Morgunblaðið - 03.12.2009, Síða 2

Morgunblaðið - 03.12.2009, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is HARPA, sem er 27 ára og býr í Vogum á Vatns- leysuströnd, er ein þeirra sem þurft hafa að leita til Mæðrastyrksnefndar, hefur gert það alls fjór- um sinnum. Hún segir það hafa verið þung spor. En þegar hún loksins fór á staðinn hafi móttök- urnar verið svo hlýlegar, „allir voru svo góðir við mig“, að hún hafi eiginlega brotnað saman. Mjög þröngt var orðið í búi hjá þeim aftur í sumar og fékk Harpa þá að vita að þau ættu rétt á aðstoð fjórum sinnum á ári fyrir utan jólaaðstoð. Hún ákvað fyrir jólin í fyrra eftir samráð við eiginmanninn að tala við prestinn í Vogunum til að athuga hvort þau ættu rétt á einhverri jólaaðstoð og svo reyndist vera. „Ég hafði heyrt áður um þennan möguleika en mér fannst alltaf að ég væri þeirra hjóna. Þau eiga alls fjögur börn, þó engin saman en þrjú af börnunum eru hjá þeim um helg- ar, það elsta er uppkomið. „Maðurinn minn missti vinnuna í desember í fyrra, fékk aftur vinnu í ágúst en var að fá að vita í gær [þriðjudag] að í janúar yrði hann aftur at- vinnulaus,“ segir Harpa. „Það var mjög erfitt, Þetta var eins og högg. Við vorum farin að vona að nú færi kannski eitthvað að rætast úr og við myndum hafa eitthvað milli handanna, gætum farið að gera upp vanskil sem sátu á hakanum. En nú erum við búin að tala okkur svolítið saman og ætlum bara að taka þetta skref fyrir skref. Við er- um klók í að nýta hlutina, bruðlum ekki neitt og ég kann að sauma og stoppa í föt, ég var svo heppin að alast upp hjá ömmu minni og svo höfum við fengið margt hjá ættingjum og vinum. Og við höf- um svo sem aldrei verið rík.“ einhvern veginn ekki nógu illa stödd til að biðja um þannig hjálp, svo eru tekjumörkin svo lág. Mér finnst oft að aðrir hafi það svo miklu verra.“ Harpa hefur verið öryrki frá 18 ára aldri. Hún býr með eiginmanni sínum í góðu leiguhúsnæði og segir eigandann hafa sýnt þá tillitssemi að lækka leiguna um 10 þúsund kr. vegna fjárhagserfiðleika Voru þung spor í fyrsta sinn Kona í miklum fjárhagsvanda segir hafa verið erfitt að biðja um mataraðstoð en móttökurnar hjá Mæðrastyrksnefnd hafi verið einstaklega hlýlegar Í HNOTSKURN »Jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar,Rauða krossins og Hjálparstarfs kirkj- unnar fer fram dagana 15.-18. desember og tekið er við umsóknum til 10. desember. »Á úthlutunardegi er pakkað mörghundruð kílógrömmum af mat. MARGIR eru nú svo illa staddir að þeir eiga ekki fyrir mat. Myndin var tekin í húsakynnum Mæðrastyrksnefndar í Hátúni 12 í Reykjavík í gær þar sem verið var að taka saman mat í pakka fyrir úthlutanir gærdagsins. Vilborg Oddsdóttir, félags- ráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkj- unnar, telur að um 4-5.000 fjöl- skyldur fái úthlutað matvælum hjá hjálparstofnunum á ári. Ekki þurfi allar að fá aðstoð í hverjum mánuði. Um 1.500-2.000 fjöl- skyldur sæki þó aðstoð mánað- arlega. „Þetta fer vaxandi frá einum mánuði til annars.“ Hún segir bagalegt að ekki séu til traustar upplýsingar um fjölda þeirra sem þurfi aðstoð og ekki séu samræmdar reglur milli hjálparstofnana um hverjir eigi rétt á aðstoð. Hjálparstofn- anir hafi heldur ekki upplýs- ingar um það hverjir þiggi að- stoð hjá öðrum, því geti fólk í raun og veru farið á milli og náð sér í meiri aðföng en ætlast sé til. Dæmin séu fá en hegðun þeirra sem misnoti aðstoðina komi niður á úthlutunum til ann- arra. Um 1.500-2.000 fjölskyldur þurfa aðstoð á mánuði Morgunblaðið/Golli FJÖLMARGIR gripu í tómt þeg- ar þeir mættu á heilsugæslustöð sína í bókaða bólusetningu. Þar sem bóluefni hefur ekki borist í tíma, falla allar fyrirhugaðar bólusetningar niður til og með 15. desember, en þá verður bóluefni væntanlega næst dreift til heilsu- gæslustöðva. Í flestum tilvikum flytjast bólu- setningar í réttri tímaröð yfir á þá daga þegar bólusetningar hefjast að nýju. Heilsugæslustöðvar á höfuðborg- arsvæðinu létu þá ekki vita sem pantað höfðu tíma í bólusetningu en settu inn upplýsingar á vefsvæði sitt. Gísli Júlíusson, yfirlæknir heilsugæslu Grafarvogs, bendir í þessu sambandi á að 1.800 hafi átt pantaðan tíma, og óvinnandi vegur hefði verið hringja í alla þá. Hann telur hins vegar að sóttvarnarlækni hefði borið að auglýsa umrædda röskun með meira áberandi hætti en gert var. Samkvæmt upplýsingum frá öðr- um