálfun frjáls- íþróttamanna og var m.a. þjálfari spjótkastarans Sigurðar Ein- arssonar um langt árabil en Sig- urður hafnaði í 5. sæti í spjótkasti á Ólympíuleikunum í Barcelona fyrir 17 árum. „Allt það starf sem þarf að inna af hendi til þess að búa þær undir að vera í fremstu röð á Ólympíu- leikunum í London eftir þrjú ár kostar sitt. Við viljum freista þess að ná endum saman og fá aðila til sam- starfs við okkur þar sem við teljum okkur hafa efniviðinn í höndunum í þessum íþróttamönnum. Þegar höf- um við fengið nokkra aðila til sam- starfs,“ segir Stefán Orðin leið á vangaveltum „Við viljum fremur leggja út í þetta verkefni en að standa í þeim sporum eftir þrjú ár að segja ef og hefði. Ef við hefðum gert þetta og ef við hefðum gert hitt þá hefðu Ásdís og Helga Margrét kannski komist á verðlaunapall. Við erum hreinlega orðin leið á þessum vangaveltum um ef og hefði og viljum freista þess að láta verkin tala,“ segir Stefán. „Þess vegna ætlum við að skapa Ásdísi og Helgu Margréti þá að- stöðu sem þær virkilega þurfa. Þær eru í fremstu röð í heiminum í sínum greinum. Þeir sem eru í heimsklassa eiga að fá aðstoð til þess að ná ennþá lengra,“ segir Stefán. „Til þess að hægt verði að þjálfa þær eins og þarf þurftum við að hafa yfir að ráða um sex milljónum króna á ári,“ segir Stefán. „Inn í þeirri tölu er sú aðstoð sem ég þarf við þjálf- unina svo sem frá læknum, sjúkra- þjálfurum, sálfræðingi, nuddara, hreyfingafræðingi auk viðbótarþjálf- ara, bæði vegna þeirra og annarra íþróttamanna sem æfa hjá Ármanni og mega alls ekki sitja á hakanum. Einnig er æskilegt að fara út í æf- ingabúðir þrisvar ár ári. Síðan eru það keppnisferðir til útlanda sem eru orðnar mjög dýrar en eigi að síð- ur nauðsynlegar,“ segir Stefán og bætir við að ekki sé nóg að rætt sé um að eiga afreksmenn. Þeir spretti ekki fullskapaðir upp úr engu. „Það er okkar að skapa þeim rétt um- hverfi til að springa út á meðal besta íþróttafólks heims.“ Þriggja ára verkefni Verkefni Ármenninga er til þriggja ár. Framgangur þess er endurmetinn í september á hverju ári. Skipað hefur verið fimm manna ráðgjafaráð í kringum þetta verkefni sem í sitja fimm íþróttamenn sem allir hafa reynt á eigin skinni hvað þarf til þess að komast í fremstu röð. Þetta eru Einar Vilhjálmsson spjót- kastari sem varð í sjötta sæti á Ól- ympíuleikunum í Los Angeles 1984. Fyrrgreindur Sigurður Einarsson sem hafnaði í fimmta sæti í sömu grein á Ólympíuleikunum í Barce- lona. Guðrún Arnardóttir sem varð í 7. sæti í 400 m grindahlaupi á Ól- ympíuleikunum í Sydney fyrir níu árum og var árum saman ein fremsta grindahlaupskona heims. Kristján Harðarson, fyrrverandi Ís- landsmethafi í langstökki, keppandi á Ólympíuleikunum 1984 og þraut- reyndur þjálfari. Fimmti ráðgjafinn er Ólafur Stefánsson einn fremsti handknattleiksmaður síðustu ára og einn silfurhafanna á síðustu Ólymp- íuleikum. Fremst í heiminum í sínum aldursflokki Helga Margrét er tvímælalaust eitt allra mesta efni sem fram hefur komið í frjálsíþróttum hér á landi um langt árabil. Hún er aðeins átján ára en hefur þegar vakið mikla at- hygli sem ein efnilegasta fjölþraut- arkona og m.a. fengið boð um að taka þátt í