heilsugæslustöðvum lágu sömu ástæður að baki. Ljóst er að mikið álag verður á heilsugæslustöðvunum þegar bólu- setning hefst að nýju, enda dreifast bólusetningar sem frestast á afar fáa daga til jóla. andri@mbl.is Ekki látið vita að tímar í bólusetn- ingu frestuðust Bólusetning við svínaflensu. FORSETI Alþingis, Ásta Ragnheið- ur Jóhannesdóttir, tilkynnti þing- mönnum það snemma í gærkvöldi að þingfundi yrði ekki slitið fyrr mælendaskrá tæmdist og annarri umræðu um Icesave væri lokið. Þá voru þrettán þingmenn á mæl- endaskrá, og enn kl. 23. Þegar Morgunblaðið fór í prent- un sáu þingmenn því fram á að fundur yrði fram á morgun, en þar næsti þingfundur hefst kl. 10.30 í dag. Fundir eru í tveim nefndum Alþingis kl. 8.30. Rætt þar til mæl- endaskrá tæmist „ÞETTA er í fyrsta skipti sem ég man til þess að við höfum ekki fengið að sjá frumvörp og ekki fengið aðkomu að frumvörpum sem fjalla að öllu leyti um okkar mál sem eiga uppruna sinn hjá verkalýðshreyfingunni eins og t.d. atvinnuleysistryggingarnar og fæð- ingarorlofið,“ segir Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ. Miðstjórn ASÍ hélt langan fund í gær þar sem fjallað var um til- lögur félags- og trygginga- málaráðherra um breytingar á atvinnuleysisbótakerfinu og fæð- ingarorlofi. Einnig fór mikil umræða fram um skattafrumvörp ríkisstjórn- arinnar. „Við höfum mjög miklar áhyggjur af því að umfang skatta- hækkananna sé meira en boðað var þegar við gerðum stöð- ugleikasáttmálann. Við höfum miklar áhyggjur af því hvaða áhrif þessi mikla skattlagning kemur til með að hafa á rekstur og skuldir heimilanna. Okkur er mikið í mun að þeim tekjulægri sé hlíft,“ segir Ingibjörg. Verkalýðsforystan gagnrýnir breytingar sem boðaðar eru í frumvarpinu um atvinnuleys- istryggingarnar. „Þarna eru settar mun ríkari eftirlitsheimildir og auknar skyldur á atvinnuleitendur og sömuleiðis refsiheimildir og við- urlög. Þau voru nú töluverð fyrir. Við viljum að sjálfsögðu ekki að hægt sé að svindla á kerfinu en teljum að aðalatriðið sé þjónusta og stuðningur við þá sem leita sér að atvinnu. Með þeim hætti sé hægt að fækka á atvinnuleys- isskránni,“ segir Ingibjörg. Þá gagnrýnir ASÍ að bótaréttur námsmanna í námshléum verði felldur niður sem geti orðið til þess að fólk eigi þess ekki kost að halda áfram í námi. omfr@mbl.is Umfang skattahækkana meira en í sáttmálanum Einsdæmi, að sögn ASÍ, að fá ekki að sjá frumvörp Morgunblaðið/Heiðar Þór Vinna Breytingar á atvinnuleysis- tryggingum eru gagnrýndar. Í HNOTSKURN »Miðstjórn ASÍ mótmælir íályktun boðuðum breyt- ingum á skattlagningu tekna sjómanna »Við gerð stöðugleikasátt-málans í vor hafi því verið heitið að ekki yrði „gripið til lagasetninga eða annarra stjórnvaldsaðgerða sem hafa bein áhrif á innihald kjara- samninga eða kollvarpa með öðrum hætti þeim grunni sem kjarasamningar byggjast á.“ Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is MJÖG litlar breytingar hafa orðið á fylgi flokkanna frá því október, ef marka má nýjustu skoðanakönnun Þjóðarpúls Gallup sem gerð var í nóvember. Stuðningur við ríkis- stjórnina er nánast óbreyttur. Ríf- lega 12% segjast munu skila auðu eða ekki greiða atkvæði. Hátt í 6.000 manns voru spurðir og var svarhlutfall um 70%. Sjálf- stæðisflokkurinn er sem fyrr stærst- ur, um 32% þátttakenda í könn- uninni sögðust myndu kjósa flokkinn yrði gengið til kosninga núna. 26% sögðust myndu kjósa Samfylk- inguna, tæplega 23% Vinstrihreyf- inguna – grænt framboð og 16% myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Aðeins liðlega 1% aðspurðra sagðist myndu kjósa Hreyfinguna. Um 47% styðja nú stjórn Sam- fylkingar og VG en í maí, skömmu eftir að hún var mynduð, sögðust 60% styðja hana. Í Reykjavík mældist fylgi Sjálf- stæðisflokks 39%, Samfylkingar 34%, VG 21% og Framsóknarflokks 5%. Í Reykjavík, Kópavogi og á Ak- ureyri vill meirihluti aðspurðra nýj- an meirihluta í bæjarstjórn, hlut- fallið var 69% á síðastnefnda staðnum. Liðlega helmingur að- spurðra í Hafnarfirði vill sama meirihluta og núna. Spurt var um stuðning við að- skilnað ríkis og kirkju og var hann mun meiri en nokkru sinni eða 74%. Styrkur flokkanna nær óbreyttur Morgunblaðið/Brynjar Gauti Aðskilnaður Meiri stuðningur er við aðskilnað kirkju og ríkis en áður. Sjálfstæðisflokkur stærstur en 47% styðja stjórnina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.