tveimur virtum stórmót- um í sjöþraut á næsta ári. Helga Margrét er í efsta sæti heimslistans í sjöþraut kvenna í flokki 19 ára og yngri á þessu ári sem segir sitt um hversu framarlega hún er. Helga Margrét var hárs- breidd frá sigri í sjöþraut á Evr- ópumeistaramóti 19 ára og yngri í sumar en meiddist og varð að draga sig úr keppni þegar skammt var efir og gullverðlaunin voru í seiling- arfjarlægð. Hefur tekið stórstígum framförum Ásdís hefur tekið stórstígum framförum í spjótkasti síðustu ár og hefur bætt Íslandsmetið jafnt og þétt frá því að hún var innan við tví- tugt. Hún er í 22. sæti á afrekslista spjótkastara í heiminum á þessu ári þar sem hún tvíbætti Íslandsmetið. Það er nú 61,37 metrar en til gamans má geta þess að það jafngildir um 2,30 metrum í hástökki karla eða 6,75 metrum í langstökki kvenna sé litið á afrekaskrá Alþjóðafrjáls- íþróttasambandsins á þessu ári. Ás- dís stefnir á að komast í úrslit á Evr- ópumeistaramótinu í frjálsíþróttum á næsta sumri. Henni stendur til boða að vera þátttakandi á mörgum sterkum frjálsíþróttamótum á næsta ári. Getur skipt sköpum „Gangi þetta eftir er ljóst að það mun skipta sköpum fyrir mig því þótt ég hafi notið mjög góðs stuðn- ing frá ÍSÍ á síðustu árum er allt það sem hægt er að gera til viðbótar til mikilla bóta,“ segir Ásdís spurð og hversu mikils virði það er fyrir henn- ar feril að Ólympíuhópur Ármanns verði að veruleika. „Stuðningurinn er einnig ætlaður til þess að aðstoða okkur á þeirri löngu leið sem er fram að Ólympíu- leikunum í London. Leikarnir eru langtímamarkmiðið en á leiðinni á þá eru mörg önnur markmið sem við verðum að ná,“ segir Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Viljum láta verkin tala  Erum orðin leið á að segja ef og hefði, segir Stefán Jóhannsson  Kostar um sex milljónir króna á ári  Ólafur Stefánsson er á meðal ráðgjafa ólympíuhóps Ármanns  Blásið til sóknar í kreppunni „Til þess að við getum sagt að við eigum afreksmenn verðum við að þjóna þeim sem slíkum,“ segir Stefán Jóhannsson, frjálsíþróttaþjálfari hjá Ármanni, um það framtak Frjáls- íþróttadeildar félagsins að koma á fót Ólympíuhópi á vegum deild- arinnar sem hefur það að markmiði að skapa tveimur af bestu frjáls- íþróttakonum landsins, Ásdísi Hjálmsdóttur, Íslandsmethafa í spjót- kasti, og Helgu Margréti Þorsteins- dóttur, Íslandsmethafa í sjöþraut, að- stöðu við hæfi svo þær eigi möguleika á að vera í fremstu röð á Ólympíuleikunum í London 2012. Morgunblaðið/Golli Methafar Ásdís Hjálmsdóttir t.v. Íslandsmethafi í spjótkasti ásamt Stefáni Jóhannssyni, þjálfara, og Helgu M. Þorsteinsdóttur, Íslandsmethafa í sjöþraut. Í HNOTSKURN »Ásdís Hjálmsdóttir er 24ár gömul. Hún er Íslands- meistari í spjótkasti og hefur jafnt og þétt tekið framförum síðustu ár. Ásdís er lyfjafræð- ingur BSc og leggur nú stund á framhaldsnám í lyfjafræði meðfram æfingum og keppni. »Helga Margrét Þorsteins-dóttir er 18 ára Húnvetn- ingur. Hún stundar nám í Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Auk hæfileika í frjáls- íþróttum varð Helga Margrét Íslandsmeistari í körfuknatt- leik í unglingaflokki fyrir fá- einum árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.